Morgunblaðið - 23.12.2015, Síða 47

Morgunblaðið - 23.12.2015, Síða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2015 Friðrik Vignir Stefánsson organisti stendur fyrir notalegri orgelstund við kertaljós í Seltjarnarneskirkju í kvöld kl. 22-23. Hann mun leika jólatónlist eftir Bach, Buxtehude, Reger og aðra þekkta jólasálma. Þetta er í 25. skipti sem Friðrik heldur orgelstund á Þorláksmessukvöld. Sú fyrsta var haldin í Grundarfjarðarkirkju á Þor- láksmessu árið 1988 og hefur orgelstundin verið haldin í Seltjarnarneskirkju frá 2007. Eygló Rúnarsdóttir messósópran syngur jólasálma og jólalög á tónleikunum og verð- ur kirkjan aðeins lýst upp með kertaljósi. Orgelleikur og söngur við kertaljós Orgelstund Friðrik Vignir Matthías Bergsson hefurlifað viðburðaríka æviog komið svo víða viðað hann gæti rétt eins verið margir menn. Í Munaðarleys- ingjanum segir Matthías Sigmundi Erni Rúnarssyni sögu sína og er frásögnin hröð og skemmtileg, þótt ekki hafi líf hans alltaf verið dans á rósum. Bókin hefst á voðaviðburði þegar tveggja mánaða gamall bróðir Matthías- ar lætur lífið. Þessi atburður verður foreldrum Matthíasar ofviða og fjölskyldan sundrast. Ekki bætir úr skák að hann og Ómar bróðir hans halda jafnvel að þeir hafi átt sök á andlát- inu og kemur aldrei fram hvort það er ímyndun drengjanna eða ekki. Foreldrarnir skilja, móðirin hverfur til Ameríku og bræðurnir fara hvor í sína áttina. Matthías fer úr einum stað í annan, er ýmist hjá vandalausum eða skyldfólki. Matur leikur stórt hlutverk og er sérlega skemmtilegt að lesa hvernig banda- rískur veislukostur heillar drenginn unga þegar hann dvelur hjá föður sínum í nokkra mánuði þar sem hann vinnur fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Maturinn verð- ur að tákni fyrir annan heim alls- nægta og nýjabrums. Þar sér hann Dwight Eisenho- wer, sem heimsótti Ísland fyrstur Bandaríkjaforseta 1955, bregða fyrir og á einhvers konar frægra- mannaleikur eftir að verða einn þráðurinn í margslungnu lífi hans. Á vegi hans verða Marlene Diet- rich, Barack Obama, O.J. Simpson og Axl Rose og eru þá aðeins fáeinir taldir. „Mér hefur verið líkt við Forest Gump,“ segir Matthías. Matthías er fullur af lífskrafti og athafnaþrá og hefur ferðast víða um heim. Hann leitar móður sína uppi í Bandaríkjunum og dvelur þar lengi, gengur í herinn og heldur á vit æv- intýra á Havaí. Í Bandaríkjunum lendir hann einnig tvívegis í djúpum öldudal, fyrst þegar hann kemur úr hernum og aftur þegar hann fer að sinna bróður sínum sjúkum. Í bókinni er sagt frá þessum skeiðum í lífi hans, en þau eru í raun ekki útskýrð. Í bókinni er sjálfsbjargarviðleitnin og stoltið aðalsmerki Matthíasar og kemur það ekki heim og saman við hvernig hann missir tök á lífi sínu. Í fyrra skiptið ýjar hann að því að reynslan úr hernum hafi sett allt úr skorðum. Vissulega var aginn í hernum slíkur að jaðrar við grimmd, en Matthías var vanur erf- iðisvinnu og aldrei fór hann á víg- völlinn og upplifði þær blóðsúthell- ingar, sem gerðu að verkum að fjöldi hermanna varð aldrei samur. Í tvígang rífur þessi rótlausi maður sig hins vegar upp og nær sér á strik á nýjan leik. Mun- aðarleysinginn er lipurlega skrifuð bók þar sem lýst er ævintýralegu lífi rótlauss heimshornaflakkara, sem á endanum finnur æskuástina og hamingjuna í vestfirsku sjáv- arþorpi. Höfundurinn „Munaðarleysinginn er lipurlega skrifuð bók þar sem lýst er æv- intýralegu lífi rótlauss heimshornaflakkara,“ segir gagnrýnandi um ævisögu Matthíasar Bergssonar sem hér sést með höfundi, Sigmundi Erni Rúnarssyni. Ævintýralegt lífshlaup Ævisaga Munaðarleysinginn – Örlagasaga Matthíasar Bergssonar bbbmn Eftir Sigmund Erni Rúnarsson. Veröld, 2015. Innbundin. 