Morgunblaðið - 05.03.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016
26. apríl í 11 nætur
Flogið með Icelandair
Á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2–11 ára í íbúð
með einu svefnherbergi. 99.900 kr. á mann m.v.
2 fullorðna í stúdíói. Án fæðis.
*Verð án Vildarpunkta 99.900/109.900 kr.
Verð frá
og 12.500 Vildarpunktar
89.900 kr.*
Tenerife
Hótel Tenerife Sur Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Í gær var haldið upp á að 30 ár eru síðan læknar
urðu hluti af áhöfn björgunarþyrlna Landhelgis-
gæslunnar Af því tilefni hittust þyrlulæknar, bæði
núverandi og fyrrverandi, auk starfsmanna Gæsl-
unnar. „Við vorum fjórir sem byrjuðum þetta,“
segir Guðmundur Björnsson læknir en í fyrstu var
það hópur unglækna sem sinnti verkefninu og
fékk heimild samkvæmt samningi til að fara af
vöktum á sjúkrahúsinu. „Þessi mál voru í molum
og það var verið að sækja lækna í sloppum og
klossum til að fara upp á fjöll. Við ákváðum að
skipuleggja vakt og sóttum um fjárveitingu, sem
við fengum ekki, þannig að við settum á vakt í
sjálfboðavinnu í eitt ár og læknir varð hluti af
áhöfninni. Þetta var fljótt að sanna sig.“
30 ár frá fyrstu þyrlulæknavaktinni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hópur unglækna setti á vakt í sjálfboðavinnu í eitt ár og það var fljótt að sanna sig
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Verkefnið er góðra gjalda vert og í
samræmi við framkvæmdaáætlun í
málefnum fatlaðs fólks. Það virðist
hins vegar vera algerlega óundirbúið
og tilkynning ráðuneytisins á Þor-
láksmessu málamyndagerningur,
eintómt loft,“ segir Bergur Þorri
Benjamínsson, varaformaður Sjálfs-
bjargar og gjaldkeri Öryrkjabanda-
lags Íslands, um tilraunaverkefni um
að styðja við möguleika fatlaðs fólks
til að nýta sér almenningssamgöng-
ur.
Tilkynnt var um verkefnið á vef
velferðarráðuneytisins á Þorláks-
messu. Ráða átti starfsmenn til að
vinna með fötluðu fólki sem nú notar
ferðaþjónustu fatlaðra og skoða
hvort það geti í einhverjum mæli
nýtt sér almenningssamgöngur. Þá
var því lýst yfir að Eygló Harðar-
dóttir, félags- og húsnæðismálaráð-
herra, hefði ákveðið að veita tvær
milljónir króna til verkefnisins.
Ekkert samráð
Tilkynningin kom starfsfólki og
stjórnarfólki Sjálfsbjargar og Ör-
yrkjabandalagsins á óvart. Ekkert
samráð var haft við þau við undir-
búning þessa tilraunaverkefnis. Að
því komst Stefán Vilbergsson,
starfsmaður Öryrkjabandalagsins,
þegar hann fór að grennslast fyrir
um málið.
Hann hefur litlar eða engar upp-
lýsingar fengið frá velferðarráðu-
neytinu og Reykjavíkurborg þótt
borgin væri tilgreind sem samstarfs-
aðili, þrátt fyrir
ítrekaðar fyrir-
spurnir. Þá fékk
hann þau svör frá
framkvæmda-
stjóra Strætó að
verkefnið hefði
ekki komið inn á
hans borð.
Niðurstaða
samantektar
Stefáns kemur
fram í minnisblaði: „Margt bendir til
þess að þetta verkefni sé mála-
myndagjörningur, enda hefur eng-
inn fengið upplýsingar um það sem
ætti að koma að því, auk þess að frétt
um verkefnið birtist aðeins á vef vel-
ferðarráðuneytisins á Þorláks-
messu.“
Bergur Þorri tekur fram að hann
styðji þetta verkefni en það sé
greinilega ekki tilbúið til fram-
kvæmdar.
Sveitarfélögin auralaus
Hann bendir á að hann hafi verið
að reyna að koma í framkvæmd öðru
verkefni, af svipuðum toga. Teknar
verði fyrir þrjár leiðir strætó og þær
gerðar sérstaklega aðgengilegar fyr-
ir fatlaða, bæði vagnarnir og bið-
stöðvarnar. Hann segist vera búinn
að gera þrjár atrennur að því. Til
hefði staðið að reyna þetta í fyrra-
sumar en ekki orðið úr. Sveitarfélög-
in beri því við að þau séu auralaus.
Hann segir nauðsynlegt að 100%
vissa sé fyrir því að biðstöðvar og all-
ir vagnar á viðkomandi leið séu að-
gengileg. Að öðrum kosti sé ekki til
neins að hefja verkefnið.
