Morgunblaðið - 23.12.2015, Side 37

Morgunblaðið - 23.12.2015, Side 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2015 ✝ Brigitte Anne-liese Jónsson Neumann fæddist í Kolberg í Pomm- ern í Þýskalandi 28. júní 1927. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Mörk 10. desember 2015. Brigitte var dótt- ir hjónanna Anna Luise Bertha Neu- mann, f. 1902, d. 28. júlí 1941, og Paul Neumann, f. 4. júní 1899, d. 9. október 1974. Bræður Brigitte eru: 1) Willi Ernst Paul Neumann, f. 4. mars 1921, d. 1. mars 2007, kvæntur Dorothea Neumann, f. 9. maí 1927, d. 11. júlí 2003. Börn þeirra eru Dietmar, Her- bert, Ernst, Louise, Wolfgang, Wilfried, Brigitte, Dorothea og Elisabeth. 2) Heinz Neumann, f. 27. júní 1931, kvæntur Gerda Neumann, f. 12. október 1932. Sonur þeirra er Rolf. Brigitte giftist Þorsteini Jónssyni, f. 24. janúar 1911, d. itta viðskiptafræðingur, f. 15. janúar 1980, maður hennar er Eyjólfur Vilberg Gunnarsson, f. 1. október 1971. Börn þeirra eru Oddný, f. 22. ágúst 2006, Dagný, f. 15. júní 2008, og Sigþór, f. 29. júlí 2013. 2) Þór viðskiptafræð- ingur, f. 15. mars 1988. 4) Hrönn þjónustufulltrúi, f. 1. jan- úar 1962, búsett í Reykjavík, maður hennar er Árni Þór Elfar járnsmiður, f. 7. júlí 1958. Brigitte ólst upp í Kolberg í Pommern og bjó þar til 18 ára aldurs. Vegna aðstæðna í Evr- ópu þurfti hún að flýja heim- kynni sín og varð viðskila við fjölskyldu sína á flóttanum. Hún komst til Norður-Þýskalands ár- ið 1946 og hóf störf á sjúkrahúsi í St. Peter Ording og starfaði þar fram til ársins 1949. Bri- gitte flutti þá til Íslands og starfaði fyrst um sinn á góðu heimili í Reykjavík þar til er hún giftist Þorsteini Jónssyni kaupmanni í Vaðnesi árið 1952. Þau hjónin ráku saman versl- unina Vaðnes og eftir lát Þor- steins árið 1977 rak hún versl- unina ein allt til ársins 1982. Eftir það starfaði hún á BSÍ þar til hún lét af störfum fyrir ald- urs sakir árið 1997. Brigitte dvaldi á hjúkrunarheimilinu Mörk síðustu fimm árin. Útför Brigitte fór fram í kyrrþey 21. desember 2015. 20. september 1977, kaupmanni í Vaðnesi 17. febrúar 1952. Foreldrar hans voru Oddný Þorsteinsdóttir, f. 31. ágúst 1868, d. 24. nóvember 1934, og Jón Jónsson frá Vaðnesi, f. 27. júní 1878, d. 16. nóvem- ber 1918. Börn Brigitte og Þorsteins eru: 1) Þór, f. 14. ágúst 1953, d. 9. desember 1953. 2) Anna kennari, f. 3. septem- ber 1954, búsett í Reykjavík, maður hennar var Aitor Yraola, f. 9. júní 1953. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Þorsteinn, sálfræðingur, f. 24. október 1981. 2) Sif, BA í mannfræði, f. 7. nóvember 1987. 3) Silja, nemi við LbHÍ, f. 26. október 1989. 