Morgunblaðið - 22.12.2015, Page 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015
Hvar hittir
maður vini sína?
Hvenær kvikna
tengsl sem endast svo að eimur
af þeim finnur sér nýjan stað á
síðum tímarita, blaða, í bréfum
eða rabbi manna á milli? Kynnin
við hjónin á Fornhaganum, þau
Hjálmar og Möggu, hófust
skömmu fyrir jólin 1985 þegar
systir mín, söngfélagi Hjálmars
úr Árnesingakórnum, gaf mér
þau ráð að hringja til þeirra og
leita liðsinnis hjá þeim – koma
og æfa með okkur fyrir jóla-
messurnar í Óháða söfnuðinum
þar sem ég var nýtekinn við
starfi organista.
Þetta reyndist úrvalsráð og
þau hjónin urðu traustir kór-
félagar þau þrjú ár sem ég átti
framundan að starfa þarna í frí-
kirkjunni á Háteignum. Augna-
blikið er eftirminnilegt þegar
Hjálmar svaraði í símann og
hlustaði á erindi mitt: „Talaðu
við Möggu,“ var svar hans, hún
markaði leiðina, þau voru löngu
orðin heimavön í höfuðborginni,
kunnu hátíðasöngvana og jóla-
sálmana, ég nýfluttur þangað en
var að eignast þarna trausta fé-
laga í kirkjusöngnum og á sam-
komum sem enn eru haldnar
austur í Flóa og við nefnum
söngkvöld. Þetta eina símtal og
úrslit þess auðveldaði allt mitt
starf. Söngkvöldið kviknaði svo
á næsta ári en þar reyndist
Hjálmar vera í essinu sínu, tók
lagið, dreypti á glasinu og sýndi
á sér gleðibragð. Þegar söng-
stjórinn þurfti að taka sér smá-
pásu kallaði hann til Hjálmars
hvort hann ætti eina litla sögu
sem gjarnan varð þá bragur eða
þula ort af honum sjálfum. Hann
var fæddur frostaveturinn mikla
1918, sagði oft heilmikla sögu af
harðri lífsbaráttu, skopaðist of-
urlítið að eigin persónu og upp-
skar frá áheyrendum hlátur og
lófatak. Það hafa oftast verið
laun skáldsins. Hjónin á Forn-
haganum, þau Margrét Guð-
mundsdóttir og Hjálmar komu
að vestan, hún úr Aðalvík og
hann af Hesteyri og þau fluttu
fyrst að Þingeyri þar sem hann
vann við verslunarstörf.
Síðan fluttu þau til höfuð-
borgarinnar og Hjálmar fór að
vinna á skattstofunni, eftir
nokkur ár í ýmsum störfum, en
skarpskyggni hans og ná-
kvæmni nýttist vel hjá slíku
fyrirtæki. Þau hjónin sóttu Nes-
kirkju, Hjálmar söng um tíma
þar í kórnum og einnig í Árnes-
ingakórnum sem hann starfaði
enn í þegar nýi organistinn í
óháða fékk þau hjón til liðs á jól-
unum 1985. Hjálmar fékk eftir-
minnilegan útfarardag mánu-
daginn 7. desember, óveðursspá
og öllum leiðum úr bænum lok-
að um nón. En í Neskirkjunni
ríkti kyrrð og söknuður, vinir og
frændur sungu Hærra minn
Guð til þín og eftir guðspjallið
söng kórinn nýlegan texta
Hjálmars:
Nú friður leggst um land og sjó
er lýkur dagsins önn
og jörðin hvít í kyrrð og ró
á kafi í vetrarfönn
en þjóðir heims í hildarleik
samt heyja blóðugt stríð
og hugsun okkar víst er veik
með von um betri tíð.
Ó, sendu góði guð þann frið
sem gefur hugarró
Hjálmar Benedikt
Gíslason
✝ HjálmarBenedikt
Gíslason fæddist
22. desember
1918. Hann lést 30.
nóvember 2015.
Útför Hjálmars
fór fram 7. desem-
ber 2015.
og snauðum þjóðum
leggðu lið
á landi jafnt og sjó
og þeim sem líða um
loftsins geim
í leit að nýrri sýn,
gef að þeir komi heilir
heim
úr himnaför til þín.
