Morgunblaðið - 23.12.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.12.2015, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2015 www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Norræna siglir í allan vetur Bókaðu núna! Norræna siglir vikulega yfir vetrartímann frá Seyðisfirði til Færeyja og Danmerkur. Hægt er að bóka ferðir í allan vetur á frábæru verði. Þeim sem bóka sig er sérstalega bent á að kynna sér vel aukaskilmála vegna vetrarsiglinga. Færeyjar 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 74.500 BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is St. Gudmund er ný kirkja norsks kaþólsks safnaðar sem kenndur er við Guðmund góða Arason Hóla- biskup (1161-1237). Sungin verður messa í kirkjunni í fyrsta sinn á að- fangadagskvöld. Hún er í Jessheim, skammt frá Gardermoen flugvelli við Ósló. Þetta er fyrsta kirkja safn- aðarins og verður vígð í vor þegar altarið verður komið á sinn stað. Á vef kaþólsku kirkjunnar í Nor- egi (katolsk.no) segir að sveitarfé- lagið Ullensaker hafi gefið út tíma- bundið notkunarleyfi vegna kirkjunnar. Byggingu hennar lauk fjórum mánuðum á undan áætlun og var hún afhent 17. desember sl. Í kirkjuskipinu eru 300 sæti auk 70 sæta með veggjum. Einnig er hægt að bæta við 80 sætum á kórlofti. Við kirkjuna er safnaðarheimili. Íslenskur hornsteinn Kirkjan er kölluð St. Gudmund á heimasíðu kaþólsku kirkjunnar í Noregi. Hai-Nam Vy, sem sér um fasteignir Óslóar-biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar, sagði að bisk- upinn hefði ekki enn lagt blessun sína yfir að kirkjan bæri formlega það nafn. Séra Hjalti Þorkelsson, prestur á Akureyri, sagði að þáver- andi prestur í Jessheim hefði haft samband við sig fyrir nokkrum árum og greint frá því að þeir ætluðu að helga kirkjuna Guðmundi góða. Það yrði þá fyrsta kirkjan sem er helguð íslenska biskupnum. „Þessi norski prestur spurði mig hvort ég gæti útvegað þeim stein, hornstein, úr Hólabyrðu. Ég hafði samband við Jón A. Baldvinsson, þá- verandi vígslubiskup á Hólum, og það var mjög auðsótt. Ég fór að Hól- um og þeir áttu afgang af steinum frá því að gert var við Hólakirkju. Við létum saga steininn til í þeirri stærð sem þeir óskuðu eftir. Prest- urinn kom um sumarið og náði í steininn,“ sagði séra Hjalti. Horn- steinninn var svo blessaður og lagð- ur á sinn stað þann 30. október sl. Guðmundur góði flóttamaður „Kirkjan er í útjaðri Óslóar. Presturinn sagði mér að þeir hefðu orðið sammála um að helga kirkjuna Guðmundi góða vegna þess að á þessu svæði byggi fjöldi innflytjenda og flóttamanna. Guðmundur góði hefði um tíma verið flóttamaður í Noregi eftir að hann var hrakinn héðan.“ Guðmundur góði átti í hörð- um deilum við hérlenda höfðingja og var hann rekinn til Noregs þar sem hann dvaldi í fjögur ár. Einnig var kapella þarna nálægt á miðöldum sem var helguð Guðmundi góða. Hjalti sagði að kafli væri um Guð- mund góða Hólabiskup í bókinni Nordiske helgener eftir Nóbels- verðlaunahöfundinn Sigrid Undset. Hann sagði það merkilega vera að Guðmundur góði hefði aldrei verið tekinn formlega í heilagra manna tölu hjá kaþólsku kirkjunni. Þess má geta að