Fréttablaðið - 06.01.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.01.2017, Blaðsíða 16
Handbolti Íslenska handbolta- landsliðið byrjar lokaundirbúning sinn vel fyrir HM í Frakklandi þrátt fyrir skakkaföll, mikla endur- nýjun og meiðsli lykilmanna. Þriggja marka sigur á HM-liði Egypta, 30-27, í fyrsta leik Bygma- æfingamótsins í gær gefur góð fyrir- heit fyrir komandi mót þar sem við Íslendingar munum sjá mörg ný andlit í aðalhlutverkum hjá liðinu. Aron Pálmarsson er heima á Íslandi og margir reynsluboltanna voru lengst af á bekknum í leiknum í gær. Það skipti ekki máli því lands- liðsþjálfarinn Geir Sveinsson henti ungu strákunum út í djúpu laugina og fékk mörg jákvæð svör frá fram- tíðarmönnum liðsins. „Við tökum átján leikmenn hing- að út til þess að prófa þá. Ef ég spila þeim ekki í þessum leikjum, hvenær á ég þá að sjá þá? Það er stór munur á milli æfinga og leikja. Við vildum sjá viðbrögð manna,“ sagði Geir Sveinsson eftir leikinn. Gott leikhlé eftir tíu mínútur Byrjunin lofaði vissulega ekki góðu. Geir þurfti að taka leikhlé eftir aðeins tíu mínútur en íslenska liðið var þá búið að fá á sig átta auðveld mörk og komið fjórum mörkum undir, 8-4. „Eftir brösuga byrjun þá var ég ánægður með hvernig liðið kom til baka eftir það. Þeir komu sterkir til leiks og það var góður stígandi í þessu. Ég er ánægður með sigurinn,“ sagði Geir og hann þurfti að tala menn til. „Við vorum komnir með einhver átta eða níu mörk á okkur eftir tíu mínútur og það hefði hugsanlega verið hægt að bregðast fyrr við miðað við það hvernig þetta var að þróast,“ sagði Geir. Aron Rafn Eðvarðsson kom öflugur inn í íslenska markið og Janus Daði Smárason keyrði upp hraðann með ákefð sinni en hann gaf með því tóninn. Íslenska liðið minnkaði muninn í eitt mark fyrir hálfleik, 14-13, og náði síðan forystunni í fyrsta sinn eftir 5-1 kafla um miðjan seinni hálfleik. Það var gaman að sjá kraftinn og hungrið í íslenska liðinu í seinni hálfleiknum sem liðið vann á end- anum með fjögurra marka mun, 17-13. Sigur íslenska liðsins var síðan nokkuð öruggur. Ánægður með ungu strákana „Við náðum að snúa þessu við og ég var einstaklega ánægður með það. Ég var líka sérstaklega ánægð- ur með frammistöðu margra af ungu strákunum sem komu ferskir inn í þetta. Menn virkilega vildu og gáfu í þetta. Það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessum leik. Það er samt margt sem þarf að vinna með og bæta. Aðalatriðið er að menn séu áræðnir, þori og láti vaða. Strákarnir gerðu það,“ sagði Geir. Ómar Ingi Magnússon og Arnar Freyr Arnarsson eru tveir ungir leik- menn sem minntu líka vel á sig í gær en Ómar Ingi skoraði sex mörk og nýtti vítin sín vel. Arnar Freyr fisk- aði tvö víti og var að komast í færin á línunni þótt nýtingin hefði mátt vera betri. Ólafur Guðmundsson tók mikla ábyrgð í fjarveru lykilmanna og skilaði fínum leik. Hann gerði fullt af mistökum en missti aldrei móð- inn sem var mjög ánægjulegt að sjá. Bjarki Már Elísson kom inn í vinstra hornið fyrir Guðjón Val Sigurðsson í hálfleik og sýndi að við eigum tvo háklassa vinstri hornamenn. Allir inná nema Bjarki Geir Sveinsson var ánægður með marga leikmenn íslenska liðsins í gær. „Bjarki Gunnarsson var sá eini sem fór ekkert inn á en annars náðum við að keyra á sautján leik- mönnum sem er ansi mikið í einum leik. Það er ánægjulegt að það skyldi takast. Við eigum eftir að skera niður um tvo leikmenn og þá þurfa menn að sýna karakter og frammi- stöðu inni á vellinum. Það var sterkt að sjá marga gera það,“ sagði Geir. Íslenska landsliðið mætir Ung- verjum í dag en lokaleikurinn er síðan á móti Dönum á sunnudag- inn. Danir, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, unnu þriggja marka sigur á Ungverjalandi í gær. ooj@frettabladid.is Í dag 19.45 West Ham - Man. City Sport 2 19.45 Tindastóll - KR Sport 22.00 Körfuboltakvöld Sport 23.00 Tourn. of Champions Golfst. 03.30 NBA: Grizzlies-Warriors Sport 19.15 Þór Þ.- Grindavík Þorláksh. 