Morgunblaðið - 23.12.2015, Síða 30

Morgunblaðið - 23.12.2015, Síða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2015 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Láttu drauminn rætast. Svo virðist sem aldraðir á Akureyri telji væntingar sam- félagsins til aldraðra almennt ekki miklar hér á landi ef marka má niðurstöður fram- tíðarþings um far- sæla öldrun sem haldið var á Akureyri í vor sem leið. Þingið var samvinnuverkefni Öldrunarráðs Íslands, Akureyrarbæjar, Félags eldri borgara á Akureyri, HA, Land- sambands eldri borgara og velferð- arráðuneytisins og var með sama sniði og þing með sama heiti sem haldið var í Reykjavík í mars 2013. Framtíðarþingin hafa að megin- markmiði að skapa vettvang fyrir þá sem koma að öldrunarmálum til að ræða og skiptast á skoðunum um það hvernig samfélag Íslendingar vilja búa eldri kynslóðum landsins og ræða mismunandi sjónarmið á mál- efnalegan og uppbyggilegan hátt. Þá er tilgangurinn ekki síður sá að hlusta eftir viðhorfum eldri borgara og miðla þeim til stjórnvalda sem vonandi nýtast í stefnumörkun til framtíðar. Einnig var áhugavert að hlusta eftir því hvort unnt væri að greina áherslumun á lífsviðhorfum eldri borgara eftir landshlutum. Almennt má segja, þegar rýnt er í niðurstöður þingsins á Akureyri, að öryggi skiptir aldraða miklu máli, bæði félagslegt og fjárhagslegt, en ekki síður er varðar heilbrigðisþjón- ustu og búsetuöryggi. Á Akureyri lögðu þátttakendur m.a. áherslu á að þjónusta við aldraða þyrfti að vera betur einstaklingsmiðuð í samræmi við þarfir á hverjum tíma. Á sama hátt og heilbrigðiskerfið legði áherslu á að aldraðir byggju sem lengst á eig- in vegum þyrfti kerfið jafnframt að axla þá ábyrgð að veita öldruðum greiðan aðgang að öruggu húsnæði og umönnun á hjúkrunarheimili þeg- ar heilsan bilar og viðkomandi getur ekki lengur búið á eigin vegum. Jafn- framt lögðu fundarmenn áherslu á mikilvægi þess að stía hjónum ekki í sundur á slíkum tímamótum heldur gera þeim kleift að njóta síðustu ár- anna saman. Elliárin eru almennt kærkominn tími til að njóta aukins frítíma og áhugamála. Þessi sömu sjónarmið voru einnig ofarlega í huga fundar- manna á þinginu í Reykjavík vorið 2013. Engu að síður taldi rúmur helmingur fundarmanna á Akureyri væntingar samfélagsins til aldraðra fremur óljósar og jafnvel ekki mikl- ar. Þannig virtist mörgum sem sam- félagið ætlaðist ýmist til þess að aldraðir legðu áfram sitt af mörkum til samfélagsins á elliárunum en jafnframt að þeir þvældust ekki mik- ið fyrir og gerðu sem minnstar kröf- ur. Það kom skýrt fram á Akureyri að fundarmenn upplifðu það sem svo að samfélagið liti á aldraða sem eins- leitan hóp, þar sem allir ættu að vera sáttir við að hætta að vinna á sama aldri. Veruleikinn væri annar enda aldraðir jafn fjölbreyttur hópur og einstaklingarnir eru margir. Mik- ilvægt væri t.d. að innleiða sveigj- anlegri starfslok því mörgum hent- aði illa að hætta þátttöku á vinnumarkaði við fyrirfram ákveð- inn aldur. Enda þótt niðurstöður frá fram- tíðarþinginu á Akureyru gefi fyrst og fremst vísbendingu um það sem brennur heitast á þeim sem tóku þátt, sýna þær engu að síður ákveðna samfellu með þeim mál- efnum aldraðra sem hæst ber í sam- félaginu og varða m.a. lífeyrismál, húsnæðismál, umönnun og heil- brigðisþjónustu. Fundarmenn á Ak- ureyri lögðu mikla áherslu á mik- ilvægi þess að lögfesta frá Alþingi umboðsmann aldraðra. Það á ekki að vera kvíðvænlegt að eldast á Íslandi Eftir Pétur Magn- ússon og Jónu Valgerði Krist- jánsdóttur Pétur Magnússon »Niðurstöður frá Ak- ureyri sýna samfellu með þeim málefnum aldraðra sem hæst ber í samfélaginu og varða m.a. húsnæði, umönnun og heilbrigðisþjónustu. Pétur er formaður Öldrunarráðs Ís- lands, Jóna Valgerður er varaformaður Öldrunarráðs Íslands og fyrrverandi formaður Landssambands eldri borg- ara. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Ég keypti hangikjöt í fríhöfninni þrátt fyrir að mér þætti það hrylli- lega dýrt, en hélt að svona væri Ís- land í dag (bý erlendis) og lét mig bara hafa það (eins og landinn hefur gert í mörg ár). Nokkrum dögum seinna sé ég svo að sama hangikjöt er til sölu miklu ódýrara annars staðar. (Kílóverð í fríhöfninni er 3.949, á móti 2.800-3.200 annars staðar). Ég borga þar með ca. 2.500 fyrir hangikjötið. Ég er svo reið og svekkt yfir þessu og finnst að mér sé skylt að vara fólk við að láta bjóða sér þetta, sem ég kalla hreint út sagt okur. Við hlið mér var ungur maður með tvö börn, líka á leið utan, og þegar hann sá verðið á kjötinu féll- ust honum hendur og hætti við kaupin (skynsamur maður þar á ferð). Þetta er ekki það eina sem hefur hækkað upp úr öllu valdi eftir að Fríhöfninni var breytt. Finnst virkilega engum þetta undarlegt og af hverju er verðið svona hátt þegar þetta á að heita fríhöfn? spyr ein fá- vís og öskuill. Ein sem finnur sig ekki í hverju sem er. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Verðlag í fríhöfninni Þjóðlegt Ljúffengt hangikjöt er á borðum margra um jólin. Eitt af því fjöl- marga sem mig skort- ir skilning á er hvern- ig hinn svokallaði mannauður er verð- lagður. Þetta segi ég vegna þess að stund- um þegar fjallað er um búferlaflutninga héðan og til annarra landa er þess sér- staklega getið að um svo og svo marga há- skólamenntaða hafi verið að ræða og stundum er umfjöllunin svo há- stemmd og forskrúfuð að talað er um spekileka frá landinu. Ekki minnist ég þess að nefnt sé hvaða háskólagráður þetta blessaða fólk hafi haft sem var að yfirgefa landið, nei öll háskólamenntun er sett und- ir sama hattinn og talin þjóðinni jafn nytsöm í þessum spekileka út- reikningum. Nú er það viðurkennd staðreynd að verðmæti veraldlegra gæða ráð- ast í flestum tilfellum á markaði, þar er m.a. mannauðurinn og spek- in er mæld og metin til fjár sem ætti að koma fram í markaðsdrifn- um launum þeirra líkt og gerist m.a. hjá iðnaðarmönnum o.fl. sem boðið er í vegna ákveðinnar sér- þekkingar þeirra. Þrátt fyrir að meirihluti iðnaðar- manna sé trúlega á mun hærri launum en ákveðnir hópar háskóla- menntaðra manna minnist ég þess ekki að ef þeir yfirgefa klakann sé rætt um spekileka eða mannauðs- missi þrátt fyrir að markaðurinn með yfirborgunum meti störf þess- ara manna mun verðmætari en a.m.k. störf sumra hópa háskóla- menntaðra manna. Að tilheyra mannauðssummunni Það hefur m.a. komið fram hjá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, forstöðumanni mennta- og nýsköp- unarsviðs SA, að okkur vanti iðn- aðarmenn til starfa ekki seinna en strax og því verði að gera skurk í því að fjölga iðnnemum. Þar er á brattann að sækja á meðan því er haldið að okkur að uppspretta mannauðs og speki einskorðist við háskólanám; allt annað nám sé bara annars flokks prump sem ekki telj- ist með í mannauðss- ummunni. Á meðan okkur sár- vantar iðnaðarmenn