Morgunblaðið - 05.03.2016, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 05.03.2016, Qupperneq 18
inga. Hann byrjaði á að endurbyggja gamla Kaupfélagshúsið í Kvosinni, eða Plássinu, eins og elsti hluti þorpsins er nefndur. Síðan bættust við fleiri byggingar, sem hýsa Vesturfarasetrið í dag. Til viðbótar hefur Valgeir komið að endurgerð fjölda annarra húsa á Hofsósi og nágrenni og eru þau orð- in hátt í 30 talsins. Gamla íbúðar- húsið á Kolkuósi er þeirra á meðal, þar sem Valgeir rekur ferðaþjón- ustu ásamt fleirum. Við þessa upp- byggingu alla hefur hann notið góðs stuðnings og velvildar stjórnvalda, heimamanna, fyrirtækja, fé- lagasamtaka og fleiri aðila. 10-12 þúsund manns á ári Markmið Vesturfarasetursins var að segja sögu fólksins sem fór utan og efla tengslin milli afkomenda þeirra og frændfólksins á Íslandi. Frá 1996 hafa nokkrar sýningar ver- ið uppi, auk þess sem ættfræðiþjón- usta er starfrækt, bókasafn, íbúð fyrir fræðimenn og fleira. Valgeir segir þessi 20 ár hafa ver- ið skemmtileg. Aðsóknin hefur verið mjög góð og setrið komið Hofsósi á ferðamannakortið svo um munar. Gestafjöldinn hefur að jafnaði verið 10-12 þúsund manns á ári, jafnvel meiri þegar nýjar sýningar hafa ver- ið settar upp. Valgeir segist engar áhyggjur hafa af því að áhugi á samskiptum Íslands og Vesturheims muni fara minnkandi. Vitað sé að fólk almennt fari ekki að sýna uppruna sínum áhuga fyrr en eftir fimmtugt, þegar það hefur komið sér upp fjölskyldu og á meiri frítíma. Einnig sé áhugi til staðar hjá yngra fólki sem vilji mennta sig, bæði hér og í Kanada. Snorraverkefnið sé gott dæmi um þetta og einnig starf Þjóðrækn- isfélagsins við að halda tengslunum gangandi. „Við þurfum að svara þessum áhuga hér heima og ég tel að við eig- um að gera sérstaklega vel við þenn- an hóp erlendra ferðamanna sem kemur til Íslands. Þetta er traustur hópur sem lætur sig land og þjóð miklu skipta, fólkinu er ekki sama um þetta land. Þessi tengsl eru okk- ur mikilvæg og við verðum að við- halda þeim,“ segir Valgeir og bendir á að bættar flugsamgöngur til Kan- ada og Bandaríkjanna skipti miklu máli. Þannig hafi komið bylgja ferðamanna til landsins eftir að Ice- landair hóf flug til Vancouver. Eins og kemur fram hér til hliðar verður efnt til hátíðar í Vancouver á næsta ári. Valgeir segir mikinn áhuga á vesturströndinni líkt og í Winnipeg og Manitoba. SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þegar ég byrjaði í þessu 1996 heyrði ég að áhugi á samskiptum við Vesturheim væri að líða undir lok með kynslóð þess fólks sem þá var orðið fullorðið og að enginn myndi taka við. Það reyndist síðan sem bet- ur fer ekki rétt. Eftir því sem við sinnum þessum samskiptum betur því öflugri verður áhuginn og hann lifir lengur. Ef við gerum ekki neitt, þá er þetta fljótt að þynnast út,“ seg- ir Valgeir Þorvaldsson, forstöðu- maður og stofnandi Vesturfara- setursins á Hofsósi, en setrið fagnar 20 ára afmæli sínu á þessu ári. Af því tilefni verður mikið um dýrðir í ár og á næsta ári. Tengslin verði sýnileg fólki „Með því að setja upp nýjar sýn- ingar vekjum við athygli á málefn- inu. Þá viðhelst áhuginn, ekki bara í Vesturheimi, heldur einnig hér á landi. Þetta gengur í báðar áttir. Við þurfum að hafa tengslin myndræn og sýnileg fólki. Þess vegna er frá- bært að fá tækifæri til að Vestur- heimsvæða Hörpu og gera þessa sögu sýnilega hér í húsinu,“ segir Valgeir, sem mættur var í Hörpu í gær til að undirbúa sýningu sem verður opnuð á afmælishátíð í tón- listar- og ráðstefnuhúsinu sunnu- daginn 13. mars næstkomandi. Um er að ræða sýninguna Þögul leiftur, sem