Morgunblaðið - 22.12.2015, Side 34

Morgunblaðið - 22.12.2015, Side 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015 Áslaug Óskarsdóttirer fædd og uppaliní Garðabæ. Hún ólst upp í Aratúni frá tveggja ára aldri með for- eldrum og systkinum. Hún var með fyrstu árgöng- unum sem útskrifuðust úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ (FG) 1984 og út- skrifaðist sem tannlæknir frá tannlæknadeild HÍ 1994. Stuttu síðar kynntist hún eiginmanni sínum, Ingólfi Einarssyni, barna- lækni. Þau eiga saman tvo drengi, Óskar, 18 ára, og Davíð, 16 ára, sem báðir feta í fótspor móður sinnar og stunda nám við FG. Ás- laug rekur tannlæknastofu á Garðatorgi 7 í Garðabæ. Áslaug stundaði fimleika í mörg ár hjá fimleikafélaginu Gerplu í Kópavogi, en í þá daga var ekkert fimleikafélag að finna í Garðabæ. Hún tók síðan virkan þátt í stofnun og uppbyggingu fimleikadeildar Stjörnunnar. Áslaug átti góðu gengi að fagna í áhaldafimleikum, en hennar sterka hlið voru æfingar í stökki. Hún vann til margra verð- launa og var meðal annars kjörin fimleikamaður ársins 1980. Áslaug hefur fengist við þjálfun og dómgæslu í áhaldafimleikum og var m.a. alþjóðlegur dómari í 15 ár. Undanfarin ár hefur Áslaug tekið þátt í nefndarstörfum hjá Tannlæknafélaginu og er í stjórn Zonta- klúbbsins Sunnu. Einkennandi fyrir Áslaugu er hversu góða rækt hún leggur við að halda sambandi við vini sem hún hefur kynnst í gegnum fyrstu 50 árin í lífi sínu. Hún á afskaplega auðvelt með að kynnast já- kvæðu fólki og glaðlyndi hennar smitar út frá sér. „Ferðalagið í tilefni afmælisins var ákveðið með löngum fyrirvara, en það lagðist vel í fjölskylduna að komast í sól og hita á miðjum vetri. Þetta er reyndar í fyrsta sinn sem fjölskyldan er að heiman á jólum og líka á afmælisdegi mínum. Eftir að fjölskyldan flutti frá Englandi fyrir 14 árum hef ég komið upp þeirri hefð, sem margir gera nú ráð fyrir á aðventunni, að hafa opið hús á afmælisdegi mínum. Þar hittast vinir og vandamenn okkar Ingólfs. Þessarar hefðar sakna margir nú og voru sumir sem óskuðu eftir að fá að mæta til Flórída 22. desember 2015! Í dag ætla ég að spila golf á Reserve-vellinum í Orange Lake og fara svo út að borða með Dóru systur og fjölskyldum okkar á notalegum veit- ingastað.“ Á Flórída Áslaug Óskarsdóttir. Ákvað að rjúfa hefð á afmælisdeginum Áslaug Óskarsdóttir er fimmtug í dag Ó lafur fæddist á Grettis- götu 48b í Reykjavík hinn 22.12. 1935 og ólst þar upp fram yfir tví- tugsaldur: „Grettis- gatan var með fjölmennustu götum Reykjavíkur á þessum árum og ég á góðar minningar um gamla leik- félaga í þessum fjölbreytilega og skemmtilega, gamla hverfi.“ Ólafur var í Austurbæjarskól- anum, Gagnfræðaskóla Austur- bæjar, stundaði nám við MR og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1955. Hann lauk kandidatsprófi í tannlækn- ingum frá tannlæknadeild HÍ 1966. Á námsárunum í menntaskóla og háskóla vann Ólafur víða um land við landmælingar á vegum Rafmagns- veitna ríkisins og Raforkumála- skrifstofunnar, síðar Orkustofnunar, til undirbúnings virkjana- framkvæmdum. Á þeim árum lék Ólafur á harmóniku á dansleikjum og skemmtunum með ýmsum hljóm- sveitum. Hann sat í Stúdentaráði HÍ 1963-64. Ólafur opnaði tannlækningastofu í Reykjavík árið 1967 og starfrækti hana til ársins 2003. Hann var stundakennari við tannlæknadeild Ólafur G. Karlsson tannlæknir – 80 ára Fjölskyldan Ólafur og Guðrún Anna á góðri stund í sumarfríi með börnunum sínum, Ingunni, Jóni Karli og Valdísi. Fékk mikinn áhuga á stangveiði í barnæsku Í viðhafnarboði Ólafur, ásamt samferðakonu sinni, Erlu M. Frederiksen. Kópavogur Heiðrún Hlín Ágústsdóttir fæddist 22. desember 2014. Hún vó 4.260 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Þórdís Hrund Þórðardóttir og Ágúst Elí Ágústsson. Nýir borgarar Reykjavík Þór Oviedo fæddist 30. apríl 2015 kl. 11.04. Hann vó 3.832 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Berglind Jóhannesdóttir og Yannier Oviedo Rivas. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.