Morgunblaðið - 23.12.2015, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ríkisútvarpiðhefur tekiðþá afstöðu,
ólíkt öllum öðrum
fjölmiðlum, að
reyna ekki að laga
fjárhagsstöðu sína
með því að taka til í
rekstrinum heldur með því að
reka áróður gegn eiganda sín-
um á opinberum vettvangi. Á
undanförnum vikum og mán-
uðum hefur þetta verið mjög
áberandi og má teljast með
miklum ólíkindum hvernig Rík-
isútvarpið gengur fram í bar-
áttunni fyrir auknu framlagi
frá skattgreiðendum en gerir
ekkert til að leggja fram áætl-
anir um sparnað í rekstri.
Lengi hefur legið fyrir að
lögum samkvæmt yrði útvarps-
gjaldið lækkað úr 17.800 krón-
um á þessu ári í 16.400 krónur
á því næsta. Í hefðbundinni rík-
isstofnun, og að sjálfsögðu í öll-
um öðrum fyrirtækjum sem
stæðu frammi fyrir minnkandi
tekjum, hefði þetta þýtt að
unnið hefði verið að því að laga
reksturinn að fyrirsjáanlegum
samdrætti tekna. En Ríkis-
útvarpið telur að um það eigi að
gilda önnur lögmál og fyrir-
mæli en þau sem Alþingi gefur.
Þess vegna kom það því mið-
ur ekki á óvart, að jafnvel þeg-
ar langt var liðið á desember og
lækkun útvarpsgjalds var að
verða að veruleika innan nokk-
urra daga, þá svaraði útvarps-
stjóri spurningum um fyrirhug-
aðar aðgerðir til að mæta
minnkandi tekjum á þann veg
að ekki væri farið að huga að
niðurskurði.
Þess í stað fór tími stjórn-
enda Ríkisútvarpsins í að reka
áróður sinn fyrir auknu ríkis-
framlagi í þinginu, gagnvart
þingmönnum og ráðherrum og
fór sú vinna bæði fram beint og
óbeint í gegnum fréttaflutning
eins og jafnan tíðkast á þeim
bænum.
Þetta viðhorf til rekstrar
Ríkisútvarpsins og framlags
skattgreiðenda er í sama anda
og það að Ríkisútvarpið sá
aldrei ástæðu til þess í ár að
leggja fram sannfærandi
rekstraráætlun, sem þó var
skilyrði sem ríkisvaldið hafði
sett fyrir viðbótarfjárveitingu.
Þetta skilyrði var hunsað og
áróður og þrýstingur á þing-
menn og ráðherra látinn koma í
staðinn. Og þessi aðferð dugði,
þrátt fyrir að vilji þingmanna
meirihlutans og fjárlaganefnd-
ar væri skýr um að Rík-
isútvarpið skyldi sæta þeirri
lækkun útvarpsgjaldsins sem
ákveðin hafði verið löngu áður.
Stjórnendur Ríkisútvarpsins
sluppu við að leggja fram
rekstraráætlun um hagræð-
ingu og þeir sluppu við að huga
að niðurskurði. Þess í stað kom
fram tillaga um að útvarps-
gjaldið skyldi ekki hækka en
skattgreiðendur
skyldu í gegnum
aðra skatta leggja
fram upphæð sem
er litlu lægri.
Með þrýstingi og
pólitískum klækja-
brögðum tókst
stjórnendum Ríkisútvarpsins
þannig að kreista fram tekjur
frá ríkinu umfram það sem ætl-
að hafði verið og gert var ráð
fyrir í lögum.
Þrátt fyrir þetta eru stjórn-
endur Ríkisútvarpsins ekki
fyllilega sáttir, því að þeir
hefðu viljað enn meira, eins og
alltaf. En er Ríkisútvarpið
svona illa haldið á tekjuhlið-
inni, eða getur verið að eitt-
hvað annað valdi fjárhagsvand-
anum?
