Morgunblaðið - 23.12.2015, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2015
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Tugir þúsunda fólks leggja leið sína í
kirkjugarða á Þorláksmessu og að-
fangadag að vitja leiða látinna ást-
vina. Þórsteinn
Ragnarsson, for-
stjóri Kirkju-
garða Reykja-
víkurprófasts-
dæma, sagði
þessa daga vera
langannasömustu
daga ársins í
kirkjugörðunum.
Starfsfólk
kirkjugarðanna
var í gær að und-
irbúa móttöku alls þess fjölda sem
von er á í dag og á morgun. Undir
Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts-
dæma heyra Fossvogskirkjugarð-
ur, Gufuneskirkjugarður, Hóla-
vallagarður og
Kópavogskirkjugarður.
„Fólk kemur í garðana jafnt og
þétt allt árið en þessa tvo daga rís
toppurinn langhæst og umferðin
margfaldast. Margir koma bara einu
sinni á ári í kirkjugarð og láta verða
af því fyrir jólin,“ sagði Þórsteinn.
„Þeir sem eru klókastir fara snemma
dags og yfirleitt komast þeir leiðar
sinnar greiðlega.“
Starfsmenn kirkjugarðanna verða
til taks til að liðsinna fólki og stuðla
að því að allt gangi hratt og vel.
Starfsmenn verða við í kirkjugörð-
unum milli klukkan 9.00 og 15.00 í
dag og á morgun, aðfangadag.
„Það er bannað að aka inn í Foss-
vogskirkjugarð á aðfangadag, nema
fyrir þá sem eru hreyfihamlaðir. Þeir
verða þá að sýna P-merkið því til
sönnunar,“ sagði Þórsteinn. Hann
sagði því beint til fólks að það gengi
inn í Fossvogskirkjugarð ef það gæti.
Ástæðan væri sú hvað garðurinn væri
þröngur. Hægt er að leggja bílum
bæði við Fossvogskirkju að norðan og
við Suðurhlíðaskóla að sunnan og
ganga þaðan inn í garðinn. Ekið er
inn í Gufuneskirkjugarð frá Hallsvegi
að sunnan og út úr garðinum að norð-
anverðu. Því er beint til fólks að vera
vel búið til fótanna vegna hálku og
snjóhrauka sem eru víða um kirkju-
garðana.
Yfirleitt eru kirkjugarðarnir opnir
frá 07.00 til 21.00. Á aðventunni og
fram á þrettánda eru þeir opnir allan
sólarhringinn. Góð samvinna er á
milli kirkjugarðanna og umferð-
ardeildar Lögreglu höfuðborg-
arsvæðisins, að sögn Þórsteins. Lög-
reglan stjórnar umferðinni í
kringum kirkjugarðana.
Starfsmenn kirkjugarðanna vilja
vekja athygli á að mjög hált er í
görðunum og þeir sem leggja leið
sína þangað eru hvattir til að vera vel
búnir til fótanna, segir í tilkynningu.
Margir heimsækja
kirkjugarðana fyrir jól
Fólk er beðið um að aka ekki inn í Fossvogskirkjugarð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kirkjugarður Margir vitja leiða ástvina á Þorláksmessu og aðfangadag.
Gott er að mæta tímanlega til að losna við mestu örtröðina.
Þórsteinn
Ragnarsson
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Yfirstjórn Seðlabanka Íslands vísar
til „óvenjulegra aðstæðna“ í kjölfar
bankahrunsins í umfjöllun sinni um
setningu bráðabirgðaákvæðis vegna
gjaldeyrisreglna bankans.
Yfirstjórn bankans hefur sent frá
sér greinargerð, að beiðni banka-
ráðs Seðlabanka Íslands, og er til-
efnið bréf Umboðsmanns Alþingis í
byrjun október. Eins og komið hefur
fram var tilefni bréfs Umboðsmanns
kvartanir og ábendingar sem honum
höfðu borist vegna framkvæmdar
Seðlabankans á umræddum gjald-
eyrisreglum og rannsókna á meint-
um brotum á reglunum.
