Fréttablaðið - 06.01.2017, Síða 28

Fréttablaðið - 06.01.2017, Síða 28
Fjarnám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla hófst á sumarönn 2002 og á því fimmtán ára starfsafmæli á árinu 2017. Steinunn H. Hafstað, fjarnámsstjóri Fjölbrautaskólans við Ármúla, segir að frá upphafi hafi nemendur getað tekið allt frá einum áfanga á önn upp í fullt nám í fjarnámi. „Nemendahópur- inn er afar fjölmennur, nemend- ur búa víða um land og jafnvel er- lendis.“ Steinunn nefnir að grunnskóla- nemendur í efstu bekkjum grunn- skóla séu alltaf nokkuð fjölmenn- ir í fjarnáminu sem og nemend- ur í dagskóla FÁ. „Auk þeirra eru nemendur annarra fram- haldsskóla sem taka einn og einn áfanga samhliða námi sínu ann- ars staðar og síðast en ekki síst nemendur sem hafa lokið starfs- námi og vilja bæta stúdentsprófi við það.“ Grunnskólanemendurnir fá þá áfanga sem þeir ljúka í fjarnámi metna í þann skóla sem þeir innrit- ast í eftir grunnskólapróf. Að sögn Steinunnar skapar það möguleika fyrir nemendur að flýta fyrir sér í námi en um leið fái þeir krefjandi verkefni í námsgreinum þar sem þeir skara fram úr. „Við kappkostum að bjóða upp á fjölbreytt nám á stúdentsbrautum og í heilbrigðisskólanum. Námið og námsmat er sambærilegt við það sem er dagskólanum. Fjöldi áfanga í boði á önn er um níutíu. Einnig er í boði nám á sumarönn og þá eru um þrjátíu áfangar í boði. Nemendur sem ná framúr- skarandi námsárangri í fjarnámi eru verðlaunaðir með niðurfell- ingu einingagjalds á næstu önn. Til þess þurfa þeir að ljúka að minnsta kosti tíu einingum og vera með yfir 9,0 í meðaleinkunn. Á síð- ustu önn voru tíu nemendur verð- launaðir,“ lýsir Steinunn. Í desember síðastliðnum braut- skráðust 24 fjarnámsnemend- ur með stúdentspróf frá skólan- um og fimm af heilbrigðisbraut- um. Allir fjarnemar hafa aðgang að bókasafni skólans, náms- og starfsráðgjöfum og heimanáms- aðstoð í Setrinu sem er opið alla virka daga. „Fjölmargir fjarnáms- nemar koma í skólann og nýta sér þjónustuna og jafnvel hitta kenn- arana sína en þótt þeir hitti ekki kennara fyrr en þeir mæta í loka- prófin hafa þeir góðan aðgang að þeim í kennslukerfinu Moodle sem er einskonar skólastofa á netinu. Þar hafa nemendur líka aðgang að verkefnum og prófum yfir önnina,“ segir Steinunn en hún vill einnig vekja athygli á því að fjarnám er ekki auðveld leið heldur krefst það bæði sjálfsaga og skipulagshæfni þar sem nemandinn þarf í raun að búa til sína eigin stundatöflu með hliðsjón af uppsetningu námsins og kröfum. Steinunn H. Hafstað fjarnámsstjóri Fjölbrautaskólans við Ármúla, segir að kappkostað sé að bjóða upp á fjölbreytt nám bæði á stúdentsbrautum og í heilbrigðisskólanum. MYND/GVA Fjöldi áfanga í boði í fjarnámi Fjarnám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla er afar fjölbreytt og er fjöldi áfanga í boði á hverri önn um níutíu. Allir fjarnemar hafa góðan aðgang að bókasafni, náms- og starfsráðgjöfum og annarri þjónustu skólans. Fjarnám krefst bæði sjálfsaga og skipulagshæfni. 60 PLÚS Skráning og nánari upplýsingar á spa@hiltonreykjavikspa.is og í síma 444 5090. Þjálfarar: Patrick Chiarolanzio, Agnes Þóra Árnadóttir og Guðbjartur Ólafsson Styrkur, þol, jafnvægi og samhæfing 4 vikna námskeið fyrir 60 ára og eldri hefst mánudaginn 9. janúar. Skemmtilegir tímar sniðnir fyrir fullorðið fólk. Áhersla á persónulega aðstoð, styrk, þol, jafnvægi og samhæfingu til þess að auka lífsgæði. Verð: 26.900 kr. Innifalið: Aðgangur að Spa, handklæði við komu, herðanudd í heitum pottum. Tímar kl. 13.00 alla dagana Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga: Hóptími Þriðjudaga og fimmtudaga: Prógramm hjá þjálfara í sal - frjáls mæting Mánudaginn 16. janúar verður fyrirlestur um næringu fyrir fólk 60 ára og eldri. SkólAr & NÁMSkeið kynningarblað 6. janúar 20176 0 6 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B D F -0 3 F 0 1 B D F -0 2 B 4 1 B D F -0 1 7 8 1 B D F -0 0 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 5 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.