Morgunblaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015 Umboðsaðili: Yd heildverslun, s. 587 9393, yd@yd.is, YdBolighus Íbúar á svæðinu segja að ástæðan fyrir skriðunni sé að um árabil hafi byggingafyrirtæki losað sig þar við mold og annan úrgang í trássi við lög. „Margir hafa kvartað yfir vandanum en ekkert hefur verið gert,“ segir kaupsýslumaður sem rekur drykkjarvöruverk- smiðju í Guangming. Dagblað í Shenzhen tekur undir og hefur eftir verkfræðingi að byggst hafi upp þrýst- ingur undir haugnum sem loks hafi látið undan. Jarð- vegur á svæðinu sé auk þess blautur og óstöðugur. Björgunarmenn leita að fólki í borginni Shenzhen í Gu- angdong-héraði í sunnanverðu Kína eftir að geysimikil aurskriða féll á iðnaðarhverfið Guangming. Um 30 mannvirki, þ.á m. íbúðar- og skrifstofuhús og verk- smiðjur munu hafa grafist í aurnum eða skemmst og óttast er að yfir 90 manns hafi týnt lífi auk þess sem all- margir slösuðust. Mikil sprenging varð þegar öflug gasleiðsla sprakk. Sjónarvottar segjast hafa séð skrið- una nálgast eins og háan múr af rauðri mold og möl. AFP Um 90 saknað í Kína eftir aurskriðu Talið er að Rússar hafi gert loftárás sem varð yfir 40 óbreyttum borgur- um að bana á útimarkaði í borginni Idlib í norðanverðu Sýrlandi á sunnudag. Uppreisnarhópar, and- vígir Bashar al-Assad forseta, ráða borginni. Hún er höfuðstaður héraðs með sama nafni og varð mikilvæg miðstöð uppreisnarmanna þegar þeir náðu henni snemma á árinu. Málið gæti orðið vatn á myllu upp- reisnarmanna og þá ekki síst liðs- manna Ríkis íslams, IS. Um 30 upp- reisnarhópar taka þátt í vopnaða andófinu gegn Assad, þar af eru fá- einir skipaðir mönnum sem vestræn ríki álíta að séu hófsamir múslímar. En ofstækismenn IS sækja stuðning langt út fyrir raðir hryðjuverkasam- takanna, að sögn hugveitunnar CRG í Bretlandi. Al-Nusra hagnast þegar menn einbeita sér gegn IS Fram kemur í nýrri skýrslu CRG um Sýrland að meirihluti uppreisn- arhópanna aðhyllist mjög svipaða hugmyndafræði og túlkun á íslam og IS. Hvergi í heiminum sé nú jafn mikil fjöldi ofstækisfullra íslamista, sem oft eru nefndir salafist-jihadist- ar. Ef stórveldunum takist að gera út af við IS séu um 65.000 félagar þessara hópa reiðubúnir að lyfta merkinu. Varað er við því að öfga- hópar á borð við al-Nusra, sem teng- ist al-Qaeda og Ahrar al-Sham hagn- ist á baráttunni gegn IS. Á meðan séu þeir sjálfir og fleiri öfgahópar látnir í friði. „Vesturveldin eiga á hættu að gera grundvallarmistök með því að einbeita sé að IS,“ segir í skýrslunni. „Þótt samtökin bíði hernaðarlegan ósigur merkir það ekki að búið sé að sigra hnattrænan jihadisma. Við get- um ekki varpað sprengjum á hug- myndafræði en þetta stríð okkar er hugmyndafræðilegs eðlis.“ Berjast verði einnig gegn jihadist- um íslams með röksemdum og guð- fræðilegum aðferðum til að kveða of- stækið í kútinn. kjon@mbl.is Tugir óbreyttra borgara féllu í loftárás á Idlib  Fjöldi uppreisnarhópa jihadista í Sýrlandi með svipaða stefnu og IS AFP Eftirlit Rússnesk Súkhoj-þota und- irbúin fyrir árásarferð í Sýrlandi. Marskönnuður NASA, Curiosity, hefur fundið miklar kísil- myndanir á plán- etunni og er það sagt benda til að mikið vatn hafi verið þar. Slíkur kísill tengist oft aðstæðum sem séu ákjósanlegar fyrir örverulíf. Einnig hafi fundist jarðefnið tridy- mite, sem er sjaldgæft á jörðunni og hefur ekki fundist fyrr á Mars. Curiosity verður nú látinn rann- saka sama svæði aftur. kjon@mbl.is NASA segir líklegt að örverulíf hafi þróast á Mars Curiosity á Mars. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Herskáir íslamistar, sennilega fé- lagar í sómölsku al-Shabab-hryðju- verkasamtökunum, réðust á sunnu- dag á rútu í Kenía, skammt frá landamærunum að Sómalíu og myrtu einn mann, ef til vill tvo. Rút- an var á leið frá höfuðborginni Nai- robi til Mandera í norðausturhluta landsins með um 50 farþega. BBC hefur eftir sjónarvottum og bílstjóra rútunnar að múslímar með- al farþeganna hafi snúist til varnar kristnum samferðamönnum sínum. Þeir hafi sagt árásarmönnum að þeir gætu annaðhvort drepið alla eða lát- ið alla farþegana í friði. „Fólkið á staðnum sýndi ættjarð- arást og samstöðu,“ sagði Ali Roba, ríkisstjóri í Mandera, en múslím- arnir neituðu að skiljast við kristna samferðamenn sína. Hryðjuverka- mennirnir hefðu ákveðið að hverfa á brott þegar þeir stóðu frammi fyrir eindrægni farþeganna, sagði Roba. Al-Shabab hefur ekki gengist við árásinni en samtökin gera oft árásir á svæðinu. Í lok nóvember í fyrra réðust þau á rútu í Mandera-sýslu og myrtu 36 farþega sem voru á leið til Nairobi til að verja þar jólunum. Hryðjuverkamennirnir höfðu þá áð- ur skilið fólkið frá öðrum farþegum sem voru múslímar. Sama var upp á teningnum þegar íslamistarnir réðust á Garissa-há- skóla í apríl á þessu ári. Þá munu þeir hafa einbeitt sér að því að drepa kristna en sleppt mörgum múslím- um. Í þeirri árás féllu 148 manns. Múslímarnir vörðu kristna  Sómalskir íslamistar réðust á rútu í Kenía en farþegarnir sýndu mikla samstöðu  Al-Shabab hefur einbeitt sér að því að myrða kristna en oft sleppt múslímum Í stríði við Kenía » Fjöldi manna af sómölskum uppruna býr í norðausturhluta Kenía. » Al-Shabab hefur barist við Keníamenn frá því að kenískar hersveitir réðust inn í Sómalíu 2011 til að reyna að gera út af við samtökin. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Úrslit þingkosninganna á Spáni á sunnudag gerbreyta pólitísku lands- lagi sem varað hefur í nær 40 ár. Tveir flokkar, Lýðflokkurinn, PP, og Sósíalistaflokkurinn, PSOE, hafa skipst á að stýra landinu frá því að fullu lýðræði var komið á 1978. En báðir töpuðu miklu fylgi, nú hefur hvorugur nægilegan þingstyrk. Stjórnarmyndun gæti orðið afar snúin og óvissan er mikil. Fjárfestar seldu í gær hlutabréf í spænskum fyrirtækjum og álag á skuldabréf hækkaði. Tveir nýir flokkar, róttæki vinstriflokkurinn Podemos og miðju-hægrimenn í Ciudadanos, sem hefur rætur í Katalóníu, fengu annars vegar um 20% fylgi og hins vegar 13,9%. „Þetta er sögulegur dagur fyrir Spán, nýtt skeið er hafið í stjórnmálunum,“ sagði Pablo Ig- lesias, leiðtogi Podemos. Flokkur hans, sem hreppti 69 sæti, hefur lagt áherslu á að berjast gegn aðhaldsstefnu PP og út- breiddri spillingu. Leiðtogi PP, Mar- iano Rajoy forsætisráðherra, verður við völd fram í miðjan janúar þegar nýtt þing kemur saman og segist hann ætla að reyna að mynda sam- steypustjórn. Hann hlaut 123 sæti en þarf að fá minnst 176 þingmenn af 350 til að styðja stjórn sína. Ciudadanos, sem berst gegn sjálf- stæði Katalóníu, hefur þegar lagt til að PP myndi minnihlutastjórn og reyni að fá vinstriflokkana og hér- aðsflokka í Katalóníu og víðar til að styðja mikilvægustu málin eða sitja amk. hjá. En hætt er við að Rajoy yrði að kaupa þann stuðning dýru verði, smáflokkarnir myndu heimta sitt. Nýjar kosningar gætu orðið nið- urstaðan. Sögulegar sættir? Ljóst er að gömlu erkifjendurnir tveir, PP og PSOE, hafa saman nægan þingstyrk en ráðamenn PSOE, sem er með 90 sæti, hafa þegar útilokað þann möguleika, hvað sem síðar verður. Fordæmi fyrir slíkum sögulegum sættum í öðrum Evrópulöndum eru þó mörg. Líklegra er að menn óttist annað fordæmi, grannlandið Portúgal. Þar missti einnig hægri-miðjuflokkur meirihlutann í fyrra. Í kjölfarið sigldi umrót þar sem forsetinn, Ani- bal Cavaco Silva, misnotaði í fyrstu herfilega vald sitt til að útnefna for- sætisráðherra en gafst loks upp. Á Spáni er nú nýkrýndur konungur, Filippus 6., með sama vald og Silva. Búist við erfiðri stjórn- armyndun á Spáni  Róttækir vinstrimenn í Podemos hlutu um 20% atkvæða AFP Sigurþreyta Örmagna stuðnings- maður Podemos á kosninganótt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.