Morgunblaðið - 23.12.2015, Side 44
44 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2015
Sími: 411 5000 • www.itr.is
JÓLASUND
ITR.IS
SKELLTU ÞÉR Í
AFGREIÐSLUTÍMI
SUNDSTAÐA UM JÓL
OG ÁRAMÓT MÁ FINNA Á
Laugarnar í Reykjavík
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Skemmtun, rómantík og ánægjulegar
stundir eru framundan. Gefðu þér tíma til að
hugsa um hlutina svo þú getir brugðist við
með viðeigandi hætti.
20. apríl - 20. maí
Naut Lífið er kennslustofa og þú ert frábær
nemandi núna þegar stjörnurnar styrkja at-
hyglisgáfuna. Stefnir þú í rétta átt eða hef-
urðu sætt þig við stefnumótun einhvers ann-
ars?
21. maí - 20. júní
Tvíburar Trúðu nánum vini fyrir innstu
draumum þínum og þrám, viðbrögðin gætu
komið þér á óvart. Farðu vel með þessa
blessun.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú þarft ekki að vera með nein láta-
læti í umgengni við aðra. Gleymdu ekki þeim
sem lögðu þér lið þegar þér lá mest við.
Sýndu þolinmæði.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Eitthvað ólgar innra með þér sem þarf
að fá útrás. Vertu léttúðugur og – í guðanna
bænum – ekki tala um stjórnmál, siðferði eða
smekk.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Láttu ekkert ganga fyrir fjölskyldu
þinni því hún er grundvöllur lífs þíns og án
hennar værir þú ekki það sem þú ert. Ekki
láta þetta slá þig út af laginu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Eina rétta leiðin til að ráðast í stórvirki er
að ganga til þeirra með jákvæðu hugarfari.
Hefnd er eins og að brenna húsið sitt til að
losna við rottu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Að kveðjast felur ekki endilega í
sér endalok. Taktu samt vel á móti ráðum
ættingja þíns því þau munu reynast þér gott
veganesti.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Framfarir virðast ekki alltaf skref
fram á við. Reyndu að ganga frá lausum end-
um áður en þú byrjar á einhverju nýju. Mjög
skorinortar reglur auka gróða og ánægju í
skapandi verkefnum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Vanalega ertu fullur af eldmóði.
Mundu að ekkert fæst án fyrirhafnar og sú
vitneskja er lykillinn að velgengni þinni.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Eitthvað sem vinur þinn lætur út
úr sér nær algerum tökum á þér. Njóttu þess
að fólk sé farið að meta þig að verðleikum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú vilt skipuleggja umhverfi þitt en
um leið kannt þú að fá félaga þinn eða ein-
hvern nákominn upp á móti þér. Sýndu þolin-
mæði.
Karlinn á Laugaveginum var íjólaskapi þegar ég sá hann
rölta upp Skólavörðustíginn og taut-
aði fyrir munni sér:
„Er kyn þótt ég manninn meti?“
sagði Margrét í sinu fleti:
„Hann Bjarni á Tröðum
tekur glas oft með glöðum
og er góður í hangiketi.“
Í Sögu daganna segir að ekki hafi
fundist öruggt dæmi um Þorláks-
dýrkun fyrr en árið 1876, þegar Ís-
lendingar í Kaupmannahöfn höfðu
samkomu á Þorláksmessu. – „Þá var
lesið úr nýrri jarteiknabók Þorláks
um hjálpræði Frónbúa á hættuslóð-
um samtímans og Björn M. Olsen
orti níu erinda borðsálm undir lag-
inu Svend Tveskæg havde sig en
mand. Endar hvert þeirra með
áskorun um að heita á Þorlák. Ann-
að erindið er á þessa leið:
Já, – heitum á þann mæta mann
sem mítur bar
og fjölmörg undur áður vann
um aldirnar.
Hann benti forðum bljúgri sjót
á betra heim
og gladdi hugum hrellda snót
og hryggan beim.
Vér heitum á Þorlák hinn helga.
Enn fremur segir Árni Björnsson í
bók sinni að skata, megringar eða
stappa hafi þótt fátæklegur matur
fyrrum þótt nú þyki hann lostæti, –
„ríkismönnum fannst lítilfjörlegt að
hafa skötuna stappaða í mörfloti og
vildu hafa hana í smjöri“:
Skötustappa skömmtuð var í Eyjum
allir fengu innan ranns
utan Bjarni og konan hans.
Bóndinn sjálfur borðaði smér og köku
en hans kona ystan graut
iðra síðan kenndi þraut.
