Morgunblaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015 Sumir halda því fram að vín-fræði og -smökkun séu baradulbúinn alkóhólismi (alkó-hólisti myndi ekki leyfa vín- inu að anda segir drykkfelld sögu- hetja The Irresistible Inheritance of Wilberforce eftir Paul Torday) og þeir eru til líka til sem draga í efa að hægt sé að greina allt það mergjaða bragð sem vínfróðir smjatta á; súkkulaði, sedrusviður, hey, tjara, kaffi, asetón, ritblý, málningareyðir (vatnsleysanlegur), kattahland og svo má telja. Svar við þessu er: vissulega er vínsmökkun ekki vís- indagrein, en það er hægt að þjálfa bragðskynið til að njóta eðalvína eins og hver getur reynt á sjálfum sér með handbók við höndina, til að mynda þá sem hér er gerð að um- talsefni. Umhverfis jörðina á 110 flöskum er frekar uppflettirit en bók sem lesa á í einum rykk, og ég var líka búinn að grípa niður í hana hvað eft- ir annað áður en ég settist niður og las hana í einni lotu eða þar um bil. Í bókinni er gríðarmikill fróðleikur um vínrækt og vínsmökkun og ekki bara um þær 110 tegundir sem Steingrímur segir frá heldur um vín almennt, sögulega þróun vín- drykkju, tískufyrirbæri í vínneyslu og -framleiðslu, efnahagslega þætti og fleira má telja. Saga víns er nefni- lega að miklu leyti saga Vesturlanda og eitt af því markverðasta sem Vesturlönd hafa breitt út um heim- inn er einmitt vínmenning. Þó að mikinn fróðleik sé að finna í bókinni, þá er þeim fróðleik pakkað svo vel inn í aðgengileg- an og yfirlætis- lausan texta að maður tekur ekki eftir fræðunum, innbyrðir þau ljúflega, svona rétt eins og, tja, glas af kældu Isole e Olena Chardonnay á heitum sum- ardegi. Og já, mikið af því víni sem sagt er frá í bókinni er hægt að kaupa í Vínbúðinni, hitt má panta frá útlöndum, þó að nokkrar flöskur verði eflaust erfitt að næla í nema menn séu því fjáðari. Það eina sem ég fetti fingur út í við þessa afbragðsbók er að meiri vinnu hefði mátt leggja í texta bók- arinnar, hreinsa út slys eins og þeg- ar orðið spennandi kemur tvisvar fyrir í sömu setningu og eins að losna við orðleysur eins og „arómat- ískt“, sem bregður oft fyrir, og „míneralískt“ svo dæmi séu tekin. Ég geri aftur á móti enga athuga- semd við orðaforðann sem notaður er til að lýsa viðkomandi vínum, maður getur svo sem gert sér í huga- lund hvernig þau vín bragðast sem eru hæglát, djúp, íhugul, stór, mikil, þykk, samþjöppuð, stíf eða erfið. Sumstaðar vantar smá skýringar, nefni sem dæmi að þegar IGT kem- ur fyrst fyrir í bókinni er ekki út- skýrt um hvað sé að ræða og hvern vegna það skipti máli. Tvisvar er svo of miklum upplýsingum troðið inn í textann svo maður tognar á heila við lesturinn (ekki nema tvisvar, takið eftir: Isole e Olena Chardronnay og Venciva & Venica Collio Friulano). Að þessu sögðu þá er textinn í senn fræðandi og skemmtilegur, eins og ég nefndi, kumpánlegur eins og Steingríms er von og vísa, og kryddaður af brennandi áhuga hans og yfirgripsmikilli þekkingu. Upp- setning á bókinni er til mikillar fyr- irmyndar og myndskreytingar í henni eru hreint út sagt frábærar – fjölbreyttar og fyndnar. Teikning/Lóa Hjálmtýsdóttir Eðalvín Ein teikninganna sem skreyta bókina um vínin. Svona upplifir Lóa Hjálmtýsdóttir sílska vínið Almaviva frá Puente Alto í Maipo-dal. Hæglát, íhugul, djúp, stór og mikil Vínfræði Vín – Umhverfis jörðina á 110 flöskum bbbbm Eftir Steingrím Sigurgeirsson. Teikn- ingar eftir Rán Flygerning, Lóu Hjálm- týsdóttur & Siggu Björgu. Crymogea gefur út. 254 bls. innb. í stóru broti. ÁRNI MATTHÍASSON BÆKUR Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Forráðamenn menningarhúsanna Hörpu í Reykjavík og Hofs á Akur- eyri gengu í gær frá samningi um samstarf; um menningarbrú á milli húsanna, eins og það er kallað. Hús- in munu skv. þessu skiptast á ýms- um viðburðum árlega. Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, og Sigurður Kristinsson, for- maður stjórnar Menningarfélags Akureyrar (MAk), skrifuðu undir samninginn í Hofi og sögðust afar glaðir með fyrirhugað samstarf. „Hugmyndin er sú að fólki héðan, til dæmis Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands og Leikfélagi Akureyrar, verði kleift að koma til okkar og setja upp sýningar eða tónleika á góðum kjörum og að það verði gagn- kvæmt; við getum líka sent tónleika eða sýningar hingað norður,“ sagði Halldór Guðmundsson við Morgun- blaðið í gær. Þar kemur nánast allt til greina; tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands, listviðburðir fram- leiddir í Hörpu eða jafnvel ráð- stefnur. Þeir Sigurður bentu báðir á mjög vel heppnað samstarf húsanna tveggja í haust, annars vegar tón- leika Dimmu og Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands í Hörpu og leik- sýninguna Þetta er grín, án djóks á sama stað. Hvort tveggja hafði áður verið sett upp í Hofi. „Þeir viðburðir sýndu okkur að þetta er hægt, og gott fyrir báða aðila. Við vildum því innsigla samstarfið og þróa,“ sagði Sigurður. Hús allra landsmanna „Því má ekki gleyma að Harpa er hús allra landsmanna og verður þá líka að koma þannig fram,“ sagði Halldór Guðmundsson. Hann tók þannig til orða að samningurinn væri frábært tækifæri enda búið að sameina starfsemi Hofs, Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands og Leik- félags Akureyrar undir einn hatt. „Þetta er orðið mjög öflugt hús og ég held að samstarfssamningurinn sé ekki síður mikilvægur fyrir okkur í Hörpu en ykkur hér fyrir norðan.“ Halldór sagði að mjög góð sala hefði verið á bæði tónleika Dimmu og SN í Hörpu, svo og leiksýninguna sem þó hefði verið ákveðið að setja upp í Hörpu með mjög stuttum fyr- irvara. Samkvæmt samningnum verður um einn viðburð að ræða á ári sem skipst verður á, að lágmarki, en nán- ast öruggt að þeir fleiri, að sögn Sig- urðar. „Þetta eru góð tíðindi fyrir allan almenning vegna þess að menning- arviðburðir sem framleiddir eru hér á Akureyri verða iðulega í boði á höf- uðborgarsvæðinu og öfugt. Mörg ljón, sem gætu hafa orðið á veginum, eru í raun fjarlægð með samn- ingnum og allir græða. Það ríkir mikill samhugur um þetta,“ sagði Sigurður Kristinsson. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Samstarf Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, Halldór Guðmundsson for- stjóri Hörpu, Sigurður Kristinsson, formaður stjórnar menningarfélagsins og Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri. Reisa menningarbrú á milli Hörpu og Hofs  Menningarhúsin tvö munu skiptast á ýmsum viðburðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.