20.00 Tindastóll - KR Sauðárkrókur HAFA SokkIð SEx SInnUM Í SÍkInU á SÍðUStU FIMM áRUM Jón Arnór Stefánsson snýr aftur í lið kR í kvöld og það á einum erfiðasta útivelli kR-liðsins síðustu fimm árin. Þetta verður fyrsti leikur Jóns með kR í sjö ár, átta mánuði og 24 daga eða síðan að hann varð Íslands- meistari eftir eins stigs sigur í oddaleik á móti Grindavík 13. apríl 2009. kR hefur ekki unnið deildarleik á Sauðárkróki síðan 25. febrúar 2011 og aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í Síkinu. kR-liðið hefur reyndar bara tapað þessum sex leikjum með samtals 30 stigum eða 5 stigum að meðaltali í leik. kR-ingar eiga þó frá- bærar minningar frá eina sigurleik sínum í Síkinu undanfarna 66 mánuði en kR- liðið tryggði sér þar Íslands- meist- ara- titilinn í apríl 2015. Ísland - Egyptaland 30 -27 (13-14) Mörk Íslands (Skot): Ómar Ingi Magnússon 6/4 (10/4), Ólafur Guð- mundsson 6 (11), Bjarki Már Elísson 5 (6), Guðjón Valur Sigurðsson 5 (7/1), Arnór Þór Gunnarsson 2 (2), Janus Daði Smárason 2 (4), Gunnar Steinn Jónsson 1 (1), Rúnar Kárason 1 (3), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (4), Arnar Freyr Arnarsson 1 (4), Arnór Atlason (1), Vignir Svavarsson (2), Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 17/1 (36/4, 47%), Björgvin Páll Gúst- avsson 1 (9, 11%). Hraðaupphlaup: 10 (Bjarki Már 3, Guðjón Valur 2, Ómar Ingi, Ólafur G., Arnór Þór, Janus Daði, Ásgeir Örn). Fiskuð víti: 5 (Janus Daði 2, Arnar Freyr 2, Gunnar Steinn) Utan vallar: 4 mínútur. Aðalatriðið er að menn séu áræðnir, þori og láti vaða. Strákarnir gerðu það, Geir Sveinsson, þjálfari íslenska handboltalands- liðsins. Ungu strákana langar á HM Íslenska handboltalandsliðið vann þriggja marka sigur á Egyptum í gær í fyrsta undirbúningsleik fyrir HM í Frakklandi. Liðið kom sterkt til baka eftir slaka byrjun. Ungu strákarnir mættu mjög grimmir til leiks. Ísland fékk á sig 9 mörk á fyrstu 11 mínútunum en síðan bara 18 mörk á síðustu 49 mínútunum. Leikir KR í Síkinu frá 2011 3. mars 2016 - Tindastóll vann 91-85 29. apríl 2015 - KR vann 88-81 (Úkep.) 23. ap. 2015 - Tindast. vann 80-72 (Ú.) 22. jan. 2015 - Tindastóll vann 81-78 17. jan. 2013 - Tindastóll vann 72-67 5. feb. 2012 - Tindast. vann 89-86 (bk.) 8. des. 2011 - Tindastóll vann 99-94 Ólafur Guðmundsson gaf flestar stoðsendingar eða 3 en þeir Janus Daði og Ásgeir Örn voru með þrjár. 6 . j a n ú a r 2 0 1 7 F Ö S t U d a G U r16 S p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð Stjörnumenn voru án Bandaríkjamannsins síns en höfðu Tómas Besti maður vallarins Tómas Heiðar Tómasson átti frábæran leik með toppliði Stjörnunnar í sigri á Þór frá Akureyri í Garðabænum í gærkvöldi. Tómas var stigahæstur í liði Stjörnunnar með 24 stig en hann hitti úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Þórsarar náðu ekki að stoppa Tómas í gær en hér eru þrír þeirra, George Beamon, Danero Thomas og Tryggvi Snær Hlinason, búnir að umkringja hann. FRéTTABLAðið/eRNiR Keflavík - Njarðvík 80-73 Stigahæstir: Amin Stevens 25/17 frák., Magnús Már Traustason 22, Reggie Dupree 9, Hörður Axel Vilhjálmsson 6/9 stoðs., Guðmundur Jónsson 6/4 frák./5 stoðs.- Logi Gunnarsson 28, Jeremy Martez Atkin- son 21/11 frák., Björn Kristjánsson 15. Stjarnan - Þór Ak. 92-77 Stigahæstir: Tómas Heiðar Tómasson 24/6 frák./7 stoðs., Justin Shouse 21/7 stoðs., Hlynur Elías Bæringsson 13/12 frák./9 stoðs., Eysteinn Bjarni Ævarsson 10 - Darrel Lewis 21, Danero Thomas 18/9 frák./5 stoðs., Tryggvi Snær Hlinason 10/6 frák./3 varin, George Beamon 10. Skallagr. - Haukar 104-102 Stigahæstir: Flenard Whitfield 34/15 frá., Sigtryggur Arnar Björnsson 22, Magnús Þór Gunnarsson 18/5 stoðs., Darrell Flake 10/6 stoðs., Eyjólfur Ásberg Halldórsson 9, Davíð Ásgeirsson 9 - Sherrod Nigel Wright 48/7 frák./5 stoðs., Haukur Óskarsson 20, Hjálmar Stefánsson 19/8 frák. Snæfell - ÍR 82-98 Stigahæstir: Andrée Fares Michelsson 26, Snjólfur Björnsson 19/7 frák./5 stoðs., Sveinn Arnar Davíðsson 15/10 frá - Svein- björn Claessen 19/8 frák., Matthías Orri Sigurðarson 18/8 frák./10 stoðs., Kristinn Marinósson 18/7 frák., Quincy Hankins- Cole 17/10 frák./5 stoðs efri Stjarnan 20 Tindastóll 18 KR 16 Grindavík 14 Skallagrímur 12 Keflavík 12 Neðri Þór Ak. 12 ÍR 10 Þór Þ. 10 Njarðvík 8 Haukar 8 Snæfell 0 Nýjast Dominos-deild karla Sport 0 6 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B D E -F 5 2 0 1 B D E -F 3 E 4 1 B D E -F 2 A 8 1 B D E -F 1 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 5 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.