viðurnefnið „góði“ merkir helgur maður. Alþingi Íslendinga samþykkti að taka þá Þorlák helga og Jón Ögmundsson í heilagra manna tölu. Vatíkanið viðurkenndi seinna helgi Þorláks og útnefndi hann verndardýrling Íslands. „Mér skilst að Norðmennirnir hafi brugðið á það ráð að helga kirkjuna Guðmundi góða og heilagri Sunnivu en hún var tekin í heilagra manna tölu, þótt sumir efist um að hún hafi nokkurn tíma verið til,“ sagði Hjalti. Unnið var að því á sínum tíma að fá Guðmund góða tekinn í heilagra manna tölu en það lognaðist út af eftir siðaskipti. Guðmundur góði var mjög vinsæll á meðal fólks á sinni tíð. Í Biskupasögum eru tiltekin mörg undur og kraftaverk sem áttu að hafa gerst fyrir hans fyrirbænir. Hornsteinninn er úr Hólabyrðu  Söfnuður kaþólskra í Jessheim í Noregi er kenndur við Guðmund góða Hólabiskup  Messað í nýrri kirkju safnaðarins á jóladag  Óskað var eftir því að hornsteinninn kæmi úr Hólabyrðu Ljósmynd/www.katolsk.no, birt með leyfi Kirkja Guðmundar góða St. Gudmund-söfnuður kaþólskra í Jessheim er að taka í notkun nýja kirkju. Á svæðinu búa margir flóttamenn og hælisleitendur en Guðmundur góði var einmitt flóttamaður í Noregi í fjögur ár. Friðsúlan í Viðey var tendruð í fyrrakvöld og mun hún lýsa upp kvöldhimininn til loka mánaðarins. Vetrarsólstöður eru þegar sól er lægst á lofti á norðurhveli jarðar og dagurinn stystur. Sólhvörfin miðast við þann tímapunkt þegar norðupóll jarðar snýr hvað lengst frá sólinni, en þetta gerðist á fimmta tímanum í fyrrinótt. Friðarljósinu hefur verið vel tekið á þessum dimmu vetrarkvöldum og er um leið góð áminning um að upp úr þessu fara dagarnir að lengjast, segir í frétt frá Reykjavíkurborg. Ljós Friðarsúlunnar sést vel á höfuðborgarsvæðinu en einnig má sjá það í beinni útsendingu á vefsíð- unni www.imaginepeacetower.com. Elding býður kvöldferðir tileinkaðar Friðarsúlunni og baráttu John Len- nons og Yoko Ono fyrir heimsfriði. Ef heppnin er með má sjá norður- ljósin dansa yfir eyjunni og Frið- arsúlunni. Siglt er með Eldingu í Frið- arsúluferðir í tengslum við vetr- arsólstöður frá Ægisgarði klukkan 18 dagana 28-31. desember. Bókanir og frekari upplýsngar má nálgast með því að senda tölvupóst á vid- ey@elding.is. Ljósmynd/Bragi Þór Jósefsson Friðarsúla tendruð á vetrarsólstöðum  Mun lýsa kvöldhimininn til áramóta Guðmundur Arason, sem kall- aður var hinn góði, fæddist í Hörgárdal 1161. Hann lést á Hól- um í Hjaltadal 1237 þar sem hann var biskup á Sturlungaöld, frá 1203 til dánardags. Guðmundur var umdeildur og deildi mjög við veraldlega höfð- ingja og hélt lögum og málstað kirkjunnar mjög á lofti. Mikið orð fór af helgi Guð- mundar og voru honum þökkuð ýmis kraftaverk. Hann þótti bæði mildur og mjúkur maður. Guðmundur var fenginn til að vígja jafnt brunna sem björg víða um landið sem bera nafn hans enn í dag eins og Gvend- arbrunnar í Reykjavík og Gvend- arbrunnur á Hólum. Guðmundur góði Arason HÓLABISKUP Ljósmynd/Francis Subramaniam Hornsteinn Óskað var eftir því að hornsteinn kirkjunnar kæmi úr Hóla- byrðu í Hjaltadal. Hann var lagður þann 30. október síðastliðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.