Víkurfréttir - 05.03.1992, Blaðsíða 21
Minning:
Friðrik Karlsson
Keflavík
Mig langar til að minnast
frænda míns, Friðriks Lúðvíks
Karlssonar, með nokkrum fá-
tæklegum orðum. Hann fædd-
ist í Keflavík 21. júní 1912 og
hefði því orðið 80 ára í júní
næstkomandi ef hann hefði
lifað. Foreldrar hans voru
hjónin Mart'a Magnúsdóttir og
Karl Guðmundsson, sjómaður
er bjuggu á Kirkjuvegi 14 í
Keflavík. Bömin voru átta.
Elst var Ingveldur er dvelur á
dvalarheimilinu Garðvangi í
Garði, næst í röðinni var móðir
mín. Karólína, er lést 9. júní
1988. Þá Friðrik, síðan Kar-
itas, dáin 19.4.1985. Snorri
Sólon, dáinn 24.5.1944, Marta
Þuríður, dáin 8.11.1937,
Magnús býr í Keflavík og
yngstur var Guðión er lést
18.4.1979.
Frikki, eins og hann var
alltaf kallaður, var í mörg ár
sjómaður á fiskibátum, þar af
lengst vélstjóri, eða þar til
hann gerðist starfsmaður Fisk-
iðjunnar í Keflavík og var
hann þar verkstjóri í mörg ár.
Þegar móðir mín missti fyrri
mann sinn. Tyrftng Magn-
ússon, en hann drukknaði af
vélbátnum Garðari frá Vest-
mannaeyjum 28. júlí 1934, þá
stóð hún ein uppi með unga dótt-
ur þeirra hjóna. Þá stofnuðu þeir
bræðurnir Frikki og Snorri heim-
ili með þeinr mæðgum og bjuggu
þau saman þangað til að móðir
þeirra giftist föður mínum. Sig-
urði Helgasyni. Veit ég að þetta
var mikill styrkur fyrir hana og
var alla tíð mjög kært með þeim
systkinum.
Frikki giftist Guðnýju Sigríði
Sigurðardóttur frá Neskaupstað
26. des. 1941. Eignuðust þau þrjá
syni. Elstur var Lúðvík Karl er
var stýrimaður og skipstjóri á
millilandaskipum í mörg ár, en er
núna kaupmaður í Kópavogi.
Hann á eina dóttur. Næstur er
Gunnar Jóhann, matreiðslunrað-
ur, hann á matsölustaðinn Lang-
best í Keflavík. Hann er kvæntur
Bergljótu Grímsdóttur og eiga
þau fjögur böm. Yngstur er Odd-
ur Guðni, hann er einnig mat-
reiðslumaður, hann er kvæntur
Vigdísi Karlsdóttur og eiga þau
eina dóttur. Dóttir Lúðvíks, Sig-
ríður Líney bjó hjá ömmu sinni
og afa í nokkur ár og var hún eins
og dóttir þeirra.
Sigga og Frikki bjuggu rnestan
sinn búskap að Heiðarvegi 16 í
Keflavík í litla hlýlega húsinu
sínu. Allt var þar fágað og prýtt
og voru þau mjög samhent um að
halda öllu svo vel við, bæði innan
dyra sem utan. Frikki hafði kart-
öflugarð við húsið sitt í mörg ár
og hugsaði hann af mikilli alúð
um garðinn. Við foreldrar mínir
og systur bjuggum í mörg ár í
næsta nágrenni við Siggu og
Frikka og var mikill samgangur á
milli heimilanna. Minnist ég þess
frá því að ég var lítil og var að
læra að lesa að Frikki kom mörg
kvöldin heim til okkar til að at-
huga hvernig frænku hans gengi
við lestrarnámið. Þegar að yngri
systir nn'n, Sigríður Helga, var
nýfædd, þá hafði hann svo gaman
að því að stinga upp á nöfnum
sem að hægt væri að láta hana
heita. svo sem Klara fína, Gull-
inborg og Jósefína Baker og
skenrmti hann sér vel yfir því
hvað ég tók þetta alvarlega og
mótmælti kröftuglega.
Eftir að Frikki hætti í Fisk-
iðjunni, vann hann í Dráttarbraut
Keflavíkur í nokkur ár og síðan í
mötuneyti hersins á Keflavíkur-
flugvelli, og held ég að mér sé ó-
hætt að segja það að hann hafi alls
staðar þar sem að hann vann, átt
gott með að aðlagast fólki og
eignast vini. Sigga veiktist árið
1981 og gekkst hún undir mikla
höfuðaðgerð og náði hún allgóðri
heilsu í nokkur ár. Árið 1984 fékk
Frikki áfall og varð að hætta að
vinna. Það var svo árið 1985
að þau seldu húsið sitt á Heið-
arveginunr og fluttu í litla og
mjög skemmtilega tbúð að
Suðurgötu 15-17. Undu þau
þar hag sínum vel og höfðu
nrikla ánægju af félagsskap
fólksins sem sótti athvarfið
sem er í húsinu á Suðurgötunni
og reyndust konurnar sem
starfa í athvarfinu þeim sér-
staklega vel.
