Morgunblaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 35
HÍ á árunum 1974-77 og 1979-83. Ólafur sat í stjórn Tannlæknafélags Íslands, fyrst 1968-70 og síðan 1977- 79 sem varaformaður og loks for- maður félagsins 1980-82. Einnig sat hann í fjölda nefnda á vegum félags- ins og árið 2007 var hann kjörinn heiðursfélagi Tannlæknafélags Ís- lands. Ólafur var einn af stofnfélögum Kiwanisklúbbsins Heklu, fyrsta Kiwanisklúbbs á Íslandi og var for- seti hans 1992-93. Hann hefur verið í Frímúrarareglunni frá árinu 1988. Eitt af áhugamálum Ólafs um ára- tuga skeið hefur verið útivera og veiði: „Pabbi var bifvélavirki og bif- reiðastjóri og við ferðuðumst mikið innanlands, fórum í útilegur og veiddum í ám og vötnum. Það var t.d. oft farið upp að Meðalfellsvatni þar sem ég eignaðist síðar sumarbústað, og einnig veitt mikið í Hæðargarðs- vatni við Klaustur. Á þessum árum fékk ég áhugann á stangveiðinni. Áhuginn á landinu á einnig rætur að rekja til þess að ég vann við land- mælingar í 12 sumur frá 16 ára aldri, þar af í þrjú sumur uppi á hálendinu. Þetta situr í manni.“ Árið 1968 varð Ólafur félagi í Stangveiðifélagi Reykjavíkur, var kosinn í stjórn þess 1976 og sat í stjórn til ársins 1986, þar af formað- ur frá 1982-86. „Á þessum árum veiddi ég í mörgum af bestu veiðiám landsins. En þegar ég hugsa til stangveiðinnar kemur Sandá í Þist- ilfirði fyrst upp í hugann. Það er af- skaplega skemmtileg veiðiá í fallegu umhverfi. Þar veiddi ég árum saman í hópi góðra félaga og varð síðar einn af leigutökum hennar. Svo má ekki gleyma sumarhúsinu við Meðalfellsvatn í Kjós sem við komum okkur upp fyrir tæpri hálfri öld. Þar hefur fjölskyldan átt ófáar samveru- og ánægjustundir sem breytast í góðar minningar.“ Fjölskylda Eiginkona Ólafs var Guðrún Anna Árnadóttir, f. 21.8. 1934, d. 17.1. 2004, húsfreyja. Foreldrar hennar voru Ingunn Ófeigsdóttir, f. í Mið- húsum 20.7. 1905, d. 24.9. 1995, og Árni Ámundason, f. í Kambi í Flóa 29.5. 1901, d. 29.5. 1986. Börn Ólafs og Guðrúnar Önnu, sem oftast var kölluð Lillý, eru Jón Karl, f. 12.9. 1958, fyrrv. forstjóri Icelandair, búsettur í Reykjavík, kvæntur Valfríði Möller hjúkrunar- fræðingi og eru börn þeirra Guðrún, f. 1980, Anna Sigrún, f. 1984, Edda Björg, f. 1990 og Jón Valur, f. 1998; Ingunn, f. 10.7. 1963, lögfræðingur hjá Eflu, gift Guðmundi Ingasyni, tölvunarfræðingi hjá Icelandair, og eru börn þeirra Ólafur Ingi, f. 1986, Árni Birgir, f. 1989 og Guðrún Anna, f. 1996, og Valdís, f. 19.11. 1968, snyrtifræðingur, gift Ottó Eðvarð Guðjónssyni, rafvirkja hjá Reykja- felli, og eru synir þeirra Stefán Kári, f. 2001, og Tómas Magni, f. 2006. Undanfarin tíu ár hefur samferða- kona Ólafs verið Erla M. Frederik- sen, íþrótta- og textílkennari. Foreldrar Ólafs voru Karl G. Páls- son, f. að Lækjarbotnum í Seltjarn- arneshreppi 18.6. 1903, d. 25.9. 1975, bifvélavirki og bifreiðastjóri í Reykjavík, og k.h., Jóna Vigdís Guð- jónsdóttir, f. í Reykjavík 8.5. 1904, d. 6.10. 