Morgunblaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015 Það er með mikl- um söknuði sem þessar línur eru ritaðar. Nú höf- um við drukkið síðustu kaffiboll- ana saman, svörtu sem miðnætti á tunglskinslausri nóttu. Fyrstu minningar mínar af Guðmundi Klemenzsyni voru þegar leiðir okkar lágu saman í Ísaksskóla. Þar hafði spurst út meðal nemenda að hér væri á ferðinni heimsfrægur maður, sjálfur litli björninn úr Hálsa- skógi. Vinátta okkar hófst þó fyrir alvöru þegar við vorum bekkjarbræður í Hagaskóla. Fyrir utan veturinn 1986-1987 vorum við saman í bekk frá haustinu 1982 þar til við útskrif- uðumst frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1989. Þó að námsleiðir okkar hafi skilið styrktist vinskapur okkar enn frekar. Þegar Gummi lauk prófi frá læknadeild Háskóla Ís- lands og fór í sérfræðinám til Bandaríkjanna vorum við áfram í góðum samskiptum í síma og tölvupósti. Sumarið 2000 heim- sóttum við Elín konan mín, hann í Madison og í janúar 2003 skrupp- um við Gunnar bróðir minn og Kristinn vinur okkar í eftirminni- lega ferð til Gumma þar sem hann vann á Mayo Clinic í Roch- ester. Oft bar á góma ferð okkar Gumma ásamt Jóni Reyr vini okkar til Bandaríkjanna í ágúst 1989. Fórum við þá akandi frá Flórída til Kaliforníu og til baka, fórum til New Orleans, keyrðum gegnum Hollywood, gengum yfir Golden Gate, skoðuðum Mikla- gljúfur, syntum í sjónum við Sugarloaf Key og margt fleira. Sumarið 1990 fórum við Gummi ásamt Gunnari bróður mínum í annan amerískan bíltúr frá Flór- ída til New York. Síðasti bíltúr- inn okkar um Bandaríkin var sumarið 1991 þegar Gummi, Gunnar og ég ókum frá Balti- more til Los Angeles og til baka. Í þeirri ferðinni var Gummi tek- inn í skýrslutöku af landamæra- eftirlitinu sem hafði hreiðrað um sig á hraðbraut Texas, þar sem hann var grunaður um að vera Mexíkani. Á síðastliðnum árum hittumst við nokkrum sinnum á ári og þá helst þegar Jón Reyr kom í heim- sókn frá Finnlandi. Við Gummi brugðum okkur ásamt Kristni til Helsinki til að heimsækja Jón í maí 2010 og aftur með Gunnari bróður í maí 2012. Í nóvember 2014 dvöldumst við hjá Jóni í Helsinki í 5 daga, tókum m.a. sólarhringsferð til til Tallinn og fórum í alvöru finnskt sauna. Næstsíðasta kvöldið komu nokkrir finnskir vinir Jóns í kvöldmat og þótti merkilegt að Gummi kynni að syngja sömu þýsku söngvana sem sumir þeirra kunnu. Við félagarnir fimm hittumst síðast í september sl. heima hjá Gumma, snæddum nautalund með bernaise-sósu sem Gummi bjó til frá grunni og ræddum heimsmálin yfir klass- ískri kvikmynd. Gummi var vingjarnlegur og hjálpsamur. Hann fylgdist með stjórnmálum um allan heim og ekki var til það þjóðfélagsmál sem honum var óviðkomandi. Hann var uppátækjasamur hrekkjalómur, m.a. fullkomnaði hann „Zippo undir gallabuxur trikkið“ sem ófáir félagar fengu að kenna á. Það voru reyndar Guðmundur Krist- inn Klemenzson ✝ GuðmundurKristinn Klem- enzson svæfinga- læknir fæddist 9. nóvember 1969. Hann lést 8. desem- ber 2015. Útför Guðmund- ar fór fram 21. desember 2015. fleiri hrekkir sem enduðu með skemmdum fötum en slíkt er óþarfi að fjalla um hér. Þá var hann ótæmandi brunnur um kvik- myndir, leikstjóra og leikara. En nú er komið nóg af lofgjörðar- ræðu. Gummi