Morgunblaðið - 22.12.2015, Side 14

Morgunblaðið - 22.12.2015, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015 SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Þessar konur búa við skelfilegar aðstæður sem fæstir geta ímyndað sér.“ Þetta segir Anna Kristín Magnúsdóttir mannfræðingur, sem starfar í næturathvarfi fyrir erlend- ar vændiskonur í Kaupmannahöfn. Á hverri nóttu koma um 110 konur í athvarfið, sem kallast Nat- caféen, eða Næt- urkaffihúsið og er í kjallaraíbúð á Colbjørnsens- gade á Vestur- brú, skammt frá aðalbrautarstöð- inni. Athvarfið er rekið af samtök- unum Reden International og þar fá konurnar hressingu og aðgang að netinu, fatnað, smokka og ókeypis læknisaðstoð. Í gær var þeim svo boðið í jólaboð; þar var jólamatur, gjafir og „hygge“ að dönskum sið. Vændi er ekki ólöglegt í Dan- mörku, hvorki sala þess né kaup, en aftur á móti eru flestar vændis- kvennanna á svæðinu ólöglegar, þ.e. hvorki með dvalar- né atvinnuleyfi. Að sögn Önnu Kristínar eru flestar þeirra frá Austur-Evrópu og Afr- íkulöndum, einkum frá Nígeríu. Skuld sem aldrei klárast Hún segir allflestar kvennanna vera í þessum sporum vegna þess að þær hafi verið seldar mansali. „Hjá þeim nígerísku hefst ferlið oft heima í Nígeríu, þar er þeim lofað hár- greiðslustarfi eða au-pair starfi og þeim er gjarnan lánað fyrir ferðinni. Þegar þær koma inn í Evrópu koma þær oft fyrst til Ítalíu og síðan er þeim komið til annarra landa. Þeim hefur verið nauðgað og misþyrmt á allan hugsanlegan hátt, heima fyrir er oft einhver sem fylgist með fjöl- skyldunni þeirra, margar eiga börn heima og þeim er hótað því að ef þær geri ekki það sem til er ætlast af þeim komi eitthvað hræðilegt fyrir þeirra nánustu. Margar eru í enda- lausri skuld vegna ferðakostnaðar- ins og fá ekki nema lítið brot af því sem greitt er fyrir það sem þær selja.“ Anna Kristín segir að Natcaféen sé nokkurs konar „verndarsvæði“ fyrir konurnar, þar geti þær verið þær sjálfar, tjáð skoðanir sínar, ósk- ir og langanir og þar sé borin fyllsta virðing fyrir þeim. „Hjá okkur eru allir jafnir. Þetta er hugsanlega eini staðurinn í þeirra lífi þar sem þær geta komið fram með óskir um ein- falda hluti, á götunni eru þeirra skoðanir núll og nix og þær njóta þar engrar virðingar.“ Lítil hamingja undir farðanum Stundum heyrist það sjónarmið að vændi sé eins og hver annar atvinnu- vegur sem stjórnist af framboði og eftirspurn og að fólk eigi að hafa val um að stunda það eins og hvert ann- að starf. Anna Kristín segist oft heyra þetta viðhorf. Til dæmis hafi kona nokkur spurt sig nýverið hvað gert væri í athvarfinu. Þegar svarið var að þar væri t.d. veittur stuðning- ur konum sem margar hefðu verið seldar mansali varð konan undrandi á að heyra það. Hún sæi vændis- konur oft á götunni, þær væru alltaf svo fallegar og glaðar og ólíklegt að einhver hefði þvingað þær til að vera þarna. „Ég benti henni á að þær væru kúgaðar til að selja sig og brosmild vændiskona væri vænlegri söluvarningur en stúrin. Ég hef ekki heyrt eina einustu konu segja að hún sé að gera þetta af áhuga eða vilja. Ef hamingjusama hóran er til, þá er hún a.m.k. ekki hér í hverfinu. Margar eru sláandi fallegar og kunna svo vel að mála sig, en það er ekki mikil hamingja undir farðanum. Þegar talað er um vændi sem vanda- mál, þá eru það ekki konurnar sem eru vandamálið – heldur eftir- spurnin. Ég held að ef fleiri gerðu sér grein fyrir því hvaða aðstæður þessar konur búa við, þá væri eftir- spurnin minni.