Morgunblaðið - 23.12.2015, Síða 2

Morgunblaðið - 23.12.2015, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. þessu og gera skötuna að eftirsóttu hnossgæti. Það spurðist út og þegar leið fram á tuttugustu öldina og fólk úr öllum landsfjórðungum hélt suður á bóginn náði skötumenningin fót- festu á Reykjavíkursvæðinu, þar sem fólk mætir í dag meðal annars á fínustu veitingahúsin og gerir sköt- unni góð skil. sleppa öllu góðgæti og einna helst á Þorláksmessu. Á Suðurlandi var sumstaðar soðinn horaður harðfiskur á þessum degi. En þar sem skatan veiddist helst vestra á þessum tíma árs varð hún fyrir valinu, enda ekki neitt sérstakt ljúfmeti. Þegar svo liðu fram stundir tókst matgæðingum Vestfjarða að breyta Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ásatrúarfélagið hefur orðið fyrir miklu áreiti frá erlendum ferða- mönnum og fjölmiðlum utan úr heimi sem og fræðimönnum í ár og hefur orðið að bregðast við með því að banna utanaðkomandi fólki að trufla samkomur með mynda- tökum og með því að svara raf- rænum pósti með sjálfvirkum svörum. Sem flugur í mat Hilmar Örn Hilmarsson allsherj- argoði segir að mikið ónæði hafi verið í ár. Erlendir blaðamenn hafi ekki verið flugur á vegg heldur sem flugur ofan í matnum á sam- komum ásatrúarmanna. Þennan ágang megi fyrst og fremst rekja til byggingar hofs í Öskjuhlíð. Framkvæmdir við það gangi sam- kvæmt áætlun og stefnt sé að því að taka það í notkun í mars 2017. Útlendingarnir vilji hafa vit fyrir félagsmönnum og segir Hilmar að svo langt hafi gengið að fólki hafi hreinlega blöskrað ágangurinn. Því hafi verið ákveðið að bregðast við með fyrrgreindum hætti. „Ég hef verið í þessu félagi í yfir 40 ár og hef upplifað mikinn áhuga á því í gegnum tíðina en þetta er nokkuð sem ég hef aldrei átt von á,“ segir Hilmar. Hann bendir á að í byrjun hafi Svein- björn Beinteinsson, fyrsti allsherj- argoðinn, verið annar mest ljós- myndaði Íslendingurinn á eftir Vigdísi Finnbogadóttur, en áreitið nú sé enn meira. „Áreitið er því ekki nýtt en í þessum mæli er það yfirgengilegt.“ Ásatrúarfélagið fær ekki frið fyrir ferðamönnum  Áreitið einnig mikið frá erlendum fjölmiðlum og fræðimönnum Morgunblaðið/Arnaldur Viðbrögð Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði bregst við ágangi. Skata er karlamatur. Samkvæmt nýrri könnun MMR eru 42,9% karla jákvæð í garð skötunnar en 28,4% kvenna. Í hópi 18 til 29 ára sögðust 19,8% ætla að borða skötu en 58% fólks 68 ára og eldra. Sé horft á mál í stærra samhengi hyggjast 35,8% landsmanna borða skötu í dag, en 42,1% fyrir tveimur árum. Vart kemur á óvart að borgarbúar eru minna hrifnir af þessu fiskmeti en landsbyggðarfólk. Um 45,2% þess síðar- nefnda kváðust ætla í skötuna á Þorláksmessu, borið saman við um 30% fólks á höfuðborgarsvæðinu. Þá er stuðningsfólk Bjartrar framtíðar ólík- legra en það sem styður aðra stjórnmálaflokka til að borða skötu í dag. Þannig er nærri helmingur framsóknarmanna spenntur fyrir þessu sjáv- arfangi – og mun borða af bestu lyst. Framtíð skötu er ekki björt HÖFUÐBORGARFÓLK VILL KÆSTA FISKINN SÍÐUR EN AÐRIR Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Um leið og maður byrjar að roð- fletta skötuna gýs ammoníakslyktin upp og slær fyrir vit. Þetta er óskap- lega rammt, en svo venst þetta. Í raun finnst mér þetta vera angan sjálfra jólanna,“ segir Kári Þór Jó- hannsson, fisksali í Sjávarfangi á Ísa- firði. Að undanförnu hefur verið ann- ríki hjá Kára, sem er eini fisksalinn á Ísafirði. Á flestum heimilum þar um slóðir er rík hefð fyrir því að skata sé á borðum á Þorláksmessu. Siðurinn á uppruna sinn á Vest- fjörðum og því þarf