Fréttablaðið - 06.01.2017, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 06.01.2017, Blaðsíða 27
„Hótelklassinn heldur utan um fræðslu starfsmanna á öllum sviðum en öll þjálfun er byggð upp með tilliti til stefnu fyrirtækis- ins og þarfa starfsmanna, þannig er tryggt að hún sé eins markviss og kostur er,“ segir Erla Ósk Ásgeirsdóttir, forstöðumaður starfsmanna- og gæðasviðs Icelandair hótela. MYND/ANTON Fjórir af þátttakendum í vinnustaðanámi á síðasta ári á vegum Hótelklassans. Hótelklassinn er fyrirtækjaskóli Icelandair hótela sem heldur bæði utan um fræðslumál og vinnu­ staða námið sem er stór liður í starfsemi fyrirtækisins. Helsta hlutverk Hótelklassans er að styðja við starfsmannastefnu fé­ lagsins með því að stuðla að fag­ legri þróun starfsmanna að sögn Erlu Óskar Ásgeirsdóttur, for­ stöðumanns starfsmanna­ og gæðasviðs. „Hótelklassinn held­ ur utan um fræðslu starfsmanna á öllum sviðum en öll þjálfun er byggð upp með tilliti til stefnu fyrir tækisins og þarfa starfs­ manna, þannig er tryggt að hún sé eins markviss og kostur er.“ Mikill metnaður Dagskrá Hótelklassans var um­ fangsmikil á nýliðnu ári en 162 viðburðir voru á vegum skólans. Alls voru þátttakendur í fræðslu á vegum hans 1.281 á tímabilinu auk þess sem 103 nemar voru í vinnu­ staðanámi á sama tíma. „Flest­ um finnst áhugavert að vita að nemarnir okkar taka um 2/3 hluta námsins hjá okkur á móti 1/3 þess í Hótel­ og matvælaskólanum. Við leggjum okkur fram við að veita nemunum okkar þá allra bestu menntun sem völ er á. Þannig bjóð­ um við upp á vinnustaðanám á sex mismunandi veitingastöðum undir handleiðslu fagmannanna okkar.“ Áhersla á gæði Það starfa rúmlega 70 iðnmeistar­ ar og sveinar hjá fyrirtækinu og það er eitthvað sem við erum stolt af segir Erla Ósk. „Við leggjum mikla áherslu á þennan þátt þar sem við teljum að fagmennska og fagmenntun hafi áhrif á gæði þjón­ ustunnar sem við veitum. Nemun­ um okkar er vel fylgt eftir í námi sínu en Gígja Magnúsdóttir, fag­ stjóri vinnustaðanámsins, hefur yfirumsjón með öllu sem snýr að menntun nemanna okkar.“ Fjölbreytt nám Erla Ósk segir Icelandair hótel vera með starfsmenntunarsamn­ ing við um þriðjung allra matvæla­ iðnnema á Íslandi. „Við erum með mjög fjölbreytt nám innan Hótel­ klassans en við erum með nema á samningi sem eru að læra mat­ reiðslu, framreiðslu, bakaraiðn og snyrtifræði. Jafnframt hvetjum starfsfólk til náms á öllum sviðum en sérstaklega leggjum við okkur fram um að kynna starfsmönn­ um raunfærnimat þar sem þeir geta fengið reynslu sína metna til að sækja sér fagmenntun á sínu sviði.“ Menntun til framtíðar Markmið hótelanna er að nem­ endur hljóti faglega menntun til að takast á við framtíðaráskoran­ ir segir Erla Ósk. „Stærð og fjöl­ breytileiki hótelanna gerir það að verkum að nemendum gefst kost­ ur á fjölbreyttri menntun sem er mjög eftirsótt innan ferðaþjón­ ustunnar og opnar tækifæri til að starfa hvar sem er í heiminum.“ Nánari upplýsingar um Hótel- klassann má finna á vef Icelandair hótela, www.icelandairhotels.is. Alþjóðlegt nám í vaxandi atvinnugrein Fyrirtækjaskóli Icelandair hótela nefnist Hótelklassinn en dagskrá hans var umfangsmikil á síðasta ári þar sem 162 viðburðir voru haldnir. Alls voru þátttakendur í fræðslu á vegum hans tæplega 1.400 á tímabilinu og er boðið upp á mjög fjölbreytt nám. Flestum finnst áhugavert að vita að nemarnir okkar taka um 2/3 hluta námsins hjá okkur á móti 1/3 þess í Hótel-og matvælaskól- anum. Við leggjum okkur fram við að veita nem- unum okkar þá allra bestu menntun sem völ er á. Þannig bjóðum við upp á vinnustaðanám á sex mismunandi veit- ingastöðum. Erla Ósk Ásgeirsdóttir Kynningarblað SKÓlAr & NÁMSKEIðI 6. janúar 2017 5 0 6 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B D F -0 8 E 0 1 B D F -0 7 A 4 1 B D F -0 6 6 8 1 B D F -0 5 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 5 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.