Morgunblaðið - 23.12.2015, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2015
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég hef lengi verið aðteikna og skrifa, bæðiljóð og annað, en ég sam-einaði það allt í byrjun
þessa árs þegar ég fór markvisst að
gera myndasögur í skólanum, en ég
er á öðru ári í Menntaskólanum við
Hamrahlíð,“ segir Erna Mist sem
sendi nýlega frá sér sína fyrstu bók,
Fáfræði, en hún geymir safn af ör-
myndasögum. Erna Mist segir mjög
misjafnt hvernig
hugmyndir að
myndasögum
komi til sín.
„Stundum
er þetta eitthvað
sem kemur til
mín þegar ég ligg
uppi í rúmi og get
ekki sofnað.
Stundum heyri ég fólk segja eitt-
hvað skrýtið þegar ég er í sundi,
eða einhver sem ég þekki gerir
eitthvað eða segir sem kveikir
hugmynd.“
Ólst upp við Casper og Gretti
Stíllinn hennar Ernu Mistar er
einfaldur og minnir nokkuð á stílinn
hjá Hugleiki Dagssyni.
„Þetta er vissulega kaldhæðnis-
legur stíll, en þó ekki eins svartur og
hjá Hulla, það er alveg hægt að gefa
ömmu sinni mína bók í jólagjöf,“
segir hún og hlær. „Fólkið á mynd-
unum var fyrst í mjög einföldum stíl
hjá mér, svona Óla prik-karlar, en
mér fannst það of líkt Hulla svo ég
gerði aðeins mannlegri fígúrur.“
En hvers vegna heitir bókin
Fáfræði?
„Af því að þessi bók mun kenna
fólki mjög lítið, en líka af því að
margir brandararnir eru byggðir á
fáfræði sem ég verð vitni að í um-
hverfi mínu,“ segir Erna Mist sem
gerir mikið af því að lesa myndasög-
ur annarra. Af íslenskum nefnir hún
Hugleik og Lóu, en hún les líka
mikið á netinu. „Cyanide and
Happiness er í miklu uppáhaldi hjá
mér, og alls kon-
ar myndasögur
aðrar á netinu,
þar er mikið
framboð og allir
að deila slíku efni
út um allt á sam-
skiptamiðlum.“
Erna Mist
ætlar að halda
ótrauð áfram í
myndasögunum
og hún er með
aðra bók á leiðinni, Fáfræði 2, sem
kemur út í vor. Hugur hennar stend-
ur til listnáms í framtíðinni, þótt hún
sé ekki búin að ákveða hvort hún
einbeiti sér að myndlist eða skap-
andi skrifum.
Bók Þórodds Bjarnasonar heit-
ir Réttarríkið, en í henni eru heldur
kaldhæðnislegar myndasögur af
sauðkindum, sem margir kannast
við af síðum Morgunblaðsins, þar
sem þær hafa birst einu sinni í viku
undanfarin tæp sex ár. „Ég hef allt-
af haft gaman af teiknimyndasögum
og ólst upp við myndasögurnar í
dagblöðunum, Casper, Gretti, Her-
mann og fleiri, sem ég klippti út til
að eiga. Viggó viðutan, Ástríkur og
Tinni eru líka klassík. Af þeim sem
ég sé á netinu kann ég best að meta
Richard Crumb, Dinosaur comics,
XKCD og fleiri. Ég teiknaði stund-
um brandara þegar ég var í Mynd
og hand í gamla daga og gerði litla
bók í skólanum. En ég hætti nánast
alveg að teikna brandara þar til
kindin kom til sögunnar, það var
þegar ég var heima í rólegheitum
með yngsta barninu mínu. Þetta var
algerlega sjálfsprottið og hefur ver-
ið það síðan.“
Kemur áreynslulaust
Orðaleikir einkenna texta Þór-
odds í bókinni, enda bjóða orð tengd
kindum sannarlega upp á það, eins
og ær, kind og fé. En verður hann
aldrei uppiskroppa með brandara
um þessa einu skepnu?
„Nei, reyndar ekki, þó ég haldi
það stundum, því ég er að gera ótal
margt annað, er í fullri vinnu og með
fjölskyldu. Þetta væri geðveiki ef
það væri erfitt fyrir mig að búa til
brandara um kindur, en þetta kem-
ur frekar áreynslulaust. Ég leyfi
þessu að gerjast inni í hausnum á
mér í viku,“ segir hann og bætir við
að það sé ágætt að hafa pressuna
sem fylgir því að þurfa að skila ein-
umbrandara á viku.
Að vera and-
styggilegur
undir rós
Það eru engin mörk þegar unnið er með húmor, það
má grínast með nánast allt. Í myndasögum Þórodds
Bjarnasonar um kindur er m.a. undirliggjandi
ádeila á sauðshátt mannfólksins og fjármálaruglið.
Brandararnir hennar Ernu Mistar eru byggðir á fá-
fræði sem hún verður vitni að í umhverfi sínu.
Elísabet Jökulsdóttir er ólíkindatól
og nú hefur hún sent frá sér nýja bók
korteri fyrir jól. Bókin heitir Anna á
Eyrarbakka og segir frá Önnu sem fer
á Eyrarbakka og ætlar að skrifa
barnasögu um kvíðann. En það kemur
í ljós að hún er sjálf haldin þessum
fjanda og þegar lítil stúlka bankar
uppá hjá henni með eyra á bakka, fer
ýmislegt fullorðinslegt að gerast.
Þetta er gamansaga, hrollvekja, Völu-
spá, Batmanblað, mannkynssaga,
leikrit, þjóðsaga, fréttablað. Bókin er
ríkulega skreytt teikningum og aðal-
teiknari er Jóhanna Líf Kristjóns-
dóttir, ömmustelpa Elísabetar. Einnig
eru teikningar eftir Unni Þóru Jökuls-
dóttur, systur Elísabetar, sem og eftir
hana sjálfa. Jón Óskar hannaði útlit.
Bókin fæst hjá höfundi, í Melabúð og
á Feisbúkk, í Eymundsson í Austur-
stræti og í Bókakaffinu á Selfossi.
Ný bók frá Elísabetu
Anna fær
eyra á bakka
Morgunblaðið/Eggert
Rithöfundur Elísabet Jökulsdóttir.
Kringlunni - 103 Reykjavík - Sími 578 8989 - www.myrinstore.is
Óskum landsmönnum gleðilegra jóla
og farsældar á komandi ári
Stór flóamarkaður á vegum Ferðaleikhússins Light Nights verður í dag frá kl.
14-17.30 að Baldursgötu 37, jarðhæð, á horni Lokastígs og Baldursgötu. Þar
verður hægt að kaupa nánast allt milli himins og jarðar, jólagjafir, jólaskraut,
föt, skó, skrautmuni, sérstaka hluti með sögu og ótal margt fleira. Nú er lag að
gera góð kaup fyrir jólin og gleðja með pökkum með óvæntu innihaldi.
Allskonar dótarí á flóamarkaði
Sérstakir hlutir með sögu ofl