tók aldrei í mál að vera í hávegum hafður. Hvíldu í friði, kæri vinur, ég gleymi þér aldrei. Helgi Samúel Guðnason. Á ferð okkar gegnum lífið kynnist maður mörgum og teng- ist, sumum tengist maður betur en öðrum. Gummi var einn af þessum sem maður tengdist órjúfanlegum böndum. Ég kynntist Gumma í gegnum sam- eiginlega vini fyrir fleiri árum en ég vil telja og það skipti engu þótt langt væri milli hittinga, alltaf var eins og við hefðum hist í gær. Hvort sem við hittumst á Rekagrandanum, Rochester eða skruppum til Finnlands saman, þá var alltaf jafn gaman hjá okk- ur. Gummi var einstakur félagi, víðlesinn, mikill prakkari og lá oft hátt rómur þegar hann kom með sínar skemmtilegu yfirlýsingar, svona þegar menn voru búnir að skála nokkrum sinnum. Dags- daglega var hann þessi hlédrægi, rólegi og ljúfi drengur, einstakur læknir, sem hreykti sér aldrei af frábærri frammistöðu sinni, hvort sem var í skóla eða vinnu. Alltaf var hægt að leita til Gumma og minnist ég sérstak- lega samskipta okkar í kringum andlát föður míns þar sem kom svo vel í ljós hvaða mann hann hafði að geyma. Alltaf var gaman að hlusta á hann hvort sem umræðuefnið var Rómaveldi, hergögn eða hnífar, enda var hann ótrúlega fróður um stóratburði sögunnar. Við hittumst nokkrir og elduð- um saman í vetur á Rekagrand- anum og áttum saman frábært kvöld, þótt það væri í styttra lagi þar sem læknirinn þurfti að fara á vakt daginn eftir. Það voru þó allir faðmaðir út eins og alltaf og næsta ferð átti að vera að horfa á íslenska landsliðið í Frakklandi. Við heyrðumst á Facebook- chattinu fyrir ekki svo löngu og þar voru setningar frá honum í yfirlýsingastíl sem maður getur enn heyrt hann segja hárri röddu. Það er ekki nóg með að hafa misst einstakan vin, heldur höf- um við misst einstaklega færan svæfingalækni. Hvíl í friði, kæri vinur, þín er sárt saknað. Systkinum og venslafólki sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Kristinn Jóhann Ólafsson. Við Gummi kynntumst sem ungir pollar sem bjuggum sitt- hvorumegin við Bræðraborgar- stíginn fyrir nálægt 40 árum. Kynnin voru stutt til að byrja með, við flutning minn úr bæn- um, en því betri þegar ég kynnt- ist honum síðar í Hagaskóla. Vinahópurinn var ekki stór á þessum tíma enda var helsta áhugamál Gumma lestur. Hann las sér til um ógrynnin af mál- efnum og virtist láta sér nægja lítinn og náinn vinahóp. Ekki minnkaði vinskapur okkar þegar okkur tókst að vera saman í bekk með besta félaga okkar öll menntaskólaárin í MR. Eftir skóla og frímínútur áttum við allir iðulega samleið heim og náðum að ræða allt á milli himins og jarðar. Ósjaldan komu stjórn- mál við sögu sem voru mikið áhugamál Gumma, og í þeim efn- um eins og öllu öðru sem hann hafði áhuga á, var hann vel lesinn og hafði sterkar skoðanir, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Oft varð líka bílskúrinn heima hjá honum fundarstaður okkar fé- laga, en sameiginlegt áhugamál vinahópsins, matur, leiddi okkur líka að eldhúsinu og sameiginleg matargerð varð nokkuð sem sam- einaði vinahópinn allt fram á síð- ustu daga. Matur var líka mjög mikilvægur hluti af 4 vikna út- skriftarferðalagi lítils hóps félaga til Bandaríkjanna. Í því langa og viðburðaríka ferðalagi má segja að