Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.03.1992, Qupperneq 23

Víkurfréttir - 05.03.1992, Qupperneq 23
Iþróttir ________23 Ví kurfróttir 5. mars 1992 KORFUBOLTI Rúllað yffir Þórsara Keflvíkingar unnu öruggan sigur á Þórsurum frá Akureyri sl. sunnu- dagskvöld. Það var aldrei spurning hvort liðið mundi sigra, heldur að- eins hversu stór sigurinn yrði. Stað- an í hálfleik var 76-42, en leikurinn endaði 139-87. Brynjar Harðarson, sem hefur þurft að sitja fullmikið á bekknum, fékk loksins tækifæri til að sýna hvað hann getur. Brynjar átti mjög góðan leik, skoraði 9 stig og hirti 12 fráköst. Sex þeirra voru sóknarfráköst. Enginn leikmaður á vellinum náði fleiri sóknarfrá- köstum. Þessi hluti leiksins er eitt mesta vandamál Keflavíkurliðsins. og því furðulegt að Brynjar fái ekki að leika meira. Bow náði 13 frá- köstum, en öll voru þau tekin í vörninni. auk þess skoraði hann 24 stig og átti 11 stoðsendingar. Að- eins tvö skot geiguðu hjá Bow í leiknum. Joe Harge, Kaninn í liði Þórsara, átti nokkrar glæsilegar troðslur. Það var það eina við leik þeirra sem gladdi augað. Stigin: Nökkvi 24. Bow 24, Jón Kr. 19, Albert 18, Kristinn 17, Guðjón 13, Hjörtur 9, Brynjar 8, Jón 4. Böðvar 3. Öruggir sigrar hjá UMFG Þór 90 - UMFG 107 Grindvíkingar gerðu góða ferð á Akureyri sl. föstudag. Þeir mættu þar neðsta liði Japisdeildarinnar, Þór. Þórsarar höfðu frumkvæðið framan af fyrri hálfleik, en UMFG snéri leiknum sér í vil, og hafði eins stigs forystu í hálfleik 52-53. í seinni hálfleik stungu Grind- vtkingar hreinlega af, og náðu 17 stiga forskoti. Þessum tnun héldu þeir alveg til leiksloka. Stigin: Guðmundur 28. Joe Hurst 23, Pálmar 13, Hjálmar 12, Rúnar og Bergur 11 livor, Marel 5. Pétur 4. UMFG 104 - Haukar 83 Grindvíkingar fengu Hauka t heimsókn sl. sunnudagskvöld. Er Haukarnir rnættu til leiks. eygðu þeir enn von um sæti í úr- slitakeppninni. Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik. I leik- hléi skildu aðeins þrjú stig milli liðanna. UMFG 45 - Haukar 42. Grindvíkingar börðust af mikilli hörku í seinni hálfleik. Svo fór að þeir völtuðu yfir Haukana. og gerðu vonir þeirra um sæti í úr- slitakeppninni að engu. Joe Lewis Hurst átti enn einn stórleikinn, auk þess sem Marel og Guðmundur Iéku mjög vel. Grindvíkingar virðast nú vera komnir í sitt gamla form. en því miður aðeins of seint. Stigin: Joe Hurst 33. Guðmundur 25. Marel 22, Bergur 9. Rúnar 7, Hjálmar og Pétur 4 hvor. r S^°^^lu^rdar8on launches a ^pointer. Falur Harðarson, körfu- knattleiksmaður úr Keflavík, hefur leikið í bandaríska háskólabolt- anum nú í vetur. Hann er við nám í Charleston Southern háskólan- um. Falur hefur leikið hreint út sagt frábærlega með liði sínu Bucs. Þjálfari liðsins, Gary Ed- wards er yfir sig hrifinn af Fal. Hann hefur sent Torfa Magnús- syni landsliðsþjálfara bréf, þar sem hann óskar eftir fleiri ís- lenskum leikmönnum. Það má því segja að með góðri frammistöðu sinni hafi Falur opnað leið að bandaríska háskólaboltanum fyrir unga og efnilega leikmenn. Gary Edwards, þjálfari, hafði þetta að segja um Fal: „Það er góður andi í kringum hann og hann leggur mikinn metnað í leikinn. Hann hefur fært liðinu þann þroska sem okkur vantaði sárlega í stöðu leikstjórnanda. Falur vinnur af sania krafti á æfingum og í leikjum. Þú getur alltaf verið viss um að hann spilar með hjartanu. Sjálfsálitið er honum heldur ekki ijötur um fót. Fal er