Morgunblaðið - 05.03.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.03.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016 Í um þrjá áratugi hefur Ísland bor-ið gæfu til að reka sjávarútveg sinn undir fisk- veiðistjórn- arkerfi sem hef- ur orðið fyrirmynd ann- arra þjóða vegna þeirrar hagkvæmni sem það skilar rekstri sjávar- útvegsfyrirtækja og þar með já- kvæðum afrakstri fyrir þjóðarbúið í heild.    Grundvöllur kerfisins er varan-legar og framseljanlegar út- hlutanir aflamarks. Aflamarkið sem hver og einn fær úthlutað er hlut- deild í heildaraflamarkinu og þann- ig hafa allir hag af því að fara vel með auðlindina enda njóti þeir ávinningsins þegar auðlindin vex en beri um leið tapið þegar hún minnk- ar.    Framan af gekk mjög vel aðfylgja þessu en áhyggjuefni er hve úthlutun í margvíslega potta, sem svo eru kallaðir, hafa aukist í seinni tíð og það jafnvel á sama tíma og leyfilegur heildarafli hefur dreg- ist saman.    Tilgangurinn með þessu er sagð-ur að treysta byggð í landinu, en í þessu sambandi vekur athygli að í nýlegri skýrslu frá Rannsókna- miðstöð Háskólans á Akureyri um áhrif þessara potta á byggðafestu segir: „Almennt séð virtust pottar fiskveiðistjórnunarkerfisins hafa minni marktæk byggðafestuáhrif en búist var við.“    Markvissustu og varanlegustuáhrifin á byggð í landinu fæl- ust í því að leyfa kvótakerfinu að njóta sín áfram og gata það sem allra minnst með pottunum svoköll- uðu. Slík stefnufesta færi best saman við sjónarmiðin um byggðafestuna. Eru pottarnir í raun bara gatasigti? STAKSTEINAR Veður víða um heim 4.3., kl. 18.00 Reykjavík 1 rigning Bolungarvík -2 snjókoma Akureyri -2 skýjað Nuuk 7 skýjað Þórshöfn 1 léttskýjað Ósló 3 skýjað Kaupmannahöfn 2 skýjað Stokkhólmur 2 alskýjað Helsinki 0 skýjað Lúxemborg 2 skúrir Brussel 6 léttskýjað Dublin 7 léttskýjað Glasgow 7 léttskýjað London 7 léttskýjað París 7 léttskýjað Amsterdam 2 skýjað Hamborg 7 heiðskírt Berlín 7 skýjað Vín 8 léttskýjað Moskva 1 snjókoma Algarve 16 léttskýjað Madríd 15 léttskýjað Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 12 heiðskírt Aþena 11 léttskýjað Winnipeg -7 snjókoma Montreal -11 léttskýjað New York -1 snjókoma Chicago 1 léttskýjað Orlando 23 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:20 18:59 ÍSAFJÖRÐUR 8:28 19:01 SIGLUFJÖRÐUR 8:12 18:43 DJÚPIVOGUR 7:50 18:28 Dregið verður úr umsóknum um hreindýra- veiðileyfi í dag, laugardaginn 5. mars, klukkan 14.00. Útdrátt- urinn verður sýndur í beinni útsendingu á vef- síðu Umhverfisstofnunar (ust.is). Drátturinn fer fram í húsnæði Austurbrúar á Egilsstöðum. Umsækjendur um hreindýra- veiðileyfi geta síðan séð niðurstöð- una á Þjónustugáttinni – Mínar síð- ur á vef UST. Einnig fá þeir tölvupóst á mánudag með niður- stöðunni. Alls bárust 3.199 umsóknir um leyfi til veiða á 1.300 hreindýrum á komandi veiðitímabili. Leyft verður að veiða 848 kýr og 452 tarfa. Þetta eru nokkru færri umsóknir en í fyrra þegar þær voru um 3.600. Alls bárust 1.103 umsóknir um leyfi til veiða á hreinkúm en 2.096 umsóknir um tarfaveiðileyfi. Sem kunnugt er var tarfakvótinn skor- inn talsvert mikið niður að þessu sinni. Það er því ljóst að það eru 1,3 umsóknir um hvert kýrleyfi en 4,6 um hvert tarfaleyfi. gudni@mbl.is Dregið í hreindýra- happdrættinu Engan sakaði og farmur slapp óskemmdur þegar vélarvana skip sigldi stjórnlaust á Arnarfell, skip Samskipa, sem var aðfaranótt föstu- dags í Kílarskurðinum þýska. Skurð- inn tengir saman Norðursjó og Eystrasalt, en Arnarfellið var á leið frá Cuxhaven í Þýskalandi til Árósa í Danmörku. Vegna skemmda þarf Arnarfellið í viðgerð. Það verður affermt í Árósum og varningi þess komið á leiguskip og í gær var unnið að því að útvega það. Niðurstaða í því ætti að liggja fyrir í dag, sagði Pálmar Óli Magnússon, for- stjóri Samskipa, við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Arnarfellið missir úr eina ferð, það er tvær vikur. Sendingar sem vænta mátti til Íslands á mánu- dag fara ekki á skip fyrr en eftir helgi. Áætlun riðlast um nokkra daga.“ Nokkuð hefur verið um truflanir í starfsemi Samskipa að undanförnu. Snemma í febrúar kom sprunga í þil- far Hoffells í óveðri og fór sjór í elds- neyti skipsins sem draga þurfti til hafnar vélarvana. Skipið er nú aftur komið á áætlun. Fyrir nokkrum dög- um fóru svo sjö gámar fyrir borð þeg- ar brot reið yfir Helgafell, sem var við Færeyjar á leiðinni til Immingham í Bretlandi. „Stundum verða bara óhöpp. Við slíku er lítið að gera nema leysa vandamálin sem koma upp,“ segir Pálmar Óli. sbs@mbl.is Siglt var á Arnarfell í Kílarskurðinum  Við leysum vandamálin, segir forstjóri Samskipa  Útvega á leiguskip Ljósmynd/Anna Kristjánsdóttir Arnarfell Siglt inn sundin blá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.