Fréttablaðið - 06.01.2017, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 06.01.2017, Blaðsíða 26
Nemendur sem hafa lokið þessu námi geta bætt við sig 2-3 önnum erlendis og lokið þannig BS-gráðu. Tækniskólinn er með samning við skóla annars vegar í Kaup- mannahöfn fyrir Vefskólann og hins vegar Englandi fyrir Marg- miðlunarskólann. Þessir skólar hafa verið að meta diploma-nám- ið hér að fullu upp í BS-gráðu hjá sér. Einnig eru þessir skólar með masters nám í boði ef vilji er til að fara enn lengra. Vefskólinn – nýtt tækifæri Jónatan Arnar Örlygsson er verk- efnastjóri í Vefskólanum sem er nýtt nám í Tækniskólanum. Fyrstu nemendur verða útskrif- aðir í vor. Miklir atvinnumögu- leikar eru í þessari grein. Jón- atan segir námið byggt á kennslu í vefþróun með áherslu á viðmóts- forritun. „Nemendur sem sækja í námið þurfa að hafa stúdentspróf og einhvern tölvubakgrunn, annað hvort í grafískri hönnun eða forrit- un. Við höfum reyndar líka feng- ið nemendur með brennandi áhuga á faginu sem hafa staðið sig vel. Góð tölvukunnátta er nauðsynleg. Í náminu þarf nemandinn að vera mjög skapandi og hafa gott auga fyrir útliti. Mikilvægt er að lausn- ir sem búnar eru til á vefnum séu notendavænar og einfaldar,“ segir Jónatan en námstíminn er fjórar annir. Vefskólinn er í samstarfi við skóla í Kaupmannahöfn um fram- haldsnám. Með því að bæta við sig einu og hálfu ári fær nemandi bachelor- gráðu. Nemendur sem sótt hafa nám í Vefskólanum eru á aldrinum 20-40 ára. Meðalaldur er 25-26 ára. Námið er að miklu leyti verk- legt og mörg verkefni eru raun- veruleg en skólinn er í náinni sam- vinnu við atvinnulífið. „Nemendur þurfa að leysa ákveðin verkefni en um leið að kynna sér fræðin. Að námi loknu eru fjölbreyttir starfs- möguleikar hjá hinum ýmsu fyrir- tækjum. Þetta er fyrsta sérhæfða námið á Íslandi sem býður upp á svona sérhæfingu. Hingað til hefur verið boðið upp á tölvunar- fræði eða grafíska hönnun. Við tökum það besta úr báðum þessum greinum. Sumir nemendur stefna á að verða viðmótshönnuðir á meðan aðrir vilja verða viðmótsforritar- ar,“ segir Jónatan. Ásókn er mikil í námið og Jónatan hvetur áhuga- sama til að vanda umsóknina vel og láta verkefni fylgja með henni. Margmiðlunarskóli fyrir frjóa hugsun Halldór Bragason er fagstjóri í Margmiðlunarskólanum. Námið er orðið gamalgróið og skólinn hefur útskrifað marga nemendur sem hafa ýmist farið í þrívíddar- vinnslu, tækni- og sjónbrellur fyrir kvikmyndagerð eða tölvuleikja- og teiknimyndagerð. Skólinn er í miklum samskiptum við atvinnu- lífið, til dæmis CCP, RVX og fleiri stóra aðila. „Nemendur skiptast í tvennt, annars vegar þá sem hafa áhuga á tölvuleikjum eða annarri afþrey- ingu í tölvum og síðan er kvik- myndahópurinn sem er í brellun- um,“ segir Halldór. Bæði kynin sækja í námið sem er tvö ár. Nem- endur þurfa stúdentspróf en þeir útskrifast síðan með diplóma. Skólinn er í samvinnu við Art Uni- versity of Bournemouth í Bretlandi um framhaldsnám sem margir nýta sér. Halldór segir að nemendur fái atvinnu bæði hér á landi og erlend- is eftir útskrift. „Þessi markaður hefur verið að stækka á Íslandi og atvinnutækifærum hefur fjölgað. Margir Íslendingar eru að gera það gott í þessum bransa, bæði í kvik- myndabrellunum og tölvuleikj- um.“ segir hann. „Skólinn legg- ur áherslu á að útskrifa nemendur með frjóa hugsun sem eru tilbún- ir að fara nýjar leiðir. Reynslan af þessu námi hefur verið mjög góð og við höfum notið margra góðra gestafyrirlesara. Við reynum að temja okkur góð vinnubrögð í hóp- vinnu enda gerast góðir hlutir þegar menn vinna saman,“ segir Halldór. Bæði Vefskólinn og Margmiðl- unarskólinn innrita nemendur að hausti. Nánari upplýsingar um þessi nám og önnur í Tækniskólanum má sjá á heimasíðunni www.tskoli.is Það er mikilvægt að borða hollan og góðan mat þegar setið er við lærdóminn. Heilinn þarf næringu alveg eins og önnur líffæri og eru nokkrar fæðutegundir sérstaklega góðar fyrir toppstykkið. Til þess að fólk geti einbeitt sér þarf það næga og stöðuga orku og er því gott að velja grófkorna brauð, brún hrísgrjón og gróft pasta. Omega-3 fitusýrur eru mikil- vægar fyrir heilastarfsemina og þær er best að fá úr feitum fiski, svo sem laxi, silungi, makríl, síld og fleirum. Fitusýrurnar er einn- ig hægt að fá úr jurtaríkinu, úr hörfræjum, sojabaunum, gras- kersfræjum og valhnetum. Þegar löngunin til að fá sér eitt- hvað sætt hellist yfir námsmenn er gott að grípa til bláberja til að gæða sér á en þau eru talin bæta skammtímaminnið. Brokkólí er góð uppspretta K-víta míns sem er þekkt fyrir að auka virkni heilans og salvía hefur lengi verið talin bæta minni og einbeitingu. Þetta eru því góðir kostir til að bæta við mataræði náms- manna sem og annarra. Matur fyrir heilann  Nemendur og kennarar í Margmiðlunarskólanum að vinna í „greenscreen“. Nemendur í Vefskólanum eru áhugasamir og sköpunarkrafturinn nýtur sín til fulls. Framhaldsnám þar sem sköpunarkraftur fær að njóta sín Tækniskólinn býður tvær námsleiðir sem metnar eru til háskólaeininga. Það er nám í Vefskólanum og Margmiðlunarskólanum. Í báðum tilfellum er um að ræða tveggja ára diploma-nám sem er með námslok á 4. þrepi en inntökuskilyrðin er útskrift úr framhaldsskóla. skólar & NáMskeið kynningarblað 6. janúar 20174 0 6 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B D F -1 7 B 0 1 B D F -1 6 7 4 1 B D F -1 5 3 8 1 B D F -1 3 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 5 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.