1995, húsfreyja. Úr frændgarði Ólafs G. Karlssonar Ólafur G. Karlsson Ólöf Sigurðardóttir húsfr. á Háfshjáleigu Bjarni Bjarnason b. í Háfshjáleigu í Djúpárhreppi Valdís Bjarnadóttir húsfr. í Rvík Guðjón Ingvar Jónsson verkam. í Rvík Jóna Vigdís Guðjónsdóttir húsfreyja í Rvík Guðlaug Halldórsdóttir húsfr. í Gerðiskoti Jón Sæmundsson b. í Gerðiskoti í Árnessýslu Flosi Sigurðsson forstj. Rúllu- og hleragerðar Rvíkur (fósturafi Flosa Ólafssonar leikara) Þorlákur Sigurðsson b. að Korpúlfsstöðum Ottó N. Þorláksson fyrsti forseti ASÍ Sigríður Jónsd. húsfr. í Hafnarfirði Ingveldur Jónsd. húsfr. í Lambhaga Sigurbjörg Jónsd. húsfr. í Urriðakoti Hendrik Ottósson fréttam. og rith. í Rvík Sesselja Helgad. húsfr. í Hafnarf. Steinunn Þorkelsdóttir húsfr. í Rvík Jónína Guðmundsdóttir húsfr. í Hafnarf. Vigdís Hansdóttir húsfr. í Rvík Árna Steinunn Rögnvaldsd. húsfr. í Rvík Guðmundur Björnsson læknaprófessor Hörður Sigurgestss. fyrrv. forstj. Eimskips Marta Guðjónsd. varaborgar- fulltrúi Guðrún Þorláksdóttir húsfr. í Holtakotum og í Gröf Guðrún María Sigurðardóttir húsfr. á Lækjarbotnum, Eiði og í Rvík Páll Gestsson b. á Lækjarbotnum og á Eiði og í Rvík Karl G. Pálsson bifvélavirki í Rvík Margrét Jónsdóttir húsfr. á Hemru Gestur Bárðarson b. á Hemru Jón Guðmunds- son hreppstj. á Setbergi og ættf. Setbergsættar Sigurður Guðmundsson b. í Holtakotum í Biskupstungum og í Gröf í Mosfellssveit, bróðursonur Einars, langafa Sigríðar, móður Vigdísar Finnbogadóttur ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015 Lárus fæddist á Akureyri 22.12.1928. Foreldrar hans voruZophonías Árnason, yfirtoll- vörður á Akureyri, frá Brekku í Svarf- aðardal, og Sigrún Jónsdóttir, hús- freyja þar, frá Bakkagerði í Borgarfirði eystra. Bróðir Lárusar, samfeðra: Davíð Þór Zophoníasson. Stjúpfaðir Lárusar var Elías Tómasson. Eiginkona Lárusar var Júlía Garð- arsdóttur frá Felli í Glerárþorpi sem lést 2012. Foreldrar hennar voru Garðar Júlíusson, verkamaður á Ak- ureyri, og Sigurveig Jónsdóttir, hús- freyja þar. Synir Lárusar og Júlíu eru: Garðar, Karl Óli og Þráinn. Lárus ólst upp á Akureyri. Hann var í fóstri hjá Karli Óla Nikulássyni og Valgerði Ólafsdóttur til átta ára aldurs en ólst eftir það hann upp hjá móður sinni og stjúpföður. Lárus varð gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Akureyrar, lærði bókband hjá POB, í Vélabókbandinu hf á Akureyri og við Iðnskólann á Ak- ureyri, lauk brottfararprófi í bókbandi 1948 og sveinsprófi sama ár. Þá sótti hann námskeið í bókbandi hjá S.R Rüge í Handíðaskólanum árið 1951. Lárus starfaði við bókband, ásamt öðrum störfum í rúma hálfa öld. Hann starfaði í Vélabókbandinu til 1963 og starfaði að hluta á eigin verkstæði með konu sinni um árabil. Lárus hóf störf við Amtbókasafnið á Akureyri 1962, var bókavörður þar frá 1963 og starfaði þar til 1998 þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hann var amtsbókavörður á Akur- eyri 1972-96. Lárus var trúnaðarmaður í Véla- bókbandinu til 1955-63, sat í prófa- nefnd í bókbandsiðn á Akureyri og var formaður hennar frá 1975, var virkur félagi í Lúðrasveit Akureyrar frá 1948 og í nærri 50 ár þar sem hann lék á trompet, var formaður Lúðrasveitar Akureyrar 1981-83 og forseti Rótaryklúbbs Akureyrar 1988-89.. Eftir Lárus liggja skrif um sögu Akureyrar og félagasamtaka á Akureyri og um tónlistarlíf á Akur- eyri á 19. öld. Lárus lést 27.3. 