Morgunblaðið - 05.03.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýs-
is hf., og stjórnarmaður í Rio
Tinto Alcan á Íslandi, viðurkennir
það með glöðu geði, að hún hafi
verið lurkum lamin eftir að hafa
unnið við útskipun á áli í Straums-
vík í fyrradag. Hún gefur lítið fyr-
ir þær raddir sem gera lítið úr af-
köstum útskipunarhóps stjórnenda
og stjórnarmanna Rio Tinto.
„Það hefur verið gert lítið úr
okkur og okkar vinnu. Það urðu
engin slys á fólki og magnið sem
við lestuðum á miðvikudag var
3.470 tonn af áli af 3.700 mögu-
legum,“ sagði Katrín heldur
hreykin í samtali í gær.
Rannveig stýrði verkinu
„Rannveig stýrði þessu verki
frá a til ö, alveg snilldarvel og það
var þvílíkt kapp í fólkinu sem
vann við útskipunina, að það var
algjörlega frábært. Ég hef sjáldan
orðið þess aðnjótandi að vinna
með svona flottri grúppu,“ segir
Katrín. Katrín segir að fimmtu-
dagurinn hafi verið erfiður, en af-
skaplega skemmtilegur dagur.
„Þetta er ansi erfið vinna, en gam-
an var það og skemmtilegur fé-
lagsskapur. Ég syndi flesta
morgna og hélt að ég væri í ágætu
líkamlegu formi, en hafandi við
hliðina á mér manneskju eins og
Rannveigu Rist, sem stundar
„Boot Camp“ fjórum sinnum í
viku, sem eru einhverjar ofur-
æfingar, verð ég sennilega eitt-
hvað að endurskoða þetta sjálfs-
mat mitt! Ég var allan tímann að
reyna að halda í við Rannveigu.
Ég er þess vegna lurkum lamin í
dag,“ segir Katrín.
Aðspurð hvort hún telji að hún
mæti á nýjan leik í útskipun í
næstu viku sagði Katrín: „Við vor-
um auðvitað að bjarga verðmæt-
um. Allt þetta fólk sem vann
þarna í gær er í fullu starfi. En ef
þörf krefur, þá er alls ekki úti-
lokað að við mætum á bryggjuna á
nýjan leik.“
Skipið sem lestað var sigldi frá
Straumsvík síðdegis í gær.
Skipuðu út
3.470 tonnum
Morgunblaðið/Golli
Valkyrjur Þær Rannveig Rist, forstjóri ÍSAL, og Katrín Pétursdóttir, for-
stjóri Lýsis hf., unnu hörðum höndum við útskipun í Straumsvík.
Lurkum lamin eftir útskipun
Telja ástand gatna í
borginni viðunandi
Borgarstjóri vill engu svara um holurnar Fáar kvart-
anir borist Reykjavíkurborg Segjast bregðast skjótt við
Morgunblaðið/Golli
Viðgerðir Unnið að holufyllingum á Kringlumýrarbraut í Reykjavík.
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Borgaryfirvöldum hefur tekist að
halda götum Reykjavíkur í við-
unandi horfi þrátt fyrir að þær komi
nú margar illa undan slæmu tíðar-
fari í vetur. Þetta er mat Ámunda
Brynjólfssonar, skrifstofustjóra
framkvæmda og viðhalds hjá
Reykjavíkurborg, í samtali við
Morgunblaðið.
Blaðamaður reyndi í gær að fá
viðbrögð Dags B. Eggertssonar
borgarstjóra við fréttum af holum
og öðrum skemmdum á götum
borgarinnar, tjóni á ökutækjum og
hættu sem þetta skapar í umferð-
inni, en hann vildi ekki svara því
hvað borgaryfirvöld væru að gera í
málinu og hvernig hann brygðist við
gagnrýni sem fram hefur komið og
vísaði á embættismanninn.
Tíðarfar og niðurskurður
Ámundi sagði að hann teldi
ástæður fyrir bágu ástandi gatna í
Reykjavík, á höfuðborgarsvæðinu
og á þjóðvegum annars vegar erfitt
tíðarfar undanfarna tvo vetur og
síðan mikill niðurskurður opinberra
aðila á fjárveitingum til viðhalds og
malbikunar á götum frá hruninu
2008. Þó hefði komið myndarleg
fjárveiting til viðhalds í Reykjavík í
fyrra, 20% aukning frá fjárveit-
ingum fyrri ára.
Ámundi sagði að þegar ábend-
ingar bærust um holur í götum
borgarinnar væri ávallt reynt að
bregðast við innan sólarhrings og
ráðast í bráðabirgðaviðgerðir. Hægt
er að senda ábendingar um holur á
vef borgarinnar, en fáar hafa borist.
Varðandi gagnrýni FÍB á efni og
vinnubrögð við malbikun sagði
Ámundi að efnið sem notað væri,
mölin og bikið, væri hið sama og
undanfarin ár. Í einhverjum til-
vikum gæti verið að malbik væri
lagt við veðurfarslegar aðstæður
sem ekki væru góðar, einkum með
tilliti til hitastigs, en malbika þyrfti
í þurrki og við þokkalegan hita.
