Morgunblaðið - 22.12.2015, Page 10

Morgunblaðið - 22.12.2015, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015 SMÁRALIND • 2 HÆÐ SÍMI 571 3210 Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla Ármúla 26 | 108 Reykjavík | Sími 578 4400 | verður áttræð 28. desember, situr ekki auðum höndum og lætur sér leiðast. Hún er nýbúin að halda mál- verkasýningu í Kaffi Messó í Iðuhús- inu og hefur svo græna fingur að garðurinn hennar er annálaður fyrir fegurð og fjölskrúðugan gróður. Ekki verður þó sagt að Nanna hafi alist upp við listræna iðju, blómarækt og jólaskreytingar á æskuheimili sínu í Mjóafirði. Þess háttar dútl tíðkaðist ekki á þeim tíma, enda áttu Mjófirðingar nóg með að hafa í sig og á að hennar sögn. „Við eignuðumst ekki jólatré fyrr en ég var níu ára og Vilhjálmur Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is S íðustu dagana í nóvember á hverju ári breytist blómastofan á heimili hjónanna Nönnu Gunn- arsdóttur og Vilhjálms Gíslasonar í Grafarvogi í sannkallað ævintýraland – lítið jólaþorp. Um- breytingin verður vitaskuld ekki af sjálfu sér því Nanna er hvort tveggja byggingarmeistari og listrænn stjórnandi. Raunar er þorpið ekkert svo lítið, því það breiðir úr sér á tíu fermetrum og augljóst er að hún hugar að hverju smáatriði sem og heildarmyndinni. Þorpsbúar, aðallega jólasveinar, álfar, tröll og kynjaverur af ýmsu tagi, eru á ferðinni í jólaþorpinu inn- an um fagurlega skreytt og upplýst hús af öllum stærðum og gerðum. Eins og öll almennileg þorp státar jólaþorpið af kirkju og bóndabæ. „Fyrsti vísirinn að jólaþorpinu var einmitt bóndabærinn sem mað- urinn minn smíðaði handa elsta syni okkar fyrir fimmtíu árum. Þegar hann fluttist að heiman sló ég bara eign minn á bæinn,“ segir Nanna, sem uppúr því hóf uppbyggingu jóla- þorpsins. Smám saman áskotnaðist henni byggingarefni úr öllum áttum, að- allega frá barnabörnunum, en sumt keypti hún sjálf. „Jólaþorpið er ekki byggt upp með vísindalegt samræmi að leiðarljósi, þar ægir öllu saman og ég þarf að fara að grisja,“ segir Nanna. Listrænt yfirbragðið og smekkvísin leynir sér þó ekki. Upp úr dúrnum kemur að Nanna, sem heitinn Hjálmarsson, fyrrverandi al- þingismaður og menntamálaráð- herra, færði fjölskyldunni jólatré sem hann smíðaði handa okkur. Hann kenndi mér í barnaskóla og eitthvað hafði komið til tals að heima hjá mér væri ekkert jólatré. Þá gerði sér lítið fyrir og smíðaði eitt slíkt og færði okkur að gjöf.“ Jólatré Jóakims frænda Nönnu er þetta heimasmíðaða jólatré í fersku minni; spýta með greinum sem stungið var í stofninn sem umvafinn var grænum krep- pappír. „Af því ég var elst fékk ég að skreyta tréð með fléttuðum pappírs- hjörtum og líma kerti á greinarnar. Okkur fannst jólatréð geysilega fal- legt og vorum öll full andaktar þegar stofan var opnuð á aðfangadagskvöld og kveikt á kertunum.“ Um afdrif þessa fornfálega jóla- trés er henni ekki kunnugt. Mörgum árum síðar þegar börn þeirra hjóna voru lítil höfðu þau lifandi jólatré og yfirleitt ekki af minni sortinni. Nanna rifjar upp að einhverju sinni hafi hún lofað syni þeirra, sem dáðist mikið að jólatré Jóakims frænda í Andrésblöðunum, að slíkt tré sem næði alveg upp í loft skyldi fjöl- skyldan fá um leið og hún fluttist í einbýlishús í Keflavík. „Svo drösl- uðumt við mæðginin með svona ris- atré ár eftir ár fótgangandi langar leiðir gegnum bæinn og heim. Eða þangað til maðurinn minn keypti gervijólatré hjá Sölu varnarliðs- eigna, en það var svo stórt að við þurftum að skera af því til að koma því fyrir í stofunni.“ Auk þess að setja upp jólaþorp- ið, sem er nokkurra daga verk, er Nanna búin að skreyta heimilið að öðru leyti, baka kynstrin öll af sörum og undirbúa jólin með margvíslegum hætti sem henni finnst þó ekki orð á gerandi. Hún segist alltaf vera eitt- hvað að vesenast. Nanna Gunnarsdóttir er byggingarmeistari og listrænn stjórnandi jólaþorps sem ævinlega er komið upp þegar að- ventan gengur í garð. Jólaþorp í stofu stendur Morgunblaðið/Styrmir Kári Smáatriðin og heildarmyndin Nanna Gunnarsdóttir hugar að hverju smá- atriði sem og heildarmyndinni í jólaþorpinu sem teygir sig yfir tíu fermetra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.