Árni segir skötu hafa verið Þor-
láksmessumat með allri ströndinni
frá Vestfjörðum og suður fyrir Faxa-
flóa. Og bætir við: Þessi vísa úr
Vopnafirði lýsir Þorláksmessumat
langt utan skötusvæðisins:
Á Þorláksdag í matinn minn
morkinn fékk ég hákarlinn
harðan fiskinn hálfbarinn
og hákarlsgrútarbræðinginn.
Á sunnudaginn var Davíð Hjálm-
ari Haraldssyni boðið í sviðalappa-
veislu sem hann lýsir á Leirnum:
Í gær var okkur bræðrum boðið til
sviðalappaveislu. Við vorum báðir
lasnir og lystarlausir en af því að
maður fær varla betri mat en sviða-
lappir var ekki hægt annað en að
þiggja boðið.
Við bræðurnir vorum í veislu í gær
þótt værum við lasnir af kvefpest og
slappir
og hökkuðum í okkur hækla og lær
sem héngu við fimmtíu vel sviðnar lappir.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Þorláki og skötustöppu
Í klípu
„ÞETTA ER TÁLBEITA. RAUNVERULEGI
JÓLASVEINNINN MYNDI HAFA
FLEIRI LÍFVERÐI.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„FÁÐU ÞÉR SÆTI, UNGI MAÐUR.
ÞÚ ERT NÆSTUR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... allt sem þú vilt um
jólin.
GRETTIR, BRÉFIÐ ÞITT TIL JÓLA-
SVEINSINS ER FORKASTANLEGT!
ÞAÐ ER FULLT AF HÁLF-
SANNLEIK OG ALGJÖRUM LYGUM!
HVAÐ?!
HVERNIG KOMST HÁLF-
SANNLEIKUR ÞARNA INN?!
ÞAÐ ER ERFITT AÐ TRÚA
ÞVÍ AÐ JÓLIN SÉU Á
MORGUN!
SÍÐASTISÉNS!VIÐ LOKUMEFTIRTÍU MÍNÚTUR!
ÞAÐ ER KOMINN TÍMI
FYRIR MIG TIL AÐ HEFJA
JÓLAINNKAUPIN
SEGI
ÞAÐ
Góðkunningi Víkverja hafði sam-band og var mikið niðri fyrir út
af verðlaginu í fríhöfninni í Leifs-
stöð. Aldrei þessu vant vildi kunn-
inginn að Víkverji léti að sér kveða.
Kunningi Víkverja byrjaði á að
segja að sér væri fyrirmunað að
skilja hvers vegna fríhöfnin héti frí-
höfn. Nýlega hefði kunninginn keypt
þar hangikjöt fyrir vin erlendis,
þrátt fyrir að honum fyndist það
„hryllilega dýrt“. Kunninginn býr í
Danmörku og taldi að svona væri
verðlagið einfaldlega á Íslandi og lét
þetta yfir sig ganga. Hugsaði um leið
að það hefðu þeir, sem byggju á Ís-
landi gert um árabil.
x x x
Nokkru síðar var kunninginnstaddur á Íslandi aftur og sá þá
að sama hangikjöt var til sölu í
mörgum verslunum fyrir mun minna
fé. Í fríhöfninni kostaði kílóið 3.949
krónur, en 2.798 krónur í Bónusi og
um 3.200 krónur í Krónunni.
x x x
Kunningi Víkverja sagðist bæðireiður og svekktur eftir þessi
viðskipti og bætti við að sér hefði
fundist að sér bæri skylda til að vara
fólk við.
x x x
Vinur Víkverja hafði einnig orð áþví að hann hefði iðulega keypt
frosinn fisk í fríhöfninni, en hefði
hætt því þegar hann sá verðið hjá
nýjum rekstraraðila. „Finnst virki-
lega engum þetta undarlegt og af
hverju eru þeir ekki látnir svara fyr-
ir þetta?“ spurði kunningi Víkverja.
x x x
Víkverji verslar í fríhöfninni í ferð-um sínum og hefur nafnsins
vegna ávallt staðið í þeirri trú að
hann hlyti að vera að gera góð kaup,
þótt stundum hafi öðru verið hvíslað
að honum. Það á hins vegar greini-
lega ekki við í öllum tilfellum. Í frí-
höfninni geta neytendur ekki leitað
annað, blöskri þeim verðið, og oft
eru menn í þeirri stöðu að síðustu
forvöð eru að kaupa íslenskar vörur
handa vinum og ættingjum í útlönd-
um. Hér getur einn komið óorði á
alla, en spurningin er hvort kaup-
menn í Leifsstöð þurfi að hækka
verðið um fjórðung til þess að rekst-
urinn beri sig? víkverji@mbl.is
Víkverji
Guð er ljós og myrkur er alls ekki í
honum. (1. Jh. 1.5)