3) Oddný, hjúkr- unarfræðingur og flugfreyja, f. 23. apríl 1956, búsett í Reykja- vík, maður hennar er Sigþór Sigurðsson vélstjóri, f. 8. mars 1956, börn þeirra eru: 1) Birg- Elsku hjartans amma mín er látin. Það fyllir hjarta mitt djúpri sorg að hafa hana ekki lengur. Amma átti viðburðarík æskuár sem mótuðu sterka konu. Hún var á 12. aldursárinu þegar heimsstyrjöldin síðari braust út og Willi eldri bróðir hennar var kallaður í stríðið. Amma missti móður sína aðeins 14 ára að aldri sem var henni mikill harmur. Skömmu síðar hélt stríðið innreið sína í friðsælan og fallegan bernskuheim ömmu með her- námi Rússa og hún varð viðskila við föður sinn og Heinz, yngri bróður sinn. Lífið umhverfðist skyndilega og við tók löng og miskunnarlaus barátta til að lifa af flótta, hungur og sjúkdóma. Ef til vill voru það tilviljanir eða æðri máttarvöld sem ætíð komu henni til bjargar á ögurstundu. Hún komst af við illan leik til Norður-Þýskalands árið 1946 og hafðist við í búðum skammt fyrir utan St. Peter Ording. Berfætt og aðframkomin knúði hún dyra á sjúkrahúsi þar sem hún baðst ásjár. Það varð henni til mestrar gæfu að það var Lotti Weite- meier, skrifstofustjóri sjúkra- hússins, sú mæta kona, sem lauk upp dyrunum. Amma var þá að- eins 19 ára og Lotti varð ömmu sem önnur móðir upp frá því. Eftir að amma hresstist hóf hún störf á næturvöktum á sjúkra- húsinu og vann þar við góðan orðstír í rúm tvö ár. Það var fyrir tilstilli Lotti sem var mikill Ís- landsvinur sem leiddi til þess að amma flutti til Íslands til að starfa á góðu heimili í Reykjavík árið 1949. Hjónin Lilja og Halldór á Unnarstíg tóku ömmu opnum örmum. Amma hafði einstakt lag á að vinna hug og hjörtu allra við fyrstu kynni og það fékk hann afi minn að reyna. Til að ljúka upp gullna hliðinu að hjarta ömmu bauð hann henni og hjónunum á Unnarstíg á Gullna hliðið í Þjóð- leikhúsinu og líf hennar um- hverfðist í gylltan dans á ný. Nú tóku við bestu ár lífsins með afa sér við hlið. Það sem hún missti svo ung að árum skóp hún sér sjálf eftir komuna til Íslands og byggði sér fallegt og friðsælt fjöl- skyldulíf með afa á Rauðalækn- um. Amma var einlæglega þakk- lát fyrir allt það góða sem lífið gaf henni og aldrei minntist hún á annað úr fortíðinni en ástríkið sem hún naut í bernsku tengt fal- legum minningum um móður sína. Hún var mjög vina- og fjöl- skyldurækin og passaði upp á alla sem henni þótti vænt um og hélt ævarandi tryggð við þá sem reyndust henni vel. Hún var kletturinn í fjölskyldunni, lifði fyrir fólkið sitt og hugsaði alltaf um okkur áður en kom að henni sjálfri. Amma var svo lánsöm að kynnast Sæmundi eftir að afi lést. Þeirra kynni hófust um 1980 og lánaðist þeim því að eiga mörg, mörg hamingjurík ár sam- an þar sem virðing og einlæg vin- átta réði för. Heimili ömmu var vandað, fallegt og notalegt eins og hún var sjálf og samkomu- staður fjölskyldunnar á hátíðar- stundum. Amma lauk aldrei neinum prófgráðum en var þó mesti lífs- ins kúnstner sem hugsast getur. Hún var hafin yfir innihaldslaust hjóm því lífið hafði fleytt henni svo langt, langt fram í þroska og þar með var bókstaflega ekkert sem gat haggað henni. Sjálft lífið hafði einfaldlega gert hana skot- helda og gefið henni æðruleysi, jafnlyndi, alltaf var hún góð og glöð, réttsýn, hjálpfús og þakklát og faðmur hennar svo hlýr og op- inn fyrir alla þá sem voru svo lán- samir að eiga hana að. Ömmu minnar mun ég alltaf sakna. Megi hún nú hvíla í friði. Silja Yraola. Elsku yndislega amma mín, mikið