Morgunblaðið - 23.12.2015, Side 12

Morgunblaðið - 23.12.2015, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2015 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Dómur Hæstaréttar í máli sýrlensks flóttamanns sem kom með falsað vegabréf til landsins kann að hafa fordæmisgildi fyrir aðra flóttamenn. Þannig kann dómurinn að leiða til þess að flótta- mönnum verði ekki gerð refsing fyrir slík brot, með hliðsjón af ólögfestum al- þjóðasamningi um flóttamenn. Þetta er mat Björgvins Jóns- sonar, hæstarétt- arlögmanns, sem var verjandi mannsins í málinu. „Fyrri slík mál hafa brotnað á því að viðkomandi einstaklingar hafa ekki getað fært sönnur á að þeir ættu að skilgreinast sem flóttamenn samkvæmt skilgreiningu í alþjóða- samningi um stöðu flóttamanna, þ.e. að lífi þeirra eða frelsi væri ógnað í því landi sem taldist heimaland þeirra,“ segir Björgvin. Ákærður fyrir skjalafals Fram kemur í dómi Hæstaréttar, sem var kveðinn upp 17. desember, að umræddur sýrlenskur ríkisborg- ari „var ákærður fyrir skjalafals með því að hafa við komu sína til landsins framvísað við tollgæslu í blekkingarskyni albönsku vegabréfi sem reyndist falsað“. Maðurinn flúði frá Sýrlandi til Tyrklands og þaðan til Grikklands sjóleiðina á báti. Hann dvaldi í átta daga í Grikklandi en flaug svo til Ís- lands með tengiflugi gegnum París. Ferðalaginu lauk með því að mað- urinn kom til landsins 19. apríl í ár. Átta dögum síðar gaf lögreglustjór- inn á Suðurnesjum út ákæru á hend- ur manninum fyrir að hafa brotið gegn hegningarlögum með því að framvísa fölsuðum skjölum. Vitnað er til frumskýrslu lögreglu þar sem segir að maðurinn hafi upp- lýst að hann ætti systur á Íslandi sem hafi komið hingað í ársbyrjun meðal nokkurra annarra sýrlenskra flóttamanna. Ætlun mannsins hafi verið að koma inn í landið, hitta syst- ur sína og gefa sig svo fram við lög- reglu. Málið var þingfest fyrir Héraðs- dómi í apríl og við fyrirtöku þess viðurkenndi maðurinn að hafa lagt fram falsað vegabréf. Hann mót- mælti hins vegar að hafa framvísað vegabréfinu í blekkingarskyni og kvaðst hafa ætlað sér að sækja um hæli hér á landi sem flóttamaður. Dæmdur í 30 daga fangelsi Ákærði var sakfelldur fyrir ákæruefnið og dæmdur til að sæta fangelsi í 30 daga. Til frádráttar skyldi koma gæsluvarðhaldsvist hans. Að meðtöldum gæsluvarð- haldstíma afplánaði maðurinn 15 daga af þeirri refsingu, en fékk síðan reynslulausn á eftirstöðvum hennar. Ísland gerðist aðili að alþjóða- samningi um stöðu flóttamanna hinn 30. nóvember 1955. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að samkvæmt 1. mgr. 31. gr. þessa samnings „skulu aðildarríkin ekki beita refsingu gagnvart flóttamönn- um vegna ólöglegrar komu þeirra til landsins ef þeir koma beint frá landi, þar sem lífi þeirra eða frelsi var ógn- að, enda gefi þeir sig tafarlaust fram við stjórnvöld og beri fram gildar ástæður fyrir ólöglegri komu sinni“. Í dómnum segir að umræddur samningur hafi ekki lagagildi hér á landi og því geti þetta ákvæði ekki leitt til sýknu ákærða. Þá taldi Hæstiréttur að ekki yrði litið svo á að nauðsyn hefði knúið manninn til að framvísa fölsuðu vegabréfi. Með þetta og játningu mannsins í huga var niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sakfellingu staðfest. Þrátt fyrir að samningurinn hafi ekki lagagildi hér á landi taldi Hæstiréttur að taka þyrfti tillit til samningsins með hlið- sjón af þeirri meginreglu íslensks réttar að leitast skuli við að skýra lög til samræmis við þjóðréttar- skuldbindingar ríkisins. Lífi mannsins hafi verið ógnað Þá segir í dómi Hæstaréttar að ekki sé dregið í efa að hinn ákærða megi telja til flóttamanna og að lífi hans eða frelsi hafi verið ógnað í Sýrlandi. Jafnframt horfði Hæsti- réttur til þess að maðurinn „hafi ekki gert teljandi hlé á för sinni, svo og að henni hafi verið heitið hingað frá byrjun“. „Ákærði gaf sig á hinn bóginn ekki tafarlaust fram við stjórnvöld í flugstöð til að bera fram ástæður fyrir komu sinni. Það fær