Í athyglisverðri grein eftir
Friðrik Friðriksson hagfræð-
ing hér í Morgunblaðinu bendir
hann á að Ríkisútvarpið hafi
„fram að þessu ekki þurft að
hafa áhyggjur af sveiflum í
gjaldstofninum þar sem fjölgun
hefur orðið í greiðendahópnum
og tekjur því hækkað án þess
að það kæmi rekstri RÚV
nokkuð við. Bæði vegna bætts
árferðis þar sem fleiri greiða
tekjuskatt og fjölgunar í greið-
endahópnum vegna breytinga í
aldurssamsetningu.
Ekki fór hátt á síðustu dög-
um þegar Alþingi samþykkti að
92 milljónir aukalega rynnu til
RÚV vegna bættrar innheimtu
útvarpsgjaldsins (fleiri voru í
hópi greiðenda en áætlað var).
Hvergi var þessi lottóvinningur
settur í það samhengi að hann
kæmi til mótvægis við lægri
tekjur vegna hagræðingarkröf-
unnar. Fram til þessa hefur
RÚV því notið góðs af fjölgun
greiðenda og fengið aukatekjur
undir radar.“
Í áróðri sínum fyrir auknu
framlagi skattgreiðenda nefna
stjórnendur Ríkisútvapsins
aldrei þessi atriði sem fram
komu í grein Friðriks. Þeir
nefna ekki heldur að ríkið hef-
ur ákveðið að afhenda Ríkis-
útvarpinu 1,5 til 2 milljarða
króna sem gert er ráð fyrir að
fáist í tekjur af lóð við hlið út-
varpshússins. Hinn „hlutlausi“
miðill, rekinn „í almannaþágu“
og sagður „okkar allra“ er not-
aður með öllum tiltækum hætti
í einhliða áróður fyrir auknu
ríkisframlagi.
Nú hlýtur að vera nóg komið.
Ekki er lengur hægt að una við
það að þessi ríkisstofnun fari
sínu fram, hunsi lagafyrirmæli
og beygi þingmenn og ráðherra
undir vilja sinn. Almenningur
kaus ekki stjórnendur Ríkis-
útvarpsins til að fara með opin-
bert vald og kjörnir fulltrúar
verða að standa í lappirnar og
hætta að láta fjárlagavaldið frá
sér af ótta við áróðurinn.
Jafnvel þó að hann sé á
stundum hávær.
Ríkisútvarpið notar
krafta sína í áróður
fyrir auknu skattfé í
stað þess að laga
reksturinn}
Ríki í ríkinu
Á
ður en ég hóf störf hjá Morgun-
blaðinu fyrir langa löngu var ég
háseti, þá netamaður og loks
bátsmaður á togara. Þar sem
troll er alla jafna dregið eftir
sjávarbotni slæðist stundum eitt og annað upp
í það sem þar liggur og er híft upp á þilfar.
Mér er til að mynda minnisstætt þegar
kvikindi eitt sat fast í belgnum á trollinu við
hífingu, ógreinilegt um hvaða skepnu var að
ræða, þar sem það var svo rotið og illa út leikið
– hugsanlega var það hnýðingur eða hnísa eða
jafnvel smávaxinn beinhákarl. Slíkt og þvílíkt
kom fyrir, að dauð smáhveli þvældust upp
með trollinu, en ég man svo vel eftir þessu at-
viki þar sem lyktin af skepnunni var svo slæm
þegar við vorum að hreinsa hana úr netinu að
múkkar sem flugu nærri skipshliðinni duttu
dauðir niður þegar fnykurinn barst út yfir borðstokkinn.
Svo hætti ég á sjónum og gleymdi þessu atviki, eða
bældi það líklega með mér, en það rifjaðist rækilega upp
fyrir mér eitt sinn þar sem ég sat í bankaútibúi á Þor-
láksmessu fyrir nokkrum árum og beið eftir afgreiðslu.
