Morgunblaðið - 22.12.2015, Side 8

Morgunblaðið - 22.12.2015, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015 Styrmir Gunnarsson segir aðsamskipti aðildarríkja ESB um lausn á vanda flóttamanna og hæl- isleitenda séu í uppnámi. Í sept- ember sl. samþykktu leiðtogar ESB að 160 þúsund hæl- isleitendum, sem komið hafa til Ítalíu og Grikklands, yrði dreift á önnur aðild- arríki á næstu tveimur árum:    Frank-WalterSteinmeier, utanríkisráðherra Þýzkalands, hótar lagalegum að- gerðum gegn aðildarríkjum í austri, þ.e. Tékklandi, Slóvakíu og Ungverjalandi, ef þau neiti að taka þátt í þessum aðgerðum. Á svipað- an veg talar kanslari Austurríkis.    Utanríkisráðherra Ungverja-lands svarar honum fullum hálsi, að sögn RÚV. Þá hafa Ung- verjar og Slóvakar ákveðið að draga ESB fyrir rétt.    Dönsk stjórnvöld hafa kallað yfirsig mikla gagnrýni alþjóðlega vegna áforma um að taka peninga og skartgripi af flóttamönnum, sem þangað koma, til þess að standa undir kostnaði við móttöku þeirra. Aðgerðum Dana er líkt við vinnu- brögð nazista á tímum þriðja ríkis- ins. Danskur þingmaður á Evrópu- þinginu hefur af þessum sökum sagt sig úr Venstre.    Af 760 þúsund flóttamönnum,sem hafa komið til Grikklands á þessu ári hafa 429 þúsund verið skráðir og fingraför verið tekin af 121 þúsundi.    Nokkur aðildarríki ESB undirforystu Pólverja eru mjög andvíg hugmyndum framkvæmda- stjórnar ESB um landamæravörzlu án samþykkis viðkomandi aðildar- ríkis.“ Styrmir Gunnarsson Klögumálin ganga á víxl STAKSTEINAR TISSOT CHEMIN DES TOURELLES AUTOMATIC. TISSOTWATCHES .COM 1ST PRIZE IN THE CLASSIC CATEGORY 1ST PRIZE IN THE CHRONOGRAPH CATEGORY GÞ SKARTGRIP IR OG ÚR · MICHELSEN ÚRSMIÐIR · JB ÚR & SKART · MEBA · GEORG HANNAH · LEONARD · GULLÚRIÐ · KLUKKAN Veður víða um heim 21.12., kl. 18.00 Reykjavík 1 slydda Bolungarvík 1 alskýjað Akureyri -1 snjókoma Nuuk -12 skafrenningur Þórshöfn 7 súld Ósló 5 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 skýjað Stokkhólmur 8 skýjað Helsinki 7 skýjað Lúxemborg 9 skýjað Brussel 11 skúrir Dublin 8 léttskýjað Glasgow 7 alskýjað London 12 skúrir París 12 skýjað Amsterdam 10 skýjað Hamborg 10 skýjað Berlín 10 skýjað Vín 4 alskýjað Moskva 7 skýjað Algarve 17 heiðskírt Madríd 13 heiðskírt Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 17 léttskýjað Róm 12 heiðskírt Aþena 11 heiðskírt Winnipeg -8 alskýjað Montreal 2 skúrir New York 8 heiðskírt Chicago 8 alskýjað Orlando 26 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 22. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:23 15:31 ÍSAFJÖRÐUR 12:10 14:53 SIGLUFJÖRÐUR 11:55 14:34 DJÚPIVOGUR 11:02 14:51 Lenda þurfti farþegavél frá Turk- ish Airlines á Keflavíkurflugvelli um helgina vegna flugfreyju sem hafði slasað sig um borð. Flug- freyjan hafði fest tvo fingur í rusla- opi inni á salerni vélarinnar og sat þar föst í um klukkustund. Í vélinni var bráðaliði sem gat aðstoðað við að losa fingurna, segir í frétt frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Einnig hafði kvenfarþegi veikst í fluginu og voru þær báðar fluttar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Við skoðun á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja kom í ljós að fingur flugfreyjunnar voru óbrotnir og farþeginn fékk einnig leyfi hjá lækni til að halda áfram för sinni til áfangastaðar. Flugfreyja festi fingur í ruslaopi Útlendingastofnun hefur farið þess á leit við talsmann fjölskyldnanna tveggja frá Albaníu að fá að tjá sig efnislega um málið á opinberum vettangi og birta gögn sem máli skipta. „Er það gert í þeim tilgangi að varpa ljósi á atvik og aðstæður málsins og meðferð þess fyrir ís- lenskum stjórnvöldum,“ segir í til- kynningu frá stofnuninni. Í tilkynningunni segir ennfremur að Útlendingastofnun árétti að farið hafi verið í einu og öllu að lögum við meðferð mála albönsku fjölskyldn- anna tveggja. Umboðsmaður Al- þingis hefur óskað eftir upplýsing- um frá stofnuninni um meðferð málanna. Jafnframt segir stofnunin að hún hafi tjáð sig um málin eftir því sem hún hafi leyfi til. „Þá hefur stofnunin hingað til tjáð sig um málin að því marki sem henni er það heimilt vegna friðhelgi einkalífs skjólstæð- inga hennar og trúnaðarskyldu við þá,“ segir í tilkynningunni. Útlend- ingastofnun hyggst svara fyrir- spurnum Umboðsmanns Alþingis innan tilskilinna tímamarka en þangað til þeim verði svarað muni hún ekki tjá sig frekar um málið við fjölmiðla. Vilja veita efnislegar upplýsingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.