fjölgar háskólanemum sem aldrei fyrr ásamt nýjum námsbrautum á háskólastigi. Háskóli er eins og hvert annað fyrirtæki sem þarf við- skiptavini ef rekstur- inn á að ganga upp og viðskiptavinir skól- anna eru nemendurn- ir, án þeirra gengur reksturinn ekki. Þá er ráðið að búa til nýja námsbraut sem á að fram- leiða alveg nýja gerð af fræðingum sem þjóðinni er talin trú um að hana skorti ekki seinna en í gær. Deildirnar fyllast og unga fólkið er útskrifað með alveg nýja próf- gráðu. Gallinn er bara sá að störfin sem falla nákvæmlega að nýju gráðunni eru mun færri en ætlað var og til viðbótar verr launuð. Þá er brugðið á það ráð að krefjast hærri launa á grundvelli menntun- ar, menntunar sem samfélagið er ekki tilbúið að greiða uppsett verð fyrir. Markaðsfræðin boðar það að ekki þýði að setja nýja vöru á markað nema að kanna fyrst eftirspurnina. Ætli það hafi nokkuð breyst á þeim árum sem liðin eru síðan kenningin var fest á blað? Námslengd námsgráða Annað í okkar ágæta mennta- kerfi sem gjarna vekur forvitni mína er munurinn á námslengd námsgráða hjá okkur og í nærliggj- andi löndum. Hjá Þjóðverjum er t.d. ljósmæðranámið ekki enn kom- ið á háskólastig og tekur þrjú skólaár og engar hugmyndir uppi um að færa það á háskólastig. Hjá okkur er ljósmæðranámið á há- skólastigi og tekur sex ár. Þjóð- verjar eru enn með sínar hjúkr- unarkonur og þeirra nám tekur þrjú skólaár og er ekki á háskóla- stigi. Við erum búin að afleggja orðið hjúkrunarkona sem starfs- heiti í heilbrigðisgeiranum, tókum í staðinn upp orðið hjúkrunarfræð- ingur og breyttum menntuninni úr þriggja námsára námi utan háskóla í fjögurra námsára nám á háskóla- stigi. Nú ætla ég ekki að gerast dóm- ari í þessum málum þar sem ég hef enga þekkingu til þess, aftur á móti vekur það hjá mér spurningar af hverju Þjóðverjar eru með hvoruga þessa námsbraut á háskólastigi og til viðbótar eru þær báðar styttri og ljósmæðranáið aðeins helmingur af því íslenska mælt í skólaárum. Einnig finnst mér gamla og góða hjúkrunarkonunafnið mun betra en orðið hjúkrunarfræðingur. Mér finnst orðið hjúkrunarfræðingur illa eiga við hjá hjúkrunarfólki; það er miklu kaldara og ópersónulegra en orðið hjúkrunarkona sem er hlýtt og tengir starfið við þá köllun sem hefur knúið heilbrigðisstarfs- fólk til þess að starfa í þessum geira en án köllunar verður enginn góður og heill starfsmaður á þessu sviði. Danska vélstjóranámið á háskólastig Fyrir allt að tíu árum var danska vélstjóranámið viðurkennt sem nám á háskólastigi og fyrir skemmstu hitti ég formann danska vélstjóra- félagsins, Per Jørgensen, og innti hann eftir því hvaða breytingar hefðu fylgt því að færa námið á há- skólastig. Að hans mati, og það hann best vissi, höfðu engar breyt- ingar fylgt í kjölfarið, sama nám – bara nýjar umbúðir. Ég hef oft spurt gáfumenn hvað það sé sem aðgreini háskólanám frá öðru námi en ekki fengið skiljanleg svör enn sem komið er. Útiloka ekki að það felist í getuleysi mínu til skilnings sem trúlega verður vart bætt úr nema ég tileinki mér hið minnsta grunnstefin í hinni svo- kölluðu æðri stærðfræði. Mannauður og spekileki Eftir Helga Laxdal »Er það virkilega mat hinna svokölluðu gáfumanna okkar sam- félags að mannauður og speki einskorðist við námsgráður hvers og eins en ekki t.d. verk- færni? Helgi Laxdal Höfundur er vélfræðingur og fyrrverandi yfirvélstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.