Þá gaus nefnilega skyndilega upp stækur fnykur, svo
stækur að skepnan forðum stóð (lá) ljóslifandi fyrir mér
og það hvernig hún var orðin svo rotin að hún lak eig-
inlega í gegnum netmöskvana þegar við bösluðum við að
hreinsa belginn.
Við nánari skoðun kom þó í ljós að lyktin kom af manni
sem komið hafi inn í bankann rétt í þessu. Hann var
snyrtilega klæddur, í Burberry-frakka að
mér sýndist, með leðurhanska og í top notch-
skóm. Viðkomandi tók greinilega eftir að allir
í bankanum litu til hans og allmargir með
ygglibrún því hann lyfti upp höndunum eins
og í uppgjöf og sagði stundarhátt svo heyrðist
yfir útibúið: „Fyrirgefið þetta. Ég var á gangi
upp Laugaveginn þegar vinur minn kom út
og lagði höndina á öxlina á mér augnablik til
að heilsa mér. Hann var að koma úr skötu-
veislu og ég er á leiðinni heim að skipta um
föt.“
Nú hefur þú kannski lent í öðru eins, kæri
lesandi, og kannski hefur þú meira að segja
séð bláma eiturgufunnar liggja yfir Kvosinni
þegar gengið er niður Bankastræti í kyrrlátu
veðri síðdegis á Þorláksmessu. Þú getur þó
tekið gleði þína því vísbendingar eru um að sá
dagur muni upp renna að fólk hætti að borða úldinn fisk.
Það kom nefnilega fram í könnun markaðsrannsóknafyr-
irtækisins MMR í gær að æ færri leggja kæsta skötu sér
til munns á Þorláksmessu. Á síðustu fjórum árum hefur
hlutfall þeirra sem borða skötu til hátíðabrigða þennan
dag þannig minnkað úr 41,8% í 35,8%. Þegar rýnt er í
könnunina kemur einnig í ljós að yngra fólk er ólíklegra
til að storka bragðlaukunum á þennan hátt en þeir sem
fullorðnir eru. Sú stund mun þá kannski renna upp að
óhætt verður að heilsa fólki á förnum vegi á Þorláks-
messu án þess að þurfa að afklæðast úti á tröppum þegar
heim er komið og skilja fötin eftir úti. arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Eiturgufa og úldinn fiskur
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Íslenska djúpborunarverk-efnið hefur verið endurvakið.Fengist hefur styrkur árannsóknaráætlun Evrópu-
sambandsins, Horizon 2020, til
rannsókna og þróunar á jarðhita-
nýtingu á Reykjanesi og í Suður-
Frakklandi.
Ein af vinnsluholum Reykja-
nesvirkjunar verður dýpkuð í 4-5
kílómetra. Tilgangurinn er að sýna
fram á að framleiða megi orku úr
djúplægum hitakerfum beint eða
með örvun.
HS Orka leiðir rannsóknaverk-
efnið auk þess standa ÍSOR, Lands-
virkjun og GEORG – rannsóknar-
klasi í jarðhita að verkefninu ásamt
þátttakendum frá Frakklandi,
Þýskalandi, Ítalíu og Noregi. Styrk-
urinn sem fæst á Horizon 2020 er
tæpar tuttugu milljónir evra sem
svarar til rúmlega 2,8 milljarða ís-
lenskra króna. Er þetta stærsti
styrkur Horizon sem veittur hefur
verið til verkefnis sem Íslendingar
stjórna. Um 45% af styrknum, eða
um 1,3 milljarðar króna, nýtast
beint til rannsókna á Íslandi.
Holan dýpkuð í 5 km
Styrktímabilið er fjögur ár. Á
komandi vori er fyrirhugað að
hreinsa 2,5 km djúpa vinnsluholu á
Reykjanesi, fóðra með steyptri stál-
fóðringu niður fyrir 3 km og dýpka
niður í 4-5 km dýpi. Líklegast er að
risaborinn Þór hjá Jarðborunum Ís-
lands verði notaður. Hann er lang-
stærsti bor sem hingað hefur komið.
