Morgunblaðið - 05.03.2016, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Næsta vetur mun Háskólinn í
Reykjavík í fyrsta skipti bjóða upp á
nám til BSc-gráðu í hagfræði. Katrín
Ólafsdóttir, lektor við HR, segir að
tvær áherslulínur verði í boði: hag-
fræði og fjármál annars vegar og
hagfræði og stjórnun hins vegar.
Að sögn Katrínar hafa bæði nem-
endur og atvinnulíf kallað eftir nám-
inu. „Við höfum skipulagt námslínur
sem bjóða upp á hagnýta nálgun við
hagfræðina og líkt og í mörgu öðru
námi við HR verður áhersla lögð á að
tengja saman kennsluna og atvinnu-
lífið. Einnig nýtum við okkur að skör-
un er við mörg námskeið við-
skiptadeildar HR en deildin er fyrir
löngu alþjóðlega viðurkennd fyrir að
bjóða upp á mjög vandað nám.“
Fólk vildi skilja hrunið
Námskeið í hagfræði hafa ætíð ver-
ið hluti af námi í viðskiptafræði við
háskólann en með nýja náminu bæt-
ast við námskeið s.s. á sviði vinnu-
markaðshagfræði, leikjafræði og al-
þjóðahagfræði. Segir Katrín að fyrsta
önnin verði eins við báðar deildirnar.
„Nemendur geta því haldið valmögu-
leikum sínum opnum í byrjun náms-
ins og skipt á milli ef þeir hafa á því
áhuga.“
Það virðist sem áhugi á hagfræði
hafi aukist til muna á undanförnum
árum. Katrín nefnir fjármálahrunið
sem sennilega skýringu. „Fólk skildi
ekki hvað var að gerast og ég fann
mikið fyrir þörf hjá almenningi um að
átta sig á hvernig öll þessi ósköp gátu
dunið á og hvað væri mögulega í
vændum,“ segir hún en bætir við að
hagfræði sé líka mun skemmtilegra
fag en margir halda. „Hagfræðin gef-
ur manni tól og tæki sem nýtast mjög
víða, hvort heldur til að stjórna fyr-
irtæki, kaupa í matinn eða taka vaxta-
ákvarðanir fyrir heilt hagkerfi.
Stundum reiðir greinin sig á stærð-
fræðileg módel, og stundum gengur
hagfræðin út á allt aðrar aðferðir en
að reikna flóknar formúlur.“
Skoða allar hliðar
Segir Katrín að námið við HR
muni gera kröfur til stærðfræði- og
tölfræðikunnáttu nemenda, en fagið
snúist um margt fleira en spálíkön og
Excel-skjöl. „Við reynum að innræta
nemendum okkar að horfa á fleiri en
eina hlið á hverju máli og hugsa hlut-
ina aðeins lengra.“
Við skipulag námsins var m.a. leit-
að fyrirmynda í Bretlandi, Bandaríkj-
unum og á hinum löndunum á Norð-
urlöndunum. Segir Katrín að
hagfræðigráða frá HR muni greiða
leið nemenda í ýmsar áttir. „BSc-
gráðan mun veita góðan undirbúning
fyrir framhaldsnám, bæði á sviði hag-
fræði eða á öðrum fræðasviðum. Sú
góða tölfræði- og stærðfræðiþekking
sem nemendurnir fá mun opna þeim
margar dyr í námi og starfi, s.s. í fjár-
málageira, stjórnsýslu og á ýmsum
öðrum stöðum í atvinnulífinu.“
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fróð Axel Hall, umsjónarmaður hagfræðinámsins, Friðrik Már Baldursson,
Katrín Ólafsdóttir og Eva Lazarczyk Carlson sem munu kenna við deildina.
Hagfræði með
hagnýtri nálgun
Hagfræðideild stofnuð við HR
flísar fyrir vandláta
PORCELANOSA
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Leikstjóri kvikmyndarinnar Fast 8,
F. Gary Gray, er kominn til landsins
og birti myndband af sér í Mývatns-
sveit á samfélagsmiðlum þar sem
hann tilkynnir heiminum að hann
hafi ekki hugmynd hvar hann sé
staddur í veröldinni. Leikstjórinn er
duglegur að mynda sjálfan sig á
allskonar farartækjum, meðal ann-
ars á sleðamótorhjóli. Gray leik-
stýrði síðast myndinni Straight
Outta Compton, en hann er einnig
þekktur fyrir myndirnar Law Abid-
ing Citizen, Be Cool, The Italian Job
og The Negotiator.
