Morgunblaðið - 23.12.2015, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2015
Iðnaðareiningar
í miklu úrvali
Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666
Mangójógúrt
Ástæða þess
að þú átt að velja
lífræna jógúrt!
• Engin aukefni
• Meira af Omega-3
fitusýrum
• Meira er af CLA fitusýrum
sem byggja upp vöðva
og bein
• Ekkert undanrennuduft
• Án manngerðra
transfitusýra
• Lífrænn hrásykur
Biobú ehf – s. 587 4500 – biobu@biobu.is – biobu.is
Inga Rún Sigurðardóttir
ingarun@mbl.is
Ásmundur Friðriksson, alþingis-
maður, verður í öðru hlutverki en
venjulega á hátíðinni Ferskum
vindum í Garði, sem nú stendur yf-
ir. Þar er hann á meðal 50 lista-
manna af 20
þjóðernum sem
taka þátt í þess-
ari listahátíð
sem er nú haldin
í fjórða sinn. Mi-
reya Samper er
sýningarstjóri
hátíðarinnar,
sem er haldin
annað hvert ár.
„Ég er teikn-
ari að upplagi og
hef haft það áhugamál lengi, sótt
fjölda námskeiða og menntað mig í
myndlist. Ég var síðast á nám-
skeiði núna í haust,“ segir Ás-
mundur.
„Ég var fyrst í handleiðslu hjá
Sigurfinni Sigurfinnssyni sem var
teiknikennari í Vestmanneyjum og
síðar hjá Páli Steingrímssyni, þeim
mikla lífskúnstner, og stofnaði með
honum og fleiri góðum mönnum
Listafélag Vestmannaeyja,“ segir
hann en þetta var uppúr 1970. Ás-
mundur stefndi á Myndlista- og
handíðaskólann en ekkert varð úr
þeim plönum. Rétt fyrir aldamótin
fór hann á myndlistarnámskeið og
eftir það blossaði bakterían upp að
nýju og hann fór að vinna m.a. olíu-
málverk en dæmi um verk hans má
sjá á vef hátíðarinnar, fresh-
winds.com.
Til minningar um móður sína
Hann hefur þó aldrei pakkað
pennanum alveg því hann hefur í
um tuttugu ár myndskreytt sín eig-
in jólakort. „Ég hef undantekning-
arlítið teiknað og málað mín jóla-
kort sjálfur,“ segir Ásmundur.
Hann er búinn að senda út kortin
fyrir jólin. „Í ár er jólakortið mynd
sem ég teiknaði af foreldrum mín-
um með mig sjálfan eins árs gaml-
an,“ segir hann.
Hann sendir ekkert endilega jóla-
lega mynd heldur segist nota ein-
hverja góða mynd sem hafi heppn-
ast vel. „Ég hef málað kirkjur, fjöll
og ýmislegt,“ segir hann.
Myndavalið í ár ræðst af því að
móðir hans, Valgerður Erla Ósk-
arsdóttir, lést í byrjun nóvember og
vildi hann því minnast hennar.
Þessi skemmtilega jólakortahefð
hefur notið hljómgrunns í vinahópn-
um og hafa einhverjir þeirra ramm-
að myndirnar inn og hengt upp.
„Nú er ég farinn að gera það sjálf-
ur,“ segir hann en margar myndir
prýða skrifstofu hans í Alþingi.
Ásmundur hefur tekið þátt í
fjölda samsýninga frá aldamótum
en listsýningin í heimabæ hans,
Garði, er sú stærsta. „Ég verð
þarna amatörinn innan um 50 at-
vinnumenn. Þetta er bara eins og
íslenskur fótboltamaður fengi að
æfa með Manchester United,“ segir
Ásmundur sem ætlar að drekka í
sig þekkinguna og reynsluna sem
hann kemst í tæri við þarna.
Ferskir vindar hófust 15. desem-
ber og koma listamennirnir á stað-
inn til að vinna við listsköpun. Sýn-
ingarnar á verkum listamannanna
verða síðan opnaðar 9. janúar.
„Listafólkið kemur til að skipta
um umhverfi og fá nýjar hugmyndir
og er oft að gera annað en það er
vant að gera,“ segir hann.
Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin
er haldin yfir jól og ármót en eitt
skiptið fór hún fram yfir hásumarið
á bjartasta tímanum. Hann segir að
listafólkið fái ekki síður innblástur
frá myrkrinu. „Þeim finnst myrkrið
og þetta einkennilega veðurfar eig-
inlega merkilegra en birtan.“
Ásmundur er nú að vinna að nýj-
um verkum fyrir hátíðina. „Ég er
með þrjár myndir sem ég er byrj-
aður á sem ég ætla að klára,“ segir
Ásmundur sem er með fleiri verk í
huga sem hann ætlar að vinna að en
í þetta sinn einbeitir hann sér að
landslagi.
