Morgunblaðið - 23.12.2015, Side 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2015
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
HB-System
ABUS kranar í öll verk
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.is
Stoðkranar Brúkranar
Sveiflukranar
Það var snemma
sumars 1942 að við
Svenni bróðir vorum
beðnir um að fara niður
að víkum og vitja um
netin, eins og það hét
hjá okkur á Laxár-
bakka, þetta var í lok
júní. Fuglar voru í
miðju varpi, unaðs-
dagar í sveitinni. Við
höfðum lengi beðið eft-
ir þessu tækifæri, það er að segja,
veður alveg eins og við hefðum óskað
okkur, þoka, mátulega dimm en vel
ratbjart. Við lögðum af stað heima-
nað um hádegið, berfættir eins og við
vorum vanir ef við ætluðum að lenda
í ævintýrum. Það hlakkaði í okkur,
loksins. Eins og vanalega löbbuðum
við niður með Laxá. Við þurftum að
vitja um netin áður en við gleymdum
okkur við Glámsflóann. Það var ekki
kominn sá tími sem laxinn var geng-
inn en nokkrir sjóbirtingar voru í
netunum. Laxinn í Laxá kom aldrei
fyrr en um miðjan júlí en það var allt-
af byrjað að leggja silunganet í byrj-
un júní. Við skildum veiðina eftir á
góðum stað við hliðið á Sökk og geng-
um svo áfram upp með Straumfjarð-
ará og fórum svo yfir á
brotinu fyrir neðan
Hólma. Það hafði verið
búið að vera rigninga-
laust og því lítið í ánum.
Þegar yfir Straum-
fjarðará kom löbbuðum
við nokkur hundruð
metra upp flóann, strax
fór að bera á fugla-
hreiðrum, voru það að-
allega kjóa- og svart-
bakshreiður. Svo
gengum við fram á ólýs-
anlega vin, það voru
sökkvandi dý og drulla svo mikil að
við urðum að skríða til skiptis yfir og
halda í lappirnar hvor á öðrum til að
sökkva ekki á kaf. Þarna voru nokk-
ur lómshreiður, nokkur flórgoða-
hreiður, eitt himbrimahreiður, æð-
arhreiður og til að skreyta þetta
undur svo voru að minnsta kosti fjög-
ur eða fimm óðinshanahreiður. Þetta
höfðum við aldrei séð áður og ekkert
þessu líkt. Þarna var kominn lykill-
inn að öðru enn skemmtilegra undri
þegar við vorum iðulega út á hlaði á
Laxárbakka á kvöldin á sumrin
hljómuðu sífelldir söngvar hjá lóm-
unum er þeir voru í varpi. Það getur
enginn lýst þessu nema þeir sem
hlýtt hafa á. Og í Glámsflóanum hafa
þeir orpið, þar hefur verið sá friður
sem þeir höfðu á stríðsárunum og
þar sungu þeir okkur þann söng sem
varð okkur til gleði á sumrin. Oúú,
oúú. Eftir allnokkra stund fórum við
Svenni bróðir að hugsa til heimferð-
ar. Við löbbuðum heim rólega, skrif-
uðum lítið upp en geymdum með
okkur ferðina. Nú var um að gera að
vera trúr og segja ekki frá.
En hvar er Glámsflóinn í dag? Ég
kom í fyrrasumar í Glámsflóann, þar
var hörmungin ein að sjá, grafin
hafði verið nokkuð þétt skurðaröð
aftur og fram um flóann og allt
skraufþurrt og allir fuglar farnir,
ekki eitt hreiður. Kannski eitthvað af
mófuglahreiðrum, en þau voru mörg
miklu nær okkar landi.
Glámsflói
Eftir Karl Jóhann
Ormsson » Þarna voru nokkur
lómshreiður, nokkur
flórgoðahreiður, eitt
himbrimahreiður, æð-
arhreiður og til að
skreyta þetta undur svo
voru að minnsta kosti
fjögur eða fimm óðins-
hanahreiður.
Karl J. Ormsson
Höfundur er eldri borgari.
Það hefur sýnt sig í
skoðanakönnunum
síðustu misserin að
Sjálfstæðisflokkurinn
á langt í land með að
ná sínum fyrri styrk.