vinátta hafi verið innsigluð ævilangt, enda var samveran varla rofin nema fyrir annað en klósettferðir allar 4 vikurnar. Það var ljóst frá því ferðalagi hve mikill ljúflingur Gummi var, enda gekk skipulag og ferðalag snurðulaust fyrir sig og samver- an atburðarík og skemmtileg. Ferðalagið var líka fæðingarstað- ur ótal brandara sem félagar og fjölskyldur okkar hafa þurft að hlusta á gegnum áratugina og sem við eigum eftir að segja frá í minningu Gumma. Í háskólanum fann Gummi sér fag þar sem lestrargetan og gott minni hans kom sér vel. Læknis- fræðin og síðar svefnlækningar áttu vel við hann. Við flutning minn til Finnlands og síðar Gumma til Bandaríkj- anna, voru sumrin og jól notuð til að halda sambandi. Einu sinni tókst mér að heimsækja hann í Madison, þar sem hann var í námi. Eins og alltaf var hann höfðingi heim að sækja. Upp á síðkastið héldum við líka sam- bandi með heimsóknum vinahóps til Finnlands og það var gaman að sjá hann blanda geði og kynn- ast finnskum vinum eins og hon- um einum var lagið, með svívirð- ingum um lókal stjórnmál, blandað við kunnáttu um land og þjóð, ásamt einlægni og kímni- gáfu. Litrík og dramatísk fram- setning Gumma var ógleymanleg og hans verður lengi minnst einn- ig á meðal margra finnskra vina. Þó að Gummi hafi sjaldan látið mikið fara fyrir sér í stórum hópi var hann því meira áberandi í litlum hópi vina. Forvitnin, lestraráhugi og stálminni gerðu hann að fróðleiksuppsprettu og ekki lá hann heldur á skoðunum og rökstuðningi varðandi þau málefni sem voru hjartanu nærri. Gamanmál og gáski voru aldr- ei langt undan þegar Gummi var með vinum sínum og ég mun ávallt muna eftir honum með bros á vör eða hlæjandi. Gummi var sannarlega einstakur á svo margan hátt og skarðið í vina- hópnum er stórt. Blessuð sé minning þín, kæri félagi! Jón Reyr Þorsteinsson. Frá okkur er farinn vor góði trausti vinur Guðmundur K. Klemenzson. Þegar svo góður drengur hverfur frá, svo alltof snemma, þá verður meira að segja mér orðavant. Það var allt- af svo mikil glaðværð og stutt í góða skapið hjá Gumma. Þótt við ræddum alvarlega hluti þá var góða skapið á staðnum. Hann var rökfastur og fylginn sér og með honum fækkar um einn þeim mönnum sem af öllu hjarta trúa á frelsi einstaklingsins. Menn sem sitja saman í skurði í nokkra klukkutíma í kulda og bleytu að bíða morgunflugsins tengjast bara með sérstökum hætti. Þær stundir voru hverrar mínútu virði, sérstaklega þegar kom til þess að njóta þeirra kræs- inga sem náttúran hefur upp á að bjóða í félagsskap svo góðs drengs. Gummi hafði smekk fyrir hinu góða í lífinu og verð ég alla ævi þakklátur fyrir þær stundir sem við áttum saman, þær bara áttu að verða svo miklu, miklu fleiri. Far vel, kæri vinur. Óttar Guðjónsson. Nú er skarð fyrir skildi. Gummi Klemm, eins og flestir kölluðu hann, er allur aðeins 46 ára. Það er útilokað að gera grein fyrir lífi og persónuleika svo stór- brotins manns þannig að sómi sé að í örfáum línum. En reyna má. Fyrir 29 árum hittumst við í 4. bekk MR og í gegnum námið og ýmis tilheyrandi bernskubrek á menntaskóla- og háskólaárunum var lagður traustur grunnur að ævarandi vinskap. Bar aldrei skugga á né trosnaði taugin þó við værum til skiptis vestan hafs í námi í alls 11 