Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.04.1992, Qupperneq 6

Víkurfréttir - 24.04.1992, Qupperneq 6
6 Yíkurfréttir 24. apríl 1992 Flughótel, Vogar hf. og Víkurfréttir prófo ónýttar fisktegundir: Gjölnir er lúxusfiskur og gæðamatur Gjölnir er fisktegund sem alla jafna sést ekki á matborðum okkar Islendinga enda sjaldséð tegund og hingað til ekkert veidd. En á tímum kvóta leita sjómenn nú æ meir út fyrir hann og að undanfömu hafa nokkrar fisktegundir komið upp á land í tilraunaskyni hvort hægt sé að nýta þær eður ei. Vogar hf. í Njarðvík sem er í eigu þeirra feðga Garðars Magnússonar og Sigurðar Garðarssonar og stunda nú rekstur sinn í gamla Sjöstjörnuhúsinu við Njarð- víkurhöfn horfa vonaraugum til betri nýtingar á fisktegundum sem ekki hafa verið hirtar hing- að til. í síðustu viku keypti fyr- irtækið á Fiskmarkaði Suð- umesja eitt kar af GJÖLNI og sendi til prufu til sinna við- skiptaaðila í Hollandi, Belgíu og Bretlandi. Sig- urður Garðarsson lét einnig matreiðslumönn- um Flughótels í té nokkur kíló af þessum fiski til reynslu og í framhaldi af því slógust Víkurfréttir með þeim í lið. Var ákveðið að matreiða Gjölni og settust smakkarar Voga hf. og Víkurfrétta, þeir Sigurður Garðarsson og Páll Ketilsson við borðið á Flug- hóteli eina kvöldstund fyrir stuttu og prófuðu gjölni. Um matreiðsluna sáu meistarar Flughótels, þeir Magnús Öm Guðmarsson og Öm Svarfdal. Þeir lærðu báðir hjá hinum kunna matreiðslumeistara, Skúla Hansen sem m.a. hefur stundað matreiðslulist sína á ekki lakari stöðum en Hótel Holti og Amarhóli en á síð- amefnda staðnum lærðu þeir Magnús og Öm. Djúpsjávarfiskur af berhausaætt Til fróðleiks má geta þess að gjölnir er djúpsjávarfiskur af berhausaætt og er allalgengur á 700 til 850 metra dýpi út af Mikil breyt- ing á fiskneyslu „Það hefur orðið mikil breyting í fiskneyslu Is- lendinga. Veitingastaðirnir eiga stóran þátt í því en það er ekki langt síðan það gerðist. En það er líka til fólk sem ekki hefur bragð- að þorsk og karfa“ sagði Sigurður Garðarsson að- spurður um almenna fiskneyslu landans. „Þeir Rúnar Marvinsson og Úlfar Eysteinsson hafa verið mjög duglegir við að prófa eitthvað nýtt. Það var mér líka mikið ánægjuefni hvað þeir strákar hér á Flughótelinu voru á- hugasamir og framreiðsla þeirra á gjölninum var framúrskarandi. Þeirbeyttu hugmyndafluginu og gerðu fiskinn mjög lystilegan." suður- og suðvesturströndinni. Fiskurinn er með stórar hreist- urflögur á skrokknum en haus- inn ekki, enda af „berhausaætt" og erlendis er hann gjarnan kallaður „smoothhead". Þó er gjölnir svolítið „grimmur" á svipinn og með stór dökk augu. Glæsilegur veit- ingastaður Fyrir þá Suðurnesjarnenn sem ekki vita er að margra dómi hvergi jafn huggulegt að sitja við borð en á Flughóteli og njóta veitinga í mat og drykk. Veitingasalurinn á 2. hæð hót- elsins er sérlega fallegur, glæsileg málverk prýða hann auk smekklegra húsgagna og í honum miðjum er setustofa með hægindahúsgögnum til að fá sér fordrykk og eða njóta þess að tá sér kaffi og koníak eftir matinn. Þau hjón á Flug- hóteli, Sigrún og Steinþór eiga sannarlega hrós skiiið fyrir allt á hótelinu enda heyrir maður varla annað en ánægjuraddir hjá fólki sem kemur til að gista. En veitingastaðurinn á 2. hæð- inni er fyrir alla og ekki síst okkur Suðumesjamenn sem við ættum endilega að nýta okkur betur en við gerum í dag. En snúum okkur aftur að gjölni. Við Siggi biðum spenntir og Ijúffengt hvítvínið glansaði í glösunum. Hrár og mareneraður Þeir Magnús og Öm til- kynntu okkur að þeir myndu færa okkur gjölni matreiddan á þrjá vegu. Fyrst komu þeir með hann útfærðan sem forrétt; hrá- an og mareneraðan í sítrónulegi, í þunnum sneiðum með káli og piparkúlum. Við fengum okkur tvær sneiðar áður en við sögð- um nokkuð. Gjölnissneiðamar runnu ljúft í munni og sítrónu- bragðið gerði