Morgunblaðið - 05.03.2016, Side 8

Morgunblaðið - 05.03.2016, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016 Í um þrjá áratugi hefur Ísland bor-ið gæfu til að reka sjávarútveg sinn undir fisk- veiðistjórn- arkerfi sem hef- ur orðið fyrirmynd ann- arra þjóða vegna þeirrar hagkvæmni sem það skilar rekstri sjávar- útvegsfyrirtækja og þar með já- kvæðum afrakstri fyrir þjóðarbúið í heild.    Grundvöllur kerfisins er varan-legar og framseljanlegar út- hlutanir aflamarks. Aflamarkið sem hver og einn fær úthlutað er hlut- deild í heildaraflamarkinu og þann- ig hafa allir hag af því að fara vel með auðlindina enda njóti þeir ávinningsins þegar auðlindin vex en beri um leið tapið þegar hún minnk- ar.    Framan af gekk mjög vel aðfylgja þessu en áhyggjuefni er hve úthlutun í margvíslega potta, sem svo eru kallaðir, hafa aukist í seinni tíð og það jafnvel á sama tíma og leyfilegur heildarafli hefur dreg- ist saman.    Tilgangurinn með þessu er sagð-ur að treysta byggð í landinu, en í þessu sambandi vekur athygli að í nýlegri skýrslu frá Rannsókna- miðstöð Háskólans á Akureyri um áhrif þessara potta á byggðafestu segir: „Almennt séð virtust pottar fiskveiðistjórnunarkerfisins hafa minni marktæk byggðafestuáhrif en búist var við.“    Markvissustu og varanlegustuáhrifin á byggð í landinu fæl- ust í því að leyfa kvótakerfinu að njóta sín áfram og gata það sem allra minnst með pottunum svoköll- uðu. Slík stefnufesta færi best saman við sjónarmiðin um byggðafestuna. Eru pottarnir í raun bara gatasigti? STAKSTEINAR Veður víða um heim 4.3., kl. 18.00 Reykjavík 1 rigning Bolungarvík -2 snjókoma Akureyri -2 skýjað Nuuk 7 skýjað Þórshöfn 1 léttskýjað Ósló 3 skýjað Kaupmannahöfn 2 skýjað Stokkhólmur 2 alskýjað Helsinki 0 skýjað Lúxemborg 2 skúrir Brussel 6 léttskýjað Dublin 7 léttskýjað Glasgow 7 léttskýjað London 7 léttskýjað París 7 léttskýjað Amsterdam 2 skýjað Hamborg 7 heiðskírt Berlín 7 skýjað Vín 8 léttskýjað Moskva 1 snjókoma Algarve 16 léttskýjað Madríd 15 léttskýjað Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 12 heiðskírt Aþena 11 léttskýjað Winnipeg -7 snjókoma Montreal -11 léttskýjað New York -1 snjókoma Chicago 1 léttskýjað Orlando 23 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:20 18:59 ÍSAFJÖRÐUR 8:28 19:01 SIGLUFJÖRÐUR 8:12 18:43 DJÚPIVOGUR 7:50 18:28 Dregið verður úr umsóknum um hreindýra- veiðileyfi í dag, laugardaginn 5. mars, klukkan 14.00. Útdrátt- urinn verður sýndur í beinni útsendingu á vef- síðu Umhverfisstofnunar (ust.is). Drátturinn fer fram í húsnæði Austurbrúar á Egilsstöðum. Umsækjendur um hreindýra- veiðileyfi geta síðan séð niðurstöð- una á Þjónustugáttinni – Mínar síð- ur á vef UST. Einnig fá þeir tölvupóst á mánudag með niður- stöðunni. Alls bárust 3.199 umsóknir um leyfi til veiða á 1.300 hreindýrum á komandi veiðitímabili. Leyft verður að veiða 848 kýr og 452 tarfa. Þetta eru nokkru færri umsóknir en í fyrra þegar þær voru um 3.600. Alls bárust 1.103 umsóknir um leyfi til veiða á hreinkúm en 2.096 umsóknir um tarfaveiðileyfi. Sem kunnugt er var tarfakvótinn skor- inn talsvert mikið niður að þessu sinni. Það er því ljóst að það eru 1,3 umsóknir um hvert kýrleyfi en 4,6 um hvert tarfaleyfi. gudni@mbl.is Dregið í hreindýra- happdrættinu Engan sakaði og farmur slapp óskemmdur þegar vélarvana skip sigldi stjórnlaust á Arnarfell, skip Samskipa, sem var aðfaranótt föstu- dags í Kílarskurðinum þýska. Skurð- inn tengir saman Norðursjó og Eystrasalt, en Arnarfellið var á leið frá Cuxhaven í Þýskalandi til Árósa í Danmörku. Vegna skemmda þarf Arnarfellið í viðgerð. Það verður affermt í Árósum og varningi þess komið á leiguskip og í gær var unnið að því að útvega það. Niðurstaða í því ætti að liggja fyrir í dag, sagði Pálmar Óli Magnússon, for- stjóri Samskipa, við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Arnarfellið missir úr eina ferð, það er tvær vikur. Sendingar sem vænta mátti til Íslands á mánu- dag fara ekki á skip fyrr en eftir helgi. Áætlun riðlast um nokkra daga.“ Nokkuð hefur verið um truflanir í starfsemi Samskipa að undanförnu. Snemma í febrúar kom sprunga í þil- far Hoffells í óveðri og fór sjór í elds- neyti skipsins sem draga þurfti til hafnar vélarvana. Skipið er nú aftur komið á áætlun. Fyrir nokkrum dög- um fóru svo sjö gámar fyrir borð þeg- ar brot reið yfir Helgafell, sem var við Færeyjar á leiðinni til Immingham í Bretlandi. „Stundum verða bara óhöpp. Við slíku er lítið að gera nema leysa vandamálin sem koma upp,“ segir Pálmar Óli. sbs@mbl.is Siglt var á Arnarfell í Kílarskurðinum  Við leysum vandamálin, segir forstjóri Samskipa  Útvega á leiguskip Ljósmynd/Anna Kristjánsdóttir Arnarfell Siglt inn sundin blá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.