er sárt að kveðja þig. Ótal minningar flugu í gegnum hug- ann þegar ég hélt í hönd þína þegar ferðalagi þínu hér á jörðu var að ljúka. Ég hugsaði um það hvað móðir þín var glöð að fá fal- legt stúlkubarn í fangið á falleg- um sumardegi í litlu sveitaþorpi í Þýskalandi. Um uppvaxtarár þín, um hvað það var erfitt fyrir þig að missa mömmu þína aðeins 14 ára gömul og um hversu huguð þú varst 17 ára að flýja seinni heimsstyrjöldina. Kveðja bræður þína og pabba og koma ein til Ís- lands þar sem þú þekktir engan. Hugsaði um þig og afa, hvað þið voruð falleg hjón og heppin að hafa fundið hvort annað. Um sorgina þína að missa frumburð ykkar, lítinn fallegan dreng, að- eins fjögurra mánaða gamlan. Það var mikið lagt á þig, elsku amma mín, en alltaf varstu jafn dugleg. Ég hugsaði um hversu heppin þú varst að eignast þrjár duglegar dætur sem hugsuðu alltaf svo vel um mömmu sína, sérstaklega undir lokin og eiga þær hrós skilið fyrir það. Ég hugsa um barnæskuna mína og hvað ég var lánsöm að eiga svona yndislega ömmu og leið mér allt- af eins og mitt annað heimili væri hjá þér. Eitt sem var alltaf öruggt á uppvaxtarárum mínum var að fá hlýtt faðmlag og góðan mat hjá þér, elsku amma mín. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa ver- ið búin að eignast börnin mín sem fengu að kynnast þér og mikið er ég ánægð að hafa getað glatt þig með heimsóknum mínum til þín með þau öll og sérstaklega með Sigþór litla síðastliðin tvö ár. Hversu mikið glaðnaði yfir þér þegar þú sást hann. Í mínum augum ertu hetja sem ég mun aldrei gleyma og mun varðveita allar góðar minningar um þig með börnunum mínum. Elsku amma mín, það hjálpar mér í sorginni að hugsa til þess að þú færð nú að hitta alla þína ástvini sem þú hefur misst á lífsleiðinni. Guð geymi þig. Þín, Birgitta. Elskuleg tengdamóðir mín, Brigitte Jónsson, var fædd í Þýskalandi 1927. Hún kom til landsins sem ung kona eftir hremmingar síðari heimsstyrj- aldarinnar. Sjálfur kynntist ég henni fyrir hartnær fjörutíu ár- um þegar ég og dóttir hennar, Oddný, hófum samband okkar. Um það leyti var tilvonandi tengdafaðir minn Þorsteinn Jónsson, kaupmaður í Vaðnesi, enn á lífi en orðinn mikið veikur. Stór hluti lífsstarfs þeirra var rekstur verslunarinnar Vaðness við Klapparstíg sem þau ráku með miklum myndarbrag. Frá unga aldri störfuðu dætur þeirra þrjár við verslunina á Klappar- stíg við að hjálpa til í búðinni um jól eða þegar þær áttu frí frá skóla. Brigitte var allaf mjög dugleg við að hugsa um heimilið og búð- ina og halda falleg jól. Þá sauð hún rauðkál og lagaði rjómarönd og aðra rétti á þýska vísu. Bri- gitte var frá komu sinni til lands- ins mikill og sannur Íslendingur, hún talaði málið vel, elskaði ís- lenska náttúru og allan íslenskan mat. Þegar barnabörnin fóru að koma annaðist hún þau af mikilli ást og umhyggju og var alltaf til í að passa þegar hún gat. Brigitte flutti á Kleppsveg 62 í litla fallega íbúð þegar hún fór á eftirlaun og naut síðustu áranna vel á meðan heilsan leyfði. Síðar flutti hún í Mörkina á hjúkrunarheimili þar sem hún