(HBG)
Á aðfangadag
verða 30 ár síðan
þessi góðu hjón komu til liðs við
kórinn í Óháða söfnuðinum en í
dag er 97. afmælisdagur Hjálm-
ars heitins. Ljúft er að minnast
stundanna með þessum góðu
hjónum.
Harpa Ólafsdóttir og Ingi
Heiðmar Jónsson.
Látinn er frændi minn,
Hjálmar B. Gíslason.
Einhvern veginn fóru lát hans
og útför framhjá mér í Morgun-
blaðinu, þangað til annar í fjöl-
skyldunni benti mér á það
nokkrum dögum síðar.
Hjálmari kynntist ég í heim-
sóknum til bróður hans, Krist-
ins, er var eiginmaður Mar-
grétar Jakobsdóttur Líndal,
systur pabba míns, Baldurs Lín-
dal.
Hann kom úr kennarafjöl-
skyldu, en var kynntur fyrir
okkar fræða- og listafjölskyldu
sem þeirra menningarfulltrúi.
Var þar helst að nefna að hann
hefði verið sviðsleikari.
Var hann glaðbeittur maður
með glimt í auga.
Löngu seinna hitti ég hann
svo í afmælisveislu hjá Kristni
bróður hans, kringum 1995. Er
fólk hafði þá setið undir borðum
um sinn stóð hann allt í einu upp
og ávarpaði bróður sinn með
einhverju gamanmáli. Stóð sá þá
þegar upp og svaraði nú fyndn-
inni fullum hálsi. Fóru þeir þá
báðir mjög á kostum og var mér
ljóst að Kristinn var þar að
kynna uppistandarann bróður
sinn fyrir frændgarðinum. Í hléi
á eftir hafði svo frænka mín,
Anna G. Líndal myndlistarpró-
fessor, á orði við mig að ekki
hefði hún getað brugðist svona
óvænt og skemmtilega við á
samkomu. Svaraði ég þá til, að
þar myndu hafa verið samantek-
in ráð. Gaf ég honum síðan að
skilnaði aðra ljóðabók mína, og
mælti hann þá að þar hefði ég
brugðist við með óvæntu en
glæsilegu útspili!
Síðast hitti ég hann í erfi-
drykkju bróður hans, Kristins,
eða hans konu, Margrétar,
kringum 2012 og bauð honum þá
að eiga þrettándu ljóðabók
mína. Hafði hann þá varann á
sér, og sagði að hann væri nú
ekki lengur í stakk búinn til
þess háttar loftsiglinga, og baðst
því undan nú.
Á árunum á eftir falaðist ég
eftir að fá hann í mín árlegu
ættarmótsheimboð, en gladdist
þó yfir að systir hans var nú enn
nógu hress til að mæta í staðinn.
Mér þykir við hæfi að kveðja
þennan leiklistarsinnaða frænda
minn með harmljóði mínu um
gamanleikjaskáldið Menander
sem var uppi í Aþenu á fjórðu
öld fyrir Krist. Í ljóði mínu frá
2009, er heitir Háðfuglinn Men-
ander, segi ég m.a.:
Háðfuglinn Menander
sem skyldi eiga sér meðhlægjendur
um aldur og ævi
drukknaði í höfninni í Píreus
þegar hann fékk sér helgarsund-
sprett:
Gamanleikjaskáldið góðkunna barðist
við krampakast í eilífu sólskininu
svo svartar krullur hárs og skeggs
léku tvísöng við heiðbláar gárurnar.
Tryggvi V. Líndal.
Við kynnumst
mörgu góðu fólki á
lífsleiðinni, en sum-
ir verða nánari en
aðrir og vináttan meiri. Þannig
var með kynni okkar Guðjóns
sem við berum til hinstu hvíldar
í dag. Leiðirnar lágu saman þeg-
ar Katrín dóttir okkar hóf sam-
búð með Eiríki dóttursyni
þeirra Guðjóns og Alrúnar.
Fljótlega urðu þau hjónin fasta-
gestir í fjölskylduboðum og
vinaheimsóknum. Við fundum
vel hve Katrín bar góðan hug til
þeirra og að það var gagn-
kvæmt. Og litli dóttursonurinn,
Valdimar Kolka, kunni vel að
meta hlýja glettni langafans.
Guðjón var hrókur alls fagn-
aðar hvar sem hann fór, kvikur í
hreyfingum, leiftrandi í samræð-
um, víðlesinn og margfróður.