Vanbúið tilraunaverkefni
Forystumenn fatlaðra telja margt benda til þess að verkefni sem velferðarráðu-
neytið tilkynnti um fyrir jól sé málamyndagjörningur Litlar upplýsingar fást
Bergur Þorri
Benjamínsson
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Samkvæmt bókhaldi Landspítala
eru heildarkröfur spítalans vegna
sjúklingagjalda nú um 576,2 millj-
ónir króna. Þar af eru útistandandi
kröfur vegna erlendra ferðamanna
um 161,7 m.kr. og þar af eru gjald-
fallnar kröfur um 154,2 m.kr. eða
tæp 27% heildarkrafna. Ekki fékkst
uppgefið hlutfall gjaldfallinna
krafna Íslendinga. Kröfur teljast
gjaldfallnar þegar þær eru komnar
30 daga yfir gjalddaga.
Sigrún Guðjónsdóttir, deild-
arsstjóri fjármálasviðs Landspít-
alans, segir að hátt hlutfall gjald-
fallinn krafna vegna erlendra
ferðamanna, sem eru eðli málsins
samkvæmt ekki í sjúkratrygg-
ingakerfinu, megi skýra með því að
gjarnan taki nokkuð langan tíma að
fá kröfurnar greiddar í gegnum er-
lend sjúkrasamlög. „Það gengur
alltaf mun hægar að innheimta er-
lendu kröfurnar þar sem þetta fer í
gegnum tryggingafélög og annað, “
segir Sigrún. Hún segir stundum
erfitt að ná á fólk sem farið er úr
landi. Ekki liggja fyrir tölur um það
hversu stóran hluta krafna á hend-
ur erlendum ferðamönnum þarf að
afskrifa en alla jafna þarf að af-
skrifa 3-4% krafna í heild að sögn
Sigrúnar. „Kröfurnar eru misháar.
Hæsta krafan sem ósjúkratryggður
ferðamaður hefur fengið er yfir 16
milljónir kr,“ segir Sigrún en sá
sjúklingur lá lengi á gjörgæslu.
Alþjóðlegir innheimtumenn
Innheimtuferli spítalans er þann-
ig að allir fá greiðsluseðil og fá 30
daga til að greiða hann. Í kjölfarið
er sent áminningarbréf. Sé ekki
greitt er sent ítrekunarbréf áður en
krafan fer svo til lögfræðings.
„Kröfur á íslenskar kennitölur fara
á íslenska lögmannsstofu. Erlendar
kröfur fara á aðra lögmannsstofu
sem er í samstarfi við alþjóðlega
innheimtulögmenn,“ segir Sigrún.
Ferðamenn greiða seinna
Morgunblaðið/Ómar
Landspítalinn Erlendir ferðamenn
eiga 27% gjaldfallinna krafna.
Ógreidd sjúklinga-
gjöld nema 576 millj-
ónum króna
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar
samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi
að ráða Ólaf Rúnar Ólafsson, hæsta-
réttarlögmann á Akureyri, sem
næsta sveitarstjóra. Ólafur tekur við
starfinu í vor, en hann er þó mörgum
viðfangsefnum þess kunnugur eftir
störf í lögmennsku mörg undanfarin
ár. Það sem gerir ráðningu Ólafs
Rúnars annars athyglisverða er að
hann er bróðir Ármanns Kr. Ólafs-
sonar, bæjarstjóra í Kópavogi, en
báðir eru þeir Akureyringar í húð og
hár.
„Aðdragandinn að ráðningunni var
mjög skammur, aðeins um ein vika.
Mér þótt þetta strax mjög spennandi
tækifæri til að gera eitthvað nýtt og
ég hlakka til nýrra verkefna. Nei, þó
að Ármann sé bæjarstjóri hefur það
ekkert með það að gera að ég stígi nú
inn á þetta sama svið,“ segir Ólafur
Rúnar sem er fertugur fjöl-
skyldumaður. Auk lögmennsku hefur
hann sinnt ýmsum félags- og trún-
aðarstörfum og kennslu.
Halda ró og leita lausna
„Ég veit að Eyfirðingar eru að fá
góðan sveitarstjóra,“ segir Ármann
Kr. Ólafsson. Spurður um góð ráð til
bróður síns í nýju starfi segir Ár-
mann það mikilvægt að geta sett sig í
spor íbúanna og gleyma ekki upp-
runa sínum. „Viðfangsefni í sveit-
arstjórnarmálum eru fjölbreytt, en
oft flókin og stöðurnar sem uppi eru
snúnar. Við þær aðstæður skiptir
mestu að halda ró sinni og leita
lausna.“
Eftir því sem best er vitað eru
systkini ekki annars staðar á landinu
í störfum sveitarstjóra. Dæmi í þá
áttina eru þó til. Má þar nefna feðg-
inin bæjarstjórana Sturlu Böðv-
arsson í Stykkishólmi og Ásthildi
dóttur hans í Vesturbyggð. Þá eru
bæjarstjórar svilarnir Kristinn Jón-
asson í Snæfellsbæ og Kjartan Már
Kjartansson í Reykjanesbæ.
sbs@mbl.is
Bræður eru
við stjórn-
völinn
Ármann
Kr. Ólafsson
Eyjafjarðarsveit
og Kópavogurinn
Ólafur Rúnar
Ólafsson