Fréttablaðið - 06.01.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 06.01.2017, Blaðsíða 28
Fjarnám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla hófst á sumarönn 2002 og á því fimmtán ára starfsafmæli á árinu 2017. Steinunn H. Hafstað, fjarnámsstjóri Fjölbrautaskólans við Ármúla, segir að frá upphafi hafi nemendur getað tekið allt frá einum áfanga á önn upp í fullt nám í fjarnámi. „Nemendahópur- inn er afar fjölmennur, nemend- ur búa víða um land og jafnvel er- lendis.“ Steinunn nefnir að grunnskóla- nemendur í efstu bekkjum grunn- skóla séu alltaf nokkuð fjölmenn- ir í fjarnáminu sem og nemend- ur í dagskóla FÁ. „Auk þeirra eru nemendur annarra fram- haldsskóla sem taka einn og einn áfanga samhliða námi sínu ann- ars staðar og síðast en ekki síst nemendur sem hafa lokið starfs- námi og vilja bæta stúdentsprófi við það.“ Grunnskólanemendurnir fá þá áfanga sem þeir ljúka í fjarnámi metna í þann skóla sem þeir innrit- ast í eftir grunnskólapróf. Að sögn Steinunnar skapar það möguleika fyrir nemendur að flýta fyrir sér í námi en um leið fái þeir krefjandi verkefni í námsgreinum þar sem þeir skara fram úr. „Við kappkostum að bjóða upp á fjölbreytt nám á stúdentsbrautum og í heilbrigðisskólanum. Námið og námsmat er sambærilegt við það sem er dagskólanum. Fjöldi áfanga í boði á önn er um níutíu. Einnig er í boði nám á sumarönn og þá eru um þrjátíu áfangar í boði. Nemendur sem ná framúr- skarandi námsárangri í fjarnámi eru verðlaunaðir með niðurfell- ingu einingagjalds á næstu önn. Til þess þurfa þeir að ljúka að minnsta kosti tíu einingum og vera með yfir 9,0 í meðaleinkunn. Á síð- ustu önn voru tíu nemendur verð- launaðir,“ lýsir Steinunn. Í desember síðastliðnum braut- skráðust 24 fjarnámsnemend- ur með stúdentspróf frá skólan- um og fimm af heilbrigðisbraut- um. Allir fjarnemar hafa aðgang að bókasafni skólans, náms- og starfsráðgjöfum og heimanáms- aðstoð í Setrinu sem er opið alla virka daga. „Fjölmargir fjarnáms- nemar koma í skólann og nýta sér þjónustuna og jafnvel hitta kenn- arana sína en þótt þeir hitti ekki kennara fyrr en þeir mæta í loka- prófin hafa þeir góðan aðgang að þeim í kennslukerfinu Moodle sem er einskonar skólastofa á netinu. Þar hafa nemendur líka aðgang að verkefnum og prófum yfir önnina,“ segir Steinunn en hún vill einnig vekja athygli á því að fjarnám er ekki auðveld leið heldur krefst það bæði sjálfsaga og skipulagshæfni þar sem nemandinn þarf í raun að búa til sína eigin stundatöflu með hliðsjón af uppsetningu námsins og kröfum. Steinunn H. Hafstað fjarnámsstjóri Fjölbrautaskólans við Ármúla, segir að kappkostað sé að bjóða upp á fjölbreytt nám bæði á stúdentsbrautum og í heilbrigðisskólanum. MYND/GVA Fjöldi áfanga í boði í fjarnámi Fjarnám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla er afar fjölbreytt og er fjöldi áfanga í boði á hverri önn um níutíu. Allir fjarnemar hafa góðan aðgang að bókasafni, náms- og starfsráðgjöfum og annarri þjónustu skólans. Fjarnám krefst bæði sjálfsaga og skipulagshæfni. 60 PLÚS Skráning og nánari upplýsingar á spa@hiltonreykjavikspa.is og í síma 444 5090. Þjálfarar: Patrick Chiarolanzio, Agnes Þóra Árnadóttir og Guðbjartur Ólafsson Styrkur, þol, jafnvægi og samhæfing 4 vikna námskeið fyrir 60 ára og eldri hefst mánudaginn 9. janúar. Skemmtilegir tímar sniðnir fyrir fullorðið fólk. Áhersla á persónulega aðstoð, styrk, þol, jafnvægi og samhæfingu til þess að auka lífsgæði. Verð: 26.900 kr. Innifalið: Aðgangur að Spa, handklæði við komu, herðanudd í heitum pottum. Tímar kl. 13.00 alla dagana Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga: Hóptími Þriðjudaga og fimmtudaga: Prógramm hjá þjálfara í sal - frjáls mæting Mánudaginn 16. janúar verður fyrirlestur um næringu fyrir fólk 60 ára og eldri. SkólAr & NÁMSkeið kynningarblað 6. janúar 20176 0 6 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B D F -0 3 F 0 1 B D F -0 2 B 4 1 B D F -0 1 7 8 1 B D F -0 0 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 5 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.