Morgunblaðið - 23.12.2015, Page 32

Morgunblaðið - 23.12.2015, Page 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2015 Gjafir fyrir börnin og gæludýrin fást hjá okkur Kauptúni 3 | Garðabæ | Sími: 564 3364 | fisko.is kíktu í heimsókn L i f and i v e r s l un Erum í sama húsi en höfum flutt okkur um nokkur verslunarbil Verð að eins 13.900 kr. Elite fiskabúr 54 l. DÚNDUR TILBOÐ • Ljós og ljósastæði • Lok • Dæla • Hitari Úrval af fóðri fyrir flest gæludýr Það bar við fyrir margt löngu að á jóla- nótt í fjárhúsi í Betle- hem fæddist svein- barn og var sveipað klæðum og lagt í jötu þar, sem ekkert gisti- rými fyrirfannst í bænum. Sveinbarnið var frelsari okkar Jesú Kristur. Fréttir af fæðingu barnsins bárust fljótt út um heimsbyggðina og vitringa austan að dreif að með góðar gjafir til handa sveininum unga svo sem reykelsi, gull og myrru án eftirsjár. Um þessi jól eru hér á Íslandi „vitringar“ þrír ráðherrar fjár- mála, forsætis og félagsmála, sem virðast ekki hafa hugarfar vitring- anna austan að til að bera til elli- lífeyrisþega þessa lands. Stórum hópi þessa fólks er ætlað að lifa við sult og seyru þessi jólin. Hvers lags mannvonska er hér á ferð- inni? Það liggur við að komi upp í hugann skítlegt eðli þegar vitað er að nægir peningar eru til í þessu landi, sem bruðlað er með helst í allar áttir. Ráðherrar nýbúnir að fá hækkun á laun upp á um 107 þús. á mánuði afturvirkt frá mars sl. og einnig var hagfræðingi Seðlabankans nýlega rétt ein- greiðsla upp á 2-3 milljónir, sem er svipuð upphæð og eins árs bæt- ur til ellilífeyrisþega. Allar stéttir, sem samið hefur verið við á árinu, hafa feng- ið hækkanir upp á tugi prósenta og allt afturvirkt til helst ekki skemur en átta mánaða. Á sama tíma bítur fjármálaráð- herra höfuðið af skömminni og ætlar ellilífeyrisþegum 9,4% hækkun og það aðeins frá næstu áramótum. Það er vitað að ein- hver hópur þessa fólks lifir góðu lífi í anda ráðherr- ans og hans fylgisveina, sem sagt er að eigi peninga, eignir og verð- bréf. Ekki skal það lastað og ekki nema gott eitt um það að segja að fólk eigi ofan í sig og á og líði ekki skort. Alltaf er verið að reyna að koma því inn hjá ellilífeyrisþegum hvað þeir hafi það gott og nú síð- ast var í útreikningum hjá liði Bjarna Ben í minnisblaði þaðan að meira hefði verið greitt í bætur til almannatryggingakerfisins sl. tvö ár sem nemur 17,1%. Ég geri ekki meira með þessa útreikninga en þegar sama fólk síðastliðið haust vanmat tekjur af bönkunum upp á litla 30,8 milljarða og flokkaðist undir „fúsk í fjármálaráðuneyti“. Sögð er líka sagan af kófdrukkn- um manni, sem kom heim til sín eftir hressilegt gleðikvöld og sást til hans vel fram á næsta dag að reikna út hvernig það hefði getað átt sér stað að hann hefði kúkað í ytri buxurnar en nærbrókin slopp- ið. Sagan segir að niðurstaða hafi ekki enn fengist enda notast við prósentureikning í dæminu. Sorgarsaga en sönn Ég spila stundum í hópi ellilíf- eyrisþega og fyrir nokkru talaði við mig þar eldri maður og þakk- aði mér fyrir greinarnar í Mbl. og sagði. „Ég fæ frá Tryggingastofn- un 165 þús. kr. á mánuði og þetta er raunar ekkert líf, það er ekkert eftir þegar ég er búinn að borga í húsaleigu 120 þúsund á