Morgunblaðið - 23.12.2015, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 23.12.2015, Qupperneq 26
Heimild: Institute for the Study ofWar, ISW. Talibanar í Afganistan 100 km KABÚL PAKISTAN ÍRAN Kunduz Ghazni Jalalabad Herat Sangin Bagram- herflugvöllurinn Baghlan AFGANISTAN HELMAND Yfirráðasvæði talibana Svæði þar sem talibanar njóta trausts stuðnings Samkvæmt rannsókn sem hugveitan ISW birti 10. desember Svæði þar sem talibanar njóta ótrausts stuðnings Talíbanar réðust á bandaríska her- menn skammt frá Kabúl á mánu- dag og felldu sex þeirra. Stríðinu í Afganistan er alls ekki lokið, afg- anskir stjórnarhermenn hafa und- anfarna mánuði átt í vök að verjast vegna fjölmargra árása talíbana. Akkilesarhæll stjórnarliða er sagð- ur vera að þeir styðjast ekki við flugher. En einnig er ljóst að stjórn þeirra Ashraf Ghanis forseta og Abdullah Abdullah, næstráðanda hans, er afar veik. Fátt bendir til þess að hún ráði yfirleitt miklu. Pakistaninn Ahmed Rashid, þekkt- ur blaðamaður og höfundur bóka um talíbana, Pakistan og nálæg ríki, ritar grein í tímaritið Specta- tor í desember. Hann segir að að- stoðarhéraðsstjórinn í Helmand hafi nýlega skrifað athugasemd á Facebook-síðu Ghanis og beðið um hjálp gegn talíbönum. Sér hafi ekki tekist að ná beinu sambandi við forsetann með öðrum aðferðum. Lykill að stöðugleika Rashid segir að ef talíbanar taki Helmand geti Afganistan orðið nýtt Sýrland. Stöðugleiki í Afganistan sé lykillinn að því að hægt verði að koma á stöðugleika á öllu svæðinu. „Talíbönum vex ásmegin og aðr- ir svipaðir hópar stjórna í miklum hluta landsbyggðarinnar,“ segir Rashid. „Og þetta – ásamt því að Ríki íslams [IS] gæti fært út kvíarn- ar – merkir að ástandið í Afganist- an er sennilega verra núna en fyrir innrás erlendu herjanna 2001. Sáralítið er ritað um þessi mál vegna þess að flestir vestrænir leið- togar líta nú á Afganistan sem gamalt vandamál, viðfangsefni sem hafi kvalið fyrirrennara þeirra, vanda sem þeir vilja ekki takast á við. En þið skuluð búast við því að heyra meira af Afganistan á næsta ári vegna þess að slæmt ástand er að verða miklu verra.“ Rashid segir markmið NATO- landanna 2001 hafa verið að hrekja talíbana frá völdum og kom til valda stöðugri ríkisstjórn. Nóg væri af hófsömum leiðtogum sem með smávegis hjálp vestrænna ríkja myndu tryggja slíka nið- urstöðu. En nokkur hundruð talíb- anar hafi nýlega ráðist inn í Kun- duz, borg með um 300 þúsund íbúa. Tekið hafi tvær vikur að hrekja þá á brott. kjon@mbl.is Gæti orðið annað Sýrland 26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2015 Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Mild og sterk skata Tindabikkja Skötustappa tvær tegundir ( vestfirsk og hvítlauks stappa) Saltfiskur Plokkfiskur Síldaréttir tvær tegundir Að sjálfsögðu verða á boðstólum sjóðandi heitir hamsar og hnoðmör, hangiflot, kartöflur, rófur, smjör og rúgbrauð. EFTIRRÉTTUR Jólagrautur með rúsínum og kanilsykri Verð 3.700 kr.* pr. mann *Fyrirtæki sem eru í hádegisáskrift hjá okkur, verð 3.200 kr. verður að panta fyrirfram. MATSEÐILL veislulist.is Vinsamlega pantið tímalega í síma 555 1810 Skötuveisla 23.des Í HÁDEGINU Á ÞORLÁKSMESSU Húsið opnar kl 11:30 Skötuhlaðborð í hádeginu á Þorláksmessu í veislusal okkar. Boðið verður upp á skötu fyrir amlóða upp í fullsterka. Lengi hefur verið deilt um það hvort Neanderdalsmenn, sem dóu út fyrir um 30 þúsund árum, hafi getað talað eða orðið að láta látbragð, skræki og urr duga. En alþjóðlegt teymi vís- indamanna hefur rannsakað vand- lega steingerð bein úr hálsi eins frummannsins og notað m.a. rönt- genmyndir og þrívíddartækni. Þeir álíta nú mjög líklegt að hann hafi getað talað, segir í frétt BBC. Rannsóknin beindist að svo- nefndu hyoid-beini efst í hálsinum en það er ekki tengt neinum öðrum beinum með vöðvum og að því leyti einstakt. Beinið