Sigga veiktist og lést
12.7.1990 og var það mikill
missir fyrir Frikka eins sam-
rýmd og þau höfðu verið.
Hann veiktist svo rétt fyrir jól-
in síðustu og dó 27. desember.
Að lokum langar mig að
þakka frænda mínutu fyrir
hvað hann var mér alltaf góður
og bið honum blessunar Guðs.
Minný.
Reykjanesbraut/
Grindavíkurvegur:
w
Utafakstur og
bílveltur
• Bifreið á toppnum utan vegar við Reyk janesbraut. Ljósm.: hbb
Húseigendur - hús-
byggjendur
Tökum aö okkur alla trésmíöavinnu, viö-
gerðir og nýsmíöi, ásamt öllu ööru.
Upplýsingar í síma 15871 eftir kl. 18.00.
Húsnæði óskast
Af sérstökum ástæöum óskast til leigu húsnæöi í
Keflavík eöa Njarðvík fyrir dýralækningastofu. Um
er aö ræöa 50-70m2 húsnæöi meö möguleika á
skiptingu í biöstofu og lækningaherbergi. Til greina
kemur góöur bílskúr eöa hluti af skemmu, má
þarfnast einhverrar lagfæringar. Húsnæöiö þarf aö
vera snyrtilegt og meö hreinlætisaðstöðu. Vin-
samlegast hafið samband í síma 91-674020.
Fyrir hönd Dýraspítalans í Víöidal,
Steinn P. Steinsson, héraösdýralæknir,
Þorvaldur H. Þórðarson, dýralæknir.
I hálkunni og snjónum und-
anfama daga hafa ökumenn
verið „duglegir" við að velta
bílum sínum út í móa og einnig
hafa margir misst ökutæki sín
útaf en sloppið við að velta.
Bílvelta varð við Grindavík
þar síðasta þriðjudagskvöld. Þar
urðu hálsmeiðsli svo flytja
þurfti stúlku á sjúkrahús í
Reykjavík. Við Reykjanesbraut
hafa menn verið að velta með
reglulegu millibili. Með-
fylgjandi Ijósmynd var tekin
eftir hádegi sl. fimmtudag. Þar
var bifreið á toppnum úti í móa.
Aðeins 6 metra frá hafði önnur
bifreið farið á toppinn, en hafði
verið fjarlægð.
Litlar skemmdir hafa verið á
mörgum þeirra bíla sem hafa
oltið, enda í mörgum tilfellum
lent í mjúkum snjó.
Aðal-
fundur
Styrktarfélags aldraöra á Suöurnesjum
veröur haldinn laugardaginn 7. mars aö
Suöurgötu 12-14, Keflavík, kl. 13.30.
Stjórnin
________21
Víkurfréttir
5. mars 1992
Tvær skólastelpur
bráðvantar ódýra 2-3ja herb.
íbúð strax. Reglusenti heitið.
Uppl. í símum 16054 og
16038.
Herbergi
í Ketlavík. Uppl. í síma 27196.
3ja herbergja
íbúð í Keflavík. Uppl. í síma
11530 á kvöldin.
Einbýlishús
2 bandarísk hjón óska eftir ein-
býlishúsum til leigu. Uppl. í
síma 52715 Margrét eða Peggy.
Til leigu
2ja herbergja
íbúð, laus strax. Uppl. t' síma
12753.
2ja herbergja
íbúð. Uppl. í síma 14079 á
kvöldin.
2ja herbergja
íbúð við Fífumóa. Uppl. í síma
13576 eftirkl. 19.00.
Til sölu
Blár og hvítur
Silver Cross bamavagn með
kúptum botn, innkaupagrind og
dýna fylgja. Verð kr. 30.000,-
Uppl. í síma 14465.
Raðhúsgögn
með tveim lausum stólum í stíl.
Uppl. í sima 11890 og 14930.
Hvolpur
Mjög fallegur írsk-setter, hrein-
ræktaður. Uppl. í síma 93-
12899.
Veiðileyfi
í Setbergsá á Skógarströnd.
Hafin er sala veiðileyfa í þessari
gjöfulu og fallegu 2ja stanga
laxveiðiá. Gott veiðihús með
rafmagni og sturtu. Uppl. gefa
Adolf s-91-621224, Eiríkur s-
91 -667288, Gústaf s-91 -36167.
Subaru Stadion Turbo
4WD, sídrif með læsingu, árg.
'88, ek. 58 þús.,5 gíra, topp ein-
tak. Skipti á ódýrari. Uppl. í
Bílakringlunni, sfmi 14690.
Volvo 245 GL Stadion
árg. '87 ek. 60. þús., sjálf-
skiptur. Gullmoli. Verð 830 þús
stgr. Uppl. á Bflakringlunni í
síma 14690
Tapað - Fundið
Svört samkæmisbudda
með skilríkjum, ásamt fleiru
tapaðist á Góugleðinni í Golf-
skálanum 21. feb. sl. Finnandi
er vinsamlegast beðin að skila
henni til eigenda. Sími 13585.
Fundarlaun.