Undirbúningur fyrir Fast 8
stendur nú sem hæst og verður tölu-
verð öryggisgæsla við Mývatn þeg-
ar framleiðandi myndarinnar og
stórstjarnan Vin Diesel kemur til
landsins en samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins verður það í næstu
viku.
Umfang myndarinnar er gríð-
arlegt og mun meira en heimamenn
eiga að venjast. Oblivion, Game of
Thrones og aðrar kvikmyndir hafa
ekki lagt sveitina jafn mikið undir
sig og Fast 8 gerir. Áætlað er að
kvikmyndatökur standi yfir í um
átta vikur á Mývatni og verður vatn-
ið í einu af aðalhlutverkum mynd-
arinnar. Í næstu viku kemur einnig
afgangurinn af bílunum, sem notaðir
verða í tökum á vatninu. Í þeirri
sendingu eru meðal annars fjöl-
margir litlir skriðdrekar, brynvarðir
Dogde-pallbílar og fleiri stórir og
miklir bílar. Í fyrri sendingunni
komu meðal annars sjö Subaru Imp-
reza-rallbílar og ofursportbíllinn
Lamborghini Murcielago, sem leik-
stjórinn lék sér á á vatninu og birti
myndband af.
Vaktað af Securitas
Mestallt gistirými í Mývatnssveit
er uppbókað vegna myndarinnar en
fyrir utan kvikmyndatökuliðið eru
fjölmargir ferðamenn í sveitinni.
Hefur öryggisþjónustan Securitas
vaktað tökusvæðið frá því í síðustu
viku og gætt þess að enginn fari inn
á svæðið í leyfisleysi. Heimamenn
kippa sér þó lítið upp við nýja íbúa.
Mun öryggisgæsla fara á næsta stig
í næstu viku.
Ein stór tilraunasprenging hefur
verið fyrir myndina en leyfi hafa
verið veitt fyrir stærstu sprengingu
í kvikmynd hér á landi á Langa-
vatni, sem er miðja vegu frá Mý-
vatnssveit til Húsavíkur. Til þess
þurfti leyfi Fiskistofu og umsögn
Veiðimálastofnunar enda fer fisk-
urinn úr Langavatni í ár sem renna í
sjálfa Laxá í Aðaldal.
Eru framleiðendur með sérstakan
íssérfræðing sem hefur það starf að
fylgjast með ísnum á Langavatni.
Áætlað er að frumsýna Fast and
the Furious 8 í apríl 2017 en Fast 7
halaði inn 1,5 milljörðum dala í
miðasölu um allan heim. Komst hún
á listann yfir tíu mest sóttu kvik-
myndir allra tíma.
Bensínið stigið í
botn á Mývatni
Mikil öryggisgæsla frá og með næstu viku í sveitinni
Tryllitæki Leikstjóri kvikmyndarinnar Fast 8, F. Gary Gray, er kominn til
landsins. Áætlað er að frumsýna Fast and the Furious 8 í apríl 2017.
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Kvikmyndataka Búinn hefur verið til n.k. völlur fyrir bíla við vatnið. Öllum
snjó var rutt af svæðinu og það hreinsað. Vatni var síðan sprautað yfir.
Á aðalfundi
Ferðamála-
samtaka Íslands í
liðinni viku var
samþykkt að
slíta starfsemi
samtakanna.
Ferðamála-
samtök Íslands
hafa verið sam-
starfsvettvangur
átta landshluta-
samtaka sem unnið hafa að fram-
gangi ferðamála hvert á sínu svæði.
Fram kemur á vefsíðu Ferða-
málastofu að ástæðuna megi rekja
til breytinga sem átt hafa sér stað í
stuðningskerfi greinarinnar á liðn-
um árum og vilja til að einfalda
stjórn- og stuðningskerfi grein-
arinnar. Lögð er áhersla á mik-
ilvægi hlutverks markaðsstofa
landshlutanna sem víðast hvar hafa
tekið við mörgum þeirra verkefna
sem Ferðamálasamtökin höfðu með
höndum. Eru stjórnvöld hvött til að
standa þétt við bakið á markaðs-
stofum landshlutanna.
Ferðamálasamtök
Íslands lögð niður
Ferðamenn Sam-
tökin lögð niður.