fékk góða umönnun. Dætur hennar voru alla tíð mjög duglegar að heimsækja hana og hugsuðu einkar vel um móður sína síðustu æviár hennar. Tengdamóðir mín reyndist mér alltaf mjög vel og var hlýtt á milli okkar alla tíð. Nú þegar hún er farin frá okkur mun ég alltaf hugsa með hlýhug til hennar og mun ævinlega minnast hve vel hún hugsaði um sína nánustu bæði hér á Íslandi og ættingja sína í Þýskalandi. Ég kveð mína elskulegu tengdamóður með söknuði og þakklæti um leið og ég bið guð að geyma hana. Sigþór Sigurðsson. Ég kveð í þessari hugleiðingu Brigittu sem ég kynntist fyrst þegar ég kom til Reykjavíkur í lok áttunda áratugarins, en þá var hún nýlega orðin ekkja. Er tímar liðu kvæntist ég Önnu dótt- ur hennar og hún varð sem önnur móðir mín og amma barnanna minna, þeirra Þorsteins, Sifjar og Silju. Alltaf var hún brosandi og geislaði af gæsku og góðvild og sístarfandi, fyrst í versluninni Vaðnes og síðar, eftir að hún seldi verslunina, við störf sín hjá BSÍ. Hún veitti okkur á öllum tímum ástúð sína og ég fann ávallt á heimili hennar takmarka- lausa hlýju og gestrisni. Birgitta var glöð og þakklát fyrir allt það sem lífið færði henni. Hún lifði lífi sínu umkringd dætrum sínum, barnabörnum og barnabarna- börnum og henni auðnaðist langt og hamingjuríkt líf. Um föður- land sitt, Þýskaland, talaði hún ekki oft, af því að það var á Ís- landi sem hún fann nýjar rætur. Í faðmi fjölskyldunnar sem var viðstödd þegar hún hóf sína síð- ustu ferð, hefur hún nú skilið eft- ir góðvild og kærleika, sem er órjúfanleg arfleifð til okkar sem blessum nú minningu hennar. Aitor Yraola. Nú kveðjum við með söknuði Brigitte Jónsson, móður Önnu vinkonu minnar, yndislega konu. Hún kom rúmlega tvítug til Ís- lands frá Þýskalandi, giftist Þor- steini Jónssyni kaupmanni og eignuðust þau þrjár dætur. Barnabörnin eru fimm og lang- ömmubörnin þrjú. Ég minnist Brigitte, eða Birg- ittu eins og hún var alltaf kölluð, sem stórglæsilegrar konu þegar hún var í blóma lífsins. Hún hafði góða nærveru alla tíð, var hlýleg, hláturmild og gefandi. Henni þótti vænt um landið og átti ég margar ánægjulegar stundir í sumarbústöðum með þeim mæðgum á ýmsum stöðum úti á landi. Það má segja að Birgitta hafi verið húsmóðir fram í fingur- góma enda bar heimili hennar þess merki. Hún var kokkur af guðs náð og man ég eftir kræs- ingum á borðum þegar eitthvað stóð til. Enn fremur var gaman að því hvað hún var þjóðleg í sér, hélt upp á íslenskan mat meira en margur Íslendingurinn, sem sannast af skötuveislunum á Þor- láksmessu og þorrablótunum sem hún hélt heima fyrir til fjölda ára með sinni nánustu fjöl- skyldu. Þegar Þorsteinn veiktist tók hún við Vaðnesi og rak þá versl- un í mörg ár enda mikill dugnað- arforkur. Seinna, eftir að Vaðnes var selt, vann hún við önnur verslunarstörf. Síðustu árin bjó hún á hjúkr- unarheimilinu Mörk, þar sem hún fékk góða umönnun starfs- fólks og sinna nánustu sem hlúðu vel að henni. Með þakklæti og yl í hjarta kveð ég Birgittu. Ég og fjöl- skylda mín vottum Önnu og fjöl- skyldu hennar og öðrum að- standendum