Fréttablaðið - 06.01.2017, Síða 33

Fréttablaðið - 06.01.2017, Síða 33
„Við hjá Advania erum virkilega ánægð með að hafa fengið Ed- TechTeam til samstarfs við okkur um framkvæmd þessarar nám- stefnu en saman höfum við unnið að skipulagningu hennar um þó nokkurn tíma,“ segir Ágúst Val- geirsson, forstöðumaður skóla- lausna Advania. Tæknilausnir fyrir skólastarf nútímans Námstefnan fer fram dagana 14.-15. janúar í Verzlunarskóla Íslands. EdTechTeam stendur fyrir námstefnunni í samstarfi við Advania, Verzlunarskóla Ís- lands og Google for Education. „Námstefna er frábrugðin hefðbundnum ráðstefnum þar sem hún samanstendur af fyrir- lestrum sem og sérstökum kennslustundum þar sem af- markað efni er tekið fyrir,“ segir Ágúst. „Google hefur þróað sér- stakt safn lausna sem kallast G Suite for Education og er sniðið að þörfum þeirra sem starfa við menntamál. Með þessum lausn- um fá nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn menntastofn- ana aðgang að safni forrita sem auðvelda kennslu og samskipti við nemendur, bæta skipulag og auka yfirsýn yfir verkefni. Á námstefnunni munu sérfræðing- ar frá Google kynna lausnirnar og hvernig nýta má þær sem best í skólastarfi nútímans.“ Nýjar kennsluaðferðir til að undirbúa nemendur fyrir framtíðina Einn af fyrirlesurum námstefn- unnar er Ingvi Hrannar Ómars- son, kennsluráðgjafi í upplýsinga- tækni hjá Árskóla, en hann ætlar að segja frá nýlegu verkefni hjá Árskóla og hvernig það hefur breytt kennsluumhverfi skólans. „Forsvarsmenn skólans stigu nýlega stórt skref og ákváðu að nýta í auknum mæli nýjustu tækni til þess að auðga skóla- starfið. Því var ráðist í allsherj- ar uppfærslu á tæknibúnaði skól- ans og voru aðgerðirnar gerðar með það í huga að undirbúa nem- endur undir þeirra framtíð en ekki þekkta fortíð“ segir Ingvi Hrannar. Forsva rsmen n Á rskóla ákváðu að fjárfesta í svokölluð- um Chromebook-fartölvum hjá Advania sem voru framleidd- ar af Dell eftir hugsjón Google. Þessar fartölvur eru hannaðar fyrir skýjalausnir og eru mjög hagkvæmur kostur fyrir þá sem kjósa að nýta sér G  Suite for Education. Ingvi Hrannar segir að tölvu- væðing skólans hafi aukið áhuga og ábyrgð nemenda á eigin námi og gert kennurum kleift að taka virkari þátt í vinnu nemenda. „Hjá okkur snerist þetta alltaf um hvað er best fyrir nemendur. Það er alveg á hreinu að ákvörð- un sveitarfélagsins um að gera skólastarf stafrænna hefur haft mikil og góð áhrif á nemendur og kennara hjá okkur í Árskóla.“ Vitundarvakning meðal þeirra sem starfa að menntamálum „Síðustu ár hefur orðið mikil vitundarvakning meðal fólks sem starfar að menntamálum um að nýta tækninýjungar í skólastarfi, bæði við kennslu og skipulagningu. Með þessari ráð- stefnu viljum við koma til móts við aukinn áhuga fólks um þessi mál og veita þeim innblástur til frekari sigra. Það verður virki- lega fróðlegt að heyra hvað sér- fræðingar EdTechTeam hafa um málið að segja,“ segir Ágúst. Allar nánari upplýsingar um ráð- stefnuna má finna á veffanginu www.advania.is. Google hefur þróað sérstakt safn lausna, G Suite for Education, sem er sniðið að þörfum þeirra sem starfa við mennta- mál. Ágúst Valgeirsson Forsvarsmenn Árskóla stigu nýlega stórt skref og ákváðu að nýta í auknum mæli nýjustu tækni til þess að auðga skólastarfið. Einstök námstefna EdTechTeam fyrir fólk í menntageiranum Þeir sem hafa brennandi áhuga á menntamálum og þróun skólastarfs ættu ekki að missa af einstakri tveggja daga námstefnu þar sem fjallað verður um skólalausnir Google og áhrif þeirra á skólastarf. Auk þess munu þekktir fyrirlesarar á borð við Jennie Cho Magiera miðla af eigin reynslu og veita gestum innblástur. Advania og Verzlunarskóli Íslands eru samstarfsaðilar EdTechTeam að námstefnunni. Einstök námstefna um Google for Education 13.- 14. janúar í Verzlunarskóla Íslands Kynntu þér dagskrána á advania.is Kynningarblað SKólAr & nÁmSKEið 6. janúar 2017 11 0 6 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B D F -2 B 7 0 1 B D F -2 A 3 4 1 B D F -2 8 F 8 1 B D F -2 7 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 5 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.