“ Hamingjusama hóran er ekki hér  Vændiskonurnar eru ekki vandamálið, heldur eftirspurnin  Ég hef ekki heyrt eina einustu konu segja að hún sé að gera þetta af áhuga eða vilja  Íslendingar sýna stuðning og vilja gefa fatnað Ljósmynd/Anna Kristín Magnúsdóttir Natcaféen Í kjallara Colbjørnsensgade 12 á Vesturbrú í Kaupmannahöfn fá erlendar vændiskonur athvarf, þar er þeirra „verndarsvæði“. Anna Kristín Magnúsdóttir Anna Kristín segir að konurnar búi gjarnan margar sam- an. Í því felist tiltekin vernd í þeim harða heimi sem þær tilheyri. Greinilegt sé að talsverð stéttaskipting sé í hópnum; þær eldri njóti gjarnan meiri virðingar en þær yngri og þá gefur ensku- og lestrarkunnátta þeim fé- lagslegt forskot. „Sumar af þessum eldri halda utan um þær yngri, siða þær t.d. til ef þeim finnst þær dónalegar við okkur í athvarfinu. Við vitum ekki hvað þessar yngstu eru gamlar, margar líta út fyrir að vera á barnsaldri en þegar við spyrjum þær um aldur segjast allar vera eldri en 18. Þær vita að þær mega ekki vera yngri en það.“ Að sögn Önnu Kristínar er mansal þriðji stærsti ólög- legi atvinnuvegurinn í heiminum, á eftir fíkniefna- og vopnasmygli. Hún segir að á árunum 2007-2012 hafi komið upp um 290 mansalsmál í Danmörku. „En það er með þetta eins og aðra glæpi, sérstaklega kynferð- isglæpi, það er bara brotabrot sem kemur upp á yfir- borðið. Við verðum að hafa í huga að konurnar búa við hótanir og ofbeldi og þær eru undir pressu frá þeim sem kaupa þær og selja.“ En mansal getur tengst ýmsu öðru en vændi. Til dæm- is féll fyrr í þessum mánuði dómur í svokölluðu „geit- ungabúsmáli“ [á dönsku hvepsebo] þar sem 95 manns voru handteknir vegna gruns um aðild að stórfelldu man- sali þar sem allt að 300 Rúmenar voru lokkaðir til Dan- merkur með loforðum um góð störf. Þegar fólkið kom til landsins fékk það danskar kennitölur sem þeir sem dæmdir voru notuðu m.a. til að svíkja út varning og fé- lagslega aðstoð, taka smálán og stofna bankareikninga með yfirdráttarheimildum. Rúmenarnir voru síðan í haldi þeirra sem ginntu þá til landsins og bjuggu þar við illan kost þar sem þeir fengu lítið að borða og sættu ofbeldi. Þær segjast allar vera eldri en 18 ára MANSAL GETUR TEKIÐ Á SIG ÝMSAR MYNDIR Augnhvílan Margnota augnhitapoki Fæst í helstu apótekum og Eyesland Gleraugnaverslun, Glæsibæ Ef augnhvílan er notuð tvisvar á dag með reglulegu millibili hefur hún jafnan jákvæð áhrif á hvarmabólgu (Blepharitis), vanstarfsemi í fitukirtlum, augnþurrk, vogris, augnhvarma- blöðrur og rósroða í hvörmum/augnlokum. Sniðugjólagjöf! Konurnar, sem koma á Nat- caféen, standa úti á götu alla daga og allar nætur og oft er napurt í veðri. Margar þeirra eiga lítið af fatnaði og nýverið aug- lýsti Anna Kristín í Facebookhópi Íslendinga í Kaupmannahöfn eft- ir skjólfatnaði fyrir konurnar. Margir vildu rétta þeim hjálpar- hönd, bæði Íslendingar búsettir ytra og margir sem búa hér á landi. Sumir, sem svöruðu beiðn- inni, sögðu Kaupmannahafnar- ferð vera á döfinni og ætluðu að kippa með sér hlýjum fötum fyrir konurnar. „Ég held að Íslending- ar séu alveg einstakir hvað þetta varðar; að létta undir með þeim sem minna mega sín,“ segir Anna Kristín. Það er kalt á götunni MARGIR VILJA HJÁLPA Jafnt og þétt álag hefur verið á slysadeild Landspítala undanfarna dögum sökum hálkuslysa. Í samtali við mbl.is í gær sagði Hjalti Már Björnsson, bráðalæknir, að fjöldi fólks hefði leitað á slysadeild með áverka eftir hálkuslys. „Það er mjög hált úti núna og það eru þónokkrir sem hafa komið hér í dag með beinbrot og höfuðhögg. Sem betur fer eru það sjaldnast al- varlegir áverkar,“ segir Hjalti. Hann segir það áberandi að margir hinna slösuðu hafi ekki verið með mannbrodda. Hjalti hvetur því fólk til þess að nota mannbrodda auk þess að gæta að því að salta tröpp- urnar heima við. Álag á slysadeildinni vegna mikillar hálku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.