mánuði og þá er matur og líf eftir og nátt- úrlega ýmislegt fleira, sem til fell- ur. Ég t.d. get aldrei farið neitt á mannamót, leikhús, kóraskemmt- anir eða neina aðra tónleika, sem ég hef haft mjög gaman af. Sárast þykir mér þó að geta ekki lengur gefið elsku litlu barnabörnunum mínum ofurlítinn jólaglaðning. Þetta er ömurlegt,“ sagði þessi eldri maður. Nú vil ég segja við „vitringana“, þessa þrjá ráðherra ,að í öllum guðs bænum hættið að sýna okkur ellilífeyrisþegum einhverjar pró- sentutölur, sem ekkert mark er á takandi og þetta og hitt hafi batn- að svo mikið okkur í hag, ég er þegar búinn að sýna fram á þær reikningskúnstir. Þið eruð ekki það skyni skroppnir að gera ykkur ekki grein fyrir að 5% af t.d. 185 þús. eru 8.250 kr. en 5% af einni milljón eru 50 þúsund. þetta er mjög einfalt. Og nú spyr ég á hvern hallar? „Það er blússandi góðæri,“ segir ágætur Steinþór Landsbankastjóri, „lítið atvinnu- leysi, mikill kaupmáttur, mikill hagvöxtur, eignastaða mjög góð og við erum að lifa góða tíma“. En þetta dugar ellilífeyrisþegum skammt nema til komi réttlátar og stjórnarskrárvarðar bætur aft- urvirkar og 300 þúsund kr. 2018 eins og láglaunahóp- arnir Það er ömurlegt ef sá tími er aftur að renna upp og líkja má við þegar kotbændurnir hokruðu, sem leiguliðar á bújörðum hér áður fyrr bognir og nær tvöfaldir vegna erfiðis og jafnvel að blóðið spratt framundan nöglunum en áttu samt varla til hnífs og skeiðar. Ráðherrar! Það eru líka að koma jól hjá ellilífeyrisþegum Eftir Hjörleif Hallgríms » „Sárast þykir mér þó að geta ekki lengur gefið elsku litlu barna- börnunum mínum ofurlítinn jólaglaðning,“ sagði þessi eldri mað- ur.“ Hjörleifur Hallgríms Höfundur er eldri borgari. Í Bændablaðinu frá 3.12. má lesa frétt frá markaðsráði kinda- kjöts, þar sem kynnt er nýtt vörumerki undir heitinu „Ís- lenskt lamb hefur ráf- að frjálst um landið síðan 874“, ætlað til að heilaþvo útlendinga. Þar er m.a. sagt að saga kindarinnar á Ís- landi sé „alveg einstök“. Það er að vísu hárrétt, því hvergi í heiminum hefur einni dýrategund tekist eins vel upp við gróðureyðingu og kind- inni. Það er alveg einstakt. Svo er því haldið fram að féð sé alið á sjálfbæran hátt í „óspjall- aðri“ náttúru. Þetta eru alveg ótrú- lega ósvífin ósannindi. Hér er stærsta manngerða eyðimörk í Evrópu og þótt víðar væri leitað og kindin hefur verið, og er enn, notuð til þess. Þó að gróðri hafi farið fram þar sem beit er ekki lengur, t.d. í vegköntum, er langt í land að búið sé að laga allar skemmdirnar sem þessi skepna hefur valdið hér á landi. Enn eru t.d. flestar fjalls- hlíðar gapandi eyðimörk og flestir móar gatslitnir, nema þar sem lúp- ínunni hefur tekist að græða þá upp. Aðeins 4% gróðurþekjunnar eru heil, allt hitt mismunandi mikið götótt. Þá er því haldið fram að íslenski fjárstofninn sé „óspilltur“ og „ein- stakur“. Er þetta ekki alveg dæmi- gert Íslandsmont? Allt er best hér, meira að segja kindin! Hver man ekki eftir kynbótahrútunum sem fluttir voru til landsins til að lappa upp á rolluna? Og í kaupbæti feng- um við riðuna sem enn tröllríður þessum „óspillta“ fjárstofni. Hvað um hinn árlega vor- fjárdauða? Ber hann vott um góða heilsu stofnsins? Í fréttinni er því