Morgunblaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015 Verið velkomin í glæsilega verslun okkar við Laugaveg 99 (gengið inn við Snorrabraut) aff.is Concept Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Í nótt voru vetrarsólstöður á Íslandi og nú fer vorið að nálgast! Síðla nætur var sólargangur á norðurhveli jarðar skemmstur, en það var klukk- an 04:49 nú í nótt sem leið að jörðin fór að sveigja í átt að birtunni. Samkvæmt Almanaki Háskóla Íslands eru vetrarsólstöður 22. desember í ár, en þessi dagsetning getur hnikast lítillega til frá ári til árs. „Þegar klukkuna vantaði ellefu mínútur í fimm var halli á norðurhveli jarðar frá sól í há- marki og sólin þá lengst í suðri á himinhvolfinu. Þegar klukkuna vantaði tíu mínútur í fimm fór dag aftur að lengja,“ sagði Sævar Helgi Braga- son, jarðfræðingur og stjörnuáhugamaður. Í dag, þriðjudag, nýtur sólar tveimur sekúnd- um lengur en í gær. Eitt hænufet á dag er stund- um sagt en ekki líður á löngu uns sólarstundum hvers dags fer að fjölga hratt. Strax í kringum þrettánda sést merkjanlegur munur. Nokkru munar milli landshluta hve birtu nýt- ur lengi á vetrarsólstöðum. Í Reykjavík er dag- bjart í rúmlega fjórar klukkustundir en klukku- stund skemur á Akureyri, en á móti kemur að á sumrin er birtutími norðanlands ögn lengri. sbs@mbl.is Jörðin hallar sér nú að nýju í sólarátt Morgunblaðið/Árni Sæberg Fallegt við Elliðavatn á vetrarsólstöðum og tveimur sekúndum lengri birtutími er í dag en var í gær Þorsteinn Ásgrímsson Melén thorsteinn@mbl.is Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir umboðssvik í Stím-málinu svokallaða. Jóhannes Baldursson, sem var fram- kvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, var dæmdur í 2 ára fangelsi, einnig fyrir umboðssvik. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi bankastjóri Saga Capital, var dæmdur í 18 mán- aða fangelsi fyrir hlutdeild í umboðssvikum. Lárus var ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa farið út fyrir heimildir sínar til lánveit- inga hjá Glitni banka þegar hann beitti sér fyrir því að félagið FS37, sem síðar varð Stím, fengi um 20 milljarða króna lán frá bankanum með veði í öllu hlutafé félagsins og bréfum í FL Group sem lánsféð var notað til að kaupa. Lánsféð var einnig notað til að kaupa bréf í Glitni. Jóhannes var ákærður fyrir umboðssvik, fyrir að hafa beitt sér fyrir því að fjárfestingasjóðurinn GLB FX, í eigu Glitnis banka, keypti framvirkt skuldabréf í Stím af Saga Capital. Þorvaldur var ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum með því að hafa hvatt til þeirra viðskipta og liðsinnt Jó- hannesi í þeim. Markmiðið með viðskiptunum hefði verið að tryggja að Saga Capital fengi kröfu sína að fullu bætta. Bíða niðurstöðu Hæstaréttar Þorvaldur hefur þegar lýst því yfir að hann muni áfrýja málinu til Hæstaréttar. Þá hefur stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, þar sem Þorvaldur er framkvæmdastjóri, lýst því yfir að hann muni njóta vafans og sinna starfinu þar til málið hefur farið fyrir Hæstarétt. Í dómnum segir að Lárus hafi 16. nóvember 2007 sem forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis banka, misnotað stöðu sína með því að fara út fyrir heimildir sínar til lánveitinga og stefna fjármunum bankans í verulega hættu þegar hann lét bankann veita FS 37 ehf. rúm- lega 19,5 milljarða króna lán án fullnægjandi trygginga og í andstöðu við reglur stjórnar bank- ans og lánareglur. 