2007. Merkir Íslendingar Lárus Zophoníasson 90 ára Tómas Oddsson 85 ára Arnbjörn Hans Ólafsson Sigurður Jóhannsson 80 ára Ingibjörg Jóna Elíasdóttir Lísabet Sólhildur Einarsdóttir 75 ára Guðmundur H. Guðjónsson Pálína Ármannsdóttir Unnur Tómasdóttir 70 ára Árni Þórhallur Helgason Ásgerður Margr. Þorsteinsdóttir Guðríður Sveinsdóttir Haraldur Karlsson Ingibjörg D. Baldursdóttir Ingibjörg Gunnarsdóttir Málmfríður Skúladóttir Sigríður I. Kristjánsdóttir Unnur Sigtryggsdóttir 60 ára Aðalbjörg Pálsdóttir Aðalsteinn Oddsson Ásdís Snorradóttir Erlingur Þorsteinsson Guðmundur Eyþór Guðmundsson Guðmundur Guðjónsson Ingibjörg J. Þorsteinsdóttir Kristján Söebeck Kristjánsson Magnús Ólafsson Norma Einarsdóttir Páll B. Sigurvinsson Sigríður Ágústa Skúladóttir Sumarlína Pétursdóttir 50 ára Anna Lára Eðvarðsdóttir Áslaug Óskarsdóttir Íris Pétursdóttir Ragna Soffía Jóhannsdóttir Vífill Karlsson Þorsteinn Yngvason Þröstur Garðarsson Þröstur Þór Ólafsson 40 ára Gunnar Sigurðsson Heiða Agnarsdóttir Hrafnhildur Sigurðardóttir Hulda Signý Gylfadóttir Ingólfur Áskelsson Kristinn Már Ingvarsson Kristján Óttar Eymundsson Maríanna Sigurðardóttir Oddný Björnsdóttir Rebecca Dorn Soumia I. Georgsdóttir Una Eydís Finnsdóttir Þórir Sveinbjörnsson 30 ára Aníta Ólöf Jónsdóttir Erna Sif Kristbergsdóttir Gísli Charin Kimworn Magnús Ásgeirsson Til hamingju með daginn 30 ára Þórdís ólst upp á Drangsnesi, býr í Reykja- vík, lauk þroskaþjálfaprófi og starfar við Breiðholts- skóla. Systkini: Ingólfur, f. 1988; Baldur, f. 1997, og Karen, f. 2000. Foreldrar: Helga Lovísa Arngrímsdóttir, f. 1966, beitningakona, og Har- aldur Vignir Ingólfsson, f. 1964, sjómaður og skip- stjóri. Þau búa á Drangs- nesi. Þórdís Adda Haraldsdóttir 30 ára Eva ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk BA-prófi í uppeldis- og menntunarfræði frá HÍ og stundar nú MA-nám í náms- og starfsráðgjöf. Synir: Daði Freyr, f. 2011, og Samúel Ragnar, f. 2014. Foreldrar: Samúel Ingi Þórarinsson, f. 1960, grafískur hönnuður, og Sigríður Hanna Ein- arsdóttir, f. 1962, löggiltur bókhaldari. Eva Hlín Samúelsdóttir 30 ára Bryndís ólst upp á Selfossi, býr í Háholti í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi, lauk prófi í bú- fræði frá LBHÍ og er sauð- fjárbóndi. Maki: Bjarni Másson, f. 1983, sauðfjárbóndi. Synir: Már Óskar, f. 2010, og óskríður, f. 2015. Foreldrar: Steingerður K. Harðardóttir, f. 1964, starfsm. hjá Prentmennt, og Óskar Þorsteinsson, f. 1960, bifvélavirki. Bryndís Eva Óskarsdóttir Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Keilulegur Flans- og búkkalegur Hjólalegusett Nála- og línulegur LEGUR Í BÍLA OG TÆKI Það borgar sig að nota það besta! TRAUSTAR VÖRUR ...sem þola álagið Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is Kúlu- og rúllulegur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.