Ennfremur verður opnuð yfirlits-
sýning á verkum hans í Einarsstofu
í Safnahúsinu í Vestmannaeyjum 6.
janúar. Ásmundur gaf síðan út bók-
ina Hrekkjalómafélagið - Prakkara-
strik og púðurkerlingar fyrir jólin
en hann segir þessa áfanga vel við
hæfi nú því hann fagnar sextugs-
afmæli sínu í janúar.
Myndskreytir jólakort
Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, tekur þátt í
listahátíðinni Ferskum vindum sem haldin er í Garði
Listaverk Síðustu ár hefur Ásmundur einbeitt sér að listinni í meira mæli.
Ásmundur
Friðriksson
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
HS Orka hefur fengið fram-
kvæmdaleyfi hjá Grindavíkurbæ til
rannsóknaborana í Eldvörpum.
Ekki liggur fyrir hvenær það verð-
ur nýtt. Hafin er söfnun undir-
skrifta á vefnum Avaaz.org þar sem
skorað er á
Grindavíkurbæ
og HS Orku að
þyrma Eldvörp-
um.
HS Orka hefur
unnið að rann-
sóknum á jarð-
hitasvæðinu sem
kennt er við gíga-
röðina Eldvörp
og áformar að
bora rannsókna-
holur. Þær munu jafnframt nýtast
sem vinnsluholur ef til nýtingar
kemur.
Snertum ekki gígaröðina
HS Orka hefur farið í gegn um
umhverfismat vegna framkvæmdar-
innar og aflað sér nauðsynlegra
leyfa, nú síðast framkvæmdaleyfis
til rannsóknaborana. Fram kom í
umhverfismatsferlinu að helstu um-
hverfisáhrif rannsóknanna eru
vegna borplana sem raska hraun-
inu. Gert er ráð fyrir allt að 5 bor-
plönum en ekki er víst að nota þurfi
öll.
„Verkefnið gengur út á það að
rannsaka jarðhitaauðlindina og í
góðri samvinnu við Grindavíkurbæ
verður þess gætt að snerta ekki við
gígaröðinni og skerða hana ekki,“
segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri
HS Orku. Grindavíkurbær og HS
Orka leggja ríka áherslu á að hönn-
un og frágangur borplana verði með
þeim hætti að sem minnst beri á
þeim í umhverfinu og að fram-
kvæmdin valdi sem minnstu raski.
Það er meðal annars gert með því
að hafa borplönin sem næst veg-
slóða sem þarna liggur um. Fyrir er
hola sem Hitaveita Suðurnesja lét
bora fyrir rúmlega 30 árum.
Háð beiðnum um orkusölu
Tilgangur rannsóknanna nú er að
auka þekkingu á jarðhitasvæðinu,
meta tengsl við jarðhitakerfi
Svartsengis og skera úr um hæfi
svæðisins til virkjunar. Ásgeir segir
að áform um nýtingu svæðisins séu
háð niðurstöðum rannsókna og
beiðnum um orkusölu til iðnaðar í
Helguvík. Hugsanlega verði hafist
handa við rannsóknaboranir á kom-
andi ári, en hann tekur um leið fram
að það taki 5-7 ár að rannsaka
svæðið og virkja, komi til þess.
Rannsóknaborun í Eldvörpum
Grindavíkurbær hefur veitt HS Orku framkvæmdaleyfi fyrir borun á jarðhitasvæði Eldvarpa
Óákveðið hvenær byrjað verður Skorað á Grindavíkurbæ og HS Orku að þyrma svæðinu
Morgunblaðið/Kristinn
Jarðhitarannsóknir Fyrirhugað er að koma fyrir allt að fimm borplönum í Eldvörpum sem eru 5 km frá Svartsengi.
Ásgeir
Margeirsson
Hafin er alþjóðleg undir-
skriftasöfnun á vefnum Avaa-
z.org gegn framkvæmdum í
Eldvörpum. Þeir sem skrifa
undir hvetja Grindavíkurbæ til
að afturkalla leyfi til tilrauna-
borana og HS Orku til að
hætta við plön um yfirvofandi
framkvæmdir á svæðinu.
Þetta er meðal annars rök-
stutt með því að mikilvægt sé
að svæðið verði óraskað svo
núverandi og komandi kyn-
slóðir geti notið einstakra
upplifana í Eldvörpum.
Ásgeir Margeirsson telur
mótmælin byggð á röngum
forsendum. „Ég held að sumir
sem eru á móti viti ekki al-
mennilega um hvað þetta
snýst. Það hafa verið kynn-
ingar í sambandi við umhverf-
ismatsferlið en við þurfum
kannski að kynna þetta bet-
ur,“ segir Ásgeir.
Í gær höfðu 1.370 skrifað
undir mótmælin en markmiðið
er að safna 10 þúsund nöfn-
um.
Upplifun í
Eldvörpum
MÓTMÆLI