hefur verið uppi á setr- inu á Hofsósi nokkur undanfarin ár. Sýningin hefur að geyma um 400 ljósmyndir af fólki sem voru á meðal þeirra tugþúsunda Íslendinga sem fluttust til Norður-Ameríku á árun- um 1870 til 1914. Flestar myndirnar eru teknar fyrir aldamótin 1900 en höfundur sýningarinnar er Nelson Gerrard, kunnur sagn- og ættfræð- ingur í Manitoba í Kanada. Sjálf afmælishátíðin í Hörpu 13. mars fer fram í Silfurbergi, í sam- starfi setursins við Þjóðræknisfélag Íslands og Hörpu. Samkoman hefst með söng Karlakórsins Heimis úr Skagafirði, sem staddur verður í tónleikaferð sunnan heiða þessa helgi. Að því loknu verður undirrit- aður samstarfssamningur á milli Vesturfarasetursins og Hörpu um ljósmyndasýninguna, sem verður að sögn Valgeirs höfð uppi í eitt ár eða svo. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, mun síðan opna sýninguna. Afmælishátíðinni verður fram- haldið í Silfurbergi. Þar mun Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands og heiðursfélagi Þjóðræknisfélags- ins, ávarpa samkomuna. Farið verð- ur yfir sögu Vesturfarasetursins í máli og myndum en fagnaðinum lýk- ur með hvatningarorðum Valgeirs. Lét draum sinn rætast Hátíðahöldin halda áfram á Hofs- ósi í sumar með sérstakri afmælis- dagskrá í Vesturfarasetrinu laugar- daginn 9. júlí nk. Þar verður frú Vigdís Finnbogadóttir aðalræðu- maður en hún vígði setrið fyrir 20 árum. Var það eitt af hennar síðustu embættisverkum áður en Ólafur Ragnar tók formlega við. Sendiherr- ar Kanada og Bandaríkjanna munu einnig flytja ávörp og sama dag mun Illugi Gunnarsson opna sýninguna Brasilíufararnir í Vesturfarasetr- inu. Þar verður sögu þeirra Ís- lendinga minnst í máli og mynd- um sem fluttu til Brasilíu á árunum 1863 til 1873, en að- allega fóru þeir utan frá Þingeyjarsýslum, nærri 40 manns. Valgeir er húsa- smíðameistari og lét þann draum sinn rætast fyrir um 20 árum að endur- gera gömul hús á Hofsósi og heiðra um leið minningu Vestur-Íslend- Viðhalda þarf tengslunum  Vesturfarasetrið á Hofsósi fagnar 20 ára afmæli  Sýning sett upp í Hörpu 13. mars  Afmælis- hátíð á Hofsósi í sumar  V-Íslendingar traustur hópur ferðamanna, segir forstöðumaður setursins Morgunblaðið/Kristján Vesturfarasetrið Byggingar safnsins sem Valgeir gerði upp á Hofsósi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sýning í Hörpu Valgeir Þorvaldsson tók sér hlé frá uppsetningu sýningarinnar í gær og stillti sér upp með vax- mynd af Jóni Blöndal, ljósmyndara í Vesturheimi, sem tók margar af þeim myndum sem verða sýndar í Hörpu. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016 Vesturfarasetrið efnir til tón- leika í Eldborgarsal Hörpu 25. mars árið 2017, í samstarfi við Karlakórinn Heimi. Þar mun kór- inn syngja við undirleik félaga strengjasveitar Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. Einsöngv- arar verða þau Kristinn Sig- mundsson og Þóra Einarsdóttir. Segja má að tónleikarnir verði nokkurs konar upphitun fyrir hátíð sem Vesturfarasetrið stendur fyrir í Vancouver í Kan- ada um mánuði síðar, eða 22. apríl 2017. Þar verður dagskráin endurflutt af sömu listamönn- um, auk nokkurra til viðbótar. Að sögn Valgeirs Þorvalds- sonar hefur komið í ljós að sama dag fer fram karla- kóramót í Vancouver og hefur Heimismönnum verið boðið að taka þar þátt. „Þegar fréttist af komu okkar var ákveðið að gera okkur að heiðursgestum karlakóra- mótsins,“ segir Valgeir, sem einnig syngur í kórnum. Frá Hörpu til Vancouver TÓNLEIKAR Á NÆSTA ÁRI Þóra Einarsdóttir og Kristinn Sigmundsson Verðið vel Verið velkomin á bás B1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.