268 bls. KARL BLÖNDAL BÆKUR Lífið er ekki alltaf skemmti-legt og stundum þróastfjölskyldulíf út í ótrúleg-ustu áttir. Þó að fjöl- skyldan hangi saman af gömlum vana tvístrast hún. Ágúst Borgþór Sverrisson lýsir þessari vegferð ágætlega í bókinni Inn í myrkrið, en eins og oft vill verða, þegar ástvinir ganga ekki í takt er endirinn eins og úr annarri sögu en lagt var upp með. Fjölskyldufaðirinn Óskar, helsta persóna sögunnar, lifir tilbreytinga- lausu lífi vorið 2011, en eiginkonan Sigrún er orku- mikil. Bæði fara sínar eigin leiðir og þá er ekki von á góðu. Ágúst dregur upp raunsanna mynd af fjöl- skyldunni, lífinu, vinnunni og nán- asta umhverfi. Óskar dregst inn í ákveðna atburðarás, eitt leiðir af öðru og allt í einu verður ekki aftur snúið. Þarna er eitthvað ekki í lagi, ókyrrð í sálinni, og Ágúst kemur því vel til skila. Sagan heldur ágætlega og spenn- an er nokkur á stundum, en endirinn er ekki í takt við það sem á undan er gengið. Hugsanlega hugsar höf- undur sér tengingu við liðna tíð en hvort sem svo er eða ekki virkar uppgjörið ekki á þessum stað. Það er kannski lýsandi fyrir heild- ina að ætla mætti að bókin héti Myrkrið því fyrstu orð titilsins sjást mjög ógreinilega á kápu. Það er í takt við ruglið sem heltekur helstu persónur. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Ágúst Borgþór „Sagan heldur ágætlega,“ segir um Inn í myrkrið. Eins og á röngum vegarhelmingi Skáldsaga Inn í myrkrið bbbnn Eftir Ágúst Borgþór Sverrisson. Draumsýn bókaforlag 2015. Kilja, 293 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Samfélag þar sem svindl ogsvínarí ráða ríkjum hefurverið yrkisefni margra höf-unda, ekki síst eftir banka- hrun. Lilja Sigurðardóttir hendir sér út í þessa ormagryfju með spennusögunni Gildrunni og kemur ekki aðeins ósködduð upp heldur tekst vel til og lofar góðu um fram- haldið. Sagan gerist að mestu í Reykjavík og nágrenni á fjögurra mánaða tíma- bili frá árslokum 2010 til ársbyrj- unar 2011. Eitur- lyfjasmygl er sem rauður þráður í gegnum söguna og síðan eru það tengsl helstu per- sóna og áhrif þeirra á fram- vinduna. Spennan er mikil frá byrjun og helst út í gegn. Söguþráðurinn heldur vel og per- sónulýsingar eru nokkrar vel gerð- ar. Í aðalatriðum er sagan trúverðug og helstu persónur sömuleiðis. Vandamálin eru einnig kunnug og lausnirnar yfirleitt ekki fjarri lagi. Samt er skautað of létt yfir helstu erfiðleikana og við það missir sagan aðeins marks. Í auglýsingu er bent á að leggja nafn höfundar á minnið. Það er vel til fundið vegna þess að Gildran er góð spennusaga og ætla má að Lilja Sigurðardóttir eigi eftir að gera enn betri hluti á þessu sviði. Morgunblaðið/Eggert Lilja Rýnir segir Gildru Lilju Sig- urðardóttur vera góða spennusögu. Gildra Lilju lofar góðu Spennusaga Gildran bbbmn Eftir Lilju Sigurðardóttur. JPV-útgáfa 2015. Innbundin, 344 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl. Njála (Stóra sviðið) Mið 30/12 kl. 20:00 Frums. Sun 10/1 kl. 20:00 6.k Fim 21/1 kl. 20:00 11.k Lau 2/1 kl. 20:00 2.k Mið 13/1 kl. 20:00 7.k Sun 24/1 kl. 20:00 Sun 3/1 kl. 20:00 3.k Fim 14/1 kl. 20:00 8.k Fim 28/1 kl. 20:00 12.k Mið 6/1 kl. 20:00 4.k Sun 17/1 kl. 20:00 9.k Sun 31/1 kl. 20:00 Fim 7/1 kl. 20:00 