Fréttablaðið - 06.01.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.01.2017, Blaðsíða 2
Veður Norðvestan og vestan hvassviðri austan til á landinu fram eftir degi og víða hvassar vindhviður við fjöll, en lægir smám saman. Styttir upp og léttir til. Mun hægari vindur og bjart að mestu vestanlands. sjá síðu 22 Hress í rokinu YFIR 20 GERÐIR GASGRILLA Á ÚTSÖLUNNI � Stærð: 149 x 110 x 60 cm Útsölunni lýkur á morgun Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Grillbúðin 25-50 afsláttur Opið virka daga 11-18 - Laugardag 11-16 www.grillbudin.is % Þessir ofurhressu ferðamenn létu veðrið ekki á sig fá þegar þeir skoðuðu kennileiti miðborgarinnar í gær. Hvassviðri var við Hallgrímskirkju þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði og földu ferðamenn sig margir hverjir á bak við trefla. Um tólf metrar á sekúndu voru í borginni í gær og hiti við frostmark. Þá snjóaði einnig á köflum. Fréttablaðið/anton brink samfélag Mikið álag er nú á Land- spítala og þá sérstaklega bráða- móttöku þar sem óvenju margir sjúklingar hafa leitað til spítalans undanfarna daga. Þá fer inflúensu- tilfellum hratt fjölgandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá spítal- anum. Mikið öngþveiti var á bráða- móttökunni þegar Fréttablaðið bar að garði en þeir læknar sem blaðið ræddi við bjuggust við annari örtröð í gærkvöldi og aftur í dag. „Á bráðamóttöku Landspítala er sjúklingum forgangsraðað eftir bráðleika. Við þær aðstæður sem nú eru á spítalanum má gera ráð fyrir að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða þjónustu eða verði vísað á heilsugæslustöðvar eða Lækna- vaktina á Smáratorgi í Kópavogi að forflokkun lokinni,“ segir í tilkynn- ingunni. – bb Sjúklingum forgangsraðað Viðskipti Engin bók seldist jafn vel í Eymundsson og Petsamo eftir Arn- ald Indriðason á nýliðnu ári. Bókin sem seldist næstbest var Aflausn eftir Yrsu Sigurðardóttur en Independ- ent People, ensk þýðing Sjálfstæðs fólks Halldórs Laxness, kom þar á eftir. Það var þó ekki eina bókin sem ferðamenn sóttust eftir heldur var samantektarbókin Sagas of the Icelanders í fjórða sætinu. Í fimmta sæti var svo vinsælasta barnabók síðasta árs, Þín eigin hrollvekja eftir Ævar Þór Benediktsson. Það sem af er ári hafa skáldsögur hins vegar ekki verið á meðal þeirra bóka sem best hafa selst. Í fyrsta sætinu á árinu 2017 er Almanak Háskóla Íslands, í öðru sæti eru Enskar málfræðiæfingar A og í því þriðja er Almanak þjóðvinafélags- ins. – þea Sjálfstætt fólk selst enn eins og heitar lummur læknar þurfa nú að setja upp grímur á göngunum. Fréttablaðið/Eyþór samfélag Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að hundinum Tinnu frá því hún strauk úr pössun þann 29. desember. Hundasamfélagið hefur tekið saman höndum og tekið virk- an þátt í leitinni. Eigendur Tinnu, Andrea Björnsdóttir og Ágúst Ævar Guðbjörnsson, lofa 300 þúsund króna fundarlaunum. Sjálf voru þau erlendis þegar Tinna týndist og hafa ekki enn tekið upp úr töskunum og ekki mætt til vinnu. Andrea er upp- gefin, þreytt og þráir ekkert meir en að knúsa hundinn sinn á ný. „Við erum orðin úrvinda, ég og Ágúst og þeir sem hafa leitað síðustu daga bæði dag og nótt. Við höfum eiginlega ekkert sofið og varla farið heim til okkar þann- ig að við höfum lagst á sófann hjá mömmu og pabba,“ segir Andrea og bætir við að ferðatöskurnar séu í anddyrinu hjá foreldrum hennar. „Við höfum ein- beitt okkur að því að leita og ekki mætt í vinnu. Ágúst á sitt fyrirtæki og varð að fara til að greiða reikn- inga því sumir vo r u ko m n i r með dráttarvexti. Heimurinn hefur nánast stoppað því Tinna er svo einstakur karakter og einstök fyrir okkur.“ Um miðj- an dag í gær sást hreyfing í móanum fyrir ofan Heiðarhverfi í Keflavík og stukku leitarmenn af stað, vopnaðir pylsum og lifrarpylsu, eftirlætis snakki Tinnu. Um 2.500 manns eru í Facebook-hópnum Leitin að Tinnu og er virknin þar mikil. „Við erum orðlaus yfir því hvað fólk er gott og reiðubú- ið að hjálpa. Þetta er mesta martröð hundaeiganda. Að hún sé í þessum kulda, hrædd og að þjást – það er svo vont. Ég fæ mörg símtöl á dag frá fólki sem er að stappa í okkur stálinu með alls konar sögum um hunda sem voru týndir lengi. Maður heldur í vonina að Tinna sé úrræðagóð og hún finnist sem allra allra fyrst.“ Andrea hefur leitað til björg- unarsveita til að reyna að fá vana leitarmenn. Þá hafa fjölmargir boðið fram aðstoð með dróna og hitamyndavél og í raun hvað sem er til að reyna að finna hundinn. „Björgunarsveitin leitar að fólki en ekki dýrum en sá sem ég talaði við var mjög almennilegur og ætlaði að setja á innri vefinn að þeir sem vildu leita mættu gera það. Þetta er orðinn mjög langur tími og við Ágúst erum orðin örvæntingarfull yfir að finna ekki greyið.“ benediktboas@365.is Eigendur Tinnu ekki tekið upp úr töskunum Umfangsmikil leit hefur staðið yfir frá Reykjanesi að Hafnarfirði að hundinum Tinnu. Eigendur hennar lofa 300 þúsund króna fundarlaunum. Mikill fjöldi fólks hefur leitað. Eigendurnir hafa ekki mætt til vinnu frá því Tinna týndist. leitað var í gær í móanum fyrir ofan keflavík eftir ábendingu. Fréttablaðið/Ernir tinnu er sárt saknað. Heimurinn hefur nánast stoppað því Tinna er svo einstakur karakter og einstök fyrir okkur. Andrea Björnsdóttir, eigandi Tinnu 6 . j a n ú a r 2 0 1 7 f Ö s t u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 6 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B D E -E B 4 0 1 B D E -E A 0 4 1 B D E -E 8 C 8 1 B D E -E 7 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 5 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.