Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.04.1992, Side 1

Víkurfréttir - 24.04.1992, Side 1
 argangur Út af Eldey: Njósna- kapall sagaður í sundur Lokið er sjóprófum í auka- dómþingi Gullbringusýslu vegna þess atviks er tog- báturinn Þór Pétursson, frá Sandgerði festi trollið í kapli úl af Eldey á dögunum. Við sjópról'in kom annað ekki fram, en að hér væri á fetðinni njósnakapall frá Varnarliðinu sem væri ekki getið um á sjó- kortum. sjómönnum til við- vörunar. Þá kom fram að Land- helgisgæslan hafði farið frant á að kaplinum og veiðarfærum yrði slakað niður er þetta kom upp með trollinu. Einnig kom fram að þessi kapall hefði áður verið sagaður eða brendur í sundur. er bátar festu troll sín í honum. Voru nefnd tvö dæmi þar sem heyrst hefur um aðra báta en Þór Pétursson, er lent hafa í þessu og á hinum báðum var kapallinn tekinn í sundur til að losa trollið frá honum. Vegna málsins hefur útgerð Þórs Péturssonar lagt frant bótakröfu á hendur Vam- arliðinu. fyrir veiðarfæri þau er feslust í kaplinum. Handtekinn eftir hóska- lega siglingu Lögreglumenn úr Grindavík handtóku mann eftir háskalega siglingu í innsiglingunni og í höfninni í Grindavík um páskahelgina. Maðurinn, sem sigldi 10 tonna plastbát þótti helst til of glannalegur og sigldi farkostinum þvers og kruss í innsiglingunni. Um tíma var haldið að maðurinn ntyndi sigla upp í Hópsnesið. Sigurður Agústson, að- stoðaryfirlögregluþjónn, sagði í santtali við blaðið að þegar bátnuin hal'i verið sigit að bryggju hafi hann skemmst þegar hann sigldi fyrst á bryggjuna og síðan á annan bát sent lá í höfninni. Manninn um borð sakaði ekki. en hann reyndist vera ölvaður. STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ A SUÐURNESJUM LANDSBt SAFNAHÚSI. HVERFISGÖT' 101 REYKJ Föstudagur 24. apríl 1992 Landsbankinn: AÐALÚHBÚID VERDURÍ KEFLAVÍK Landsbankinn hefur ákveðið að setja upp svæðis- útibú á sex stöðum um landið, sem um leið yrðu að- alútibúin hvert á sínu svæði. Fyrir Suðumesin yrði slíkt útibú staðsett í Keflavík. Að sögn Brynjólfs Helgasonar. hjá. markaðssviði Landsbankans, snýst málið um betri þjónustu sem um leið gerir það að verkum að viðskiptavinirþurfi minna að leyta eftir fyrirgreiðslu til Reykjavíkur. nema ef um mjög stóra fyrirgreiðslu er að ræða. Mun aðalútibúið hafa hærri útlánaheimild en var áður fyrir hendi, auk þess sem þaðan verður fylgst með öllum útlánum frá öðrum útibúum bankans á svæðinu og verður að- alútibúið í Keflavík aðili að þeim lánum. Sem kunnugt er rekur Landsbankinn útibú í Kefja- vík, Sandgerði. Grindavík og Keflavíkurflugvelli. Atvinnumálabókun Sambands sveitarfélaga á Suöurnesjum: Ríkisstjórnin styðji mnrknðssetningu Suðurnesjn Stjóm Satnbands sveit- arfélaga á Suðumesjum hefur samþykkt samhljóða ítarlega bókun unt atvinnumál. Þar kemur m.a. fram að krafist er að íbúar á Suðurnesjum gangi fyrir vinnu sem til fellur við sum- arafleysingar hjá vinnu- veitendum og verktökum á svæðinu. í Leifsstöð og á Keflavíkurflugvelli. Þess verði gætt við útboð sveitarfélaganna á Suð- umesjum að Suðurnesjamenn sitji með einunt eða öðrunt hætti fyrir verkefnum. Verði ekki hjá því komist að verktakar komi til að vinna á svæðið við einstök verk, er þess krafist að þeir láti einstaklinga eða und- irverktaka af Suðurnesjum ganga fyrir. Þá er þess krafist að rík- isstjórnin veiti fjármagn til að vinna skipulega að mark- aðssetningu Suðumesja með tilliti til nýrra atvinnutækifæra. Einnig að kannað verði í sam- ráði við Fiskmarkað Suðurnesja eða hagsmunaaðila hvort möguleg sé að á vegum þeirra verði allur sá aflakvóti sem til sölu kann að verða á svæðinu boðin innan þess. Að lokum segir þetta orðrétt um Vamarliðið: „Tryggja þarf að einn aðili komi fram við samninga gagnvart Vamarliði og stjórnvöidum í Banda- ríkjunum, hvernig sem verk- töku á varnarsvæðum verður háttað. Einnig þarf að gæta til fullustu hagsmuna íbúa og sveitarfélaga á svæðinu, verði unt breytingar að ræða í starf- semi eða verktöku frá því sem nú er á vamarsvæði og innan flugvallar." ÁTTAÍ FJÖR- HEIMA- FEGURÐ Átta stúlkur úr Njarðvík munu á laugardag keppa um titilinn Ungfrú Fjörheimar 1992. Þessi fegurðarsam- keppni er orðin að árlegunt viðburði í félagslífinu í Njarð- vík. Keppnin fer fram í Stapa og byrjar dagskráin kl. 20:30. Auk fegurðarsamkeppninnar verður boðið upp á dans- sýningu og diskótek sem stendur til kl. 02. Miðaverð er kr. 500 og veröur rútuferð í innra hverfið að loknu diskó- teki. Stúlkumar sem laka þátt í keppninni heita Guðrún Jóna Guðjónsdóttir, Dagný Helga Hafsteinsdóttir, Þórey Guð- laugsdóttir, Kristín S. Krist- insdóttir, Berglind Sigþórs- dóttir, Sólveig S. Bjamadóttir, Laufey G. Jóhannesdóttir og Ólöf Magnea SveiTÍsdóttir. Á meðfylgjandi Ijósmynd vantar eina stúlkuna sem tekur þált í keppninni. hún heitir Laugey G. Jóhannesdóttir. AUGLÝSINGAR • RITSTJÓRN • AFGREIÐSLA ® 14717,15717 • FAX ® 12777

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.