Fréttablaðið - 06.01.2017, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 06.01.2017, Blaðsíða 31
Rauði krossinn sinnir viðamiklu starfi á sviði neyðarvarna og skyndihjálpar. Því fylgir mikil þjálfun sem sjálfboðalið­ ar og almenningur þurfa að undirgangast. Stofnunin held­ ur regluleg námskeið fyrir almenning sem vill leggja lið. Þetta eru skyndihjálparnámskeið, námskeið í sálrænum stuðningi og fjöldahjálparnámskeið svo dæmi séu nefnd. Rauði krossinn óskar nú eftir heimsóknarvinum en heim­ sóknarvinir eru hópur sjálfboðaliða sem fer í heimsókn­ ir til þeirra sem eftir því óska. Heimsóknirnar eru bæði á einkaheimili og stofnanir. Næsta námskeið fyrir heim­ sóknarvini verður haldið mánudaginn 23. janúar í hús­ næði Rauða krossins í Efstaleiti 9 á milli 17.30 og 19.30. Áhugasömum er bent á raudikrossinn.is Eins er hægt að gerast hundavinur en þá er farið í heim­ sókn með hund. Slíkt fyrirkomulag er þekkt víða um heim og taka hundarnir oft virkan þátt í þjálfun og endurhæf­ ingu sjúklinga. Hundavinir á vegum Rauða krossins fara meðal annars í reglubundnar heimsóknir á stofnanir og heimili. Meðal annars til langveikra barna, aldraðra og fatl­ aðra. Þeir sem vilja gerast hundavinir fara fyrst á nám­ skeið fyrir almenna heimsóknarvini og svo á hundavina­ námskeið sem er sérsniðið að hundaheimsóknum. Að því loknu er hundurinn metinn til að ganga úr skugga um að hann henti í verkefnið. Standist hundurinn matið er fundinn gestgjafi sem vill fá heimsókn frá hundi og eiganda hans.  Námskeið fyrir heimsókNarviNi VÍB heldur úti fræðslustarfi um fjármál og efnahagsmál. Á vegum fyrirtækisins verður haldinn fræðslufundur um fyrstu skref við fjárfestingar og sparnað fyrir alla þá sem áhuga hafa miðvikudag­ inn átjánda janúar næstkomandi í útibúi Íslandsbanka í Norðurturni, við Smáralind klukkan fimm. Frítt verður á fundinn.  Yfir þúsund manns hafa sótt fræðslufundi VÍB en á fundunum fer Björn Berg, fræðslustjóri VÍB, yfir gagnlegar þumalputtareglur í fjárfestingum. Markmið fundarins er að auðvelda gestum að fóta sig við fjárfestingar, forðast algeng­ ustu mistök og ná góðum fjárhags­ legum árangri. VÍB býður upp á fjölbreytta þjón­ ustu fyrir alla þá sem vilja byggja upp sparnað, fjárfesta eða fá að­ stoð við að stýra eignum sínum. Ókeypis fræðsla um fjármál Samkvæmt nýlegri könnun hjá norskum fyrirtækjum telja atvinnu­ rekendur að meistarapróf sé lagað að þörfum fyrirtækja. Bachelor­ gráða er of lágt menntunarstig en doktorspróf er of hátt. Það var Ing­ vild Reymert hjá NIFU (Norræn stofnun í nýsköpun, rannsóknum og menntun) sem stóð að baki rann­ sókninni. Stjórnendur í fyrirtækj­ um sem krefjast háskólamenntun­ ar voru spurðir um nauðsyn þess að ráða fólk með BS­gráðu, meist­ aragráðu eða doktorsnám að baki. Sjö af tíu svöruðu að þeir vilji ekki ráða fólk með doktorspróf, aðal­ lega vegna þess að námstíminn sé of langur. Norska ríkið eyðir milljörð­ um í doktorsnám og þess vegna er nauðsynlegt að vita hvern­ ig námið á að nýtast eftir útskrift. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu er enn mikil þörf á fólki með doktorsgráðu í opin berum störfum. Minni þörf er hjá einkafyrirtækjum og lítil hjá sveitar félögum. Rannsóknin bendir til þess að mikil þörf sé á háskóla­ menntuðu fólki í Noregi og ánægja er með menntaða starfsmenn. Þess má geta að haustið 2015 voru tæplega tíu þúsund nemend­ ur að hefja doktorsnám í Noregi. Það var vefurinn forskning.no sem greindi frá rannsókninni. Mastersnám nýtist vel Gleðilegt nýtt dansár! Innritun fyrir vorönn stendur yfir á www.jsb.is FRAMHALDSNEMENDUR OG NÝNEMAR Viltu gerast vinur JSB? Danslistarskóli JSB er á facebook Danslistarskóli JSB er samstarfsaðili að Frístundakorti Reykjavíkurborgar Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Jazzballett Skemmtilegt og fjölbreytt dansnám fyrir stelpur og stráka frá 6 ára aldri. Í boði eru byrjenda- og framhaldshópar á aldrinum 6-7 ára, 8-9 ára, 10-12 ára, 13-15 ára og 16 ára og eldri. Uppbyggileg dansþjálfun sem veitir nemendum útrás fyrir dans- og sköpunargleði. Allir nemendur taka þátt í glæsilegri nemendasýningu í Borgarleikhúsinu á vorönn. Forskóli fyrir 3-5 ára Skemmtilegt og þroskandi dansnám fyrir börn á aldrinum 3-5 ára. Dansgleði og hreyfifærni nemenda virkjuð í gegnum dans og leiki. Kennt er 1x í viku. Nám og kennsla Danslistarskóli JSB er viðurkenndur af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem listdansskóli á grunn- og framhaldsskólastigi. Nánari upplýsingar um nám við skólann er að finna á www.jsb.is undir Danslistarskóli JSB. Kennslustaðir: Danslistarskóli JSB í Reykjavík, Lágmúla 9 og Laugardalshöll. Kennsla hefst 9. janúar Rafræn skráning á jsb.is Nánari upplýsingar í síma 581 3730. E FL IR a lm an na te ng sl / H N O TS K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Kynningarblað SKÓlar & náMSKeið 6. janúar 2017 9 0 6 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B D F -1 7 B 0 1 B D F -1 6 7 4 1 B D F -1 5 3 8 1 B D F -1 3 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 5 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.