Hann taldi að í um 90% tilvika væri
verið að malbika við réttar að-
stæður, enda væri mest framkvæmt
yfir sumartímann.
„Ég orða það gjarnan svo að við
gætum og myndum alveg þiggja að
vera með meiri peninga í malbiks-
framkvæmdir,“ sagði Ámundi.
Hann sagði að tilvik þar sem borgin
yrði að greiða ökumönnum fyrir
tjón af völdum holnanna væru afar
fá, en staðfesti að bótaskylda mynd-
aðist ekki nema áður hafi verið til-
kynnt um skemmdir á viðkomandi
stað.
Ámundi sagði að þegar borgin
frétti af alvarlegum holum sem
gætu valdið hættu væru sett upp
aðvörunarskilti. Ekki væri beðið
eftir tilkynningum frá almenningi
heldur væru starfsmenn borg-
arinnar vakandi fyrir þessu. Þessa
dagana væri verktaki á vegum
Reykjavíkurborgar að vinna að því
að lagfæra verstu skemmdirnar á
götunum. „Við leggjum þetta svona
upp frá degi til dags, eftir því sem
við fréttum af skemmdum og met-
um hversu alvarlegar þær eru,“
sagði Ámundi.
Mikil aukning umferðar
Mikil aukning hefur orðið á um-
ferð ökutækja á höfuðborgarsvæð-
inu að undanförnu en fé til viðhalds
á gatnakerfinu hefur ekki fylgt
þeirri aukningu. Samkvæmt telj-
urum Vegagerðarinnar jókst um-
ferðin um 16,6% frá því í febrúar í
fyrra og þar til í febrúar á þessu
ári. Aukningin á höfuðborgarsvæð-
inu fyrstu tvo mánuði þessa árs er
13,9%,
„Svæðið okkar er tilbúið. Það eina sem þarf að gera
er að stinga mótinu í samband og halda það,“ segir
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, formaður Hestamanna-
félagsins Spretts í Kópavogi og Garðabæ. Stjórn
Landssambands hestamannafélaga (LH) hefur ákveð-
ið að halda landsmót hestamanna á Gaddstaðaflötum
árið 2020 og hjá Spretti 2022. Það ár fagnar Sprettur
10 ára afmæli félagsins.
Landsmót er haldið á tveggja ára fresti. Í sumar,
27. júní til 3. júlí, verður landsmótið á Hólum í
Hjaltadal og tveimur árum síðar á félagssvæði Fáks í
Reykjavík.
Margt sem stýrir valinu
Alls bárust fimm umsóknir um þessi tvö landsmót,
árin 2020 og 2022 og sóttu sum félögin um bæði mót-
in. Meðal annars sóttu Skagfirðingar og Eyfirðingar
um að halda mót. Niðurstaða stjórnar er með þeim
fyrirvara að samningar náist við mótshaldara um
rekstrarfyrirkomulag mótanna.
„Það er mjög margt sem stýrir valinu og við lítum
á marga þætti en við nýttum vel þær hugmyndir og
ábendingar sem komu upp á ráðstefnu um framtíð
landsmóta sem við héldum í haust,“ segir Lárus Ást-
mar Hannesson, formaður LH.
Tilbúið svæði fyrir landsmót
Sveinbjörn segir að Sprettur hafi yfir að ráða full-
byggðu svæði sem sé tilbúið fyrir landsmót. „Þar er
öll aðstaða eins og best verður á kosið fyrir hesta.
Við búum líka yfir miklum húsakynnum,“ segir
Sveinbjörn og bendir á nýju Samskipahöllina og Hatt-
arvallahöllina sem báðar eru í eigu félagsins, auk
þess sem félagið hafi aðgang að Kórnum þegar stór-
mót eru haldin.
Sprettur stefnir að því að halda landbúnaðarsýn-
ingu í Kórnum og bjóða ræktunarbúum að kynna sig
þar þegar landsmótið verður haldið. Markmiðið er að
stækka mótið út fyrir keppnina sjálfa.
helgi@mbl.is / thorunn@mbl.is
Landsmót hestamanna á Hellu 2020 og í Spretti 2022
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Hópreið Undirbúningur undir landsmótið á Hólum í
sumar gengur vel. Miðar seljast vel í forsölu.
Það eina sem þarf að gera er
að stinga mótinu í samband
Héraðsdómur Suðurlands féllst í
gær á kröfu lögreglustjórans á Suð-
urlandi um að framlengja gæslu-
varðhald sakbornings í mansalsmáli
í Vík í Mýrdal. Gæsluvarðhaldið átti
að renna út í gær en var framlengd
um fjórar vikur. Fram kemur í til-
kynningu frá lögreglunni á Suður-
landi að rannsókn málsins sé mjög
umfangsmikil, mann- og tímafrek.
Rannsókninni miði vel en þó séu enn
margir lausir endar og ógjörningur
á þessu stigi að segja til um lok
hennar.
Maðurinn var handtekinn 18.
febrúar vegna gruns um að hann
hefði haldið a.m.k. tveimur erlend-
um konum í vinnuþrælkun.
Áfram gæsluvarðhald vegna mansalsmáls