ár. Hann var óskilj- anlega fróður og strax í MR kom í ljós viðamikil sagnfræðiþekking Gumma. Hann góðfúslega leið- rétti til dæmis tölur í námsefninu um mannfall eftir þjóðarbrotum í tilteknum orrustum síðari heims- styrjaldar eða benti á hvernig stjórnmálaviðhorf höfunda skóla- bókanna höfðu, að hans mati, af- vegaleitt þá til vinstri við skrifin. Löngu fyrir tíma leitarvéla var hægt að fletta upp í kolli hans smáatriðum sem spönnuðu óra- víddir. Hann ákvað snemma að fara í læknisfræði og fékk ávallt hæstu einkunnir í öllu sem henni tengdist í MR, enda skipulagður og eldklár. Hann las bæði og hlustaði á sagnfræði, í seinni tíð einkum sögu Rómaveldis og arf- taka þess. Gummi fylgdist vel með stjórnmálum og efnahags- málum innanlands og utan og var upplýstur og rökfastur með af- brigðum í mörgum fjörlegum samtölum um þau. Hann var svo hógvær yfir afburða námsár- angrinum í læknisfræðinni í HÍ og síðar í sérfræðináminu ytra, að toga þurfti upp úr honum hvernig hann stóð meðal keppi- nauta. Ávallt samgladdist hann yfir jákvæðum áföngum í lífi vinanna hvort sem laut að námi, fjöl- skyldu eða starfsferli. Fallegt var er hann leit óvænt inn á fæðing- ardeildinni og samgladdist mér yfir frumburði mínum í október 2006. Hann sendi iðulega hvetj- andi orð ef honum fannst á góðvin hallað. Hann var flinkur að elda mat, eindæma traustur vinur og glaðvær höfðingi heim að sækja. Gummi var innilega þakklátur þegar hægt var að endurgjalda örlæti hans og til marks um það varð hann hrærður hvert sinn er ég færði honum og móður hans heitinni rjúpur. Ef leitað var til hans varðandi heilsufarsmál datt hann í faglegt og yfirvegað fas og gaf sér góðan tíma til ráðgjafar. Gekk svo eftir því síðar hvernig úr hafði ræst. Vænt þótti Gumma um fjölskylduna og fylgdist hann greinilega vel með lífi og velferð systkinabarnanna. Maður skynj- aði löngun hans til að eignast lífs- förunaut og jafnvel stofna fjöl- skyldu en því miður varð hann ekki þeirrar gæfu aðnjótandi. Meðal skemmtilegustu minn- inganna er ævintýraleg bílferð okkar Hauks með Gumma um þjóðgarða Wyoming og nærliggj- andi ríkja þegar hann kláraði árið á Mayo Clinic ásamt stórborgar- ferðum á liðnum árum þar sem við þræddum uppáhaldsveitinga- staði hans. Í lok nóvember bauð Gummi nokkrum vinum heim í stórfenglega veislu þar sem heimagerð sósan flæddi yfir nautasteik og rauðvín gladdi kverkar. Nóttin endaði með einni af uppáhalds kvikmyndum hans og er við kvöddumst var faðm- lagið sterkt að vanda. Fjölskyld- unni votta ég dýpstu samúð okk- ar Steinunnar. Hans er mjög sárt saknað. Finnur Reyr Stefánsson. Mummi frændi minn er farinn frá okkur. Skyndilegt fráfall hans hristi jörðina undan fótum allrar fjölskyldunnar minnar. Sorgin sem eftir er er þung að bera. Mummi hefur alltaf verið hluti af minni nánustu fjölskyldu, frændi, vinur og bróðir. Hann var klettur sem maður gat alltaf treyst á, hlýr, beittur, mildur og góður. Það var aldrei langt í háan hlát- urinn eða glettna brosið út í ann- að. Hann var með eindæmum barngóður og mikill dýravinur. Mummi var sérstakur matarkall og vínáhugamaður og það munu margir réttir kalla fram tár í aug- un hjá mér í framtíðinni. Við deildum þessari ástríðu. Steikin verður ekki söm, né