Morgunblaðið - 05.03.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.03.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Tvær fundagerðarbækur Alþýðu- flokksins frá sjötta áratug síðustu aldar, sem taldar voru glataðar, komu óvænt í ljós þegar bankahólf í Landsbankanum var opnað á dög- unum. Enginn hafði vitjað um hólfið um áratuga skeið og skráður ábyrgðarmaður látinn. Var það því opnað samkvæmt reglum bankans og fulltrúar flokksins kvaddir til þegar í ljós kom hvað var í hólfinu. Alþýðuflokkurinn á 100 ára af- mæli á þessu ári og kemur af því til- efni út bók um sögu flokksins eftir Guðjón Friðriksson sagnfræðing. Hann segir að ýmislegt áhugavert hafi leynst í fundagerðabókunum, en þó ekkert sem breyti neinu sem máli skiptir um sögu flokksins eða íslensk stjórnmál. Jóna M. Guðjónsdóttir, sem lést án afkomenda 1989, var skráð fyrir bankahólfinu. Hún gegndi á sínum tíma trúnaðar- störfum fyrir Alþýðuflokkinn. Guðjón segist telja líklegt að gögnin hafi verið sett í örugga geymslu vegna þess að þau fjalla um mikla umbrotatíma í sögu Alþýðu- flokksins, m.a. þegar Hannibal Valdimarsson klauf flokkinn, stjórn- armyndanir og fleira. „Enginn stjórnmálaflokkur hefur verið jafn duglegur og Alþýðuflokk- urinn að koma skjölum sínum á söfn,“ segir Guðjón. Hann hrósar sérstaklega framtaki Bókmennta- félags jafnaðarmanna í þessu efni og starfi Ásgeirs Jóhannessonar. Fyrir frumkvæði þeirra hafi mikill fjöldi flokksskjala og einkaskjala fyrrver- andi forystumanna flokksins verið gerður aðgengilegur. Eru skjölin í Landsbókasafni og Borgarskjala- safni auk gagnanna í Þjóðskjalasafn- inu. Ásgeir Jóhannesson segir að sér hafi þótt fróðlegt að sjá að meðal skjalanna í bankahólfinu hafi verið löng greinargerð frá 1951 um breyt- ingar á stjórnarskrá Íslands frá Al- þýðuflokksfélagi Húsavíkur. Það sé greinilega ekki nýtt að menn ræði um endurskoðun á stjórnarskránni. Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri á Þjóðskjalasafni, segir að þangað berist lítið af skjölum frá stjórn- málaflokkunum að Alþýðuflokknum undanskildum. Vilji safnið gjarnan fái fleiri slík skjöl í sína vörslu. Af hálfu safnsins hafi verið spurst fyrir um skjöl Framsóknarflokksins sem einnig á 100 ára afmæli á þessu ári, en þau hafi ekki borist. Nokkur ný- leg einkaskjalasöfn stjórnmálafor- ingja séu á safninu, m.a. safn Geirs Hallgrímssonar, fyrrverandi for- sætisráðherra, og öll pólitísk skjöl Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrr- verandi formanns Alþýðuflokksins. Ljósmynd/Þjóðskjalasafn Íslands Pólitísk skjöl Fundargerðarbækur Alþýðuflokksins sem fundust óvænt í bankahólfi í Landsbankanum. Skjöl Alþýðuflokksins fundust í bankahólfi  Þjóðskjalasafnið vill fleiri skjöl frá stjórnmálaflokkunum Harpa Gríms- dóttir, útibús- stjóri Snjóflóða- seturs Veðurstofu Íslands á Ísafirði, hefur setið í vís- inda- og tækniráði undanfarin þrjú ár. Líkt og Morg- unblaðið greindi frá í fyrradag var alnafna Hörpu frá Ísafirði, hönnuður í Garðabæ, skipuð í ráðið vegna mis- taka en þau mistök voru leiðrétt. Fyr- ir skemmstu var svo hönnuðinum þakkað fyrir hennar framlag í Vís- inda- og tækniráði. Harpa á Ísafirði var spurð hvort henni hefði verið þakkað fyrir sitt framlag. „Nei, ég hef ekkert þakk- arbréf fengið frá forsætisráðherra, en ætli ég megi ekki eiga von á slíku bréfi eftir að þið hafið fjallað um mál- ið í Morgunblaðinu.“ agnes@mbl.is Réttri Hörpu ekki þakkað Harpa Grímsdóttir Meðal nýlegra gagna í Þjóðskjalasafninu er einkaskjalasafn Geirs heitins Hallgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra (1925-1990). Er það mikið að vöxtum og spannar allan starfsferil hans og stjórnmálaþátttöku. Er skjalaskráin ein 32 síður að lengd. Elstu skjölin eru vasadag- bækur frá 1936 þegar Geir var aðeins 11 ára gam- all. Eiga fræðimenn og áhugamenn um íslensk stjórnmál vafalaust eftir að nýta sér þessi gögn. Skjalið á myndinni er formáli að dagbók Geirs þegar hann var 16 ára árið 1941. Hann segist ætla að rita í dagbókina það sem á daga hans drífur, hugsanir og athuganir í sambandi við það og helstu viðburði. „Í eftirfarandi dagbók mun ég aðeins skrifa það sem ég veit sannast og réttast,“ skrifar hann með áherslu á síðustu orðin. Einkaskjöl Geirs nú aðgengileg „AÐEINS ÞAÐ SEM ER SANNAST OG RÉTTAST“ Formáli dagbókar 1941. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is 43 einstaklingar sóttu um að taka í fóstur fylgdarlaus hælisleitandi börn, á aldrinum 13-17 ára en um miðjan febrúar óskaði Barnaverndarstofa eftir fólki sem vildi vista eða fóstra slík börn á heimili sínu til lengri eða skemmri tíma. Börnin sem bíða eftir að komast í fóstur eru 14 og 15 ára drengir frá Afganistan og hafa dvalið hér á landi í um tvo mánuði. Fyrst dvöldu þeir á móttökustöð Útlendingastofnunar en eru nú í úrræði á vegum Reykjavík- urborgar. „Það er ótrúlega gaman að þetta margir skulu hafa sýnt þessu áhuga,“ segir Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráð- gjafar og fræðslusviðs. Hann bendir jafnframt á að fólk geti alltaf sett sig í samband við stofnunina ef það hefur áhuga á að fóstra hælisleitandi börn. Vanda umsóknina Unnið er að því að finna drengj- unum fóstur en barnaverndarnefnd Reykjavíkurborgar er með málið á sinni könnu. Upphaflega hafði Barna- verndarstofa símleiðis samband við áhugasama sem bjuggu á höfuðborg- arsvæðinu og í næsta nágrenni og eft- ir það tók barnaverndarnefndin við keflinu og heimsækir þá einstaklinga sem koma til greina sem fósturfor- eldrar. Þegar búið er að velja fjölskyldurn- ar tekur við undirbúningsferli, fræðsla og stuðningur við fjölskyld- urnar. Í umsókninni er tekið fram að „umsækjendur geti alfarið verið heimavinnandi sé talin þörf á eða hafi sveigjanlegan vinnutíma“. Spurður hvenær drengirnir verða komnir í fóstur býst Páll við að það verði fljót- lega. Hann tekur þó fram að þó að það sé mikilvægt að það gerist sem fyrst verði að vanda vel til verka og und- irbúa bæði fjölskyldur og drengina. „Það er betra að gefa sér tíma og gera þetta vel en æða í hlutina.“ Í fyrra komu sjö börn ein til lands- ins. Að sögn Páls fóru einhver til ætt- ingja, önnur voru send til baka og öðr- um var komið fyrir í fóstri. Þá var ekki auglýst sérstaklega eftir um- sóknum heldur voru fjölskyldur valdar handvirkt út. Barnaverndarstofa er með svokall- aðan fósturfjölskyldubanka í undir- búningi en þar yrðu einstaklingar sem vilja taka að sér fylgdarlaus hæl- isleitandi börn í fóstur. Þegar næstu börn koma þá eru til upplýsingar um þá sem vilja taka að sér barn. Þetta ætti að auðvelda og stytta ferlið svo ekki væri byrjað á byrjunarreit. Páll segir það ekki spurningu um hvort heldur hvenær fleiri slík börn koma. Í þessu samhengi bendir hann á að hælisleitendur sækja í ríkum mæli eftir því að komast til Norður- landanna og í Svíþjóð í fyrra komu 30 þúsund fylgdarlaus börn til landsins. Tvö fylgdarlaus börn í hælisleit brátt í fóstur  43 buðu sig fram sem fósturforeldri  14 og 15 ára afganskir drengir bíða Bið Drengirnir tveir bíða. Fimm tilboð bárust Ríkiskaupum sem óskuðu eftir að taka á leigu húsnæði fyrir allt að 100 hælisleit- endur fyrir Útlendingastofnun. Unnið er að úrvinnslu tilboðanna. Reiknað er með að búið verði að afgreiða málið fyrir páska, sam- kvæmt upplýsingum frá Ríkis- kaupum. Gerð var krafa um að húsnæðið væri á höfuðborgar- svæðinu eða nálægum sveitar- félögum en þó ekki fjær en um 50 km frá Reykjavík. Öll tilboð sem bárust uppfylla þau skilyrði. Frest- ur til að skila inn leigutilboðum rann út á fimmtudaginn. Fimm tilboð hafa borist ÓSKA EFTIR LEIGUHÚSNÆÐI FYRIR 100 HÆLISLEITENDUR MÁ BJÓÐA ÞÉR Í SJÓNMÆLINGU? NÝ SENDING AF UMGJÖRÐUM Traust og góð þjónusta í 19 ár Hamraborg 10, Kópavogi – Sími 554 3200 Opið virka daga 9.30-18, laugardaga 11–14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.