fisksalinn að standa sína plikt. Raunar sendir Kári skötu til viðskiptavina víða um land og erlendis – því margir vilja fisk- metið verkað með vestfirskum hætti. Sker börð af tindabikkju Það var í septemberlok sem Kári hóf að leggja sig eftir skötunni sem Vestfjarðabátar komu með að landi. Sú besta er fiskur sem línubátarnir veiða út af Horni. „Ég tek tinda- bikkjuna, sker af henni börðin og legg í kör. Þar kæsist skatan í eigin safa og lyktin verður æ sterkari eftir því sem fiskurinn liggur lengur. Fyr- ir þessa Þorláksmessuvertíð náði ég einu og hálfu tonni og þetta hefur rokið út,“ segir Kári. Hann er einnig í búðinni með hnoðmör sem unninn er bæði í Hnífsdal og í Dýrafirði, en mörgum finnst að mörinn skuli skil- yrðislaust fylgja skötunni. Ætla má að í dag leggi sterka skötulykt yfir Eyrina á Ísafirði og það verður stemning í bænum. Skötuveisla sú sem slysavarnafélagið í bænum stendur fyrir er fjölsótt og í vitund margra hefst jólahátíðin þar og þá. En síðan er veisla víða á bæj- um og sjálfur verður fisksalinn í skötuveislu stórfjölskyldu sinnar, þar sem 15 til 20 manns mæta. „Það verður gott að hitta fólkið sitt eftir vinnudaginn, sem verður vafalaust langur,“ segir Kári. Sleppa öllu góðgæti Í kaþólskum sið var föstutíð fyrir jólin og átti þá, að því er segir í pistli á Vísindavef Háskóla Íslands, að Ljósmynd/Sigurjón J. Sigurðsson Tindabikkja „Lyktin verður sterkari eftir því sem fiskurinn liggur lengur.“ Eitt og hálft tonn af tindabikkju á Ísafirði  Mér finnst þetta vera angan jólanna, segir Kári fisksali Reyktur og grafinn lax Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kostur, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Samkaup, Sunnubúðin. • Í forréttinn • Á veisluborðið • Í smáréttinn Alltaf við hæfi „Það er met já, við vorum með rétt tæplega 297.000 farþega í fyrra og 295.000 slétt árið þar á undan. Við höfum verið að bíða eftir þessu og það tókst í dag þegar við fórum yf- ir 300.000. Það stefnir í að við för- um í um 303.000 farþega á árinu,“ segir Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs. Farþegi númer 300.000 var Guðrún María Stefánsdóttir og var af því tilefni leyst út með veglegum gjöfum. Guðrún María er úr Eyjum og Gunnlaugur hlær aðspurður hvort það hefði nokkuð gengið ef einhver annar en íbúi þar hefði verið sá 300.000. en segir svo að það hafi verið við hæfi að það skyldi vera Eyjapæja. Gjaldskrár Herjólfs hækka um áramótin um 4,5% til Þorlákshafn- ar og 1,8% til Landeyjahafnar í samræmi við ferjuvísitöluna. Gunn- laugur segir að sú leið hafi verið farin í stað þess að hækka flatt yfir til þess að gera hækkanirnar sem sársaukaminnstar fyrir þá sem ferðast með Herjólfi árið um kring. Yfir 300.000 farþeg- ar með Herjólfi í ár  Gjaldskrár hækka eftir áramót Átján ára piltur lést í umferðarslysi við bæinn Einarsstaði í Kræklingahlíð, skammt norðan Akureyrar, síðdegis í gær. Pilturinn var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri en var úrskurðaður látinn við komuna þangað. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins en um var að ræða árekstur vöru- flutningabifreiðar og fólksbíls. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var ökumaður fólksbílsins sá sem lést og var hann einn í bílnum. Þrír voru í vöruflutningabifreiðinni og voru þeir einnig fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri, en meiðsl þeirra eru sögð minniháttar. Banaslys við Akureyri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Á slysstað Mikil hálka var á veginum við Einarsstaði í Kræklingahlíð þegar áreksturinn varð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.