5.k Mið 20/1 kl. 20:00 10.k Njáluhátíð hefst í forsalnum klukkan 18 fyrir hverja sýningu Hver er hræddur við Virginíu Woolf? (Nýja sviðið) Fös 15/1 kl. 20:00 Frums. Sun 24/1 kl. 20:00 6.k Fös 5/2 kl. 20:00 11.k Lau 16/1 kl. 20:00 2.k Fim 28/1 kl. 20:00 7.k Lau 6/2 kl. 20:00 12.k Sun 17/1 kl. 20:00 3.k Fös 29/1 kl. 20:00 8.k Sun 7/2 kl. 20:00 aukas. Fim 21/1 kl. 20:00 4.k Lau 30/1 kl. 20:00 aukas. Fim 11/2 kl. 20:00 13.k Fös 22/1 kl. 20:00 aukas. Sun 31/1 kl. 20:00 9.k Lau 23/1 kl. 20:00 5.k Fim 4/2 kl. 20:00 10.k Margverðlaunað meistarastykki Billy Elliot (Stóra sviðið) Lau 26/12 kl. 19:00 Fös 8/1 kl. 19:00 Fös 15/1 kl. 19:00 Sun 27/12 kl. 19:00 Lau 9/1 kl. 19:00 Lau 16/1 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - sýningum lýkur í janúar Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 27/12 kl. 13:00 Sun 3/1 kl. 13:00 Sun 10/1 kl. 13:00 Sýningum lýkur í janúar Flóð (Litla sviðið) Fim 21/1 kl. 20:00 Frums. Mið 27/1 kl. 20:00 3.k. Sun 31/1 kl. 20:00 5.k Sun 24/1 kl. 20:00 2 k. Fim 28/1 kl. 20:00 4.k. Mið 3/2 kl. 20:00 6.k Nýtt íslenskt verk um snjóflóðið á Flateyri Sókrates (Litla sviðið) Sun 27/12 kl. 20:00 Sun 10/1 kl. 20:00 Sun 17/1 kl. 20:00 Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina Vegbúar (Litla sviðið) Þri 29/12 kl. 20:00 Lau 9/1 kl. 20:00 Lau 16/1 kl. 20:00 Mið 30/12 kl. 21:00 Fös 15/1 kl. 20:00 Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 8/1 kl. 20:00 Lau 23/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 20:00 Kenneth Máni stelur senunni 65 20151950 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is DAVID FARR Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Mið 30/12 kl. 15:00 37.sýn Fim 14/1 kl. 19:30 42.sýn Fös 12/2 kl. 19:30 47.sýn Mið 30/12 kl. 19:30 38.sýn Sun 24/1 kl. 19:30 43.sýn Lau 13/2 kl. 19:30 48.sýn Lau 2/1 kl. 15:00 39.sýn Fös 29/1 kl. 19:30 44.sýn Sun 21/2 kl. 19:30 49.sýn Lau 2/1 kl. 19:30 40.sýn Lau 30/1 kl. 19:30 45.sýn Sun 10/1 kl. 19:30 41.sýn Fös 5/2 kl. 19:30 46.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið) Lau 26/12 kl. 19:30 Frumsýning Lau 9/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 7/2 kl. 19:30 9.sýn Sun 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 16/1 kl. 19:30 6.sýn Sun 14/2 kl. 19:30 10.sýn Sun 3/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 8/1 kl. 19:30 4.sýn Sun 31/1 kl. 19:30 8.sýn Eitt af meistaraverkum 20. aldarinnar Um það bil (Kassinn) Þri 29/12 kl. 19:30 Frums. Lau 9/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 21/1 kl. 19:30 7.sýn Sun 3/1 kl. 19:30 2.sýn Fös 15/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 22/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 8/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 6.sýn Glænýtt verk eftir þekktasta samtímaleikskáld Svía, bráðfyndið og harkalegt í se Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Fim 7/1 kl. 19:30 12. sýn Fös 15/1 kl. 22:30 13.sýn Mið 13/1 kl. 19:30 aukasýn Fim 21/1 kl. 19:30 15.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið) Lau 23/1 kl. 13:00 Frums. Lau 6/2 kl. 13:00 4.sýn Sun 7/2 kl. 13:00 6.sýn Sun 31/1 kl. 13:00 3.sýn Lau 6/2 kl. 16:00 5.sýn Eldfjörug barnasýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst! Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið) Sun 10/1 kl. 14:00 aukasýn Sun 17/1 kl. 14:00 aukasýn Sun 10/1 kl. 16:00 aukasýn Sun 17/1 kl. 16:00 aukasýn Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.