Tryggvi Gunnarsson, umboðs-
maður Alþingis, segir málið til með-
ferðar hjá Seðlabankanum. Það sé
ekkert nýtt í greinargerðinni sem
kalli á viðbrögð hans á þessu stigi.
Yfirstjórnin rifjar upp setningu
reglnanna í greinargerðinni:
„Í þessu sambandi verður einnig
að hafa í huga að bráðabirgðaákvæði
I var lögfest við afar óvenjulegar að-
stæður. Ljóst var að bregðast þurfti
með skjótum hætti við aðstæðum,
sem e.t.v. var ekki unnt að sjá fyrir
að öllu leyti. Þá áttu reglurnar upp-
haflega aðeins að gilda tímabundið í
sex mánuði, en þegar fyrirsjáanlegt
var að fjármagnshöftin yrðu lengur í
gildi en ætlað var í upphafi voru
reglurnar færðar í lög nr. 87/1992,
um gjaldeyrismál.“
Heimild til að gefa út reglur
Yfirstjórn Seðlabankans rifjar
upp í greinargerðinni að með lögum
númer 134/2008, frá 28. nóvember
2008, hafi bankanum verið veitt
heimild með ákvæði til bráðabirgða
til að gefa út reglur, að fengnu sam-
þykki viðskiptaráðherra til að tak-
marka eða stöðva tiltekna flokka
fjármagnshreyfinga á milli landa.
Yfirstjórn bankans telur svo upp
1. til 6. tölulið 1. mgr. umrædds
bráðabirgðaákvæðis, sem og 2. mgr.
Með þeim hafi „löggjafinn tekið af-
stöðu til þess í meginatriðum hvaða
háttsemi gat varðað refsingu.“
Umboðsmaður Alþingis skrifar
hins vegar í bréfinu að „reyndin var
því … að efnisreglur um hvaða við-
skipti væru óheimil og þar með
hvaða háttsemi gat leitt til viðurlaga
og rannsókna af því tilefni komu
fram í reglunum en ekki lögunum“.
Umboðsmaður athugaði fram-
kvæmd reglnanna í árslok 2010 og
taldi þá „vafa á því að þetta fyrir-
komulag uppfyllti þær kröfur sem
leiða af áðurnefndum reglum um
lögbundnar refsiheimildir, og þá sér-
staklega um takmarkanir á heimild
stjórnvalda til þess að mæla í al-
mennum stjórnvaldsfyrirmælum
fyrir um að háttsemi sé refsiverð og
skýrleika refsiheimilda“. Hann rifj-
aði upp að með frumvarpi haustið
2011 hefðu verið sett í lög um gjald-
eyrismál „þau efnisákvæði sem þá
var að finna í reglum Seðlabanka Ís-
lands um gjaldeyrishöftin“. Með því
hefði verið brugðist við áðurnefnd-
um athugasemdum umboðsmanns.
Gaf ekki tilefni til tafa
Umboðsmaður vék einnig í bréfi
sínu að óvenjulegum aðstæðum eftir
hrunið haustið 2008. Þrátt fyrir þær
fær hann „ekki séð að tilefni hafi
verið til þess að draga það jafn lengi
og raunin varð að setja í lög skýrari
reglur um meginatriði þeirrar hátt-
semi sem gat varðað refsingu ef
brotið var gegn gjaldeyrishöftum“.
Eins og rakið hefur verið í
Morgunblaðinu telja lögmenn aðila í
svonefndum Aserta- og Ursus-
málum, sem Seðlabankinn kærði
fyrir meint brot á gjaldeyris-
reglunum, að meðal annars vegna
skorts á lögáskildu samþykki ráð-
herra hafi gjaldeyrisreglurnar ekki
getað talist viðhlítandi refsiheimild.
