Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.04.1992, Síða 4

Víkurfréttir - 24.04.1992, Síða 4
4 Keflavík Víkurfn'ttir 24. apríl 1992 Fimm hús f jarlægð eða rifin Á síðustu tveimur mánuðum hafa fjögur hús í miðbæ Kefla- víkur verið rifin, þar af þrjú á vegum Keflavíkurbæjar. Þá hefur bærinn ákveðið að fjar- lægja eitt hús til viðbótar innan tíðar. Hús þau sem rifin hafa verið eru: Suðurgata 4a, sem Bygg- ingafélag eldri borgara á Suð- urnesjum lét rífa vegna ný- byggingar við gamla Spari- sjóðshúsið. Austurgata 6 sem bærinn lét rífa og bílskúrar við Hafnargötu 18 og Hafnargötu 26. Fyrr í vetur kom upp eldur í skúrnum að Hafnargötu 18, en þar var aðstaða fyrir æfingar hjá hljómsveitum og skúrinn númer 26 við sömu götu hýsti síðast radíóverkstæði. Hinn síð- amefndi var rifinn í dymbil- vikunni. Þessu til viðbótar hefur bær- inn fengið heimild til að fjar- lægja húsið Aðalgötu 13, sem er fyrir samkvæmt skipulagi. I því húsi er nú búið til bráðabirgða meðan verið er að undirbúa flutning á húsi úr Höfnum sem staðsett verður við Vallargötu í Keflavík. • Hér var radíóverkstæði síðast til húsa, en í dymbilvikimni var hús þetta rifið. Ljósm.: epj. • Bifreiðin er fór út af á Vogastapa er mikið skemmd, ef ekki ónýt eftir velturnar. Ljósm.: epj. Dymbildagar: Bílveltur og smá- vægileg slys fveir ökumenn sluppu vel er bifreiðar þeirra fóru út af veguin á Suðurnesjum á dymbil- dögunum, voru þeir einir í bif- reiðum sínum sem skemmd- umst mikið. Fyrra óhappið varð á Reykjanesbraut á Vogastapa á skírdag. Samkvæmt verksunt- merkjum á slysstað virðist öku- maðurinn hafa verið á leið til Keflavíkur er hann missti bif- reiðina út í vegkantinn á öf- ugum vegarhelmingi. Honum tókst að ná bflnum inn á ak- brautina aftur en missti hana þó út af á ný sömu megin nteð fyrrgreindum afleiðingum. Síðara óhappið varð á föstu- daginn langa á Garðvegi í Grófinni. Ökumaður á leið til Keflavíkur virðist hafa fipast við aksturinn, en bifreið er kom á móti honum tók sveig fram hjá biluðum bíl í vegkantinum. Við það fór hann yfir á gagn- stæðan vegahelming og þaðan út af veginum. Stöðvaði bif- reiðin 80 metra frá veginum, eftir að hafa stungist fram af barði og oltið a.m.k. einu sinni. Virðist bifreiðin hafa farið fyrstu átta metrana í loftinu áður en hún tók að renna eftir mó- anum að barðinu. • Sama má segja um þá sem fór út af í Grófinni. Fyrirsætukeppni Suður- nesja huldin í fyrsta skipti Fyrirsætukeppni Suðurnesja verður haldin í fyrsta skipti 30. maí nk. í Veitingahúsinu Eden- borg í Keflavfk. Auglýst hefur verið eftir þátttakendum og hafa nokkrir tugir stúlkna látið skrá sig. Verða valdar úr þeim hópi 10-12 stúlkur sem koma munu fram á lokakvöldi í Edenborg 30. maí. Þær munu m.a. í und- irbúningi fyrir keppnina sitja fyrir hjá tískuljósmyndara og læra ýmislegt sem fyrirsætur þurfa að kunna. Kolbrún Að- alsteinsdóttir hjá Módel-Mynd mun leiðbeina stúlkunum en þær munu koma fram á tísku- og danssýningu á lokakvöld- inu. Dómnefnd mun síðan skera úr um sigurvegara keppninnar sem mun hljóta að launum veg- leg verðlaun. Stúlkumar verða kynntar á sérstöku kynning- arkvöldi 15. maí í Edenborg og einnig í Víkurfréttum. Þær sem hafa áhuga á að taka þátt í keppninni eru beðnar að skrá sig hjá Siddý í Gloríu í síma 14409 eða Kristínu í Nýtt útlit í síma 13270 en þær hafa unnið að undirbúningi keppninnar ásamt fleirum. Þátttakendur verða hafa náð 16 ára aldri. • Tugir stúlkna hafa skráð sig til kcppni. Afmælis- hóf Engla- kroppa Englakroppar Æfinga- studeos í Njarðvík fagna eins árs afmæli um þessar mundir. Af því tilefni ætlar hópurinn að halda afmæl- ishátíð í JC-húsinu í Njarð- vík laugardaginn 2. maí. Skráning er í Æfingastudeo og þarf hún að berast fyrir 28. apríl. Kiwanisklubburinn Hof 20 ara: Gaf Björgunarsveitinni Ægi bát Björgunarsveitinni Ægi í Garði var í gær færður að gjöf nýr slöngubátur ásamt utanborðsmótor frá Kiwanis- klúbbnum Hof í Garði. Þessi rausnarlega gjöf er afhent í tilefni af því að tuttugu ár eru liðin frá því Kiwanis- klúbburinn Hof var stofnaður í Garði. Andvirði gjafarinnar nemur á áttunda hundrað þúsund krónunt. og mótor Báturinn og mótorinn voru afhentir í fjölmennu kaffi- samsæti í björgunarstöðinni í Garði í gær, sumardaginn fyrsta. Við santa tækifæri af- henti Kiwanisklúbburinn Hof fleiri aðilum af Suðumesjum gjafir og styrki. Verður þess- um afhendingum öllum gerð ítarlegri skil í næsta blaði, í máli og myndum. Börnin og viö: Séra Jóna Kristín ræðir um fjöl- skyiduna Fræðslufundur verður hjá fé- laginu Börnin og við í Myllu- bakkaskóla þriðjudaginn 28. apríl kl. 20.30. Gestur fundarins verður séra Jóna Kristín Þor- valdsdóttir. Mun hún ræða um fjölskylduna. Allir eru vel- komnir og kaffiveitingar verða á staðnum. Útgefandi: Víkurfréttir hf. Afgreiösla, ritstjórn og auglvsingar: Vallargötu 15. símar 14717. 15717. Box 125, 230 Keflavík. Póstfax nr. 12777. -Ritstjórn: Emil Páll Jónsson. heimas. 12677. bílas. 985-25917. Páll Ketilsson, heimas. 13707, bílas. 985- 33717. -Fréttadeild: Emil Páll Jónsson og Hilmar Bragi Bárðarson. -íþróttir: Margeir Vilhjálmsson. -Auglvsingadeild: Páll Ketilsson. -Prófarkalestur: Garðar Vilhjálmsson - Upplag: 6100 eintök sem dreift er ókeypis um öll Suöurnes. - Aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða og Upplagseftirliti Verslunarráðs. - Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimildar sé getið. Umbrot, filmuvinna og prentun: GRÁGÁS hf. Keflavík.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.