fiskinn svo fersk- an að maður hefði haldið að þeir Magnús og Örn hefðu sneitt hann á bryggjunni og sett beint á diskana. Því er reyndar við að bæta að fiskurinn kom frá Sigurði til þeirra Flughótelsmanna ferskur og hafði aðeins verið geymdur í kæli í stuttan tíma þangað til hann kom á diskinum til okkar. „Þetta er betra en ég þorði að vona. Já, ég verð að segja það. Þetta er ekki ósvipað góðri mareneraðri lúðu og smakkast ofsalega vel“ sagði Sigurður sem var að vonum spenntur eftir fyrstu smökkun. Fiskurinn var mjög hvítur en einhvem veginn hafði maður ímyndað sér að lit- ur hans yrði öðruvísi. Hver seg- ir svo að það þurfi alltaf að matreiða fisk mjög mikið og hverjum hefði dottið í hug fyrir nokkrum árum að íslendingar ættu eftir að borða fisk hráan, og það fisk sem enginn þekkir. Ristaður í svepparagú I rétti númer tvö komu þeir félagar með gjölninn ristaðann í u.þ.b. 50-60 gr. skásneiðum í svepparagút. Ög þvílfkt „sæl- gæti“. „Þetta bráðnar uppí manni. Ég hefði aldrei þorað að vona hvað þetta er góður fiskur“ sagði Sigurður. Undir það tók „blaðamannsmatargatið,,. Gjölnir næstu helgar ó Flughóteli Gjölnir verður á helgarmatseðli Flughótels næstu tvær helgar, og verður boðinn eins matreiddur og fram kemur í greininni hér. Er því tilvalið að bregða sér á Flughótel og smakka á gjölni. GJÖLNIR á fati, ferskur og fínn hjá þeim Magnúsi Erni Guð- marssyni og Erni Svarfdal, matreiðslumeisturum Flughótels. Gjölnir er utankvótafiskur, veiðist á miklu dýpi og er af „ber- hausaætt“. Erlendis hefur liann gjarnan verið kallaður „smooth-head“. Myndir og texti: Páll Ketilsson Svepparagúið bragðbætti rist- aðann gjölninn ákaflega vel og eins og í fyrsta réttinum (og sést vonandi á myndunum) báru þeir félagar matinn mjög fal- lega fram á diskunum. Það er jú hluti af matargerðarlistinni. Djúpsteiktur og beikonvafinn Magnús Örn og Örn beittu áfram hugmyndafluginu í mat- argerð gjölnisins. Beikon er bragðgott með öllum mat og því vöfðu þeir utan um fisk- stykkin sem voru djúpsteikt að þessu sinni eftir að hafa verið velt upp úr hveiti. Með þessunt herlegheitum var graslaukssósa sem fullkomnaði þennan rétt, ekki síst þar sem fiskurinn varð örlítið þurrari eftir djúp- steikinguna heldur en eftir hina hefðbundnu steikingu (ristun) í rétti númer tvö. Siggi var hálf orðlaus eftir þennan þriðja rétt en sagði samt: „Lúxusfiskur er eina orðið sem mér dettur í hug núna“ sagði hann og bætti þvf við að það væri synd að kúnn- amir hans að utan hefðu ekki verið í mat á Flughótelinu með okkur. Utankvóta- fiskur er ódýr Utankvótafiskur eins og gjölnir er ódýr á fiskmörkuð- unum því fáir eru til að kaupa tegundir sem enginn veit neitt um. En það þarf ekki endiiega að vera gott því sjómenn eru ekki alltof hressir með að vera veiða fisk sem fer á 20 kr. kg. eins og var í þessu tilfelli. Aðrar tegundir á sama báti má nefna BURA og LANGHALA en við sögðum einmitt frá búr- anum í síðasta tölublaði þar sem verið var að vinna hann í Tros í Sandgerði. Sigurður keypti gjölninn á Fiskmarkaði Suðurnesja frá markaðnum í Eyjuni en meðal þeirra sem keyptu þessar ó- nýttu tegundir var Grímur Gíslason, matreiðslumaður í Eyjum og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að hann hafi ekki áður matreitt gjölni eða langhala. „Eg matreiddi gjöln- inn sent piparsteik og hann var mjög góður. Ekki líkur neinum fiski sem ég hef áður bragðað. Langhalinn var Iíka sérstakur á bragðið en alveg sjúklega góður“ sagði Grímur. Hér sjáum við gjnlniim hráan og mareneraðan í sítrónusafa. „Ferskari en allt“ munu suniir segja - og frábær. Ristaður í vilisvepparagú er gjölnir hreinasta sælgæti sem bráðnar upp i manni. Djúpsteiktur gjölnir beikonvafinn í gras- laukssósu fékk Sigurð Garðarsson til að segja að þetta væri lúxusfiskur, hvorki meira né minna.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.