42,6 milljónir króna í kostnað Í dómsorði kemur fram að Lárus sæti fangelsi í 5 ár en til frádráttar refsingu kemur gæslu- varðhald hans frá 30. nóvember 2011 til 7. desem- ber sama ár. Þremenningunum er gert að greiða lögmönn- um sínum 42,6 milljónir í málsvarnarlaun og út- lagðan kostnað þeirra í tengslum við Stím-málið. Fjártjónshætta var veruleg  Lárus Welding fékk fimm ára dóm í Stím-málinu  Tveir aðrir Glitnismenn fengu 18 mánaða og tveggja ára dóm  Tryggingar taldar ófullnægjandi Lárus Welding Jóhannes Baldursson Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Mörður Árnason, fulltrúi minnihlut- ans í stjórn RÚV og varaþingmaður Samfylkingarinnar, neitar að víkja úr stjórn RÚV þrátt fyrir að fyrir liggi álit fjölmiðlanefndar um van- hæfi hans til setu stjórninni vegna setu hans á Alþingi í júní. Er álit nefndarinnar byggt á 9. grein laga um Ríkisútvarpið þar sem segir að kjörnir fulltrúar til Alþingis og sveitarstjórna séu ekki kjörgengir í stjórn Ríkisútvarpsins. Stjórn RÚV fundaði í gær og þar var athugasemd fjölmiðlanefndar m.a. tekin fyrir. Að sögn Guðlaugs G. Sverrissonar, stjórnarformanns RÚV, hafnaði Mörður því að víkja af fundi. „Stjórn samþykkti svo að óska eftir því að Alþingi myndi skera úr um hæfið og þá að forseti Alþingis eða skrifstofustjóri mundi gera það,“ segir Guðlaugur. Einnig var rætt um stöðu Kristins Dags Gissurarsonar, varabæjarfulltrúa Framsóknarflokks í Kópavogi. „Í framhaldinu var ákveðið að láta Al- þingi um að kanna hæfi allra stjórn- armanna,“ segir Guðlaugur. Mörður Árnason segir að ásamt bréfi fjöl- miðlanefndar hafi stjórninni borist bréf frá menntamálaráðuneytinu. „Í því var beðið um að stjórnin myndi úrskurða um vanhæfi mitt,“ segir Mörður. Hann bendir á að Friðrik Rafnsson hafi verið á framboðslista hjá Bjartri framtíð og sé þriðji vara- maður Bjartar Ólafsdóttur, þing- manns flokksins. Mörður telur málið fræðilega áhugavert. „Ef að menn vilja fara eftir því hverjir hafa fengið kjör- bréf, þá erum við Kristinn Dagur í vondum málum,“ segir Mörður. Hann bætir við að hann telji að ná- kvæmari túlkunar sé þörf á því hver teljist kjörinn fulltrúi og að tilgreina þurfi sérstaklega ef varamaður kjörins fulltrúa má ekki sitja í stjórninni. Mörður neitar að víkja Morgunblaðið/Eggert RÚV Stjórn RÚV lætur Alþingi ákvarða um hæfi stjórnarmanna.  Fjölmiðlanefnd ályktaði um vanhæfi Marðar Árnasonar Bandalag há- skólamanna (BHM) hefur kært íslenska ríkið til Mann- réttindadómstóls Evrópu fyrir lagasetningu á verkfall félags- ins með lögum 31/2015 frá 13. júní. Að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, formanns BHM, mun það taka nokkra mánuði þar til kemur í ljós hvort dómstóllinn tekur málið fyrir. Brjóti í bága við samningsfrelsi Þórunn segir félagið líta svo á að lagasetningin í sumar brjóti í bága við ákvæði um samnings- frelsi stéttarfélaga í Mannrétt- indasáttmála Evrópu. „Við trúum því að það hljóti að vera hægt að sækja réttlæti í þessum málum, ef ekki til íslenskra dómstóla þá til mannréttindadómstólsins,“ sagði Þórunn. Í framhaldi lagasetningarinnar var gerðardómur skipaður til að ákvarða laun 18 stéttarfélaga í Bandalagi háskólamanna og fé- lagsmanna í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. BHM fór með lagasetninguna fyrir héraðsdóm og Hæstarétt en tapaði á báðum stöðum. bso@mbl.is Kæra mannrétt- indabrot Þórunn Sveinbjarnardóttir  BHM kærir íslenska ríkið Karlmaður á sextugsaldri lést í um- ferðarslysi á Vesturlandsvegi í gær- morgun, en hann var á reiðhjóli sem bifreið ók á. Tilkynning um slysið barst lögreglu kl. 6.34 og lokað var fyrir umferð um Ártúnsbrekku í á aðra klukkustund vegna þessa. Ekki er hægt að upplýsa um nafn manns- ins að svo stöddu. Lögreglan leitar nú vitna í málinu og hefur óskað eftir því að þeir sem kunna að hafa orðið vitni að slysinu hafi samband í síma 444 1000. Einn- ig er hægt að hafa samband við lög- regluna á Facebook-síðu hennar eða með tölvupósti á netfangið sigurdur- .petursson@lrh.is Hjólreiða- maður lést

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.