Þá var haft eftir Ólafi Þór Hauks-
syni, sérstökum saksóknara, í
Morgunblaðinu 9. október að það
hefði haft áhrif á hvernig ákæran
var byggð upp í Aserta-málinu, ef sú
niðurstaða hefði þá verið ljós að
lögáskilið samþykki ráðherra hefði
ekki legið fyrir við setningu reglna
nr. 1130/2008 um gjaldeyrismál.
Til upprifjunar óskaði umboðs-
maður Alþingis eftir upplýsingum
um samþykki ráðherra hjá stjórn-
völdum í ársbyrjun 2011. Fram kem-
ur í bréfi hans að hann telji sig þá
ekki hafa fengið réttar upplýsingar.
Sérstakur saksóknari féll vorið
2014 frá þeim hluta ákærunnar í
Aserta-málinu sem sneri að reglun-
um. Voru þá fjögur og hálft ár liðin
síðan mennirnir voru handteknir.
Þeir voru svo sýknaðir fyrir Héraðs-
dómi Reykjaness 18. desember 2014
vegna þess sem eftir stóð af málinu.
Því var áfrýjað til Hæstaréttar.
Þórunn Guðmundsdóttir, formað-
ur bankaráðs Seðlabanka Íslands,
segir bréf Umboðsmanns Alþingis
hafa verið til umræðu á fundum
ráðsins síðan það var afhent í byrjun
október. Fjórir viðtakendur voru að
bréfinu; bankaráð Seðlabankans,
fjármála- og efnahagsráðherra,
stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Al-
þingis og seðlabankastjóri. Höfðu
umræddir aðilar frest til 15. apríl
2016 til að svara bréfinu og þá hvort
það „hafi orðið tilefni viðbragða af
þeirra hálfu og þá hvaða“.
Greinargerðin verður skoðuð
Í kjölfarið samþykkti bankaráð
Seðlabankans að láta gera athugun á
framkvæmd gjaldeyrisreglnanna.
Spurð um stöðu málsins segir
Þórunn utanaðkomandi sérfræðinga
munu vinna þessa athugun og hafa
nýja greinargerð yfirstjórnar bank-
ans til hliðsjónar. Hún segir ekki
öruggt að verkinu verði lokið áður
en fresturinn rennur út 15. apríl.
Vísar til „óvenjulegra aðstæðna“
Yfirstjórn Seðlabankans segir ákvæði í gjaldeyrisreglum hafa mótast undir tímapressu eftir hrun
Umfjöllun stjórnarinnar um skýrleika refsiákvæða er þvert á niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis
Morgunblaðið/G.Rúnar
Til rannsóknar Framkvæmd Seðlabanka Íslands á gjaldeyrisreglum verður yfirfarin af óháðum sérfræðingum.
Þórunn
Guðmundsdóttir
Tryggvi
Gunnarsson
Ógleymanleg bók sem
heillað hefur lesendur
um víða veröld.
Hjartnæm dæmisaga
um gjafmildi og ást fyrir
börn á öllum aldri.
Það sem af er árinu hafa nýskrán-
ingar ökutækja aukist mjög hér á
landi að því er kemur fram í til-
kynningu frá Samgöngustofu.
Þannig hafa verið skráð rúmlega
18.600 ökutæki í ár í samanburði
við tæplega 13.000 á sama tímabili í
fyrra. Skráning ökutækis fer fram í
nokkrum skrefum sem hefst á for-
skráningu þess, en forskráningum
hefur fjölgað um tæp 50% á milli ár-
anna 2014 og 2015.
Í tilkynningunni segir einnig að
nú í desember hafi orðið ljóst að
mikla samvinnu þyrfti milli bílainn-
flytjenda og Samgöngustofu til þess
að unnt yrði að forskrá sem flest
ökutæki á árinu. Brugðust flestir
innflytjendur vel við beiðni þess
efnis og gengu mun fyrr frá öllum
gögnum en stundum áður. Gott
samstarf hefur leitt af sér yfir 1.600
forskráningar í mánuðinum saman-
borið við tæplega 1.000 í desember
2014.
Mikil fjölgun í nýskráningum ökutækja
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bílar Forskráningum hefur fjölgað um 50%.