Morgunblaðið - 23.12.2015, Síða 24

Morgunblaðið - 23.12.2015, Síða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2015 Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma tímanlega með skyrturnar fyrir jólin Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík www.bjorg.is • Sími 553 1380 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA ÞVOTTAHÚS – EFNALAUG – DÚKALEIGA Komdu Skínandi hrein og strokin skyrta um jólin Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Alþjóðlega fólksflutningastofnunin (IOM), sagði í gær að rúm milljón flóttamanna og annarra farand- manna hefði farið til Evrópu með ólöglegum hætti það sem af er árinu, fjórum sinnum fleiri en á síðasta ári. Fleiri en 972.000 farandmannanna fóru yfir Miðjarðarhafið, þar af rúm 800.000 frá Tyrklandi til Grikklands. Um 34.000 manns fóru landleiðina frá Tyrklandi til Búlgaríu og Grikk- lands. Flestir drukknuðu á leið frá Líbíu Um helmingur farandmannanna er frá Sýrlandi, um 20% frá Afgan- istan og 7% frá Írak, samkvæmt gögnum Alþjóðlegu fólksflutninga- stofnunarinnar. Þau byggjast á upp- lýsingum um skráða farandmenn í sex aðildarlöndum Evrópusam- bandsins – Grikklandi, Búlgaríu, Ítalíu, Spáni, Möltu og Kýpur. Að sögn stofnunarinnar er talið að 3.695 farandmenn hafi drukknað á leiðinni yfir hafið á árinu. Flestir þeirra fórust á leiðinni frá Líbíu til Ítalíu, eða 2.889 manns. Meira en 700 manns drukknuðu í Eyjahafi á leið- inni frá Tyrklandi til Grikklands. Í yfirlýsingu frá IOM og Flótta- mannastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði að meira þyrfti að gera til að bæta aðstæður flóttamanna, hraða skráningu þeirra og gera ráðstafanir til að hægt yrði að bera fyrr kennsl á þá sem ættu rétt á vernd sem flótta- menn. „Þetta er prófsteinn á hug- sjónir okkar Evrópumanna,“ sagði Kirsty McNeill, talsmaður hjálpar- samtakanna Save the Children, Barnaheilla, í Bretlandi. „Þegar börn deyja við dyraþrep okkar þurf- um við að grípa til djarfmannlegri aðgerða. Ekkert annað mál getur haft meiri forgang.“ Að sögn yfirvalda í Þýskalandi hefur rúm milljón manna farið þang- að í ár í því skyni að óska eftir hæli. Margir þeirra, eða um 40%, eru frá Albaníu og fleiri löndum á Balkan- skaga og ekki teknir með í tölum Al- þjóða fólksflutningastofnunarinnar og Flóttamannastofnunar Samein- uðu þjóðanna. Rúm milljón farand- manna til Evrópu í ár  Nær 3.700 manns drukknuðu á leiðinni yfir Miðjarðarhafið AFP Á flótta Fjölskylda frá Írak í at- hvarfi fyrir flóttafólk í Hollandi. Bandaríska geimferðafyrirtækinu SpaceX tókst að lenda eldflaug heilu og höldnu í fyrsta skipti á Canaver- al-höfða í Flórída í fyrradag. Lend- ingunni var lýst sem tímamóta- áfanga í tilraun fyrirtækisins til að draga úr kostnaði og fjársóun með því að þróa eldflaug sem hægt er að nota oftar en einu sinni eins og flug- vélar. Eldflaug af gerðinni Falcon sneri aftur til jarðar nokkrum mínútum eftir að hafa komið geimfari með ell- efu gervitungl á braut um jörðu. „Fálkinn er lentur,“ sagði kynnir við mikinn fögnuð fólks sem fylgdist með lendingunni í höfuðstöðvum SpaceX í Hawthorne í Kaliforníu. Forstjóri fyrirtækisins, auðkýf- ingurinn Elon Musk, sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem tekist hefði að lenda eldflaug sem gæti komið geimfari á braut um jörðu. Hann bætti við að lendingin væri afrek sem myndi leiða til „byltingar í geimferðum“. SpaceX hafði nokkrum sinnum áð- ur reynt að lenda Falcon-eldflaug á pramma á hafi úti en allar tilraun- irnar misheppnuðust. Fyrir hálfu ári splundraðist Falcon-eldflaug um tveimur mínútum eftir að henni var skotið á loft. Með flauginni eyðilagð- ist geimfar sem átti að flytja dýr- mætan farm, meðal annars hátækni- búnað, í Alþjóðlegu geimstöðina. Sprengingin var rakin til bilunar í súrefnistanki en SpaceX tókst að leysa vandamálið og gera eldflaug- ina 30% öflugri en fyrri flaugar fyr- irtækisins, að sögn Musk. Fyrir- tækið hefur lagt mikið kapp á að draga úr rekstrarkostnaðinum með því að þróa eldflaug sem hægt er að nota oftar en einu sinni. Mikið var í húfi fyrir SpaceX þar sem Geimferðastofnun Bandaríkj- anna, NASA, hefur gert samning við fyrirtækið um að annast flutninga á förmum í geimstöðina og greiðir fyr- ir það jafnvirði 210 milljarða króna. bogi@mbl.is Heimildir: SpaceX/Space.com/NBC/Jon Ross Geimferðafyrirtækinu SpaceX tókst í fyrsta skipti að lenda eldflaug heilu og höldnu í fyrradag Eldflaug lent í fyrsta skipti Farmur Dragon- geimfar Tveggja þrepa eldflaug af gerðinni Falcon 9 skotið á loft frá Canaveral-höfða í Flórída Áður hafði verið reynt að lenda eldflaug á pramma á hafi úti en það tókst ekki Fyrsta þrep losnar af Hreyflar koma fyrsta þrepinu aftur í lóðrétta stöðu Geimfarið flutti ellefu gervitungl út í geiminn Eldflaugin lenti upprétt á lendingarpalli Nýtt lendingarsvæði á Canaveral-höfða* *Svæðið var áður notað til að skjóta eldflaugum í tilraunaskyni Lendingin sögð marka tímamót  Gæti leitt til „byltingar í geimferðum“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.