Guðmundur Ómar Friðleifsson,
yfirjarðfræðingur hjá HS Orku,
segir að vinnslutæknin ráðist af því
hvernig jarðhitavökvi finnst á botni
bolunnar. Ef unnt verði að vinna yf-
irhitaða orkuríka gufu beint verði
það fyrsti valkostur. Ef efnasam-
setning vökvans reynist ekki viðráð-
anleg verði vatni frá yfirborði dælt
ofan í holuna til að efla orkuvinnslu í
grynnri nærliggjandi holum. Mun
niðurdæling og vinnslutilraunir
standa næstu tvö árin á eftir borun.
„Þetta er mjög áhugavert rann-
sóknarverkefni til að kanna hvað er
undir jarðhitasvæði, framsækið og
metnaðarfullt,“ segir Ásgeir Mar-
geirsson, forstjóri HS Orku. „Þess
er vænst að þar sé jarðhitavökvi
með meiri hita og þrýsting og þar
með meira orkuinnihaldi. Það gæti
leitt til aukinnar orkuvinnslu með
minna flatarmáli og minni umhverf-
isáhrifum.“
Franski hluti verkefnisins
gengur út á að sýna fram á slíka
vinnslu á tveimur stöðum í Suður-
Frakklandi þar sem berghiti er mun
lægri, eða um 200 gráður en áætlað
er að hitinn undir Reykjanesi sé um
500 gráður á 4-5 kílómetra dýpi. Ef
lekt í djúpi jarðlögunum á Reykja-
nesi eða í Frakklandi reynist ekki
nægjanleg verður beitt örvunar-
aðgerðum til að auka vatnsleka og
er umtalsverður hluti styrksins ætl-
aður í þróun og rannsóknir á þeim.
Styrkveiting ESB tengist
áherslu á endurnýjanlega orkugjafa
í Evrópu. Áhugi er á að víkka út
nýtingu á jarðhita með því að fara á
svæði sem hafa lægra hitastig. Guð-
mundur Ómar segir að víðar sé ver-
ið að hugsa djúpt, eins og hann tek-
ur til orða, meðal annars á Ítalíu, í
Japan og á Nýja-Sjálandi og hvatt
sé til þess í Bandaríkjunum.
Morgunblaðið/RAX
Kraftur Ef hægt er að nýta orkuna sem liggur dýpra á jarðhitasvæðunum
fæst meiri kraftur úr hverri borholu og hægt að nota færri holur.
„Þetta er þróunarverkefni sem miðar að því að kanna
hvort ná megi umtalsvert meiri orku upp úr hverri holu
með því að bora dýpra,“ segir Guðmundur Ómar Frið-
leifsson um tilgang Íslenska djúpborunarverkefnisins
(IDDP). Hann vísar til fyrsta hlutans sem var á Kröflu-
svæðinu. Á árunum 2008 til 2009 var fyrsta djúpbor-
unarholan boruð þar og lenti hún í 900 stiga heitri
kviku á 2,1 km dýpi. Þar tókst að sýna fram á að vinna
mætti mikla orku úr yfirhitaðri gufu úr berginu rétt of-
an við bráðna bergkviku. Landsvirkjun áformar að
halda áfram tilraunum með slíka orkuvinnslu þar á
næstu árum.
„Ef hægt er að endurtaka þetta á öðrum jarðhitasvæðum hér og er-
lendis, að fara í háorkuástand, má afla meiri orku og á umhverfisvænni
hátt. Hægt verður að dýpka holur eða bora nýjar og síður þarf að breiða
úr sér á ný svæði. Þetta er því mikilvæg tilraun til breytingar á orkunýt-
ingu,“ segir Guðmundur Ómar.
DJÚPBORUNARVERKEFNIÐ
Guðmundur Ómar
Friðleifsson
Mikilvæg tilraun til breytinga
Leitað djúpt undir
jarðhitasvæðunum