Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.04.1992, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 24.04.1992, Blaðsíða 18
18 Yíkurfréttir 24. apríl 1992 * Ur ýmsum áttum SJÓMAÐUR SKARSTILLA Sjómaður á einu nýjasta fiskiskipi Vestmanneyinga, Bylgju VE 75 skarst illa á hendi er hann var að vinna við haus- ingavél í vinnslusal skipsins aðfaranótt miðvikudagsins. Var siglt með manninn til Kefla- víkur og kom skipið þangað ú fimmta tímanum um nóttina, en sjúkrabíll beið hans á bryggj- unni. Var maðurinn fluttur fyrst á sjúkrahúsið í Keflavík, en það- an á Borgarspítalann í Reykja- vík, þar sem hann gekkst undir læknisaðgerð. Slökkviliðið á þönum Slökkvilið Brunavama Suð- urnesja hefur fengið þó nokkur útköll það sem af er vori vegna sinu og/eða mosabruna. Þá var slökkviliðið kallar tvisvar út unr páskahelgina vegna annars konar elds. í öðru tilfellinu var eldur í porti Hitaveitunna, en í hinu tilfellinu í rusli bak við versl- unarmiðstöð. PÁRAÐ Á GRJÓT Pœr Anna og Helga Katrín voru hugfangnar að verkefni sínu ú Garðskaga við að teikna ú grjótið, er Ijósmyndarinn stóð þœr að verki ó skírdag. Ljósm.: epj. Fögur er ströndin... Sandvík á Reykjanesi er vinsæll áningarstaður hjá ferðalöngum. Margur nýtur þess að ganga eftir sendinni ströndinni, eða að sóla sig lítið sem ekkert klæddur innan um sandhólana. Meðfylgjandi mynd tók Hilmar Bragi yfir ströndina í Sandvík um páskana. Það voru fáir á ferli þegar myndinni var smellt af. Frá sjónarhorni ljósmyndarans er allt slétt og fellt, en handan við hólana má aldeilis taka til hendinni. Þar eru bílhræ og annað drasl sem mætti hverfa úr þessari annars útivistarparadís. REYKJANESVITI Ljósm.: hbb EINA REóLULECA VIKUBLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM HVERNIG VERÐUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.