haldið fram að kinda- kjötið sé „þjóðar- réttur“ okkar. (Eins og það sé bara mat- reitt á einn hátt.) Áður fyrr var ekkert val, það var ekkert annað kjöt að hafa, nema þá helst ögn af hrossa- og nautakjöti. Kindakjötið er ekki einu sinni nothæft á jólunum leng- ur, nema margreykt. Nei, sala kindakjöts dalar frá ári til árs en aðrar tegundir kjöts hafa náð vin- sældum. Og svo eru nýir samningar við bændur í kortunum sem ýta undir umframframleiðslu og meiri ágang á gróður landsins. Hvar endar þetta? Jú, sjálfsagt úti í mýri … sem minnir mig á allan skurðgröft bænda. Sumir segja að samanlögð lengd skurðanna nái í kringum hnöttinn og að aðeins séu um 14% í notkun. En aftur til fréttarinnar frá Markaðsráði kindakjöts. Ég skil vel að það verði að auglýsa kinda- kjötið því sala þess fer minnkandi en ég fer fram á það, við ráðið, að það noti sannleikann til þess því það er ósatt að lömbin alist upp á óspjölluðu landi. Ósvífin ósann- indi markaðsráðs kindakjöts Eftir Margréti Jónsdóttur Margrét Jónsdóttir » Þá er því haldið fram að íslenski fjárstofn- inn sé „óspilltur“ og „einstakur“. Höfundur er eftirlaunaþegi á Akranesi. Jólin nálgast, oft kölluð hátíð barnanna og eiga svo sann- arlega að vera það, dýrmæt öllum þeim sem kærleika og rétt- læti unna. Bindindissamtökin á Íslandi vekja nú eins og alltaf áður athygli fólks á þeirri nauðsyn, þeirri lífsskyldu í raun, að tryggja það að víman nái ekki að varpa skugg- um sínum á þessa miklu hátíð ljóss og friðar. Áhrif hvers konar neyzlu vímu- efna, áfengisins ekki sízt þar sem það er mikilvirkast, eru skelfileg og þeirra sér svo alltof víða stað í sam- félaginu. Þegar básúnað er hversu þarft það sé að auka svokallað frelsi er aldrei til skuggahliðanna horft heldur er eintóna lofgjörðaróður kveðinn í sífellu. Á sama tíma erum við ítrekað minnt á mannlega eymd af vímu- nnar völdum svo sem í fjölmiðlum og í bókum og nær alls staðar er áfengið örlagavaldur sem upphaf neyzlunnar. Þetta er svo augljóst en þaggað niður með frelsisskrumi um ágæti þess að eiga við það fund, „gleðja mannsins hjarta“ eins og oft er til vitnað, innistæðulaust glamur þó. Það er ákall okkar í Bindindis- samtökunum til allra að forðast það að vanhelga jólin með vímuefnaneyzlu og auðvelt ætti það öllum að vera utan þeim því miður of mörgu sem hafa orðið vímunnar viðjum bundnir. Og þó er það fólk einmitt í mestri þörf fyrir gleði- rík jól. Börnin okkar eiga allt annað skilið en að jólin þeirra séu með slíkum skelfingarbrag sem vímuefnaneyzla setur oft á samfélagið en þó allra helzt á nánasta umhverfi hvers og eins. Gefum börnunum hlýjar og bjartar minningar um bernskujólin sín og fáar gjafir þar dýrmætari en að eiga þær utan allra minninga um neyzlu áfengis sem og annarra vímuefna. Um leið og Bindindissamtökin IOGT óska íslenzkum fjölskyldum gleðilegra jóla og gifturíkrar tíðar á nýju ári heita þau á liðsstyrk ykkar gegn vímunnar vá alltaf og æv- inlega. Þá mun bjart yfir bernsku- myndum komandi ára. Til heilla á hátíð ljóssins Eftir Helga Seljan Helgi Seljan » Gefum börnunum hlýjar og bjartar minningar um bernsku- jólin sín Höfundur er formaður fjölmiðla- nefndar IOGT. —með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.