Unga fólkið hefur yf-
irgefið Sjálfstæðis-
flokkinn og staða hans
er verulega slæm í
Reykjavík. Einn hóp-
ur hefur fram að þessu
treyst Sjálfstæðisflokknum. Eldri
borgarar hafa sýnt flokknum mikla
tryggð og stutt hann í kosningum.
Það er því sárt fyrir okkur eldri
borgara að horfa uppá framkomuna
nú við afgreiðslu fjárlaga. Það svíður
undan sparki þingmanna sjálfstæð-
ismanna, enda höfðu eldri sjálfstæð-
ismenn þá trú allt fram að atkvæða-
greiðslu að réttlætið myndi sigra.
Það reyndist ekki raunin. Það lítur
út fyrir að forysta Sjálfstæðisflokks-
ins hafi það sem helsta markmið sitt
að hrekja sínu traustu fylgismenn
burt úr flokknum.
Það er staðreynd að verulega stór
hópur innan raða eldri borgara býr
við þröngan kost og getur ekki lifað
mannsæmandi lífi af þeirri upphæð
sem berst í veskið um hver mánaða-
mót.
Á sínum tíma var eitt helsta mottó
Sjálfstæðisflokksins „Gjör rétt, þol
ei órétt“. Nú virðist þetta löngu
gleymt í hugum forystu flokksins.
Meginþorri launafólks fékk leiðrétt-
ingu á sínum kjörum afturvirkt frá 1.
maí sl. Kjararáð úrskurðaði að þing-
menn fengju sína kjarabót afturvirkt
frá 1. mars sl. Á meðan þingmenn fá
nokkur hundruð þúsund króna í leið-
réttingu í sitt veski kemur ekki ein
einasta króna í veski eldri borgara.
Hvað varð um réttlætiskennd þing-
manna Sjálfstæðisflokksins? Hvað
með jafnræðisregluna?
Ákall til þingmanna
Á fundi stjórnar Landssambands
eldi borgara var samþykkt að senda
ákall til þingmanna áður en at-
kvæðagreiðslan fór fram.
„Stjórn Landssambands eldri
borgara ítrekar fyrri
samþykktir um að elli-
lífeyrir almannatrygg-
inga taki að lágmarki
sömu hækkunum og
lægstu laun sem samið
var um í kjarasamn-
ingum síðastliðið vor.
Eldri borgarar hafa
skilað gifturíku ævi-
starfi við að byggja Ís-
land og íslenskt sam-
félag upp og ákalla
þingmenn um að meta
það starf að verðleikum við af-
greiðslu fjárlaga og fjáraukalaga á
yfirstandandi þingi. Landssamband
eldri borgara skorar á alþingismenn
að greiða því atkvæði sitt að kjör
eldri borgara verði bætt í samræmi
við hækkun lægstu launa og hækki
frá 1. maí á þessu ári eins og laun á
almennum markaði. Greiðsla aft-
urvirkt frá 1. maí 2015 er réttlæt-
ismál því ósanngjarnt er að eldri
borgarar séu skildir útundan við að
njóta kjarabóta sem þorri almenn-
ings hefur þegar notið.“
Vill Sjálfstæðisflokkurinn
ekki atkvæðið?
Ekki einn einasti þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins sýndi þá réttlæt-
iskennd að greiða atkvæði með aft-
urvirkni (Ásmundur Friðriksson sat
hjá). Það er með ólíkindum að horfa
uppá framkomu þingmanna Sjálf-
stæðisflokksins í garð okkar eldri
borgara. Ætli Sjálfstæðisflokkurinn
áfram að óska eftir stuðningi eldri
borgara landsins í kosningum verður
flokkurinn að hugsa sinn gang. Eldri
borgarar geta ekki endalaust látið
sparka í sig.
Sparkað í stuðn-
ingsmenn Sjálf-
stæðisflokksins
Eftir Sigurð
Jónsson
Sigurður Jónsson
»Ekki einn einasti
þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins sýndi þá
réttlætiskennd að
greiða atkvæði með aft-
urvirkni
Höfundur er formaður Félags eldri
borgara á Suðurnesjum.
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/