„Veistu hvað, Jón,“ sagði
hann eitt sinn þegar talið barst
að slæmri færð og óveðri. „Ég
veit fátt skemmtilegra en að
keyra bílinn minn í hríðarbyl og
ófærð. Það tekur sko í,“ sagði
kappinn og ók sér um leið.
Nokkuð lýsandi fyrir kraftinn
og baráttugleðina sem einkenndi
fas hans allt.
Við eigum ljúfar minningar
frá kaffispjalli við eldhúsborðið
á heimili þeirra hjóna í Hafn-
arfirði þar sem margt bar á
góma svo sem landsmálin en
ekki síður frásagnir af sam-
ferðafólki og ferðum þeirra Al-
rúnar um landið.
Guðjón var sérlega róttækur í
skoðunum, einarður félags-
hyggjumaður með ríka réttlæt-
iskennd. Á heimaslóðum hans
fyrir austan var hann kallaður
Kommúnistinn með stóru K-i og
var stoltur af.
Hann var eitt sinn á fundi á
Akureyri og samferða miklum
sjálfstæðismanni heim í gistingu
seint um kvöld. Sá var þó nokk-
uð hærri en Guðjón og tals-
verður á velli. Götur voru blaut-
ar og pollar hér og hvar. Þessi
Guðjón Einar
Jónsson
✝ Guðjón EinarJónsson
fæddist 20. apríl
1931. Hann lést 12.
desember 2015.
Útför Guðjóns
fór fram 21. desem-
ber 2015.
göngufélagi Guð-
jóns sem var nokk-
uð við skál, vildi
ybbast upp á hann
og „leggja þennan
kommúnista í svað-
ið þar sem hann
ætti heima“. Guð-
jón var þéttur á
velli og sterkur
þótt lágvaxinn
væri. Fór svo að
honum leiddist
þetta þóf og tók undir bring-
spalirnar á göngufélaganum, hóf
hann á loft, setti hann á rassinn
ofan í drullupoll og sagði hóglát-
lega: „Svona fer kommúnistinn
með sjálfstæðismanninn ef hann
hegðar sér ekki sæmilega.“
Þessa sögu sagði Guðjón okkur
nokkrum dögum fyrir andlátið
og hló dátt við.
Guðjón naut þess að ferðast
um landið, var mikill náttúru-
unnandi og prýðilega hagmælt-
ur. Með kvæðinu „Í skóginum“
fléttaði hann saman skáldgáfuna
og lotninguna fyrir vorinu og
grænu laufi skógarins:
Að ganga í grænum skógi
það græðir sérhvert mein.
Og þessu fallega kvæði lýkur
hann með þakkaróði:
Og því skal þessa njóta
og þakka sérhvert blað.
Því guð sem lífið gefur,
hann gefur líka það.
Guðjón lét sig svo sannarlega
málefni samtímans varða. Í
greininni „Fordómar“ sem hann
skrifar í Morgunblaðið 29. des-
ember 2007 fjallar hann um
þetta hugtak frá ýmsum hliðum.
Þar segir hann m.a.: „Að for-
dæma annað fólk fyrir að kom-
ast að annarri niðurstöðu en það
sjálft er reyndar kallað þröng-
sýni eða heimska.“ Greininni
lýkur Guðjón með tilvitnun í
Sigurbjörn biskup sem gætu
verið einkunnarorð hans sjálfs:
„Betri er íhugandi efi en hugs-
unarlaus trú.“
Við hjónin erum þakklát fyrir
að hafa fengið að kynnast Guð-
jóni og eiga hann að vini. Við
sendum Alrúnu og fjölskyldunni
allri einlægar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning góðs vinar.
Ingibjörg Kolka og
Jón Bjarnason.
Ég er svo hepp-
in að vera skírð í
höfuðið á merkum
konum.
Ein þeirra var Ingibjörg
Jónsdóttir, eða Mína. Mína var
nágranni minn, yndislega list-
ræna konan á neðri hæðinni á
Kirkjuteignum. Fyrir mér var
Mína svo margt; amma, kenn-
ari, ferðafélagi og nágranni. Ég
fæddist og ólst upp á Kirkju-
teigi 14, ég fæddist inn í yndis-
legt samfélag nágranna sem
var sem ein fjölskylda.
Við gerðum mikið saman;
ferðalög á Arnarvatnsheiðina,
tína orma í garðinum eftir
myrkur, ferðir í Bláfjöll og góð-
ar stundir í garðinum fagra.