heldur ítalski ísinn, panettone-ið eða góða Am- aroneglasið. Mummi var einnig frábær læknir. Sá ég það sjálf sem hjúkrunarnemi og heyrði frá samstarfsfélögum hans. Hann var einn hógværasti maður sem ég hef hitt. Hann hreykti sér aldrei af neinu, sama hversu spennandi dagurinn hans var. Þá vildi hann frekar heyra hvernig gekk hjá okkur hinum. Við vorum öll svo stolt af honum. Ég hafði búist við því að Mummi yrði hluti af fjölskyldunni minni mun leng- ur. Ég þarf hins vegar að leyfa honum að lifa áfram sem hluti af mér og minningunum mínum. Og sjálf læra að lifa með söknuðin- um. Hvíldu í friði, elsku Mummi. Þína skál. Ást frá Valdísi. Það var mikið áfall fyrir starfs- fólk Klíníkurinnar Ármúla að heyra af skyndilegu og ótíma- bæru fráfalli Guðmundar Klem- enzsonar svæfingalæknis. Síðast- liðið ár hefur verið ár upp- byggingar og framkvæmda hjá okkur og var Guðmundur svo sannarlega þar fremstur í flokki meðal jafningja við að koma fyrirtækinu á laggirnar. Oft var unnið mikið og lengi og dró Guð- mundur hvergi af sér í sínu vinnuframlagi þrátt fyrir að vera á stundum í tvöfaldri vinnu. Guð- mundur hafði þá eiginleika til að bera sem nutu sín vel í slíku hlut- verki, hann var hlýr, skemmti- lega kíminn, meinhæðinn og upp- örvandi þegar á þurfti að halda, beinskeyttur og beittur í um- ræðum um menn og málefni og var ekki í vandræðum með að skera á hnútinn þegar ákvarðanir drógust á langinn. Þessir eigin- leikar voru mikilvægir fyrir okk- ur og hann naut sín vel. Ég kynntist Guðmundi fyrst fyrir allmörgum árum þegar hann var við framhaldsnám í sinni sérgrein í Madison í Wis- consin, þar sem ég hafði stundað nám þó nokkrum árum áður. Það var kærkomið tækifæri að fá að kynnast honum aftur í nýju hlut- verki sérfræðilæknisins þar sem hann hafði allt til að bera sem góður félagi, læknir og vinur. Í fámennum hópi vinnufélaga þar sem tekist er á við erfið verkefni skiptir hver einstaklingur miklu máli. Stundum gekk okkur allt í haginn og þá glöddumst við sam- an. Á öðrum stundum mættum við mótlæti og þá var Guðmundur betri en enginn í hópnum, eitur- skarpur og með augun á lokatak- markinu og hvatti hópinn áfram. Í ekki fjölmennari hópi starfs- fólks en Klíníkin hefur yfir að ráða skiptir hver maður miklu máli og gegnir veigamiklu hlut- verki. Við höfum verið heppin á Klíníkinni að geta státað af ein- stöku úrvalsliði með valinn mann í hverju rúmi. Þar vó pund Guð- mundar þungt. Fráfall hans er okkur því afar þungbært og ljóst er að hans rúm verður seint fyllt. Fyrir hönd starfsfólks Klíníkur- innar sendi ég aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Sigríður Snæbjörnsdóttir. Tilvera manna er undarlegt ferðalag. Hjá sumum er það stutt en öðrum langt. Á þessu ferðalagi skiptir gott samferðafólk miklu máli, ekki síst í vinnunni. Hin síð- ari ár hef ég unnið mikið með Guðmundi Klemenzsyni. Hann var góður samferðamaður. Guðmundur hóf sérnám sitt á svæfingadeild Landspítalans við Hringbraut og eftir framhalds- nám í Bandaríkjum Norður-- Ameríku kom hann aftur til okk- ar. Það leyndi sér ekki að þar fór maður sem bjó yfir mikilli færni og þekkingu. Maður með sterkar skoðanir á þjóðmálum sem og málefnum spítalans. Það var mér gleðiefni þegar Guðmundur ákvað að