Fréttablaðið - 06.01.2017, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 06.01.2017, Blaðsíða 33
„Við hjá Advania erum virkilega ánægð með að hafa fengið Ed- TechTeam til samstarfs við okkur um framkvæmd þessarar nám- stefnu en saman höfum við unnið að skipulagningu hennar um þó nokkurn tíma,“ segir Ágúst Val- geirsson, forstöðumaður skóla- lausna Advania. Tæknilausnir fyrir skólastarf nútímans Námstefnan fer fram dagana 14.-15. janúar í Verzlunarskóla Íslands. EdTechTeam stendur fyrir námstefnunni í samstarfi við Advania, Verzlunarskóla Ís- lands og Google for Education. „Námstefna er frábrugðin hefðbundnum ráðstefnum þar sem hún samanstendur af fyrir- lestrum sem og sérstökum kennslustundum þar sem af- markað efni er tekið fyrir,“ segir Ágúst. „Google hefur þróað sér- stakt safn lausna sem kallast G Suite for Education og er sniðið að þörfum þeirra sem starfa við menntamál. Með þessum lausn- um fá nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn menntastofn- ana aðgang að safni forrita sem auðvelda kennslu og samskipti við nemendur, bæta skipulag og auka yfirsýn yfir verkefni. Á námstefnunni munu sérfræðing- ar frá Google kynna lausnirnar og hvernig nýta má þær sem best í skólastarfi nútímans.“ Nýjar kennsluaðferðir til að undirbúa nemendur fyrir framtíðina Einn af fyrirlesurum námstefn- unnar er Ingvi Hrannar Ómars- son, kennsluráðgjafi í upplýsinga- tækni hjá Árskóla, en hann ætlar að segja frá nýlegu verkefni hjá Árskóla og hvernig það hefur breytt kennsluumhverfi skólans. „Forsvarsmenn skólans stigu nýlega stórt skref og ákváðu að nýta í auknum mæli nýjustu tækni til þess að auðga skóla- starfið. Því var ráðist í allsherj- ar uppfærslu á tæknibúnaði skól- ans og voru aðgerðirnar gerðar með það í huga að undirbúa nem- endur undir þeirra framtíð en ekki þekkta fortíð“ segir Ingvi Hrannar. Forsva rsmen n Á rskóla ákváðu að fjárfesta í svokölluð- um Chromebook-fartölvum hjá Advania sem voru framleidd- ar af Dell eftir hugsjón Google. Þessar fartölvur eru hannaðar fyrir skýjalausnir og eru mjög hagkvæmur kostur fyrir þá sem kjósa að nýta sér G  Suite for Education. Ingvi Hrannar segir að tölvu- væðing skólans hafi aukið áhuga og ábyrgð nemenda á eigin námi og gert kennurum kleift að taka virkari þátt í vinnu nemenda. „Hjá okkur snerist þetta alltaf um hvað er best fyrir nemendur. Það er alveg á hreinu að ákvörð- un sveitarfélagsins um að gera skólastarf stafrænna hefur haft mikil og góð áhrif á nemendur og kennara hjá okkur í Árskóla.“ Vitundarvakning meðal þeirra sem starfa að menntamálum „Síðustu ár hefur orðið mikil vitundarvakning meðal fólks sem starfar að menntamálum um að nýta tækninýjungar í skólastarfi, bæði við kennslu og skipulagningu. Með þessari ráð- stefnu viljum við koma til móts við aukinn áhuga fólks um þessi mál og veita þeim innblástur til frekari sigra. Það verður virki- lega fróðlegt að heyra hvað sér- fræðingar EdTechTeam hafa um málið að segja,“ segir Ágúst. Allar nánari upplýsingar um ráð- stefnuna má finna á veffanginu www.advania.is. Google hefur þróað sérstakt safn lausna, G Suite for Education, sem er sniðið að þörfum þeirra sem starfa við mennta- mál. Ágúst Valgeirsson Forsvarsmenn Árskóla stigu nýlega stórt skref og ákváðu að nýta í auknum mæli nýjustu tækni til þess að auðga skólastarfið. Einstök námstefna EdTechTeam fyrir fólk í menntageiranum Þeir sem hafa brennandi áhuga á menntamálum og þróun skólastarfs ættu ekki að missa af einstakri tveggja daga námstefnu þar sem fjallað verður um skólalausnir Google og áhrif þeirra á skólastarf. Auk þess munu þekktir fyrirlesarar á borð við Jennie Cho Magiera miðla af eigin reynslu og veita gestum innblástur. Advania og Verzlunarskóli Íslands eru samstarfsaðilar EdTechTeam að námstefnunni. Einstök námstefna um Google for Education 13.- 14. janúar í Verzlunarskóla Íslands Kynntu þér dagskrána á advania.is Kynningarblað SKólAr & nÁmSKEið 6. janúar 2017 11 0 6 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B D F -2 B 7 0 1 B D F -2 A 3 4 1 B D F -2 8 F 8 1 B D F -2 7 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 5 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.