Morgunblaðið - 23.12.2015, Síða 25
FRÉTTIR 25Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2015
Opið kl. 10-22 í dag, Þorláksmessu og aðfangadag kl. 10-13.
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355
Gjöfin hennar
Gjafakort
Kígali. AFP. | Frá því að Afríkuríki
fengu sjálfstæði á öldinni sem leið
hafa margir leiðtogar þeirra knúið
fram breytingu á stjórnarskrár-
ákvæðum sem takmörkuðu valda-
tíma þeirra. Síðasta dæmið er Rú-
anda þar sem tillaga um að breyta
stjórnarskránni var samþykkt með
98,4% atkvæða í þjóðaratkvæða-
greiðslu um helgina. Breytingin ger-
ir forseta landsins, Paul Kagame,
kleift að gefa kost á sér til endur-
kjörs árið 2017 eftir að hafa verið við
völd í tvö sjö ára kjörtímabil. Nái
hann endurkjöri heldur hann for-
setaembættinu í sjö ár til viðbótar
og eftir það getur hann gegnt því í
tvö fimm ára kjörtímabil.
Í níu öðrum löndum hefur þjóðar-
leiðtogunum tekist að knýja fram
stjórnarskrárbreytingar til að halda
völdunum og búist er við að forseti
Austur-Kongó fari að dæmi þeirra á
næsta ári:
Búrúndí: Pierre Nkurunziza forseti
var endurkjörinn í júlí sl. í kosning-
um sem stjórnarandstaðan sniðgekk
vegna deilu um hvort stjórnarskráin
heimilaði framboð hans. Deilan
leiddi til átaka sem kostuðu hundruð
manna lífið og hundruð þúsunda
flúðu landið.
Simbabve: Ný stjórnarskrá var
samþykkt 2013 til að gera Robert
Mugabe kleift að gegna forsetaemb-
ættinu lengur. Hann hefur verið við
völd í 35 ár.
Djíbútí: Þing landsins samþykkti
stjórnarskrárbreytingu í apríl 2010
til að gera forsetanum, Ismael Omar
Guelleh, kleift að bjóða sig fram árið
2011 og aftur á næsta ári. Hann hef-
ur verið við völd frá 1999.
Alsír: Þingið samþykkti í nóvember
2008 að afnema stjórnarskrárákvæði
um að enginn mætti gegna forseta-
embætinu lengur en í tvö kjörtíma-
bil. Abdelaziz Bouteflika, sem hefur
verið við völd frá 1999, var síðan
endurkjörinn 2009 og aftur á síðasta
ári.
Kamerún: Þingið afnam takmörkun
á valdatíma forsetans í apríl 2008.
Paul Biya, sem komst til valda 1982,
var endurkjörinn í október 2011.
Úganda: Takmörkun á valdatíma
forsetans var afnumin í júlí 2005. Yo-
weri Museveni, við völd frá 1986, var
síðan endurkjörinn 2006 og 2011.
Hann stefnir að endurkjöri á næsta
ári.
Tsjad: Stjórnarskránni var breytt í
júní 2005 eftir umdeilda þjóðar-
atkvæðagreiðslu um að afnema
ákvæði um að enginn mætti gegna
forsetaembættinu lengur en í tvö
fimm ára kjörtímabil. Idriss Deby,
við völd frá 1990, var endurkjörinn
2006 og aftur 2011.
Tógó: Stjórnarskránni var breytt í
desember 2002 til að gera forset-
anum, Gnassingbe Eyadema, kleift
að bjóða sig fram til endurkjörs 2003
eftir að hafa verið við völd frá 1967.
Eftir að hann lést í febrúar 2005
heimilaði þingið syni hans að taka
við forsetaembættinu.
Vestur-Kongó: Stuðningsmenn
Denis Sassou Nguesso fögnuðu sigri
í þjóðaratkvæði 27. október sl. um
breytingu á stjórnarskránni til að
gera hann kjörgengan í kosningum á
næsta ári. Hann hefur verið við völd
í rúm 30 ár.
Austur-Kongó: Joseph Kabila tók
við forsetaembættinu af föður sínum
sem var myrtur í janúar 2001. Talið
er að hann reyni að knýja fram
stjórnarskrárbreytingu til að hann
geti boðið sig fram á næsta ári.
Í fjórum löndum Afríku – Búrkína
Fasó, Sambíu, Nígeríu og Malaví –
hafa leiðtogarnir reynt án árangurs
að knýja fram stjórnarskrárbreyt-
ingu til að geta haldið lengur um
stjórnartaumana.
Stjórnarskrá breytt til að halda völdum
Margir þjóðarleiðtogar í Afríku hafa
knúið fram stjórnarskrárbreytingu til
að gera sér kleift að sitja lengur
Þaulsætnir þjóðhöfðingjar í Afríku
Tógó
Kamerún
Tsjad
Búrkína Fasó Djíbútí
Úganda
Rúanda
Sambía
BúrúndíAustur-Kongó
Angóla
Simbabve
V-Kongó
Alsír
Malaví
Heppnuðust
Hafa verið við völd frá
Tilraunir til að breyta
stjórnarskrá
Mistókust Áformaðar
Joseph Kabila
Hyggur á fram-
boð á næsta ári
Denis
Sassou Nguesso
Jose
Eduardo
dos Santos
Vill bjóða sig fram í
3. sinn á næsta ári
Blaise Compaore
Varð að segja af
sér 2014 eftir að
hafa verið við
völd í 27 ár
Faure
Gnassingbe
Paul Biya
6. kjörtímabil
hans hófst 2011
Abdelaziz
Bouteflika
Idriss
Deby Itno
Ismael
Omar
Guelleh
Yoweri
Museveni
Frederick
Chiluba
Varð að
segja af
sér 2001
Pierre Nkurunziza
Átök blossuðu upp
eftir að hann ákvað
að bjóða sig fram
aftur
Paul Kagame
Getur boðið sig fram
að nýju 2017 eftir
að breyting á stjórnar-
skránni var samþykkt
Bakili Muluzi
Var forseti 1994-2004 og
reyndi án árangurs að
breyta stjórnarskránni til
að geta boðið sig fram
Robert
Mugabe
2000
1999
2005
1999
19802001
1979-92, 1997
1979
2005
1982
1986
1990
XX