okkar dýpstu samúð. Edda Friðgeirsdóttir. Kæra Anna, kæra Hrönn, kæra Oddný. Mig langar að senda ykkur mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Að heyra um andlát mömmu ykkar gerði mig mjög sorg- mæddan, ég man ennþá svo vel eftir henni, allt frá því þegar hún vann í BSÍ og lét mig fá ókeypis Freyju-nammi og svo á sumrin þegar hún heimsótti okkur með ykkur í Hamborg. Svo sátum við svo oft hjá henni á Rauðalæk og seinna á Kleppsvegi að borða lambalæri, tala, rifja upp og hlæja. Svo sá ég hana í síðasta skipti þegar ég heimsótti hana fyrir einu og hálfu ári síðan og við fengum okkur eitt rauðvínsglas sem reyndist nú vera síðasti vín- sopinn sem við drukkum saman. Ég hugsa mjög oft til hennar og alltaf þegar ég geri það heyri ég hláturinn hennar í hausnum á mér, sé það fyrir mér hvernig hún brosti, sé káta augnaráðið hennar, finn hlýja faðmlagið hennar. Hún var einstök kona og ég mun aldrei gleyma henni. Ég er svo þakklátur að hafa þekkt hana. Blessuð sé minning hennar. Með allra bestu kveðju, Kristof. Brigitte Anneliese Jónsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma BRIGITTE ANNELIESE JÓNSSON, Hjúkrunarheimilinu Mörk, áður til heimilis að Kleppsvegi 62, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk fimmtudaginn 10. desember 2015. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. . Anna Þorsteinsdóttir, Oddný Þorsteinsdóttir, Sigþór Sigurðsson, Hrönn Þorsteinsdóttir, Árni Þór Elfar, barnabörn og barnabarnabörn. Yndisleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA JEPPESEN kennari, sem lést þann 15. desember síðastliðinn á líknardeild LSH í Kópavogi, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 30. desember klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á heimahlynningu og líknardeild LSH í Kópavogi. . Grímur Leifsson, Emil Grímsson, Rikke Elkjær Knudsen, Leifur Grímsson, Elsa Hrönn Reynisdóttir, Sigríður Sif Grímsdóttir, Árni Arnórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR MAGNÚS JASONARSON rafvirkjameistari, lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 21. desember. Útförin verður auglýst síðar. . Bjarney Guðrún Ólafsdóttir, Margrét E. Guðmundsdóttir, Guðmundur Sophusson, Kristín Guðmundsdóttir, Ólafur Jónsson, Bjarni Guðmundsson, María G. Sigurðardóttir, Þuríður Guðmundsdóttir, Jonathan Wiedeman, Rós Guðmundsdóttir, Þorvaldur Ingimundarson, Jason Guðmundsson, Tinna Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, RÓBERT ÖRN ALFREÐSSON, lést á Landspítalanum sunnudaginn 13. desember. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju klukkan 13 þriðjudaginn 29. desember. . Ingimar Alfreð Róbertsson, Hjördís Bragadóttir, Sara Rún Róbertsdóttir, Kristinn Ingi Hrafnsson, Matthías Hjörtur Hjartarson, Róbert Hrafn Kristinsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar SKÚLA GUÐJÓNSSONAR, Dælengi 1, Selfossi. . . Magnús Skúlason, Sigríður Sigurjónsdóttir, Kolbrún Skúladóttir, Sigurbergur Brynjólfsson, Aðalbjörg Skúladóttir, Bárður Árnason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.