styður við tungu- rótina. Staðsetning beinsins í mönn- um gerir þeim kleift að tala en það er ekki á alveg sama stað í simp- önsum og öðrum öpum. Þeir geta því ekki talað. En 1989 fannst hyoid- bein, steingert að sjálfsögðu, úr Neanderdalsmanni og það er mjög líkt sams konar beini í mannfólki. Nú hafa tölvumódel sýnt að hann hafi getað notað þetta bein á svip- aðan hátt og nútímamenn. „Margir halda því fram að geta okkar til að tala sé eitt af þeim grundvallaratriðum sem gera okkur mennsk,“ segir einn vísindamann- anna, Ástralinn Stephen Wroe. „Ef Neanderdalsmenn áttu sér tungu- mál voru þeir sannarlega líka mennskir.“ Yfirleitt er talið að flókið tungu- mál hafi fyrst byrjað að þróast fyrir um 100 þúsund árum. En umrætt hyoid-bein, sem fannst í Kebara- helli í Ísrael 1989, hefur umbylt þeim hugmyndum. Neanderdals- menn eru kenndir við samnefndan dal í Þýskalandi en þar fundust steingerðar leifar frummannanna á 19. öld. DNA-rannsóknir sýna að þeir hafi líklega blandast nokkuð forfeðrum nútímamanna, Cromagn- on-mönnum. kjon@mbl.is Heilmikið spjallað í Neanderdal?  Kannski gátu frummennirnir talað Herra heimur Svona gæti fullorðinn Neanderdalsmaður hafa litið út. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Breskir hermenn hafa verið sendir til Shorabak-herstöðvarinnar í Helmand-héraði í Afganistan og munu aðeins veita ráðgjöf en ekki taka beinan þátt í bardögum. Liðið er hluti af mun fjölmennari sveitum Atlantshafsbandalagsins, NATO. Bretar hafa enn um 450 hermenn í landinu. Talíbanar virðast vera að ná á sitt vald borginni Sangin í Helm- and en þar eru vopnaðar sveitir lög- reglumanna og hermenn til varnar. Liðið er þó í miklum vanda þar sem talíbanar hafa komið í veg fyrir alla birgðaflutninga. Vopn og matur er orðinn af skornum skammti, að sögn lögreglustjóra sýslunnar, Mo- hammad Dawood. Talíbanar segjast nú ráða öllu í Helmand en því neitar héraðsstjórinn, Merza Khan Rahimi. „Öryggissveitir okkar eru í Sangin og það eru átök en svæðið er á okkar valdi,“ sagði hann. Óljósar fregnir bárust af stöðu mála í Sangin frá embættismönnum á staðnum. Sumir sögðu talíbana þegar hafa lagt hana undir sig, aðrir að stjórnarliðar verð- ust enn í lögreglustöð borgarinnar. Var þetta þess virði? Bretar voru lengi með mikið lið í Helmand og þekkja því aðstæður vel. Sangin var miðstöð um hríð fyrir allt alþjóðlega herliðið í öllu Afgan- istan. Ef talíbanar taka hana geta þeir skorið á flutningaleiðir afganska hersins til Lashkar Gah, höfuðborg- ar Helmand. Einnig er mikil ópíum- framleiðsla í Sangin sem myndi tryggja þeim öruggar tekjur. Um 900 liðsmenn NATO, þar af um 100 Bretar, féllu í bardögum við talíbana og aðra vígamenn í Helmand meðan NATO hafði yfirstjórn baráttunnar gegn talíbönum á sinni hendi. Richard Streatfield majór, sem var hermaður í alls sjö mánuði í Sangin 2009 og 2010, sagði í viðtali við BBC að það væru „hrikaleg von- brigði“ að sjá að borgin væri í hættu „Ég get ekki neitað því að per- sónulega fer ég að velta því fyrir mér hvort þetta hafi verið þess virði,“ sagði Streatfield. Ljóst sé að eitt- hvað hefur mistekist herfilega fyrst talíbanar séu nú aftur farnir að ógna staðnum. Yfirmaður héraðsráðs Helmand, Muhammad Kareem Atal, segir að alls hafi um 2.000 liðsmenn öryggissveita fallið í héraðinu það sem af er ári. Talíbanar ógna á ný mikilvægri borg í Helmand  Fall hennar yrði mikið áfall fyrir afganska stjórnarherinn í héraðinu Óvinsælir stjórnarliðar » Ekki er víst að auðvelt verði fyrir talíbana að taka og halda Sangin. Stjórnarherinn er bet- ur vopnaður en yfirstjórn hans er sögð léleg. » Margir Helmand-búar eru sagðir vera andvígir stjórn- arhernum. » Hann er sakaður um að hafa staðið fyrir aðgerðum sem valdið hafi óþarfa tjóni. Abdullah Abdullah Ashram Ghani

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.