snúa sér meira að þeirri grein innan svæf- ingalæknisfræði er snýr að þung- uðum og fæðandi konum. Til hans var gott að leita ef vandamál komu upp eða verkefnin voru flókin. Hann lá aldrei á liði sínu. Sérstaklega naut hann sín ef vandamálin tengdust hjartasjúk- dómum þungaðra kvenna. Samstarf okkar varð enn nán- ara þegar norræna svæfinga- læknafélagið ákvað að hefja undirbúning að tveggja ára fram- haldsnámi í svæfingum og gjör- gæslu þungaðra kvenna. Af hálfu íslenska svæfingalæknafélagsins völdumst við Guðmundur í und- irbúning þess náms. Guðmundur var ekki bara einn af þeim sem skipulögðu námið heldur var hann í fyrsta hópnum sem lauk því. Hann var síðan einn af drif- fjöðrunum í áframhaldandi skipulagi þess og framkvæmd. Margar ógleymanlegar ferðir höfum við farið saman um Norð- urlöndin vegna þessa náms og nú síðast í nóvember. Guðmundur ávann sér strax virðingu nor- rænu samstarfslæknanna. Þeir eru harmi slegnir og senda inni- legar samúðarkveðjur til sam- starfsfólks en ekki síst til fjöl- skyldu Guðmundar. Í huga mér ríkir djúp sorg og söknuður. Frábær samferða- maður er horfinn. Lífshlaup hans varð allt of stutt. Hugheilar sam- úðarkveðjur sendi ég öllum að- standendum Guðmundar Klemenzsonar. Hann gleymist ekki. Aðalbjörn Þorsteinsson. Við sem störfum á aðgerða- sviði Landspítala erum harmi slegin vegna skyndilegs fráfalls afburða læknis og frábærs fé- laga, Guðmundar Kristins Klem- enzsonar. Guðmundur, sem var gáfu- menni og námsmaður góður, var sérfræðimenntaður í svæfinga- og gjörgæslulækningum og hafði aflað sér bestu menntunar sem völ er á, fyrst við University of Wisconsin í Madison auk sér- náms í hjartasvæfingum og vélindaómskoðunum við Mayo Clinic í Rochester í Minnesota. Þá hafði hann lokið norrænu sér- námi í svæfinga- og gjörgæslu- meðferð þungaðra kvenna. Við sem unnum með Gumma getum vottað að hann var ein- stakur fagmaður, vel lesinn og fjölhæfur, handlaginn, röskur, ráðagóður og fljótur að hugsa, allt sem prýða má góðan svæf- inga- og gjörgæslulækni. Þá var hann sérlega ljúfur og natinn við skjólstæðinga sem og aðstand- endur. Guðmundur var mikill kennari og hafði áhuga á því sem yngri og minna reyndir sam- starfsmenn og nemendur höfðu að segja. Hann hafði lag á því að uppfræða á nærgætinn hátt, spurði menn gjarnan út úr en mest til þess að vita hvað hann sjálfur þyrfti að skýra betur. Starf á skurðstofum og gjör- gæsludeild er teymisvinna þar sem oft þarf að hafa hraðar hend- ur þegar bráðatilvik ber að. Við slíkar aðstæður var tryggt að hafa Guðmund í liðinu, hann var yfirvegaður, skýr í samskiptum og náði skjótt stjórn á aðstæðum. Við krefjandi aðstæður hrósaði Guðmundur oft samstarfsfólki sínu sem mat það mikils. Hann var örlátur maður, hjálpsamur og vænn við samstarfsfólk. Hann kom aldrei tómhentur úr ferða- lögum og ef sérlega mikið var að gera á vaktinni pantaði hann oft góðan skyndibita og bauð öllum. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Guðmund. Hann var beittur húmoristi sem hafði sterkar og stundum óhagganleg- ar skoðanir, ekki minnst á stjórn- málum, og lét þær gjarnan í ljósi, stundum í því skyni að stríða okk- ur hinum. Hann efndi þannig oft

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.