Fyrir mig var það mikill fjár-
sjóður að eiga aukaömmu í
Mínu. Hún hafði endalausa
Ingibjörg
Jónsdóttir
✝ Ingibjörg Jóns-dóttir fæddist
23. september
1928. Hún lést 5.
desember 2015.
Útför Ingibjarg-
ar fór fram 16. des-
ember 2015.
þolinmæði fyrir
mér og við eyddum
mörgum stundum
saman þar sem ég
sat og horfði á
hana mála, ég á
henni að þakka að
ég þroskaði mynd-
listaráhuga minn.
Kirkjuteigur 14
var góður staður
til að alast upp á
þar sem aldrei var
læst á milli hæða enda nýtti ég
mér það óspart. Oftar en ekki
þurfti faðir minn að sækja (oft
um miðja nótt) mig niður á
neðri hæðina, þar var gott að
kúra. Það kom sér sérstaklega
vel þegar mamma og pabbi
þurftu að mæta í vinnuna
snemma og ég fékk að kúra þar
til Mína fór með mig á leikskól-
ann. Ég er þakklát fyrir að
Mína hafi verið í lífi mínuog
auðgað það.
Takk fyrir að auðga líf mitt,
fyrir að vera til staðar og allt
sem þú gerðir fyrir mig, Mína.
Þín nafna,
Ingibjörg Elísabet
Garðarsdóttir.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts, minningarathafnar
og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður og afa,
INGVARS ÞÓRHALLS GUNNARSSONAR
Laxárbakka, Hvalfjarðarsveit.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
deildar 11C-B á Landspítalanum og
starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Akranesi,
fyrir yndislega umönnun og umhyggju. Sendum ykkur öllum
hugheilar jóla- og nýárskveðjur.
.
Hulda Bryndís Hannibalsdóttir,
Sigríður K. Ingvarsdóttir, Skúli Hermannsson,
Helga Þ. Ingvarsdóttir, Jesus Salvador Tabarnero,
Berglind S. Ingvarsdóttir, Sævar Guðjónsson,
Inga Bryndís Ingvarsdóttir, Karl R. Freysteinsson
og barnabörn.
Elskulegur bróðir okkar og mágur,
GUÐJÓN BJARNI KARLSSON
frá Ísafirði,
lést á Hjúkrunarheimilinu Ísafold
16. desember síðastliðinn. Útför fer fram frá
Kópavogskirkju þriðjudaginn 29. desember
klukkan 13.
.
Geirlaug Karlsdóttir, Hörður Sófusson,
Dagný Karlsdóttir,
Auðunn Karlsson, Fríður Jónsdóttir,
Sigurður Karlsson, Hallfríður Jónsdóttir,
Anna Karlsdóttir, Erlendur Erlendsson.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR ÖRN GUNNARSSON,
Þingvallastræti 27,
Akureyri,
lést laugardaginn 19. desember.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 29. desember
klukkan 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja
Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri.
.
María Jóhannsdóttir,
Arna Borg Einarsdóttir, Helgi Magnússon,
Birkir Einarsson, Anna Sylvía Sigmundsdóttir,
Eydís Einarsdóttir, Stefán Viðar Finnsson,
barnabörn og langafabarn.
Ástkær móðir okkar, amma og systir,
BERGLJÓT ELLERTSDÓTTIR,
fyrrverandi skrifstofukona á
Hafnarskrifstofunni í Reykjavík,
Gnoðarvogi 40, Reykjavík,
lést 9. desember á líknardeild LSH í
Kópavogi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Við þökkum auðsýndan hlýhug og samúð og bendum þeim er
vildu minnast hennar á líknardeild LSH í Kópavogi.
.
Auður Matthea Matthíasdóttir,
Aldís Hugbjört Matthíasdóttir,
Ellen Guðmundsdóttir,
Karen Bergljót Knútsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BRAGI HELGASON,
Hlíðarvegi 23 í Bolungavík,
andaðist fimmtudaginn 17. desember
á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar
Vestfjarða á Ísafirði. Útförin fer fram frá Hólskirkju í Bolungavík
þriðjudaginn 29. desember klukkan 14.
.
Þorbjörg Maggý Jónasdóttir,
Sigríður Jóna Bragadóttir,
Helgi Bragason, Ásdís Gústavsdóttir,
Brynjar Bragason, Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.