Morgunblaðið - 05.03.2016, Page 14

Morgunblaðið - 05.03.2016, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Tvær fundagerðarbækur Alþýðu- flokksins frá sjötta áratug síðustu aldar, sem taldar voru glataðar, komu óvænt í ljós þegar bankahólf í Landsbankanum var opnað á dög- unum. Enginn hafði vitjað um hólfið um áratuga skeið og skráður ábyrgðarmaður látinn. Var það því opnað samkvæmt reglum bankans og fulltrúar flokksins kvaddir til þegar í ljós kom hvað var í hólfinu. Alþýðuflokkurinn á 100 ára af- mæli á þessu ári og kemur af því til- efni út bók um sögu flokksins eftir Guðjón Friðriksson sagnfræðing. Hann segir að ýmislegt áhugavert hafi leynst í fundagerðabókunum, en þó ekkert sem breyti neinu sem máli skiptir um sögu flokksins eða íslensk stjórnmál. Jóna M. Guðjónsdóttir, sem lést án afkomenda 1989, var skráð fyrir bankahólfinu. Hún gegndi á sínum tíma trúnaðar- störfum fyrir Alþýðuflokkinn. Guðjón segist telja líklegt að gögnin hafi verið sett í örugga geymslu vegna þess að þau fjalla um mikla umbrotatíma í sögu Alþýðu- flokksins, m.a. þegar Hannibal Valdimarsson klauf flokkinn, stjórn- armyndanir og fleira. „Enginn stjórnmálaflokkur hefur verið jafn duglegur og Alþýðuflokk- urinn að koma skjölum sínum á söfn,“ segir Guðjón. Hann hrósar sérstaklega framtaki Bókmennta- félags jafnaðarmanna í þessu efni og starfi Ásgeirs Jóhannessonar. Fyrir frumkvæði þeirra hafi mikill fjöldi flokksskjala og einkaskjala fyrrver- andi forystumanna flokksins verið gerður aðgengilegur. Eru skjölin í Landsbókasafni og Borgarskjala- safni auk gagnanna í Þjóðskjalasafn- inu. Ásgeir Jóhannesson segir að sér hafi þótt fróðlegt að sjá að meðal skjalanna í bankahólfinu hafi verið löng greinargerð frá 1951 um breyt- ingar á stjórnarskrá Íslands frá Al- þýðuflokksfélagi Húsavíkur. Það sé greinilega ekki nýtt að menn ræði um endurskoðun á stjórnarskránni. Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri á Þjóðskjalasafni, segir að þangað berist lítið af skjölum frá stjórn- málaflokkunum að Alþýðuflokknum undanskildum. Vilji safnið gjarnan fái fleiri slík skjöl í sína vörslu. Af hálfu safnsins hafi verið spurst fyrir um skjöl Framsóknarflokksins sem einnig á 100 ára afmæli á þessu ári, en þau hafi ekki borist. Nokkur ný- leg einkaskjalasöfn stjórnmálafor- ingja séu á safninu, m.a. safn Geirs Hallgrímssonar, fyrrverandi for- sætisráðherra, og öll pólitísk skjöl Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrr- verandi formanns Alþýðuflokksins. Ljósmynd/Þjóðskjalasafn Íslands Pólitísk skjöl Fundargerðarbækur Alþýðuflokksins sem fundust óvænt í bankahólfi í Landsbankanum. Skjöl Alþýðuflokksins fundust í bankahólfi  Þjóðskjalasafnið vill fleiri skjöl frá stjórnmálaflokkunum Harpa Gríms- dóttir, útibús- stjóri Snjóflóða- seturs Veðurstofu Íslands á Ísafirði, hefur setið í vís- inda- og tækniráði undanfarin þrjú ár. Líkt og Morg- unblaðið greindi frá í fyrradag var alnafna Hörpu frá Ísafirði, hönnuður í Garðabæ, skipuð í ráðið vegna mis- taka en þau mistök voru leiðrétt. Fyr- ir skemmstu var svo hönnuðinum þakkað fyrir hennar framlag í Vís- inda- og tækniráði. Harpa á Ísafirði var spurð hvort henni hefði verið þakkað fyrir sitt framlag. „Nei, ég hef ekkert þakk- arbréf fengið frá forsætisráðherra, en ætli ég megi ekki eiga von á slíku bréfi eftir að þið hafið fjallað um mál- ið í Morgunblaðinu.“ agnes@mbl.is Réttri Hörpu ekki þakkað Harpa Grímsdóttir Meðal nýlegra gagna í Þjóðskjalasafninu er einkaskjalasafn Geirs heitins Hallgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra (1925-1990). Er það mikið að vöxtum og spannar allan starfsferil hans og stjórnmálaþátttöku. Er skjalaskráin ein 32 síður að lengd. Elstu skjölin eru vasadag- bækur frá 1936 þegar Geir var aðeins 11 ára gam- all. Eiga fræðimenn og áhugamenn um íslensk stjórnmál vafalaust eftir að nýta sér þessi gögn. Skjalið á myndinni er formáli að dagbók Geirs þegar hann var 16 ára árið 1941. Hann segist ætla að rita í dagbókina það sem á daga hans drífur, hugsanir og athuganir í sambandi við það og helstu viðburði. „Í eftirfarandi dagbók mun ég aðeins skrifa það sem ég veit sannast og réttast,“ skrifar hann með áherslu á síðustu orðin. Einkaskjöl Geirs nú aðgengileg „AÐEINS ÞAÐ SEM ER SANNAST OG RÉTTAST“ Formáli dagbókar 1941. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is 43 einstaklingar sóttu um að taka í fóstur fylgdarlaus hælisleitandi börn, á aldrinum 13-17 ára en um miðjan febrúar óskaði Barnaverndarstofa eftir fólki sem vildi vista eða fóstra slík börn á heimili sínu til lengri eða skemmri tíma. Börnin sem bíða eftir að komast í fóstur eru 14 og 15 ára drengir frá Afganistan og hafa dvalið hér á landi í um tvo mánuði. Fyrst dvöldu þeir á móttökustöð Útlendingastofnunar en eru nú í úrræði á vegum Reykjavík- urborgar. „Það er ótrúlega gaman að þetta margir skulu hafa sýnt þessu áhuga,“ segir Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráð- gjafar og fræðslusviðs. Hann bendir jafnframt á að fólk geti alltaf sett sig í samband við stofnunina ef það hefur áhuga á að fóstra hælisleitandi börn. Vanda umsóknina Unnið er að því að finna drengj- unum fóstur en barnaverndarnefnd Reykjavíkurborgar er með málið á sinni könnu. Upphaflega hafði Barna- verndarstofa símleiðis samband við áhugasama sem bjuggu á höfuðborg- arsvæðinu og í næsta nágrenni og eft- ir það tók barnaverndarnefndin við keflinu og heimsækir þá einstaklinga sem koma til greina sem fósturfor- eldrar. Þegar búið er að velja fjölskyldurn- ar tekur við undirbúningsferli, fræðsla og stuðningur við fjölskyld- urnar. Í umsókninni er tekið fram að „umsækjendur geti alfarið verið heimavinnandi sé talin þörf á eða hafi sveigjanlegan vinnutíma“. Spurður hvenær drengirnir verða komnir í fóstur býst Páll við að það verði fljót- lega. Hann tekur þó fram að þó að það sé mikilvægt að það gerist sem fyrst verði að vanda vel til verka og und- irbúa bæði fjölskyldur og drengina. „Það er betra að gefa sér tíma og gera þetta vel en æða í hlutina.“ Í fyrra komu sjö börn ein til lands- ins. Að sögn Páls fóru einhver til ætt- ingja, önnur voru send til baka og öðr- um var komið fyrir í fóstri. Þá var ekki auglýst sérstaklega eftir um- sóknum heldur voru fjölskyldur valdar handvirkt út. Barnaverndarstofa er með svokall- aðan fósturfjölskyldubanka í undir- búningi en þar yrðu einstaklingar sem vilja taka að sér fylgdarlaus hæl- isleitandi börn í fóstur. Þegar næstu börn koma þá eru til upplýsingar um þá sem vilja taka að sér barn. Þetta ætti að auðvelda og stytta ferlið svo ekki væri byrjað á byrjunarreit. Páll segir það ekki spurningu um hvort heldur hvenær fleiri slík börn koma. Í þessu samhengi bendir hann á að hælisleitendur sækja í ríkum mæli eftir því að komast til Norður- landanna og í Svíþjóð í fyrra komu 30 þúsund fylgdarlaus börn til landsins. Tvö fylgdarlaus börn í hælisleit brátt í fóstur  43 buðu sig fram sem fósturforeldri  14 og 15 ára afganskir drengir bíða Bið Drengirnir tveir bíða. Fimm tilboð bárust Ríkiskaupum sem óskuðu eftir að taka á leigu húsnæði fyrir allt að 100 hælisleit- endur fyrir Útlendingastofnun. Unnið er að úrvinnslu tilboðanna. Reiknað er með að búið verði að afgreiða málið fyrir páska, sam- kvæmt upplýsingum frá Ríkis- kaupum. Gerð var krafa um að húsnæðið væri á höfuðborgar- svæðinu eða nálægum sveitar- félögum en þó ekki fjær en um 50 km frá Reykjavík. Öll tilboð sem bárust uppfylla þau skilyrði. Frest- ur til að skila inn leigutilboðum rann út á fimmtudaginn. Fimm tilboð hafa borist ÓSKA EFTIR LEIGUHÚSNÆÐI FYRIR 100 HÆLISLEITENDUR MÁ BJÓÐA ÞÉR Í SJÓNMÆLINGU? NÝ SENDING AF UMGJÖRÐUM Traust og góð þjónusta í 19 ár Hamraborg 10, Kópavogi – Sími 554 3200 Opið virka daga 9.30-18, laugardaga 11–14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.