Morgunblaðið - 23.12.2015, Side 52

Morgunblaðið - 23.12.2015, Side 52
MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 357. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. Lést í slysi í Ártúnsbrekku 2. Banaslys við Einarsstaði 3. Alvarlegt bílslys við Einarsstaði 4. „Mitt eigið Kylie Jenner …“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Söngkonan Sigríður Thorlacius og söngvarinn Sigurður Guðmundsson halda tónleika í kvöld kl. 21 á Kex hosteli og er aðgangur að þeim ókeypis. Söngtvíeykið kemur fram með hljómsveit sinni og flytur lög af jólaplötum sínum, Nú stendur mikið til og Jólakveðju, auk hátíðarlaga úr ýmsum áttum. Siggi og Sigga syngja saman jólalög á Kex  Björgvin Hall- dórsson heldur tvenna tónleika í dag, þá fyrri á Ís- lensku hamborg- arafabrikkunni, Höfðatorgi kl. 12 og þá seinni í kvöld í Bæjarbíói í Hafnarfirði kl. 22. ´ Björgvin hefur verið önnum kafinn við jólatónleikahald í mánuðinum, haldið sína árlegu Jólagesti Björgvins og verið gestur Baggalúts. Björgvin á fabrikku og í Bæjarbíói  Rithöfundurinn Gerður Kristný er höfundur útvarpsþáttar um íslensku jólasveinana sem fluttur var á út- varpsstöð breska ríkisútvarpsins, BBC 3, á laugardaginn var. Gerður segir bæði sjálf frá sveinunum sem og ýmsir sérfróðir. Þátturinn, Yuletide in the Land of Ice and Fire, er aðgengilegur á vef BBC undir slóðinni www.bbc.- co.uk- /programmes/ b06s75pm. Íslensku jólasvein- arnir í þætti á BBC Á fimmtudag (aðfangadagur jóla) Norðaustlæg átt 8-15 m/s og él, hvassast fyrir austan en þurrt suðvestan- og vestanlands. Kóln- andi veður, frost 4 til 15 stig síðdegis, kaldast inn til landsins. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 10-18 m/s fyrir norðan með snjó- komu og skafrenningi en heldur hægari vindur og él með kólnandi veðri. VEÐUR Hólmfríður leikur út samninginn „Þótt hún sé ekki eld- gömul þá hefur hún ákveðna reynslu sem hún er dugleg að miðla. Almennt séð er hún rosa- lega jákvæð og gott að hafa hana í liðinu,“ segir Baldur Ingi Jónasson, þjálfari körfuknattleiks- liðs Stjörnunnar, um Rögnu Margréti Brynj- arsdóttur, leikmann umferðarinnar í Dominos-deild kvenna. »4 Dugleg að miðla reynslu sinni til samherja Körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson er í tíunda skipti á fjórtán árum í hópi tíu efstu manna í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins. Hann er jafn- framt tíundi íþróttamaðurinn í sögu kjörsins sem kemst á tíu manna listann tíu sinnum eða oftar. Listinn með nöfnum tíu efstu í kjörinu í ár er birtur í blaðinu í dag. »2 Jón Arnór er í tíunda sinn meðal tíu efstu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Ég reyni að verða við öllum ósk- um,“ segir Stella Fanney Guð- mundsdóttir, sem gefur öllum af- komendum sínum, um 130 manns, sokka, sem hún prjónar sjálf, í jóla- gjöf. Stella er ættuð af Ströndum. Hún átti níu systkini og byrjaði í föður- húsum að prjóna. „Við vorum fimm systurnar og mamma kenndi okkur snemma að prjóna,“ segir hún. „Ég hef því prjónað síðan ég var krakki og nú orðið er þetta nánast það eina sem ég geri. Maður verður að hafa eitthvað gott til að dunda sér við.“ Lengst af átti Stella heima í Súða- vík, þar sem eiginmaðurinn Björn Jónsson var bóndi og á sjó annað slagið. Þau eignuðust átta börn og eru fimm þeirra á lífi. Eftir snjóflóð- ið 1995 flutti hún suður og hefur bú- ið í Reykjavík síðan. „Það er nú bara þannig að ég hef setið og prjónað þegar ég hef ekki verið að gera ann- að,“ segir hún. Lætur þess getið að þegar hún hafi unnið fulla vinnu í frystihúsinu hafi hún stundum grip- ið í prjónana á nóttunni. „Ég hef ekki þurft mikinn svefn í gegnum tíðina. Ég hvíli mig reyndar stund- um á prjónum og þríf þá í kringum mig.“ Fellur aldrei verk úr hendi Með öðrum orðum þá er Stella alltaf að. „Ég er vön því,“ segir hún og leggur áherslu á að alltaf hafi þurft að fæða og klæða fólkið og það hafi gengið fyrir öðru. „Það verður alltaf að hugsa um börnin,“ segir hún og bætir við að hún lesi tölu- vert, einkum á nóttunni, þótt sjónin sé farin að versna, og hlusti á útvarp og sjónvarp. „Ég þarf ekki að horfa því ég er orðin svo vön þessu.“ Á árum áður bjó Stella til lopann en nú segir hún öll aðföng auðveld- ari. „Það fæst allt orðið í búðunum, líka lopi,“ segir hún og gerir lítið úr innkaupunum, sem geta orðið tölu- vert mikil í einu. „Áður prjónaði ég alltaf peysur og vesti en nú er ég að- allega í sokkum,“ segir hún. Bætir við að afköstin fari eftir dugnaðinum hverju sinni, hvað hún haldi sér vel við efnið, en almennt ljúki hún við par af karlmannssokkum á einum degi. „Það var skemmtilegast að prjóna peysurnar.“ Stellu finnst ekki merkilegt að prjóna hátt í 150 sokkapör á ári. Hún segist fá aðstoð við að pakka þeim inn og merkja gjafirnar. „Ég man nú ekki öll nöfnin enda orðin gleymin en allt kemst þetta nú til skila.“ Þá vísar hún til þess að senda þarf pakka bæði innanlands og utan, meðal annars til Norðurlandanna og Bandaríkjanna. „Svo kemur fyrir að þau fá líka sokka í afmælisgöf.“ Afkomendur Stellu bíða spenntir eftir gjöfum hennar og oft panta þeir sérstakt mynstur og liti og þar fram eftir götunum. „Ég myndi ekki gera þetta ef það líkaði ekki,“ segir hún. „Það fá allir ullarsokka frá mér í jólagjöf og ég held áfram að prjóna.“ Allir fá sokka frá Stellu  Prjónar gjafir fyrir um 130 afkomendur Morgunblaðið/Styrmir Kári Jólabarn Stella Fanney Guðmundsdóttir er 92 ára og prjónar jólagjafir handa öllum afkomendum. Jólagjafir Stella er búin að senda flesta pakkana frá sér en ekki alla. Norska knattspyrnufélagið Avaldsnes hefur neitað landsliðskonunni Hólmfríði Magnúsdóttur um félaga- skipti og tilkynnt henni að ætlast sé til þess að hún leiki með því á komandi keppn- istímabili, en hún á eitt ár eftir af samningi sínum. Hólmfríður hafði í hyggju að breyta til. Hún segist vera búin að jafna sig á synjun fé- lagsins og mæti til æfinga í byrjun nýs árs. »1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.