því þó ekki breytt að með tilliti til alls framangreinds, sbr. einnig til hliðsjónar 74. gr. almennra hegningarlaga, er rétt að ákærða verði ekki gerð refsing í máli þessu,“ segir í niðurlagi dómsins. Hefði trúlega leitt til sýknu Björgvin telur að ef alþjóðasamn- ingurinn hefði verið lögfestur í ís- lenskan landsrétt hefði það trúlega leitt til sýknu í málinu. Hann segir það hafa haft áhrif – og að beinlínis sé vísað til þess í for- sendum dómsins – að maðurinn hafi alltaf ætlað sér til Íslands. Þá sé einnig vísað til þess að maðurinn hafi ekki gert teljandi hlé á för sinni hingað. Dómurinn hafi í raun for- dæmisgildi um hliðstæð tilvik. „Það er því ekki sjálfgefið að flóttamaður sem kemur til Íslands eftir að hafa í millitíðinni verið í öðr- um löndum, og ef til vill sótt þar um hæli, yrði talinn uppfylla skilyrði samningsins um að hann væri að koma beint frá landi þar sem lífi hans eða frelsi væri ógnað,“ segir Björgvin. Nánar aðspurður um fordæmis- gildi dómsins og hver áhrif hann hafi á þá framkvæmd að hér á landi hafa hælisleitendur verið dæmdir í fang- elsi fyrir að framvísa fölsuðum vega- bréfum við komuna til Íslands segist Björgvin telja að ekki verði fram- vegis ákært í málum þar sem atvik séu eins og þau voru hér. Á Björgvin þar við að einstaklingur teljist flótta- maður og sé að koma tiltölulega beint frá því landi sem hann er að flýja, enda liggi nú fyrir samkvæmt dómnum að viðkomandi verði þá ekki gerð refsing varðandi skjala- falsbrotið. „Víðtækari ályktanir tel ég hins vegar ekki hægt að draga varðandi áhrif hæstaréttardómsins,“ segir Björgvin um áhrif dómsins. Sýrlenski flóttamaðurinn er lög- fræðingur og starfaði á lögfræði- stofu í Sýrlandi sem sérhæfði sig í mannréttindum. Hann var andstæð- ingur stjórnar Assads Sýrlandsfor- seta og átti á hættu ofsóknir frá stjórninni, sem og frá Ríki íslams og öðrum öfgasamtökunum. Skapi fordæmi fyrir flóttamenn  Verjandi sýrlensks flóttamanns, sem Hæstiréttur ákvað að ekki skyldi gerð refsing, ræðir dóminn  Ólögfestur samningur gæti haft áhrif á hvort flóttamenn með fölsuð vegabréf dæmist í fangelsi AFP Frá Damaskus Metfjöldi hælisleitenda hefur komið til landsins í ár. Af alls 338 hælisleitendum eru 29 frá Sýrlandi. Björgvin Jónsson Atskákmót Skákklúbbs Icelandair, Íslands- mótið í atskák, fer fram sunnudaginn 27. des- ember á Hótel Natura (áður Hótel Loftleiðir) og hefst kl. 13. Tefldar eru 9 umferðir eftir svissneska kerfinu með 15 mínútna umhugs- unartíma. Teflt verður í einum flokki. Núver- andi Íslandsmeistari í atskák er Héðinn Stein- grímsson stórmeistari. Verðlaunin verða veitt fyrir efstu þrjú sætin í mótinu og eru 1. verðlaun 100 þúsund krón- ur. Einnig fá sigurvegarar farmiða fyrir tvo til Evrópu með Icelandair. Skráning fer fram á skák.is og stendur til 15:00 þann 26. desember. Í gær höfðu 68 skák- menn skráð sig til leiks og í þeim hópi eru nokkrir sterkustu skákmenn þjóðarinnar. Áhorfendur eru velkomnir á mótið. Íslandsmótið í atskák á Hótel Natura Héðinn Steingrímsson Eins og síðustu ár verður hægt að fylgjast með flugeldasýningu á gamlárskvöldi í Reykjavík, í gegnum vef- myndavélar Mílu í samstarfi við Iceland Nat- urally. Míla er einnig með vef- myndavél á Akureyri, þar sem hægt verður að fylgjast með Ak- ureyringum fagna nýju ári. Míla hefur verið með vefmynda- vélar sínar í loftinu frá árinu 2010 og eru þær nú 11 talsins. Flugeldasýningar í beinni hjá Mílu Opið verður í sýningasölum Þjóð- minjasafnsins við Suðurgötu og í Safnahúsinu við Hverfisgötu yfir hátíðarnar. Á aðfangadag jóla verður aðeins opið í Þjóðminjasafninu til að taka á móti Kertasníki klukkan 11-12. Sér- stök hátíðaropnun verður frá klukkan 10-14 á jóladag, gaml- ársdag og nýársdag í báðum hús- um. Að öðru leyti verður opið eins og venjulega frá 10-17 nema á mánu- dögum, segir í fréttatilkynningu frá Þjóðminjasafni Íslands. Opið verður í safna- húsunum tveimur um jól og áramót STUTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.