alveg sama hvort hann skorar tvö stig eða tutt- ugu." Aður en Falur gekk til liðs við Bucs, var þeim spáð neðsta sæti í sínum riðli. I riðlinum eru 13 lið, og í dag er Bucs í þriðja sæti. I síðasta leik liðs- ins jafnaði Falur eldgamalt skólamet. Hann skoraði sex þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik. Eftir það lögðu and- stæðingarnir allt kapp á að passa Fai seni best, svo hann hafði sig lítið frammi það sem eftir var leiksins. Falur hefur snúið ófáum Ieikjum Bucs í hag í vetur, svo ekki er skrítið að Gary Edwards sé ánægður með hann. Nú í dag fimmtudag, Ieik- ur lið Fals, Bucs, úrslitaleik um það hvort liðið komist í 64 liða úrslitakeppnina í há- skólaboltanum. Það væri mikill sigur fyrir skólann að komast í þessa úrslita- keppni. Hún er það sem allt snýst um í háskólaboltanum. Bucs fínd a winner in íceland ■ IT’S WHO YOU KNOW: Gienn J homas, an assistant coach for iceland's natíonal basketball team, recommended Falur Har- darson to Charleston Southern coach Gary Edwards, who now owes his friend a favor. sraswFll ~—~ 01 The Ppst and Covrier staff Being a basketbail coach at a small NCa a Division I schooi like Charleston S,uthern is I and™ salesmanship as knowledge 0f Xa rv."ssrÆ-:a¥S.».i. ^ «t <m playtng be/orelellout «owds a? pssss ttó^eíS3 í,°P,a> atFharleston Southe™n « hP“hn an answer 10 uo":rs,,aalrs^r^ffXtcnaí‘„ 5SKSSs«ík asSSSSsSn eipressed his .nterest in playmg1^°" sprssráiiSr rrov,déd £%* hZl'l “'’craging almost 10 ÍT . “ »ame> and has proven to be a as well as a séíld défende/ 2?Bte PiCked t0 ,mKh la« ín Pétur of sterkur fyrir UMFN - „Gæöingurinn“ Valur skoraöi sigurstig Stólanna í Njarövík í toppleik íslandsmeistarar UMFN biðu ósigur gegn gæðingnum Val Ingi- mundarsyni og liði hans Tindastól sl. föstudagskvöld. Leikur þessi var hreint út sagt frábær skemmtun fyrir alla þá sem fylgdust nteð. Stólarnir höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik, og leiddu í leikhléi 34-39. Njarðvíkingar keyrðu upp hraðann í síðari hálfleik, og náðu að jafna um hann miðjan, 57-57. Leikurinn var í járnum. Leifur Garðarsson. dómari. tók þá upp á því að flokka látbragð Kristins Einarssonar sem mótmæli, og gaf honunt tækni- villu. Kristinn, besti maður UMFN í þessum Ieik, fékk þar með sína fimmtu villu og var þar með úti- lokaður frá leiknum. Njarð- víkingar létu þetta ekki á sig fá. heldur breyttu stöðunni í 70-65. I þessum frábæra leikkafla tróð Rondey Robinson þrisvar sinnum, og héldu áhorfendur nú að Njarð- vflcingar væru að stinga af. „Stól- arnir" voru hinsvegar á öðru máli. Eftir mikla baráttu. spennu og læti. var staðan 81-81. Gæðingurinn Valur stendur á vítalínunni. Bón- usskot, 6 sek. til Ieiksloka. Valur skorar úr báðum skotunum. Njarðvíkingar ná ekki að svara. Leikmenn Tindastóls eiga mik- ið lof skilið fyrir þennan leik. Sér- staklega af því breidd liðsins er engin. Öll keyrslan lendir á sömu fimm mönnunum. Valur og Einar Einarsson léku vel hjá „Stólunum" í þessum leik. Einar og Pétur Guð- mundsson ná mjög vel saman, og virðist Pétur í gríðargóðu formi þessa dagana. Eins og áður sagði var Kristinn bestur Njarðvíkinga, og söknuðu þeir hans greinilega á lokamínútunum. Rondey og Teitur léku einnig vel. Stigin: Rondey 19, Kristinn 18, Teitur 12, Ástþór 11, Friörik 10, Sturla 5, Gunnar 4 og Jóhannes 2. __________________________/

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.